Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2005, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 14.12.2005, Blaðsíða 18
18 L/ntsaunu.u: * MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 «* * W~ Sldlaskylda á skjölum Héraðsskjalasafn Borg- arfjarðar er opinbert skjala- safn fyrir Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu og starfar eítir lögum nr. 66/1985 um Þjóðskjalasafn Islands og reglugerð um Héraðs- skjalasöfn nr. 283/1994. Markmið Héraðsskjala- safnsins er að safna, varð- veita og skrá öll opinber skjöl að skjölum ríkisstofnana frátöldum. Safhið sækist einnig eftir að fá til varðveislu skjöl og myndir frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum á safnsvæðinu. Safnið veitir almenningi að- gang að framangreindum skjölum nema á þeim hvíli leynd samkvæmt lögum eða sér- stökum ákvæðum þar að lútandi. Samkvæmt 5. grein um Héraðsskjalasöfn skulu eftirgreindir aðilar afhenda héraðs- skjalasafni skjöl sín til varðveislu: Bæjar- og sveitarstjórnir, sýslu- og héraðs- nefhdir, byggðasamlög og hreppstjórar á safhsvæðinu. Ennffemur skal afhenda á hér- aðsskjalasafn skjöl allra embætta, stofnana og fyrirtækja á vegum þessara aðila eða annarrar starfsemi á vegum þeirra. Einnig skjöl allra félaga og samtaka, sem njóta verulegra styrkja af op- inberu fé og starfa innan um- dæmis héraðsskjalasafnsins. Skilaskyld skjöl skal af- henda héraðsskjalasafni eigi síðar en þegar þau hafa náð 30 ára aldri. Miða skal við síðustu innfærslu í bók eða síðasta bréf afgreidds máls. Þeir sem eru með skilaskyld skjöl eða skjöl sem að þeirra mati eiga heima á Héraðs- skjalasafhinu eru beðnir að hafa samband við Jóhönnu Skúladóttur skjalavörð í Safnahúsi Borgarfjarðar að Bjarnarbraut 4-6 í Borgar- nesi. Opnunartími Safnahússins er frá kl. 13 til 18 virka daga nema á þriðjudögum og fimmtudögum er opið til kl. 20. Einnig er hægt að hafa samband í síma 430 7202 frá kl. 9-18 og þar að auki í gegnum tölvupóst skjalasafn@safnahus.is. Jóhcmna Sktíladóttir, héraðsskjalavörður Jólavershin fer vel af stað Líkt og undanfarin ár hefúr Skessuhorn heyrt í nokkrum kaupmönnum nú þegar tun tíu dagar eru til jóla. Almennt er hljóðið gott í þeim og allir þeir sem haft var samband við segja jólaversltmina fara jafh vel eða betur af stað en í fyrra. “Það var góð verslun í fyrra en hún er enn betri fyrir þessi jól,” sagði Orlygur Stefánsson, verslunarstjóri í Bjargi á Akranesi. I sama streng tók Guðni Tryggvason, verslunar- stjóri í Módel. Segir hann mikla aukningu í verslun hjá sér og að hin hefðbundna jólaversl- un hafi byrjað fyrr en á síðastliðnu ári. Jóhanna Halldórsdóttir í Hrannarbúðinni í Grundarfirði segir verslun þar vera svipaða og í fyrra. Hún segist enn vera að fást við bóksölu en segir hana erfiða í samkeppni við verðtilboð stórmarkaðanna. Einnig selur Hrannarbúðin tölvur og fylgihluti, leikföng og ritfangavörur. Jóhanna segist hafa orðið vör við að verslunar- ferðir til Ameríku séu aftur að færast í vöxt og hugsanlega sé það skýring á því að verslunin hjá henni stendur í stað milli ára. “Það er þó gleðilegt að ekki er um samdrátt að ræða milli ára og því ber ég mig bara vel,” segir hún. I Borgamesi var hlóðið gott í versltmarfólki. Jóhanna Halldórsdóttir í Urannarhúóinni í Grundar- jirði afgreiðir viðskiptavini stna. Ljósm: SK Sýnu best var það þó í kaupmanninum Guffy í Knapanum, en verslunin var fyrir skömmu færð yfir götuna og í Hymutorg. “Við berum okkur vel og merkjum verulega aukningu og finnum fyrir mikilli jákvæðni