Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2005, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 14.12.2005, Blaðsíða 23
^tttðsunuu. 1 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 23 -A Vestur- landsliðin áfram Fyrsta umferð bikarkeppni karla í körfuknattleik var leikin um helg- ina. Tvö af þremur Vesturlandslið- unum komust áfram. Skallagrímur vann ÍR f Borgarnesi, 88-81 í æsispennandi leik og Snæfell vann stórsigur á ÍS á útivelli 103 - 75. GE Sigrún Sjöfn og Guðrún Ósk Ámundadætur Myndir: Sport.is/Pétur Bikar- meistarar úr Borgar- nesi Kvennalið Hauka í körfuknattleik vann um sfðustu helgi Powera- debikarinn eftir spennandi leik við Keflavíkurstúlkur en lokatölur urðu 77 - 63. Tveir af burðarásum Haukaliðsins eru Borgnesingar, þær Guðrún Ósk og Sigrún Sjöfn Ámundadætur. Þá má einnig geta þess að þriðji Borgnesingur liðsins er Yngvi Gunnlaugsson, aðstoðar- þjálfari, en hann stjórnaði einmitt liðinu í bikarúrslitaleiknum. Þess má einnig geta að Haukaliðið tók þátt í Evrópukeppninni í haust og 'vilja þær Guðrún Ósk og Sigrún Sjöfn koma á framfæri þakklæti til þeirra fyrirtækja á Vesturlandi sem styrktu liðið til fararinnar. Formaðurinn toppaöi á réttu augnabliki Síðastliðinn mánudag lauk fimm kvölda aðaltvímenningi Bridsfélags Borgarfjarðar. Spilað var á tíu borðum, barómeter og tölvugefin spil frá Bridssambandi íslands. Mótið var fjörugt og skemmtilegt og réðust úrslit ekki fyrr en í síðustu umferð þegar for- maður félagsins; Jón Eyjólfsson skaust á toppinn ásamt makker sínum Baldri Björnssyni. Þeir fé- lagar toppuðu á hárréttu augna- bliki því þetta var í fyrsta skiptið á mótinu sem þeir vermdu topp- sætið. í öðru sæti enduðu Svein- björn Eyjólfsson og Lárus Péturs- son, Sveinn Hallgrímsson og Magnús Magnússon í þriðja en Borgnesingar vermdu síðan þriðja til sjötta sæti mótsins. Næstkomandi föstudag verður árlegur jólasveinatvímenningur spilaður og fara félagar eftir það í frí fram til 9. janúar. MM Úrslit urðu þessi: Jón Eyjólfsson - Baldur Björnsson 271 stig Sveinbjörn Eyjólfsson - Lárus Péturs- son 264 stig Sveinn Hallgr.s. - Magnús Magnús- son 240 stig Stefán Kalmansson - Sigurður Már Einarss. 219 stig Jón Einarsson - Rúnar Ragn- arss./Unnsteinn 198 stig Elín Þórisdóttir - Guðmundur Jóns- son 196 einnig upp milli Tinnu Kristínar og Jóhanns Óla á jólamótinu í fyrra en þá var pizza í 1. verðlaun og þá ákveð- ið að sleppa bráða- bananum en skipta pizzunni á milli þeirra. Jólamót VÍS í skák var haldið á síðustu skákæfingu fyrir jól. Þátt- takendur voru 16 og var keppt í opnum flokki en einnig voru veitt verðlaun í flokki 10 ára og yngri. Tefldar voru 5 umferðir og var keppni mjög jöfn. Eftir allar um- ferðir voru efst og jöfn Jóhann Óli og Tinna Kristín. Þau höfðu unnið alla sína andstæðinga og gert jafntefli innbyrðis og þurfti því bráðabana til að skera úr um hvort hreppti bikarinn sem að þessu sinni kom í hlut Jóhanns Óla. Þessi staða kom reyndar / flokki 10 ára og yngri: gull: Auður Eiðsdóttir silfur: Einar Björn Þorgrímsson brons: Hulda Rún Finnbogadóttir og Þorsteinn Bjarki Pétursson. Skáknefnd UMSB vill þakka öllum þeim sem komið hafa að skákstarfinu á þessu ári og von- ast til að sjá sem flesta á skákæf- ingunum sem verður framhaldið eftir áramót. VÍS gaf verðlaunagrip- ina en þá hlutu: Opinn flokkur: bikar og gull: Jóhann Óli Eiðsson silfur: Tinna Kristín Finnbogadóttir brons: Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir ■‘BSSS" ■ „ faaincHBsKa njpftawáin'*® þeHHing - »>0B“S f\ö9#e*' lS'®ns up, eiiaw9M96ð 09 auðuetö M. 1.W* HarpaSjöfn Mm » »»««***' BUREKSTRARDEILD BORGARNESI Sólbakka 8-310 Borgarnesi Afgreiðsla sími 430 5620 - Fax 430 5621 JAKOBS PELSAR halda pelsasýningu á Hótel Barbrö Akranesi Laugardag 17.des milli kl 16:00 og 18:00 Sunnudag 18.des mitli kl 10:00 og 12:00 Glæsilegir minkapelsar, stuttir og síðir. JAKOBS PELSAR Hvað á að gefa þeim sem eiga allt? Allt í einum pakka Gjafakort MRA eru til sölu í útibúum Landsbanka íslands og íslandsbanka á Akranesi. Fáanleg í þremur upphæðum kr. 2.500, 5.000, og 10.000. Handhafar gjafakortanna geta notað kortin hjá um 30 verslunar- og þjónustuaðilum á Akranesi ANESS MARKAÐ ÍSLANDSBANKI Landsbankinn Banki allra landsmanna V J -e

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.