Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2005, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 14.12.2005, Blaðsíða 14
> 14 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 gBéSSUHÖígKI m m m. fc Aðventusamkoma í Breiðablild Aðventusamkoma var haldin að Breiðabliki í Eyja- og Miklaholts- hreppi föstudaginn 9. desember og var hún mjög vel sótt enda mikil tónlistarveisla. Þar komu fram skólakór Laugargerðisskóla undir stjórn Steinunnar Pálsdóttur, kirkjukór Kolbeinstaðar- og Fá- skrúðabakkasókna undir stjórn Zsuzsanne Budai og einnig sáu nemendur úr Laugargerðisskóla um hljóðfæraleik og ljóðalestur. Aðalræðumaður kvöldsins var Gísli Marteinn Baldursson en hann er ættaður frá Snorrastöðum í Kol- beisstaðahreppi. Séra Guðjón Skarphéðinsson stjórnaði samkom- unni og er þetta annað árið í röð sem hann fær þjóðkunnan einstak- ling til að halda ræðu á aðventu- kvöldi. Kvenfélagið Liljan sá svo um kaffið og meðlætið eftir allan sönginn. ÞSK Jólatréð á Akratorgi Lattgardaginn 3. desember voru Ijósin tendruð ájólatrénu i Akratorgi á Akranesi, en tréð er g/öffrá vinabie Akumesinga, Tönder í Danmörku. Meðfylgjandi myndir voru teknar viðþetta tækiferi. Dagskráin var hefðbundin. Guðmundur Pálljánsson biýarstjóri á- varpaði bœjarbúa, Ólína Jónsdóttirfulltrúi Norrana félagsins flutti ávarp ogferði Skagamönnum tréð,Jólasveinar mættu á staðinn og útdeildu mandarínum að ógleymdum Gísla S Einarssyni, harmonikkuleikari sem stjómaði söng og léttu gríni. Ljósm. MM Jólatréð ljómar í Hólminum Síðastliðinn sunnudag var komið að þeirri árvissu athöfh að tendra ljósin á jólatrénu sem vinabær Stykkishólms í Noregi, Drammen færir bænum að gjöf. Var fjölmenni mætt í Hólmgarð, lúðrasveitin lék jólalög og jóla- sveinar voru komin á stjá og skemmtu bömunum. Ljósm: DSH Klettaborgarkrakkar skemmta foreldninum Foreldraskemmtun var haldin Myndin sýnir krakkana á Sjónar- fyrir nokkrum vikum í leikskólan- hóli flytja atriði úr Latabæ og Kalla um Klettaborg í Borgarnesi. á þakinu. Ljósrn: Þóra Sif Oll 6 ára böm fá endurskinsborða ffá skátum Skátahreyfingin hefur nú dreiff til allra 6 ára barna í landinu end- urskinsborða ásamt sérstöku riti um öryggi barna í umferðinni. Jafhframt fylgja hverju blaði tveir límmiðar til að líma í rúður bif- reiða sem áminningu um að keyra á réttum hraða. Þetta er 15. árið sem skátarnir vinna þetta verkefhi undir heitdnu “Látum ljós okkar skína” og hafa því á þessum tíma verið dreift um 70 þúsund endur- skinsborðum til barna í landinu. I áratug var dreift endurskinsborða sem lá yfir axlir bamanna en nú hafa verið útbúnir vandaðir upp- handleggs endurskinsborðar með frönskum lás og fær hvert barn 2 borða senda. Talið er að slíkir borðar hafi lengri lífdaga en axlar- borðinn þar sem ekki þarf að taka hann af þegar farið er úr útifatnað- inum. Samhliða þessari sendingu til allra 6 ára barna í landinu er einnig árlega framleitt stórt vegg- spjald sem sent er í alla grannskóla landsins og setja flestir það upp til að minna börnin og foreldra þeirra á mikilvægi þess að bera endurskin í svartasta skammdeginu, en það er marg sannað að það dregur veru- lega úr slysum á gangandi vegfar- endum. Inni í ritinu eru síðan tveir límmiðar sem ætlaðir eru í aftur- rúður bifreiða til áminningar til öloimanna um að aka ekki of greitt “Avallt viðbúinn ... og á réttum hraða!” Til að fjármagna verkefnið er leitað til fjölmargra aðila. Aðal styrktaraðih borðanna er Vátrygg- ingarfélag Islands - VIS, en jafn- framt hafa fjölmörg fyrirtæki og stofiianir styrkt verkefnið. Þá er samhliða verkefninu og því til stuðnings rekið árlegt bílnúmera- happdrætti þar sem öllum bifreiða- eigendum er sendur happdrættis- miði. Dregið er í happdrættinu 31. desember. A 15. ári verkefnisins Látum ljós okkar skína, á næsta ári er stefnt að frekari útvíkkun þessa umferðarátaks skátahreyfingar- innar og verður farið í samstarf við VIS þar um. Aldrei er of mikil á- hersla lögð á öryggi barna í um- ferðinni og eru foreldrar sérstak- lega hvattir til að tryggja að börnin séu ávallt vel merkt með endur- skini yfir vetrarmánuðina. Aðventutónleikar SPM Arlegir aðventutónleikar Spari- Þar kom söng- og tónlistarfólk víða sjóðs Mýrasýslu fóru fram í Reyk- að úr héraðinu fram og söng fyrir holtskirkju sl. fimmtudagskvöld. fullu húsi. Ljósm: BÞ Jú, þegar krakkamir í tónlistarskólanum og lúðrasveitin í Stykkishólmi norpa krók- loppin í desember, í norðan kulda með nótumar jjúkandi allt í kring, og spila jólalögin i ogfyrir utan búðir ogfyrirtæki í Hólminum. Jú, þá eru jólin alveg að koma í Stykkishólmi. Ljósm. DSH

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.