í okkar garð. Eg spái því að þegar upp verður staðið verði jóla- verslunin mjög góð hér í Borgamesi,” sagði Guffy. MM Hugvekja flutt í Borgameskirkju í aðventumessu 4. desember 2005. Nokkrir höfíu samband við Skessu- hom og óskuðu eftir því að hugvekja Hólmfríðaryrði birt í blaðinu þar sem hún ætti erindi tilfleiri en á hlýddu. Er nú góðfúslega, og með leyfl Hólmfríð- ar, orðið við því. -ritstj. Gleðilega hátíð! Ég vil byrja á að þakka þann heið- ur að fá að flytja hugvekju á þessu að- ventukvöldi. Þegar ég fór að velta fyrir mér hvað ég ætti að tala um hér í kvöld komst ég að því að það er ansi margt sem liggur mér á hjarta. Nið- urstaðan var sú að ég ætla að tala um “borgfirsku samfélagssálina”. Ég vil byrja á að taka það ffam að ég er og hef alltaf verið afskaplega stolt af því að vera Borgfirðingur. Ég er líka þeirrar skoðunar að það að vera Borgfirðingur sé forréttindi. Hér er allt svo gott og fallegt og dásamlegt... Trúlega em það vestfirsku genin í mér sem leyfa mér að segja þetta upphátt, það mætti jafhvel halda að það hafi slægst þingeyskt loft í mig. Að minnsta kosti heyrir maður Borg- firðinga sjálfa sjaldnast hreykja sér af sér og sínum. Borgfirðingar em nefnilega afar hógværir og að mestu lausir við allt grobb. Það er reyndar í góðu lagi. En fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Og þama má svo sannarlega á milli vera. Og það er það sem mig langar að ræða hér í kvöld. Ekki þó skort á mikilmennskubrjálæði hjá okkur heldur skort á BJARTSÝNI og JÁ- KVÆÐNI. Þetta val mitt á umræðu- efni þýðir það að ég verð að tuða svolítið og ég vona að þið fyrirgefið mér það. Það skal tekið fram að þetta em bara hugleiðingar mína. Þær em ekki byggðar á öðm en áhuga mín- um og væntumþykju í garð samfé- lagsins hér. Enginn vísindi em þama að baki. Ég æda að byrja á því að nefna tvö h'til dæmi sem ég upplifði þegar ég fluttist aftur heim í Borgarnesið mitt haustið 2002 eftir að hafa búið í Reykjavíkinni ffá því ég var í háskóla. Mér hafði boðist spennandi starf hjá sveitarfélaginu - starf sem hæfði bæði menntun minni og reynslu, en það hafði ekki verið úr mörgum slíkum störfum að moða. Það er vægt til orða tekið að segja að fólk var fullt grunsemda. Af hverju var ég komin heim? Helsta niðurstaðan var sú að ég var að fara í framboð! Alveg sama hversu mikið ég þrætti fyrir það þá gat enginn önnur ástæða verið fyrir heimkomu minni. Ég held að það hafi ekki hvarflað að nokkmm manni að mig langaði að koma, að mig langaði að prófa að búa hér og starfa sem fúllorðin manneskja. Því trúðu fáir. Þessi viðhorf fóm óneitanlega mjög í taugarnar á mér! Á svipuðum tíma var verið að opna kaffihús í Borgamesi, mér til mikillar gleði þar sem ég er mikill kaffihúsaurmandi. Viðhorf Borgnesinga til kaffihússins fannst mér neyðarleg. Þama var ungt fólk sem að sýndi þetta frábæra frumkvæði sem hefði átt að koma okkur öllum til góða. Ég þekkti þetta ágæta fólki ekkert, en nánast alls staðar sem maður kom þá heyrði maður úrtöluraddir. Jújú það var svosem ágætt að það ætti að opna kaffihús. En fólk trúði nú ekki á þetta. Þetta var óðsmannsæði. Borg- nesingar dæmdu þetta fyrirfram sem afskaplega mikið glapræði. Og til þess að vera ekki að venja sig við að hafa hér kaffihús þá sá fólk þann kostinn vænstan að leggja ekki leið sína þangað. Því yrði hvort sem er lokað fljótlega! En hvers vegna hefur þessi hugs- anaháttur verið svona áberandi? Getur verið að samfélagið í heild skorti sjálfstraust? Höfum við það litla trú á sjálfúm okkur og samfélag- inu okkar