Skessuhorn


Skessuhorn - 14.12.2005, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 14.12.2005, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 > »» V > % Hjónabandssæla í X-inu Leiklistarvalshópur Grunnskól- ans í Stykkishólmi, sem sam- anstendur af nemendum úr 9. og 10. bekk er um þessar mundir að sýna í X-inu (félagsmiðstöð bæjar- ins) söngleikinn Hjónabandssælu eftir Lárus Astmar Hannesson. Sælan er í leikstjórn Lárusar og Auðar Rafnsdóttur. Höfundurinn fléttar níu þekktum lögum með frumsömdum textum inní verkið. Söngleikurinn fjallar um ung- lingsstúlkuna Brá og fjölskyldu hennar, samskipti, vináttu, verka- skiptingu o.fl. Hjónabandssæla hefur fengið mjög góðar viðtökur og viðfangsefnið nálgast á mjög spaugilegan hátt. Leikararnir skila frábærlega sínum hlutverkum og er gaman að sjá svo unga og upprenn- andi leikara takast á við krefjandi verkefni og leysa það með svo miklum ágætum. Þetta er annað árið í röð sem Grunnskólinn í Stykkishólmi býð- ur upp á leiklist sem val fyrir elstu nemendurna en í fyrra settu nem- endurnir, ásamt kennurum sínum upp Litlu hryllingsbúðina sem sýnd var níu sinnum. Ekki er ákveðið hversu oft verður sýnt en nú þegar eru búnar fimm sýningar og ein hefur verið auglýst föstudaginn 16. des. kl. 17:00. DSH Heimir Faunar endurkjörinn formaður Leynis Fertugasti aðalfundur Golf- klúbbsins Leynis á Akranesi var haldinn 6. desember sl. A fundinum var Heimir Fannar Gunnlaugsson endurkjörinn formaður. Nýir í stjórn til tveggja ára voru kosnir þeir Alexander Eiríksson og Viktor Elvar Viktorsson. Varamaður til eins árs er Ingþór Bergmann Þórhallsson en á- ffam sitja í stjórn Hörður Kári Jó- hannesson og Elísabet Kristjáns- dóttir. Þau Bjarki Jóhannsson og Rósa Mýrdal gengu úr stjórn. I skýrslu stjómar kom firam að rekstur GL vænkaðist vemlega á milh ára. Heildar tekjur vom 39 milljónir og gjöld 33,5 m. Afskrifrir námu 3,3 milljónum og fjármagns- kostnaður 4,3 milljónum. Tap ársins var 2 milljónir en var 6,7 milljónir árið 2004. Langtímaskuldir félagsins em 30 milljónir og langtímakröfur, framkvæmdasamningur við Akra- neskaupstað til ársins 2009, em 39 milljónir. Félögum fjölgaði lítillega á milli ára eða úr 397 í 415. Afhending viðurkenn- inga og verðlauna Á aðalfundinum vom afhendar viðurkenningar og veitt verðlaun. Auðvelt að velja Auðvelt að versla VEIÐIBÚÐIN ÞÍN Á NETINU Davíð Búason var sig- urvegari Framherja- bikarsins 2005, Hilm- ar Ægir Olafsson hlaut framfaraverð- latm fyrir forgjafar- lækkun 2005 og hátt- vísiverðlaun í ung- lingastarfi (gefandi GSÍ) hlaut Sigurður Már Þorleifsson. Þá var Guðmundi Valdi- marssyni færð viður- kenning fyrir árangur sinn á árinu en hann varð Islandsmeistari öldunga 70 ára og eldri fjórða árið í röð. Guðmundar- og Oð- insbikarinn fengu hjónin Alfreð Vikt- orsson og Erla Karls- dóttir fyrir framlag sitt til Leynis til margra ára. Valdís Eyjólfsdóttir, Sturlaugur Sturlaugsson, Heimir Fann- ar Gunnlaugsson og Hörður Kári Jóhannesson handsala nýja samninginn um stuöning LI viS Leyni. Landsbankinn áfram styrktaraðili Landsbanki Islands hefur verið aðalstyrktaraðili Leynis til nokkuð langs tíma og hefur samstarf bank- ans og Leynis verið mjög farsælt. A fundinum var undirritaður nýr samningur milli LI og Leynis til fjiigurra ára sem styrkir m.a. ung- lingastarfið og eflir samstarf bank- ans og golfklúbbsins á margan hátt. Frá aöalfundi Leynis. Ný heimasíða Ný heimasíða Leynis er komin í lofrið og var hún kynnt á aðalfund- inum. Síðan er ekki fullmótuð en til að byrja með er hægt að skoða góða lýsingu af Garðavelli, ummæli um brautir og yfirflugsmyndir. Slóðin á síðtma verður www.leynir.is en sú tenging er ekki ennþá komin í gagn- ið. A meðan er hægt að skoða heimasíðuna á slóðinni http://213.167.147.41/leynir MM Gefðu góða gjöf um jólin Gefðu gjafabréffrá Golfklúbbnum Leyni Greiðsla upp í árgjald, frá kr. 5.000 góð gjöf fyrir tilvonandi félaga Leynis Æfingaboltar á æfingasvæðið Teiga á Garðavelli 20 boltafötur á kr. 4.000 50 boltafötur á kr. 8.500 Golfkennsla hjá Karli Órnari Karlssyni íþrótta- og PGA golfkennara 3x30 mínútur, kr. 7.000 6x30 mínútur, kr. 12.000 (kennsla frá og með janúar 2006) Gjafabréfin eru til söiu í Úra- og skartgripaversiun Guðmundar 8. Hannah Suðurgötu 65 - Akranesi KENNARASAMBAND fSLANDS Orlofshúsnæði sumarið 2006 Stjórn Orlofssjóðs Kennarasambands íslands óskar eftir að taka á leigu húsnæði til endurleigu næsta sumar fyrir félagsmenn. Bæði íbúðarhúsnæði og sumarhús koma til greina. Tilboð berist til skrifstofu Kennarasambands íslands merkt "Orlofssjóður" fyrir 20. desember nk. Orlofssjóður Kennarasambands íslands, Laufásvegi 81 101 Reykjavík Nánari upplýsingar veitir Hanna Dóra Þórisdóttir í síma 595-1122, netfang: hanna@ki.is og fax: 595-1112. VEIDIHORNID.IS VEIÐIHORNIÐ i VEIÐIHORNIÐ - Hafnarstræti VEIÐI HORN !Ð - SÍÐUMÚLA 8 5 - SÍMI 551 6760 - SÍMI 568 8410 V

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.