Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2005, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 14.12.2005, Blaðsíða 2
2 MIÐVHÍUDAGUR 14. DESEMBER 2005 Til minnis Um næstu helgi munu félagar í Björgunarsveitinni Heiðari og Skógræktarfélagi Borgarfjarbar bjóða gestum að ganga um Daníelslund við Svignaskarð og velja sér jólatré. Veitt verður að- stoð og leiðbeiningar við val á trjám. Opiö verður laugardag og sunnudag frá 12:30 og fram í rökkur, eða um klukkan 16. Veðtvrhorfivr Það verður norðvestlæg átt á fimmtudag og væntanlega hæglætisveður hér vestanlands. Norðanátt, léttskýjað og talvert frost föstudag og laugardag, slaknar á frosti á sunnudag. Suðlæg átt og dálítil slydda eða snjókoma vestanlands á mánu- dag og hlýnar dálítið. SpMrruruj viMnnar Við spurðum í liðinni viku á vef Skessuhorns: "Áttu þér uppá- halds jólasvein?" Sú varð raun- in, því tveir sveinkar skáru sig úr öðrum hvað vinsældir snertir. Kertasníkir er vinsælastur með 25,1% og í öðru sæti er hann Stúfur litli sem skoraði hjá 21,9%. Hurbaskellir var með 10% en aörir bræöur minna og Þvörusleikir verbur eitthvað að bæta ímynd sína því einungis hálft prósent aðspurðra höfbu hann í uppáhaldi. í næstu viku spyrjum vib: „Hvaöa þingmaöur hefur staöiö sig best a armu? Svarabu án undanbragba á www.skessuhorn. is VestlendinjTAr viMnnar Er Stekkjastaur sem sýnir elju og dugnaö og skákar enn einu sinni bræðrum sínum með því ab verba fyrstur til byggða. Stefiit að ferðum Strætó á Akranes efrir áramót Þessa dagana er að ljúka gerð samnings milli Akraneskaupstaðar og Strætó um ferðir milli Akraness og Reykjavíkur. Vonast er til þess að samningurinn verði undirritað- ur næstu daga og að ferðir geti hafist í janúar 2006. Að sögn Guðmundar Páls Jóns- sonar bæjarstjóra á Akranesi er reiknað með 13 ferðum frá Akra- nesi virka daga, 9 ferðum á laugar- dögum og 7 ferðum á sunnudög- um og öðrum helgidögum. Reikn- að er með að fyrsta ferð frá Akra- nesi verði um kl. 7 á morgnana og munu því þeir sem stunda nám og störf í höfuðborginni geta verið komnir á sinn stað fyrir kl. 8. Að sögn Guðmundar Páls greiðir Stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi hefur óskað efdr við- ræðum við Byggðastofnun um að söluandvirði hlutaþár Byggðastofn- unar í Eignarhaldsfélaginu Vestur- landi hf. verði nýtt áfram til at- vinnuuppbyggingar á Vesturlandi. Forsaga málsins er sú að fyrir nokkrum árum voru stofnuð á nokkrum stöðrnn á landsbyggðinni eignarhaldsfélög sem ædað var að stuðla að atvinnuuppbyggingu. Byggðastofúun gerðist hluthafi í þessum félögum ásamt aðilum í hér- aði. A Vesturlandi var stofnað Eign- arhaldsfélagið Vesturland hf. Hluta- fé félagsins er 300 milljónir króna sem skiptast í svokölluð A-bréf og B-bréf. Stærstu eigendur A-bréfa eru Sparisjóður Mýrasýslu og Kaup- félag Borgfirðinga. Eiga þessir aðil- ar samtals 115 milljónir af 120 millj- óna króna hlutafé A-bréfa. Byggða- stofhun var hins vegar eigandi að 120 milljónum króna B-bréfum af þeim 180 milljónum króna sem í þeim flokki var. A-bréfin höfðu forgang að arði félagsins sem hefur ekki verið mikill þar sem starfsemi félagsins hefur verið lítil og eru eignir þess að mestu bundnar í markaðsskulda- bréfum. Fyrir nokkru gerði Kaupfé- lag Borgfirðinga ásamt Sparisjóði Mýrasýslu eigendum félagsins til- boð í hlutafé félagsins og mun æti- unin vera að blása lífi í félagið sam- Akraneskaupstaður allan umfram- kostnað við ferðirnar og er reiknað með að það verði um 16 milljónir króna á ári. Hann segir mjög mik- ilvægt að þessi valkostur bjóðist í- búum. “A þessu svæði