Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2005, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 14.12.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 SHSS'iíli©^ Bifrastarævintýrið heldur vissulega áfram Nýtt rannsóknahús vígt og skrifað undir 5 ára samning um kennslu og rannsóknir Síðastliðinn fimmtudagur var stór dagur í sögu Viðskiptaháskól- ans á Bifröst. Þá skrifaði mennta- málaráðherra undir nýjan samning milli skólans og ráðuneytisins um rekstur og starfsemi hans næstu 5 ár og vígði auk þess nýjasta húsið á staðnum. Samningur þessi mun skipta sköpum fyrir skólann enda verður meiri fjármunum varið til kennslu- og rannsóknastarfs á Bif- röst en nokkru sinni fyrr. Þorgerður Katrín Gtmnarsdóttir, menntamálaráðherra gat þess í ræðu sinni við þetta tækifæri að eft- ir því væri tekið bæði í þekkingar- samfélaginu og á Alþingi hversu kröftugt starf færi fram við Við- skiptaháskólann á Bifföst og gat hún þess að sér væri jafnvel legið á hálsi fyrir að umbuna skólanum jafnvel meira en öðrum mennta- stofnunum. Sagði hún það stað- reynd að Bifrestingar hafi sannað svo ekki væri um villst að hér væri á ferðinni skóli í ffemstu röð á sínu sviði og frá honum útskrifuðust einstaklingar sem margir hverjir sköruðu fram úr í þjóðfélaginu og ffam hjá slíkum árangri yrði ekki horff. Ævintýri sem við eigum öll “Með þessum samningi er Bifföst skapaður starfsgrundvöllur til næstu ára með umtalsverði aukn- ingu á fjárffamlögum til kennslu og rannsókna. Samningurinn tryggir að Biffastarævintýrið heldur áfram. Það ævintýri sem hófs hér í hraun- inu við Hreðavatn árið 1955 er ó- trúlegt. Það hefur verið gefandi og gaman að eiga þátt í þessu ævintrýri undanfarin ár ásamt öllu því góða fólki sem hér kennir og starfar. Þetta ævintýri eigum við Biffesting- ar öll saman,” sagði Runólfur A- gústsson, rektor m.a. á fjölmennri athöfn sem haldin var í tílefni vígslu nýs rannsóknahúss og nemenda- garða og undirritun samningsins við menntamálaráðherra. Að öllum ræðum loknum vígði menntamála- ráðherra formlega nýja rannsóknar- húsið og nemendagarðana og gaf húsinu nafnið Hamragarðar. Fjölnota hús Húsið Hamragarðar, sem hannað er af Steve Christer hjá Studio Granda og byggt af Loftorku í Borgarnesi, er einhver stærsti áfangi í uppbyggingu þekkingar- þorps og háskóla á Bifföst í 87 ára sögu skólans. Nýbyggingin er um 3300 fermetrar og er í tvískiptu eignarhaldi. Bifur ehf. er eigandi rannsóknahússins en hluthafar í Bifur eru Vesmrland hf og sveitar- félög á svæðinu. Nemendagarðarn- ir eru í eigu Vikrafells, eignarhalds- félags Loftorku og Viðskiptahá- skólans. Rtmólfur Agústsson þakk- aði í ávarpi sínu samstarfsaðilum sem komu að byggingu hússins fyr- ir gott og gjöfult samstarf. Þar þakkaði hann sérstaklega eigendum hússins fýrir þeirra þátt en það eru Vesturland hf, Sparisjóður Mýra- sýslu, Borgarbyggð, Borgarfjarðar- KoparkUdd hlið á Hamragörthim. Um 200 umsóknir um störf hjá Norðuráli á Grundartanga Um 200 umsóknir hafa borist Norðuráli á Grundartanga í kjöl- far þess að fyrirtækið auglýsti á dögunum eftir starfsfólki. Eins og fram hefur komið í fréttum Skessuhorns mun störfum í fyrir- tækinu fjölga um 50 eftir áramót- in vegna stækkunnar verksmiðj- unnar. Rakel Heiðarsdóttir, ffam- kvæmdastjóri starfsmannasviðs Norðuráls segir flestar umsókn- irnar koma úr næsta nágrenni verksmiðjunnar, en einnig af höf- uðborgarsvæðinu. Þá koma einnig umsóknir úr öðrum landshlutum svo sem ffá Vestfjörðum að henn- ar sögn. Töluverð spenna hefur verið á vinnumarkaði á suðvesmrhorninu undanfarin ár. Rakel segir þennan fjölda umsókna því mikla viður- kenningu fýrir Norðurál sem vinnustað. „Hér hafa menn lagt mikla áherslu á að byggja upp góðan og fjölskylduvænan vinnu- stað og ég tel fjölda umsókna staðfesta að það hefur tekist.” Rakel segir að þessa dagana sé unnið úr umsóknum og ráðningu í öll störf verði lokið á næstu vik- um. m