Skessuhorn - 14.12.2005, Blaðsíða 8
8
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005
SiöeSSIJíIiölEKI
Forsætisráðherra ræðir hugmyndir
um 30 ára gjaldtöku til Reykjavíkur
Halldór Ásgrímsson forsætisráð-
herra sagði í umræðum á Alþingi í
liðinni viku að vel mætti hugsa sér að
fjármagna framkvæmdir við hluta
Sundabrautar, tvöföldum Hvalþarð-
arganga og eftirstöðvar skulda Spal-
ar með veggjaldi. Með svipuðu
veggjaldi og nú er í Hvalfjarðar-
göngum tæld slíkt 30 ár. Þetta kom
fram við aðra umræðu um frumvarp
ríkisstjórnarinnar um ráðstöfun á
söluandvirði Símans. I frumvarpinu
er gert ráð fyrir að verja átta millj-
örðum króna til lagningar Sunda-
brautar. Nokkur umræða hefur að
undanfömu farið ffarn um hugsan-
lega gjaldtöku af umferð um braut-
ina og hefur sú hugmynd mætt
nokkurri andstöðu á Vesturlandi.
-----------------------^--------------
Töluverð umræða hefur einnig farið
ffarn um hugsanlega niðurfellingu
veggjalds í Hvalfjarðargöngum eða
afnám virðisaukaskatts af veggjald-
inu.
I ræðu Halldórs kom fram að
hann og ríkisstjómin öll hefði lagt
áherslu á að séð verði fyrir endann á
Sundabraut, það er að verkinu verði
lokið, því ekki sé nægilegt að leggja
hana eingöngu upp í Grafarvog. Sjá
verði fyrir endann á verkinu alla leið
á Kjalames. Nefhdi hann í því sam-
bandi að það komi ffam í ffumvarp-
inu að þar verði um einkaffam-
kvæmd að ræða.
Halldór sagði að margir hafi látið
sér það vaxa sér í augum að hluti
verksins færi fram í einkafram-
kvæmd því það þýddi gífurlega
aukningu í skattheimtu. Hann sagði
ffamhald Stmdabrautar kosta um 8
milljarða og einnig liggi fyrir að
nauðsynlegt sé að tvöfalda Hval-
fjarðargöng innan tíðar. Einnig
standi nú eftir 4 - 4,5 milljarðar af
núverandi Hvalfjarðargöngum. Ef
allar þessar tölur væra lagðar saman
væri þar um að ræða um 15 milljarða
króna. Þá fjárhæð væri hægt að end-
urgreiða með sömu gjaldtöku og er í
Hvalfjarðargöngum í dag á um það
bil 30 árum. Ef umferðin myndi
aukast um 500 bíla á dag tækist að
greiða ffamkvæmdir á 25 árum.
Þá nefndi ráðherrann að athuga
þyrfti hvort hægt væri í einhverjum
mæli að notast við svokallað skugga-
Oáuægður með
hugmyndimar
Magnús Þór Hafsteinsson segir
hugmyndir Halldórs Asgrímssonar
forsætisráðherra um gjaldtöku á
Sundabraut og í Hvalfjarðargöng-
um valda sér vonbrigðum. Þetta
kom ffam í umræðum á Alþingi.
„Hin svokallaða skuggagjaldsleið
hugnast mér mjög vel, það sem ég
hef heyrt af henni, eins og sam-
gönguráðherra lagði hana upp, það
er að frekar yrði lagt gjald á hvern
bíl sem færi um þetta mannvirki og
síðan mundi ríkissjóður borga í
réttu hlutfalli við umferðina á
hverjum tíma. Það yrði þá ekki
beint veggjald eða tollur á vegfar-
endur eins og er í dag um Hval-
fjarðargöng. Formaður Framsókn-
arflokksins boðar nú að áfram verði
tollamúr við norðanverðan Hval-
fjörð næstu 30 árin. Þetta mun að
sjálfsögðu hafa mjög neikvæð sam-
keppnisáhrif fyrir byggðirnar, ekki
bara byggðirnar á Vesturlandi,
heldur líka á Vestfjörðum, á vestan-
verðu Norðurlandi og áhrifanna
mun að líkindum gæta langt norður
í land, norður á Norðausturland.
Eg held að yfirvöld, ríkisstjórnin og
við öll verðum að fara að hugleiða
betur hvers konar stefnu við ætlum
að taka varðandi veggjöld í ffamtíð-
inni. Getum við mismunað lands-
hlutum á þennan hátt? Getum við í
raun skert möguleika eins lands-
hluta miðað við aðra landshluta
með því að setja upp svona tollam-
úra? Eg held að þetta sé mjög mik-
ið og alvarlegt umhugsunarefni. Eg
er ekki fylgjandi því að við mis-
Magnús Þór Hafsteinsson.
munum landshlumm svona. Þetta
hefur neikvæð áhrif fyrir okkur öll
til lengri tíma,“ segir Magnús Þór
Hafsteinsson alþingismaður.
HJ
heimagallarnir
loksins komnir
aftur!
ma
uom
KIRKJUBRAUT 2 • AKRANESI
SÍMI43I 1753 & 861 1599
Bæjarstjórinn
á Akranesi vill út-
færslu skuggagjalds
Bæjarstjóranum á Akranesi
hugnast bemr að svokölluð skugga-
gjöld verði innheimt frekar en
hefðbundin veggjöld af nýrri
Sundabraut. Hann fagnar hins veg-
ar umræðu sem tengir saman ffam-
kvæmdir við Sundabraut og tvö-
földun Hvalfjarðarganga.
