Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2005, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 14.12.2005, Blaðsíða 17
j>U9vnuu MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 17 Grýla I vetur hafa 5 ára böm á deildinni Stekk á Vallarseli unnið með gamla tímann í hópastarfi. Þau fóru í gönguferðir, heimsóttu Safnasvæðið að Görðum, fengu lánaða gamla hluti til að skoða og ræddu um til hvers þessir gömlu hlutir vora not- aðir. Einnig unnu bömin að verk- eíhi um kostakonuna Grýlu. Bömin sungu um Grýlu og lögðu upp í leið- angur til að reyna að hafa uppá henni, en þó án árangurs. A jóla- skemmtun leikskólans klæddu böm- in sig svo upp í “grýluföt” og sungu og fóm með kvæði íýrir foreldra. BG oggamli tíminn Æfðu köfun og leit SíðastliSinn laugardag œfðu köfunarmenn úr Björgunarfélagi Akraness köfiin í höfninni á Akranesi við mjög erfiðar aðstieður, m skyggni niðri í vatninu var einungis um 10 crn. Bíl var sturtað í höfnina og var æfð leit og björgun fólks úr hmni. Ljósm. HS Undirbúningshópur gagnrýnir framkvæmd Irskra daga Undirbúningshópur vegna Irskra daga á Akranesi, sem haldnir vom í sumar, gagnrýnir margt í undir- búningi og framkvæmd daganna í greinargerð sem lögð var fyrir bæj- arráð Akraness á dögunum. Af skýrslunni að dæma hefur ekki tek- ist að skapa þann grann að dögun- um sem nauðsynlegt er svo hátíðin nái af dafna í framtíðinni og virðist áhugaleysi svokallaðra hagsmuna- aðila vera mikið vandamál. Fáir komu að undirbúningi dag- anna. I skýrslunni segir meðal ann- ars um þann tíma: „Það lenti eink- um á Sigrúnu (Osk Kristjánsdóttir innsk.blm.) og Tómasi (Guð- mundssyni innsk.blm.) að sjá um hátíðina en um 4-5 manna verk var að ræða árið áður, þrátt fyrir mtm minni umsvif það árið. Markaðsráð Akraness (MRA) og aðrir hags- munaaðilar tóku lítinn þátt í verk- efninu, nema með auglýsingu í dag- skrárblaði hátíðarinnar. Reyndar sat Hugi (Harðarson innsk.blm.) í undirbúningsnefnd hátíðarinnar fyrir hönd MRA, en fyrirtækin í bænum sátu alfarið hjá í aðdrag- anda og undirbúningi. Þetta er reyndar mikið vandamál í skipu- lagningu þessa viðburðar, þ.e. hve hagsmunaaðilar sjá sér lítinn hag í þátttöku í Irskum dögum.” Ekki er ástandið betra á öðmm bæjum ef marka má þessi orð: “Stuðningur annarra deilda bæjar- ins var lítill sem enginn; ekki virðist gert ráð fyrir þátttöku þeirra í þess- um umfangsmikla viðburði.” En þó er ljós í myrkrinu: “Undantekning frá þessu var einstakur sam- starfsvilji og þátttaka Einars Skúla- sonar og hans fólks í unglingavinn- unni og svo framlag Ellýjar Hall- dórsdóttur, sem tók að sér að færa Akranes í hátíðarbúning. Ef Irskir dagar hefðu aðgang að fleira fólki sem kemur að verki með sama hug- arfari og þau Einar og Ellý yrði starfið allt mun auðveldara.” Eins og áður sagði var skýrslan lögð fýrir bæjarráð. Einnig var hún lögð fýrir menningarmála- og safnanefnd sem bókaði að hún legði áherslu á að sú tímasetning sem Irskir dagar hafa verið á verði ó- breytt. Jafnffamt var undirbúnings- hóp falið að hefja undirbúning að næstu hátíð sem fýrst “m.a. með það að markmiði að tengja hags- munaaðila og stofnanir bæjarins dögunum sem kostur er,” eins og segir í bókun nefndarinnar. HJ Prír ættliðir í lúðrasveit Oft erþað svo að hæfileikar á tónlistarsviðinu ganga í eifðir. A þessari mynd eru þrt'r ættliðir sem hlása í hljóðfieri í Lúðrasveit Stykkishólms: Hannes Kristján Gunnarssm og sonur hans Lárus Astmar Hannessm ásamt systrunum Hrefnu Rós og Halldóru Kristínu Lárusdætrum. ~\k Getum við aðstoðað þig? / Stafræn Ijósritun í svart-hvítu og lit Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Kveldúlfsgötu 23-310 Bórgames 437 2360 - 893 2361 olgeirhelgi@islandia.is Cáijmynd 10.8 00 ‘Finnuv iParðar&an gidl&miðir ag áltartgripafimmuðir simar: 862 6060 - 464 8460 Sölii&taðw ’BiM> Á VEj vinum áskrifllaðj^kessuíioirniHfibiag.iöy? www.skessuhom.is Stúrhysi gúralu Essóióðit Nánari upplýsingái£áiskrifstofutima. Skes'suhoWehf. Sími 433-5500

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.