hefur á und- anförnum árum verið að myndast eitt atvinnusvæði og því mikilvægt að almenningssamgöngur fylgi þeirri þróun. Ekki síður sé nauð- synlegt að sinna þörfum þeirra sem stunda nám á milli sveitarfé- laganna.” Þessu til viðbótar nefnir Guðmundur Páll hvort ekki verði hagkvæmara fyrir íbúa á Kjalarnesi að sækja framhaldsskóla á Akranes eftir að þessar samgöngur verða komnar á. Gjald fyrir hverja ferð verður kvæmt upphaflegu markmiði félags- ins. Hafa sveitarfélög tekið tilboði félagsins sem samkvæmt heimildum Skessuhorns er að kaupa bréfin á nafnverði. Byggðastofnun tók til- boði kaupfélagsins. Hrefna B. Jónsdóttir starfsmaður SSV segir stjóm samtakanna síður en svo vera mótfallna sölu Byggða- stofnunar á hlut sínum. Þær hug- myndir sem uppi era með eflingu eignarhaldsfélagsins séu stjórn SSV mjög að skapi. Hins vegar vilji stjórnin árétta að framlag Byggða- stofnunar hafi á sínum tíma verið ætlað til atvinnuuppbyggingar í landshlutanum og stjórnin hafi með ósk um viðræður við Byggðastofinm vilja tryggja að svo verði áfrarn. Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofiumar segir að stofnun- inni hafi borist áhtlegt tilboð í hlut þess í umræddu félagi. Akveðið hefði verið að taka tilboðinu. Hann segir það mikið ánægjuefni að öfl- ugir aðilar í héraði hafi ákveðið að blása til sóknar í félaginu með þess- um hætti. Aðalsteinn segir söluand- virðið hluta af efnahag Byggða- stofnunar en þeir séu ekki eyma- merktir einstökum landssvæðum. Stofhunin muni hér eftir sem hing- að til skoða þátttöku í álitlegum uppbyggingarverkefhum og sé því ávallt til viðræðu um góðar hug- myndir í atvinnuuppbyggingu. HJ það sama og í strætó á höfuðborg- arsvæðinu. Hver ferð fyrir fullorð- inn kostar í dag 220 krónur en í boði era ýmis konar afsláttarfar- gjöld. Þá munu þeir sem nota þessa þjónustu fá aðgang að skipti- miðakerfi Strætó. Eins og áður sagði hefur ekki verið gengið endanlega frá samn- ingi og meðal annars á eftir að ganga frá gildistíma hans. Rætt er um eitt eða tvö ár í því sambandi. “Þrátt fyrir að bæjarstjóm Akra- ness telji þennan samgöngukost af hinu góða era það þó bæjarbúar sem ákveða framhaldið með notk- un sinni. Þessi kostur er kominn til að vera, verði hann notaður.” _____________________HJ_ Raimverð íbúða hækkar mest Raunverð íbúðarhúsnæðis á Islandi hefur hækkað árlega um 1,1% frá árinu 1960 til 2004. Frá árinu 1990 til 2004 hefur raunhækkun þeirra verið mest á Vesturlandi um 63%, því næst á höfuðborgarsvæðinu um 52%, Suðurnesjum um 47%, Suð- urlandi um 44%, Norðausturlandi um 30%, Austurlandi um 24% og Norðvesmrlandi um 1%, en á Vest- fjörðum hefur húsnæðisverð lækk- að um 28% að raungildi. Hagvöxt- ur, tekjur og mannfjöldi era lykil- þættir í þróun íbúðaverðs. Fjarlægð frá þéttbýli skiptir einnig miklu máli, þar sem þéttbýhð hefur til- hneigingu til að þrýsta upp raun- verði fasteigna í nágrannasveitarfé- lögunum. Góðar samgöngur hafa veraleg jákvæð áhrif á íbúðaverð og sjá má dæmi þar tun á Vesturlandi þar sem íbúðaverð hefur hækkað hvað mest m.a. vegna tilkomu Hvalfjarðarganga. Sömu áhrif má sjá frá stórverkefhum s.s. uppbygg- ingu stóriðju til hækkunar á verði í- búða m.a. á Vesturlandi og Austur- landi. Þetta stafar af auknum hag- vexti vegna slíkra verkefha á við- komandi svæði, auknum umsvifum, mannafla og auknum fjölbreytileika atvinnulífs og starfa. MM Þrjú tilboð bárust í bílgeymslu BORGARNES: Þrjú tilboð bárast í alútboði á byggingu bílgeymslu fyrir Heilsugæslustöðina í Borgar- nesi. Um er að ræða byggingu fyrir tvær sjúkrabifreiðir og er stærð geymslunnar áætluð um 100 fer- metrar. Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. maí á næsta ári. A næstu dög- um fer ffarn mat á tilboðunum og þar til því er lokið koma nöfn til- boðsgjafa ekki fram. -hj Opnunartíminn lengdur AKRANES: Bæjarráð Akraness hefur samþykkt tillögu Harðar Kára Jóhannessonar, rekstrarstjóra íþróttamannvirkja Akraneskaup- staðar um að ffá og með áramómm opni íþróttamiðstöðin á Jaðars- bökkum kl. 06:15 í stað 06:45 eins og verið hefur. Aætlaður kostoaður vegna þessarar breytingar er um 500 þúsund krónur á ári að mati launadeildar bæjarins. -hj Plástrað fyrir héraðsdóm Nú stendur sem hæst 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi þar sem 25 samtök og stofhanir leggjast á eitt í baráttunni. Yfirskrift átaksins að þessu sinni er: Heilsa kvenna, heilsa mannkyns; stöðvum ofbeldið! Kyn- bundið ofbeldi er stórt vandamál hér á landi og ein versta birtingar- mynd kynjamisréttis. Héraðsdómur Vesturlands í Borgarnesi var á þriðjudaginn í síðustu viku plástrað- ur til að minna á átakið. Stóð þessi föngulegi hópur kvenna fyrir því í síðdegisrökkrinu. MM Vilja að ^ármunir haldist í landshlutanum Val á manni ársins VESTURLAND: Líkt og und- anfarin ár stendur Skessuhorn fyrir vah á Vestlendingi ársins, eða þeim einstaklingi sem þykir hafa skarað ffamúr á árinu. Eina skilyrðið er að viðkomandi sé bú- settar í landshlutanum. Hvaða Vestlendingur hefur að þínu mati skarað ffam úr á árinu? Allir hafa á því skoðun og geta þeir sent inn tilnefningar í tölvupósti á: skessuhorn@skessuhorn.is fyrir 28. desember nk. Gjaman má rökstyðja valið með nokkram línum. Einnig er hægt að hringja inn tilnefningar í síma 894-8998. Sérstök valnefhd vinnur síðan úr tilnefhingum og kynnir úrslit í fyrsta tölublaði nýs árs sem kem- ur út miðvikudaginn 4. janúar. -mm Jólablaðið þann 20. des SKESSUHORN: Árlegt jóla- blað Skessuhorns og jafnffamt síðasta blað ársins kemur út nk. þriðjudag stórt og efnismikið að vanda. Skilaffestar efhis og aug- lýsinga er fimmtadaginn 15. des- ember fyrir klukkan 16:00. -mm Stefhir í metár í fæðingum VESTURLAND: í gær vora fædd 218 böm það sem af er ár- inu á fæðingadeild Sjúkrahússins á Akranesi. Samkvæmt upplýs- ingum ffá Onnu Björnsdóttar, deildarstjóra er áætlað að a.m.k. 11 konur til viðbótar komi inn til fæðingar fyrir áramót og gæti samkvæmt því talan farið í 229 fyrir árslok. Flestar urðu fæðing- ar 226 talsins árið 1973 og 224 árið 1980 og 2004. -mm Með hass í nærbuxunum BORGARNES: Lögreglan í Borgarnesi stöðvaði aðfararnótt laugardags ungt par á Vestur- landsvegi og kom í ljós að það hafði óhreint mjöl í pokahom- inu. Reyndi stúlkan að fela um 20 grömm af kannabis í nærbuxum sínum. Felustaðtninn dugði þó ekki og fann lögregla efhin. Efh- in vora sögð til einkaneyslu. Parið var handtekið, fært á lög- reglustöð, yfirheyrt og sleppt að því loknu. Þá tók lögreglan einn ökumann fyrir meinta ölvtm við akstur um helgina. -mm Unniðað kröfugerð AKRANES: Verkalýðsfélag Akraness vinnur í samstarfi við fyrram starfsmenn GECA á Akranesi að því að fá launaseðla og önnur gögn þannig að hægt sé að gera kröfu í þrotabúið vegna vangreiddra launa. Starfsmenn- irnir fengu ekki laun sín nú um mánaðarmótin eins og þeir átta rétt á. Einnig hefur ekki verið borgað inná orlofsreikninga mannanna eins og kjarasamning- ar kveða á um. “Verkalýðsfélagið hefur verið að vinna að, í sam- vinnu við Svæðisvinnumiðlun, að útvega mönnunum aðra vinnu og h'tur það nokkuð vel út þessa standina,” að því er segir á vef Verkalýðsfélags Akraness. -mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.