Skessuhorn


Skessuhorn - 16.08.2006, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 16.08.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 16. AGUST 2006 Einn af þeim sem eldd hefiir átt sér ævistarf Rætt við Finn Torfa Hjörleifsson ljóðskáld, fyrrverandi héraðsdómara, kennara, sjómann, landvörð og nýyrðasmið. Finnur Torfi Hjörleifsson heíur reynt ýmislegt í gegnum ævina. Hann hefur ekki verið bundinn einni starfsgrein, þvert á móti hef- ur hann komið víða við og reynt ýmislegt fyrir sér. Hann fæddist í Onundafirði árið 1936 og ólst þar upp. Foreldrar hans, þau Hjörleif- ur Guðmundsson og Gunnjóna Sigrún Jónsdóttir, bjuggu lengst af að Sólvöllum. Þar ráku þau hefð- bundið íslenskt grasbýli, höfðu eina kú og tólf ær,bjuggu dæmi- gerðum sjálfsþurftarbúskap. Finn- ur Torfi fór á Héraðskólann að Núpi í Dýrafirði um fermingu og þaðan lá leiðin norður á Akureyri. Hann útskrifaðist sem stúdent frá MA árið 1956 og átti því hálfrar aldar stúdentsafmæli í vor. Að loknu prófi lá leiðin aftur að Núpi en þar kenndi hann einn vetur, þann fyrsta af mörgum sem hann átti eftir að gegna því starfi. Eftir það fór Finnur Torfi suður til Reykjavíkur og innritaði sig í læknisfræði við Háskóla Islands. Fljótlega kom þó í ljós að læknis- fræðin átti ekki við hann. „Ég þurfti ekki nema mánaðartíma til að komast að því að þetta hentaði mér ekki,“ segir Finnur. Þess í stað hóf hann nám í íslensku og stund- aði það í rúm þrjú ár, þó ekki lyki hann því námi. Að því loknu tók hann aftur til við kennsluna og stundaði hana næstu árin. „Ég loddi við kennsluna í tólf ár,“ segir hann. „Mér þótti mjög gaman að kenna og ég gekkst upp í því. Ég kenndi móðurmál og mér fannst þessi tími mjög ffjór.“ Finnur Torfi kenndi m.a. við nýstofnaðan Menntaskóla ísafjarðar í tvo vemr, en hann og Jón Baldvin Hanni- balsson fyrsti skólameistari höfðu verið samkennarar í Hagaskóla. Nýjungar og nýjTðasmíð Finnur átti í ýmiss konar sam- starfi við samkennara sína. „Við Hörður Bergmann kenndum sam- an í Hagaskóla í fimm ár. Við stóð- um fyrir ýmsum nýjungum þar og reyndum m.a. að leita nýrra leiða í ljóðakennslu. Við skrifuðum sam- an kver í því skyni, Ljóðalestur, og ég er ekki frá því að það hafi mark- að nýja tíma í kennslu á þessu sviði og verið nokkuð merkilegt þá.“ Fixrnur segir hins vegar að ekki hafi allir verið ginnkeyptir fyrir þeim nýjungum. Arið 1974 kom ný námskrá til sögunnar sem Finni fannst stangast á við þær hug- myndir sem hann hafði um móð- urmálskennslu. „Hún setti kennur- um allt of fastar og óþægilegar skorður í kennslu sinni. Við vild- um að nemendur fengju þjálfun í íslensku annars vegar með því að tala og skrifa íslenskt mál og hins vegar með lestri góðra bóka. Það varð til þess að ég söðlaði um og breytti um starfsvettvang." Finnur Torfi er íslenskumaður og segist sem ljóðskáld stöðugt þurfa að reyna á þanþol tungu- málsins. Það eru þó ekki einu skiptin sem hann hefur leitað út fyrir hefðbundinn ramma íslensks máls til að koma hugsunum sínum í orð. „Eg varð landvörður 1977 og gekk þá í félag þeirra sem hét „Éélag gæslumanna...“ og svo kom einhver langloka sem ég man ekki hver var. Við höfðum þann starfa með höndum að gæta lands og náttúru og leiðbeina ferðamönn- um. Orðið landvörður var þá reyndar ekki til, en við endurskoð- un laga félagsins fann ég þetta ný- yrði. Éélagið hét síðan Landvarða- félag Islands." Sjómennskan manndómurinn sjálfur Finnur segir að á barnsaldri hafi hann litið á það sem mikið mann- dómsstarf að stunda sjó. „Eg á tvo bræður, og þeir fóru til sjós og urðu báðir skipstjórar. Sjálfur fór ég í fyrstu róðrana mína 13 ára gamall og ég gat ekki hugsað mér neitt göfugra en sjómennskuna. Ég átti hins vegar auðvelt með að læra og því þótti eðlilegt að senda strákinn til náms.“ Eftir að Éinnur Torfi sagði skilið við kennarastarf- ið ákvað hann hins vegar að láta æskudrauminn um sjómennskuna rætast. „Eg sagði við sjálfan mig að það væri nú eða aldrei, ef ég færi ekki nú þá gerði ég það aldrei. Síð- an var ég til sjós í nokkur misseri, fyrst á netabát, svo loðnu, skaki og á reknetum. Ég komst svo hátt í mannvirðingarstiganum að verða kokkur. Kokkur á skipi þarf oft að gegna hlutverki félagsmiðstöðvar um borð ásamt því að elda ofan í mannskapinn." Éinnur Torfi segir að það hafi verið ljómandi gott starf að vera kokkur. „Raunar velti ég því oft fýrir mér hvort ég hefði ekki verið alveg eins sæll með það að vera alla mína tíð á sjónum. En maður veit