að við eigum erfitt með að skilja að nokkur kjósi að búa í Borg- arnesi, ef hann getur búið annars staðar? Trúum við því ekki að hér geti verið blómlegt kaffihús? Geta bara vegasjoppur þrifist í Borgar- nesi? Þetta em bara tvö dæmi sem ég nefni sem tóku á móti mér þegar ég flutti aftur í Borgarnes. Ég get alveg viðurkennt að mér varð um og ó. Ég ræddi þetta við marga og býsnaðist yfir þessum leiðindaviðhorfum. Flestir tóku undir þetta með mér og vom mér sammála, hvort sem það vom innfæddir Borgnesingar eða að- fluttir. Ég veit reyndar ekki hvernig mér hefði verið tekið ef ég hafði ver- ið “aðflutt” að ræða þessi mál. En það er önnur saga... Eftir samtal við einn ágætan Borgnesing, Héðinn Unnsteinsson, þar sem við veltum fyrir okkur þeim möguleika að setja “gleðitöflur” í drykkjarvam Borgnes- inga, að úr var stór og skemmtilegur fundur í Samkomuhúsinu sem bar yfirskriftina “Býr hamingjan líka í Borgamesi?”. Þar hélt Héðinn mjög gott erindi fyrir smekkfullu húsi. Þessi fúndur staðfesti þá trú okkar að hamingjan býr líka í Borgarnesi. Borgnesingar em bara ekkert fyrir það að bera hana á torg. Á íbúaþingi sem sameiningar- nefnd sveitarfélaga stóð fyrir á Hvanneyri fyrir skemmstu var Gísli Einarsson fréttamaður með mjög gott erindi. Það var eiginlega sann- kölluð eldræða. Hún bar yfirskriftina BJARTSYNI: vannýtt auðlind í Borgarfirði. Megininntak í erindi Gísla var að óhófleg bjartsýni, ffjótt ímyndunarafl, hæfilegur skortur á skynsemi og hóflegt kæmleysi sé það sem þarf til að búa til ffumkvöðla sem nauðsynlegir era í hverju samfé- lagi. Við hhðina á ffumkvöðlunum þarf hinsvegar að hafa menn sem em jarðbundnir, ekki alltof bjartsýnir, sæmilega skynsamir og því sem næst lausir við kæmleysi. Hinir sem em svartsýnir úr hófi ffam eða óþarflega skynsamir, þá á helst að loka inni að mati Gísla. Gísli talaði líka um skort á bjartsýni hér um slóðir, ekki á ósvipuðum nótum og ég er að ræða hér. Það var mál manna sem á hlýddu að það hefði verið óþægilega mikill sannleikur í orðum Gísla. Gísli er dæmi um mann sem hefur gert margt gott fyrir samfélagið okk- ar. Ég veit svo sem ekki hversu oft hann fær klapp á bakið fyrir það. Ég vil því leyfa mér að nota þetta tæki- færi til að klappa honum á bakið, hér og nú. Bjartsýnin hefúr drifið hann áffam og sem betur fer hefur skyn- semin ekki þvælst of mikið fyrir hon- um. Skessuhornið, Næsta leiti, Sauðamessa svo eitthvað sé nefnt era dæmi um það. Hér hef ég verið að tala fyrst og fremst um hugarfarið í Borgarnesi. Það er skárra í sveitunum í kring. I háskólunum á Hvanneyri og á Bif- röst ríkir bjartsýni. Það má segja að undanfarin misseri hafa þessir staðir verið að byggjast upp á bjartsýni. Við byggjum ekki í einu mesta háskóla- héraði landsins ef ekki hefði verið til staðar “óhófleg” bjartsýni. Því miður hefur bjartsýnin ekki smitast nægi- lega niður í Borgarnes. Við emm enn að gráta brotthvarf Mjólkursamlags- ins og hvað þetta var nú óréttlát ákvörðun og heimskuleg. En það þýðir ekkert að gráta horfinn hluf. Það er gert sem er gert. Gísli talaði um svartsýnisfaraldur í Borgamesi og telur hann að faraldurinn hafi náð hámarki þegar Mjólkursamlagið var lagt niður. Ég er þó sannfærð um að það séu teikn á loftá þess eðfis áð svartsýnin sé á undanhaldi. Fyrir- huguð stofnun Menntaskóla Borgar- fjarðar og Landnámssetur. erujjgdð dæmi um það. Við eigum að horfa til ffamtíðar. í hvernig samfélagið viljum við búa á morgun eða eftir 10 ár? Við eigum að standa saman að því að hér verði enn öflugra og enn betra