Guðmundur Páll Jónsson bæjar-
stjóri á Akranesi og bæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins fagnar um-
ræðu um tengingu framkvæmda við
Sundabraut og tvöföldun Hval-
fjarðarganga. „Það er mjög ánægju-
legt að þessar nauðsynlegu ffam-
kvæmdir em ræddar í samhengi.
Miðað við núverandi umferð um
Hvalfjarðargöng em þau að verða
fullnýtt. Því er mjög mikilvægt að
gerð Sundabrautar verði ekki til
þess að flöskuháls myndist við
Hvalfjarðargöng. Því er nauðsyn-
legt að skoða þessi mál í samhengi
eins og forsætisráðherra gerði í
ræðu sinni. Hinsvegar tel ég nauð-
synlegt að skoðuð verði vandlega
Guðmundur Pálljónsson.
útfærsla á svokölluðum skugga-
gjöldum sem samgönguráðherra
hefur nefnt. Þar greiðir ríkið fyrir
notkun mannvirkjanna. Það er leið
sem mér líst mun betur á en núver-
andi innheimta veggjalda. Aðalat-
riðið er að þessi mál era núna öll til
umræðu og því fagna ég,“ segir
Guðmundur Páll Jónsson.
HJ
gjald en þá er gert ráð fyrir að ríkið
greiði fyrir afhot af mannvirkinu.
Þær hugmyndir hafa verið nefndar
af Sturlu Böðvarssyni samgönguráð-
herra eins og ffam hefur komið í
fféttum Skessuhoms.
I ræðu Halldórs kom einnig ffam
að hann léti liggja á milh hluta hvort
innheimta veggjalda færi ffam á ein-
tun stað eða tveimur. Hins vegar
væri það ljóst í sínum huga að hægt
væri að fara í allar þessar ffam-
kvæmdir og ljúka þeim á þeim tíma
sem kemur fram í ffumvarpinu með
hóflegri gjaldtöku. Um væri að ræða
mikið hagsmunamál íbúa höfuð-
borgarinnar og íbúa alls Vesmrlands,
Vestfjarða og Norðurlands. Hann
vænti þess að tímasetningar gætu
Halldór Asgrímsson.
staðist þrátt fyrir umræður tun stað-
setningu Sundabrautar og hvemig
veggjald skuli innheimt.
HJ
„Ráðherra er í
andstöðu við
eigin flokk,u
segir Gunnar Sigurðsson
Gunnar Sigurðsson bæjarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins á Akranesi seg-
ir hugmyndir Halldórs Asgríms-
sonar um sameiginleg veggjöld af
Sundabraut, tvöföldun Hvalfjarð-
arganga og eftirstöðvum skulda
Spalar undarlegar. „Almenningur
hér um slóðir hefur lagt þunga á-
herslu á að gjaldtaka um Hvalfjarð-
argöng lækki. Samtök sveitarfélaga
á Vesturlandi hafa samþykkt að
stefna beri að lækkun veggjalda af
Hvalfjarðargöngum og að svoköll-
uð skuggagjaldsleið verði farin
vegna framkvæmda við Sunda-
braut. Síðan hefur nú ekki ómerki-
legri samkoma en flokksþing
Framsóknarflokksins, sem haldið
var í haust, ályktað um að fella beri
niður virðisaukaskatt af veggjaldi í
Hvalfjarðargöng og einnig að
veggjaldið sjálft í Hvalfjarðargöng
verði lækkað í samvinnu við rekstr-
araðila og ríkissjóð. Því virðist for-
Gunnar Sigurðsson
sætisráðherra þarna vera kominn í
andstöðu við eigin flokk. I mínum
huga koma þessar hugmyndir for-
sætisráðherra ekki til greina. Það
getur aldrei gengið að hluti lands-
manna verði að greiða aðgangseyri
að höfuðborginni," segir Gunnar
•að lokum.
HJ
Eldri borgurum boðið í Fossatún
Félögum eldri
borgara í Borgar-
firði var sl. sunnu-
dag boðið í mat og
njóta gestrisni
hjónanna Steinars
Berg og Ingi-
bjargar í Fossa-
túni. „Við hjón
hér í Fossatúni
ákváðum að það
væri vel við hæfi að enda fyrsta
starfsár okkar hér í Fossatúni með
því að bjóða félögum úr Félagi
eldri borgara í Borgarfjarðardölum
í jólahlaðborð og gefa þeim jafh-
framt tækifæri á að skoða aðstæður
og nýja búskaparhætti þar sem ein-
ungis er gert út á mannskeppnuna.
Auk veitinga sem ffamreiddar vora
af hjónunum Eiði Emi Eiðssyni og
íngibjörgu Torfhildi Pálsdóttur,
sem reka Hótel Framnes í Grund-
arfirði, var boðið upp á sýningu á
stuttmynd sem verið er að þróa og
ber nafnið Tónmilda Island. Þar er
spyrt saman einstökum náttúra-
myndum sem Friðþjófur Helgason
hefur kvikmyndað ásamt tónlist
sem útgáfufyrirtækið Steinsnar
gefur út. Einnig var boðið uppá
tónlistardagskrá þar sem söngtríó-
ið Sveit-ungar fluttu lög og texta
sem tengjast Borgarfirði og jólum
auk þess sem þau stóðu fyrir kröft-
ugum samsöng á jólalögum sem
áprentuð vora á diskamottur,“
sagði Steinar Berg Isleifsson í sam-
tali við Skessuhom. Tónlistar-
mennirnir í Sveit-ungum era:
Bjami Guðmundsson á Hvann-
eyri, Sigurður Jakobsson á Varma-
læk og Dagný Sigurðardóttir á
Innri-Skeljabrekku.
MM