aldrei. Þetta eru þýðingarlausar spekúla- sjónir." Éinnur segir að í það minnsta sé sjómennsk- an reynsla sem hann hefði ekki viljað vera án, hún hafi kennt honum margt. Söðlað um á ný Það átti ekki fyrir Éinni Torfa að liggja að eyða æv- inni til sjós. Hann fór í land og starfaði um hríð sem blaðamaður á Sjómanna- blaðinu Víkingi og eins sem landvörður, m.a. í Skaftafelli, á Þingvöllum og á Ériðlandinu að fjallabaki. Þegar hann var 43 ára gamall söðlaði hann hins vegar enn á ný um og leitaði nýrra slóða. „Haustið sem ég varð afi í fyrsta sinn ákvað ég að fara og læra lögfræði. Það var nokkuð erfitt í byrjun, en líkt og er oft með fullorðið fólk sem sest á skólabekk fannst mér það afskap- lega gaman.“ Finnur Torfi lauk náminu hér heima á fimm árum og hélt utan til Noregs á norskum rík- isstyrk til að mennta sig frekar þar. Arið 1986 sneri hann aftur heim og réð sig sem fulltrúa hjá bæjarfó- geta og sýslumanni í Hafnarfirði, fyrst sem fulltrúi og síðar sem hér- aðsdómari . Við aðskilnað dóms- valds og umboðsvalds í héraði 1992 varð hann héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjaness með aðset- ur í Hafiiarfirði. Árið 1998 lá leið hans síðan f Borgarnes þar sem hann varð dómstjóri við Héraðs- dóm Vesturlands og lauk þar dóm- araævi sinni. Aðspurður segist Finnur Torfi ekki vita hvað það hafi verið sem rak hann í lögfræðina á sínum tíma. „Ég hef oft verið spurður að þessu og margir af mínum vinum voru mjög hissa á þessu. Eg vissi ekki hverju ég átti að svara og datt niður á það að segja að þetta hefði verið dómgreindarleysi á sínum Nýfundnaland Land verður ekki numið á skammri stundu ekki degi eða viku Varla ári Að nema land er að læra að þekkja það una við það og unna því Stundum tekur það langa ævi Víkina hef ég gert að heimkynni mínu A hverjum degi nem ég hér land líka þegar ég er víðs fjarri Ur Myndir lír víkinni. s PISTILL GISLA Stám málin Það sem skilur mig ffá öðr- um fjölmiðlamönnum er að ég er í skrifum mínum ekki að eltast við smáatriði. Það eru stóru málin í þjóðfélaginu sem ég vel að fjalla um á vandaðan og vel ígrundaðan hátt. Eg læt mig til dæmis litlu skipta þótt einhver ráð- herra veiði fáeina lunda án þess að vera með þaraðlút- andi pappíra upp á vasann. Eg hef heldur ekki vitað til þess að pappírar hafi komið að neinu gagni í veiðiferðum. Eg átta mig heldur ekki á nauðsyn veiðikorts fyrir þann sem veiddur er ef verið er að hugsa um velferð hans. Væri ég lundi (sem ég að vissu leiti er þar sem ég er fæddur og uppalinn á Lundi í Lundar- reykjadal) þá væri mér slétt sama hvort ég væri drepinn af manni með eða án veiðkorts. Því væntanlega væri ég jafn- dauður hvort sem væri. Hvað sem því líður þá er þetta und- arleg fjaðrafok út af fáeinum fjaðradýrum. Eg læt mér einnig í léttu rúmi liggja hver verður næsti formaður eða varaformaður Framsóknarflokksins. Það væri þá helst að ég gæti freystast til að eyða nokkrum orðum á kosningu í embætti ritara enda vandfundinn sá Framsóknarmaður sem ekki er í framboði til þess embætt- is. Eg bíð reyndar spenntur eftir því að einhver boði til blaðamannafundar og til- kynni framboð sitt til emb- ættis endurskoðanda flokks- ins. I öllu falli tel ég ekki ástæðu til að velta sér meira upp úr þessum málum.Það eru stóru málin sem brenna á mér í dag líkt og endranær. Um síðustu helgi brá svo við að ég fór í útilegu. Reyndar í annað skiptið í sumar því fyrir nokkrum vik- um svaf ég eina nótt í tjaldi í garðinum heima snemmsum- ars. Um það hefur áður verið fjallað ítarlega á þessum vett- vangi og óþarfi að rifja það upp frekar. I þetta sinn fór ég nokkru lengra. Nánar tiltekið í Skagafjörð. Þar sem að í firði þeim er alla veðra von þá brá ég á það ráð að leigja mér tjaldvagn fyrir stórfé til að ég yrði ekki úti á tjaldvæði Sauð- krækinga. I raun og veru er ekkert meira um þessa útilegu að segja í sjálfú sér. Hún fór reyndar hið besta fram í alla staði en það sem ekki fer illa er aldrei spennandi umfjöll- unarefni. Eg verð þó að nefna að ég sá ekki eftir því fé sem fór í tjaldvagnaleigu. Eg var nefnilega farinn að finna til vanmáttakenndar yfir því að flakka um með vesælt kúlu- tjald eins og útlenskur túristi. Að vísu er svosem ekki mikil- mennskubragur yfir litlum tjalvagni í samanburði við hundrað fermetra hjólhýsi með heitum potti og bílskúr, eins og tíðkast núorðið, en þetta var þó allavega skref í rétta átt. Gísli Einarsson, útilegumaður.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.