Skessuhorn


Skessuhorn - 16.08.2006, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 16.08.2006, Blaðsíða 8
8 MIÐVTKUDAGUR 16. ÁGÚST 2006 Dansldr dagar hefjast í Stykkishólnii á föstudag Danskir dagar hefjast á föstu- deginum með hverfagrillum og að því loknu verður haldið á íþrótta- völlinn sem að sjálfsögðu heitir nú Idrætsparken. Þar verður keppt í svokölluðum hverfaleikum. Þar keppa fulltrúar hverfanna í ýmsum leikjum og söng. Á laugardeginum er svo fjölbreytt dagskrá vítt og breitt um bæinn og kennir þar ým- issa grasa s.s. verða skynfærin virkjuð í upplifunargarði, uppboð Lionsmanna verður á sínum stað, götustemmning verður á Strikinu þar verður kassaklifur björgunar- sveitarinnar Berserkja og fjöllista- menn og konur leika listir sínar, streetball keppni Snæfells, götu- spilarar, hatteigendur og fleiri láta ljós sitt skína, starfsfólk leikskólans verður með markað og reiðhjól koma við sögu í sælgætissölu víða um bæinn. Ungmenni sem tóku þátt í menningar-og listasmiðjunni Berserki 2006 sýna afraksturinn í Iþróttamiðstöðinni en þar verða einnig sýndar ljósmyndir og Lego- byggingar sem sendar hafa verið inn í þær samkeppnir sem eru í tengslum við danska daga. Bryggjusöngur og verðlaunaaf- hendingar verða um kvöldið auk flugeldasýningar en dagskránni lýkur með tónleikum á Den store Scene. Á sunnudag verður dönsk-ís- lensk messa þar sem Sr. Guðjón Skarphéðinsson messar, fjöltefli verður í gamla bókasafhinu en þar mun Helgi Olafsson stórmeistari tefla við þá sem mæta með tafl og menn, sýningar halda áfram í íþróttahúsi og Norska húsinu og kvikmyndahátíðin í Stykkishólms- bíói. Margar getraunir eru lagðar fyrir gesti dönsku daganna þar sem reynir á athygli, frjótt ímyndunar- afl og þekkingu á ýmsum sviðum - allt til gamans. Útvarp Danskra daga, FM 104,7, verður starfrækt á meðan á hátíðinni stendur og þar verður dagskránni gerð skil í bland við tónlist og spjall á dönsku og ís- lensku. HJ Rætt um lækkun hámarkshraða á Akranesi 106 konur héldu í kvennareiðina í Dölum þann 12. ágúst sl. Dalakonur ríðu út Frá Dönskum Dögum ífyrra. Á föstudaginn hefst bæjarhátíðin Danskir dagar í Stykkishólmi. Þetta er í þrettánda sinn sem þessi fjölskyldu- og menningarhátíð Hólmara og gesta þeirra er haldin og stendur hún til sunnudags. Mikið fjölmenni hefur á undan- förnum árum sótt Hólminn heim á þessum dögum. Að þessu sinni hefur fyrirkomu- lagi hátíðarinnar verið breytt nokkuð og áhersla verið lögð á framlag bæjarbúa og þá starfsemi sem í bænum er. Einnig verða fjöl- skyldugildin höfð í fyrirrúmi þessa helgi og áfengi ýtt til hliðar. Lífg- að hefur verið upp á dönsku tengslin m.a. með dönskum kvik- myndum, Legokubbasamkeppni og einnig má nefna að meðlimir Dansk Kvindeklub koma og dæma í marmelaði- og sultukeppni sem boðað var til í tilefni Danskra daga. Götur bæjarins, samkvæmt venju, fá dönsk nöfn meðan á dög- unum stendur þannig að Aðalgata heitir nú að sjálfsögðu Stroget, Austurgata heitir Osterbrogade og Tangagata heitir þessa dagana Sjællands Odde. Gamlar byggingar eins og Norska húsið, Stykkishólmsbíó, gamla kirkjan og Hljómskálinn verða notuð til sýninga og tón- leika. Stykkishólmsbíó sem er hundrað ára í ár fer t.d. aftur í sitt gamla hlutverk og þar verða m.a. sýndar danskar kvikmyndir í bland við kvikmyndir og ljósmyndir úr bæjarlífinu. Tónleikar verða í gömlu kirkjunni á vegum Tónlist- arskóla Stykkishólms og Leikfélag- ið Grímnir opnar húsnæði sitt í Hljómskálanum og verður þar með gjörninga, leiklestra og sýnir upptökur frá gömlum leiksýning- um. Skipulags- og byggingarnefnd Akraness hefur nú dl umfjöllunar tillögur Þorvaldar Vestmanns sviðsstjóra um lækkun hámarks- hraða á Akranesi. Tillögurnar eru mótaðar í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar Akraness frá 13. des- ember 2005. Þar var samþykkt að lækka hámarkshraða niður í 35 km/klst í völdum íbúðagötum og við skóla á næstu tveimur árum „og þannig stuðlað að bættu umferðar- öryggi á Akranesi“ eins og segir orðrétt í samþykktinni. Að sögn Þorvaldar eru tillögumar á um- ræðustigi og á nefndin eftir að fjalla frekar um þær á næstunni áður en til afgreiðslu þeirra kemur. HJ Hin árlega kvennareið í Dölum fór fram laugardaginn 12. ágúst síðastliðinn og í þetta sinn voru það Skarðsstrendingar sem stóðu fyrir ferðinni. Segja má að þetta hafi verið hálfgerð óvissuferð þar sem konurnar fengu eingöngu að vita hvaðan yrði farið þegar þær skráðu sig í reiðina. Að þessu sinni var lagt upp frá Geirmundarstöð- um og voru það 106 konur sem þangað mættu ásamt fákum sínum til reiðarinnar. Riðið var yfir Skarð og komið niður að Barmi en þaðan lá leiðin inn Hvarfsdal og endaði ferðin við Klifmýri. Nátturfegurð þessa svæðis er mikil og margt sem gladdi augað. Áð var nokkrum sinnum og í stoppunum tóku á móti konunum vaskir sveinar með drykkjarföng og einkatrúbator. Effir góða grill- máltíð var áfram sungið og farið í leiki þar til veðurguðunum þótti nóg um og stöðvuðu sprellið með ærlegri rigningargusu, enda komið kvöld. Fóru flestar til síns heima en einhverjar kláruðu kvöldið á Bjargi í Búðardal. Allar voru kon- urnar sammála um að sérlega vel hefði tekist til og hlakkar þær til að mæta í Miðdali á sama tíma að ári. SO/ Ljósm. Bjöm A. Einarsson Akraness við Berjadalsá Skráning á staðnum Akranesmeistaramot í leirdúfuskotfimi verður haldið agust kl 18 00 Skotfelags svæðt Sungið og trallað í einni áningunni í Dölunum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.