MenntamálaráSherra, rektor, aðstoðarrektor, aðrir starfsmenn og gestirfylltu Hriflu, hátíðarsalinn á Bifróst. Ktmráð Andrésson, forstjóri Loftorku gaf skólanum klukku með þakklœti fyrir gott sam- starf við byggingu Hamragarða. Konráð ásamt Runólfi Agústssyni, rektor. sveit, Hvítársíðuhreppur og Loftorka. Að auki studdi Akranes- kaupstaður bygginguna með mynd- arlegum hætti. Þá sagði Runólfur: “Þetta hús mun hýsa rannsóknamiðstöð skól- ans, rannsóknasetur í húsnæðismál- um, rannsóknasetur verslunarinnar, rannsóknasetur í vinnurétti og jafn- réttismálum og Evrópufræðasetur. Oll eru þessi setur fjármögnuð í samstarfi við atvinnulíf og einkaað- ila. Þau eru liður í stóreflingu rann- sókna við háskólann en í ár erum við að verja um 105 milljónum króna til rannsókna og rannsókna- tengdrar starfsemi. A næsta ári ætl- um við að gera enn betur og unnið er að stofnun tveggja nýrra rann- sóknasetra; rannsóknaseturs í skattarétti og rannsóknaseturs í Asíuffæðum. I þessu húsi verður aðstaða fyrir öll þessi rannsóknaset- ur og starfsfólk þeirra. Að auki verður þar aðstaða fýrir meistara- nema og lessalur með um 60 lesbás- um fyrir nemendur skólans. Þá vilj- um við gjarnan að húsið skapi einnig ramma utan um ffumkvöðla innan og utan skólans með aðstöðu og ráðgjöf.” Vill efla tengsl íbúa og skólanna Fjölmargir aðilar kvöddu sér hljóðs við vígslu hússins. Svein- björn Eyjólfsson, oddviti Borgar- fjarðarsveitar flutti ávarp fyrir hönd þeirra sveitarfélaga sem hlut áttu að máli við byggingu rannsóknahúss- ins. Beindi hann orðum sínum að Biffestingum sérstaklega vegna þeirrar elju sem þeir hafa sýnt við hreint ótrúlega uppbyggingu skóla og háskólaþorps á Bifröst sem telur nú hátt í 800 íbúa. Sagði hann m.a: “Bifrestingar láta engar venjur eða staðla stöðva sig í viðleitni sinni til að styrkja staðinn og starfið sem þar er unnið. Þeir vita það manna best að þegar þeir hætta að fljúga þá hrapa þeir og ég er viss um að Jónas frá Hriflu er ánægður með ykkur. Þetta hús sem hér er vígt í dag er gott dæmi um þessa ffamkvæmda- gleði og elju. Það er ekki svo langt síðan forseti Islands, herra Olafur Ragnar Grímsson sótti Bifföst heim og tók hér fýrstu skófhistunguna. Fyrstu skóflustungu að húsi sem ekki var búið að fjármagna, varla búið að hanna og alls ekki að teikna. Það er ekki svo ýkja langt síðan að hér var huggulegur framhaldsskóli með heimavist. Nú er hér háskóli sem er farinn að gera sig gildandi á alþjóðamarkaði og hér er risið þorp með hundruðum íbúa.” Sveinbjöm vék einnig að sam- starfi sveitarfélaganna við háskól- ana í héraðinu og sagði að oft virk- uðu þessi háskólasamfélög einangr- uð ffá næramhverfi sínu; íbúum héraðsins. Taldi hann það ekki síð- ur sök heimamanna en skólafólks- ins. “Eg held að sveitarfélögin og háskólarnir ættu sameiginlega að huga betur að þessum samfélags- lega þætti og kynna fýrir íbúum þá kosti sem eru í boði í háskólaþorp- unum á Hvanneyri og Bifföst.” Fjöregg héraðsins Stækkun samfélagsins á Bifföst er eins og áður segir ævintýri líkust. Þar búa nú tæplega 800 manns í há- skólaþorpi sem einungis taldi um tíunda hluti þess fýrir rúmum ára- tug síðan. Heildarfjöldi nemenda við skólann er nú 670 og þar af stunda 150 manns nám á meistara- stigi. Skólinn og starfsemin á Bif- röst skapar um 200 ársverk í Borg- arfjarðarhéraði. Margir eiga e.t.v. erfitt með að gera sér fulla grein fýrir þýðingu þessa fýrir byggð í ná- grenninu og samfélagið í heild sinni, að svo öflug stofnun er risin. En ásamt háskólanum á Hvanneyri er óhætt að segja að þar séu á ferð- inni fjöregg héraðsins sem heima- menn eiga að hlúa að svo vel sem kostur er. MM Gretti hyggingastjóra Hamragarða var þakkað sérstaklega fyrir framlag sitt til bygg- ingarinnar. Gjöfin var óvenjuleg, en þar sem Grettir er kunnurfyrir áhuga sinn á hestum var honum gefinn folatollur fyrir eina af hryssum sínum undir ekki ómerkari stóðhest en Þórodd.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.