samfélag. Að hér verði skemmtilegt, skapandi og gefandi mannlíf, þar sem við styðjum hvert við annað, samgleðj- umst fyrir velgengni nágrannans og emm stolt af því að vera Borgfirð- ingar. Klöppum hvert öðra á bakið. Frekar of oft en of sjaldan. Kostirnir við bjartsýni og jákvæðni era fjöl- margir. Það er ekkert mál að temja sér þessa eiginleika. Það geta allir! Þar fyrir utan þá em þetta gildi sem kosta ekkert. Ekki krónu. Enda em þau ekki til sölu. Aftur á móti er öll- um frjálst að nota þau að vild - því meira því betra. Eins og þið öll vitið höfum við gengið i gegnum miklar sameiningar sveitarfélaga undanfarin áratug. Og enn sameinumst við. Frá og með vorinu munum við búa í 3.500 manna samfélagi. I sameiningu sveit- arfélaga felast ótal tækifæri. Hér er allt til alls. Það er okkar að nýta það. Samfélagið okkar er gott. Vissulega má alltaf betur gera. Eitt sem mér finnst t.d. afar aðkallandi núna og verð að nefúa það hér. Það er aðstaða aldraða. Það að fólk fái ekki eigið herbergi með baðherbergi þegar það flyst á Dvalarheimilið er að mínu mati brot á mannréttindum. Fæst okkar myndum gista svo mikið sem eina nótt á hóteli án þess að hafa eig- ið baðherbergi - hvað þá ef við ætt- um að deila því með ókunnugum. Við sem íbúar bemm mikla ábyrgð á samfélaginu okkar og umhverfi. Það era ekki bara kjörnir fulltrúar okkar í sveitarstjórn sem bera þessa ábyrgð. Við sem einstaklingar getum gert svo margt til að okkur sjálfum og nágrönnum okkar líði betur dags- daglega. Mikilvægt viðfangsefhi okk- ar í nýju sveitarfélagi er að tala bjart- sýni hvert í annað. Við sem trúum því að hér sé flest alveg dásamlegt, og það sem ekki er það geti svo auðveld- lega orðið það, við verðum að hjálpa hinum sem ekki sjá ljósið. Við eigum að vera dugleg að minna okkur á hvað hér er gott að búa. Við eigum að minna nágranna okkar á það og við eigum að láta landsmenn alla heyra það. Þetta er ekkert leyndar- mál. Við höfúm alla ástæðu til að vera bjartsýn, jákvæð og ánægð með okkur og samfélagið okkar. Án þess þó að belgjast um of út af óverð- skulduðu loffi. j Ég er sannfærð um að bjartsýnin sé einn öflugasti drifkrafturinn og nauðsynleg forsenda framfara. Á meðan að bjartsýnin þvingar okkur til aðgerða, er svartsýni þægileg af- sökun fyrir að gera ekki neitt. Fólk sem segir að eitthvað sé ekki hægt, ætti ekki að tmfla hina sem em að framkvæma það. Ég trúi á samfélag- ið hér. Ég trúi á fólkið sem hér býr. Og ég mæli með því að nýtt sveitar- félag veiti árlega bjartsýnisverðlaun Borgarfjarðar! Þá fer ég að ljúka máli mínu. I lok- in vil þó bæta því við að forsenda þess að við getum tamið okkur já- kvæðni og bjartsýni og nýtt þá orku á sem bestan hátt er kærleikurinn. Án kærleikans emm við harla líttil og lít- ilfjömg. Ég enda þessa hugvekju á orðum Páls Postula. Orð sem ég tel að eigi alltaf við og alls staðar. Ekki hvað síst nú á aðventunni. “Þótt ég talaði mngum manna og engla, en hefði ekki kærleika, yrði ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekkingu, og þótt ég hefði svo tak- markalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að ég yrði brenndur, en hefði ég ekki kærleika væri ég engu bættari. Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleik- urinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, ttúir öllu, vonar allt, umber allt.” Úr fyrra Korinmbréfi (13. kap. vers 1-7). Ég vona að Guð gefi okkur öllum ánægjulega aðvenm og gleðilega jólahátíð. Hólmfríður Sveinsdóttir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.