Skessuhorn


Skessuhorn - 16.08.2006, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 16.08.2006, Blaðsíða 18
18 MIÐVTKUDAGUR 16. ÁGÚST 2006 .■-V-S-HIH..I i - * V- Aukinn dónaskapur í boltanum? Oftar en ekki eru það svona brot sem eru undanfari orðaskaks. Úr leik ÍA og Randers í UEFA keppninni. Tekið skalfram að engin eft- irmceli hlutust afþessu broti 'ónnur en aukaspyma á Randers. Mikil umræða hefur verið í gangi undanfarið um dónaskap í fótboltanum í sumar. Nægir í því efni að horfa til tveggja dæma; annars vegar samskipta Zinidane Zidane og Marco Materazzi á HM í Þýskalandi og hins vegar deilna Hjartar Hjartarsonar Skagamanns og Guðmundar Viðars Mete Kefl- víkings í Landsbankadeildinni, sem endaði með því að aganefnd KSI úrskurðaði þá báða í leikbann. Sá úrskurður bendir til að forystu- menn hreyfingarinnar vilji gera eitthvað róttækt í báráttunni gegn andlegum yfirgangi af þessu tagi. I báðum fyrrgreindum tilvikum komu fram ásakanir um að leik- menn hefðu sýnt af sér mikinn dónaskap, dregið mæður inn í um- ræðuna með svívirðingum. Þrátt íyrir að þessi tvö dæmi hafi verið mikið í umræðunni eru þau fráleitt þau einu síðustu ár, þvert á móti. Undanfarið hefur það æ oftar gerst að menn kvarti yfir dónaskap í boltanum, bæði innan vallar sem utan. Frægt er þegar dómari í efsm deild var með falinn hljóðnema innan klæða fyrir nokkrum árum og áhorfendur fengu að heyra það sem leikmenn létu ganga yfir hann og var það miður fallegt. Ekki spjaldað fyrir leikaraskap I þessu ljósi er ekki úr vegi að skoða reglurnar. I agareglum FIFA er að finna lista yfir þá hegðun sem verðskuldar áminningu. Þessar reglur má finna í íslenskri þýðingu á www.ksi.is undir knattspyrnulög- in, þó með þeirri eftirtektarverðu breytingu að í ensku útgáfunni er talað um að gefa spjald fyrir leik- araskap en það er hvergi að finna hjá KSI. Leikmenn eru í reglunum taldir verðskulda gult spjald fyrir að sýna óíþróttamannslega fram- komu og fyrir að hafa uppi mót- mæli með orðum eða látæði. Ekki þarf að horfa á marga leiki til að sannfærast um að ekki er gefið spjald fyrir mótmæli gegn dómi nema eitthvað sérstakt komi tdl. Eitt af því sem í agareglunum er talið verðskulda rautt spjald er þegar leikmaður „notar særandi eða móðgandi eða svívirðilegt orð- bragð og/eða látbragð.“ Sam- kvæmt reglugerðum á því að taka hart á dónaskap og svívirðingum og menn umsvifalaust að fá rautt spjald fyrir. Ljóst er að einhver meinbugur er á þessu, í það minnsta heyrast oft slík orð á knattspyrnuvöllum að mörgum þykir nóg um. Alltaf verið svona? Geir Þorsteinsson framkvæmda- stjóri KSI sagðist aðspurður ekki endilega viss um að það sé neikvæð þróun í gangi í þessum málum. Það sé ómögulegt að segja til um hvort verra orðbragð sé viðhaft inni á vellinum nú en áður, menn hafi ekki mælikvarða á hvernig þetta var. Það sé hins vegar jákvætt að það er meira um það að kvört- unum sé komið á framfæri finnist mönnum á sér brotið á einhvern hátt. Með betri upptökutækni og fleiri myndavélum sé nú auðveld- ara að sjá hvort og hvað menn segja og með meiri umfjöllun fjöl- miðla er það sem gerist inni á vell- inum meira í sviðsljósinu. Geir segir ekki hafa verið neitt sérstakt átak innan KSÍ hvað varðar orð- bragð á vellinum. Hinsvegar sé í gangi átak í alþjóðlegri knatt- spyrnuhreyfingu, og þar með talið hjá KSI, gegn kynþáttafordómum. Vegna umfjöllunar á dögunum um deilur Hjartar Hjartarsonar og Guðmundar Viðars Mete ræddi blaðamaður Skessuhorns við Ás- mund Friðriksson framkvæmda- stjóra knattspyrnudeildar Kefla- víkur. Hann tók það fram að að- gerðir Keflvíkinga í málinu væru til að koma í veg fýrir að þetta end- urtæki sig og taldi víst að enginn væri alsaklaus í málinu. Úrskurður aganefndar KSI í umræddu máli staðfestir að svo hafi einmitt verið. Ásmundur sagði að það væri grundvallaratriði að menn bæru virðingu hver fyrir öðrum og ekki síst fyrir mæðrum hvers annars, það væri ótækt ef verið væri að draga fjölskyldumeðlimi inn í deil- ur í fótboltaleik. „Eg hugsa að það sé nokkuð mikið um svívirðingar í íslenskum fótbolta. Því miður held ég að enginn sé alsaklaus af því og tel að við verðum að taka höndum saman til að uppræta þetta.“ Prúðir menn breytast í leik Pétur Pétursson gerði garðinn frægan með Skagamönnum á 8. áratug síðustu aldar. Hann fór síð- an út í atvinnumennsku og spilaði með þeim bestu í boltanum víða um heim. Aðspurður segist hann ekki telja að dónaskapur sé mikið vandamál í boltanum nú um stund- ir. Þetta hafi alltaf verið til staðar og muni vera það áffam. Hann rifj- ar upp að þegar hann var að spila með mönnum eins og Ruud Gullit og fleiri sem voru dökkir á hörund, hafi það oft gerst að áhorfendur hentu banönum inn á völlinn og gerðu apahljóð. Þeir hafi ekki látið það á sig fá heldur lagt sig meira fram á vellinum. Hvað varðar al- mennan dónaskap telur Pétur að það sé í svipuðum farvegi og það hafi alltaf verið. „Það er bara kjaft- ur á mönnum í leik, það er hluti af boltanum. Prúðustu menn gátu rifið stólpakjaft inni á velli og ver- ið svo eins og Ijós þegar leik var lokið. Þetta er ekkert vandamál sem þarf að vinna sérstaklega í, heldur bara hluti af þessu öllu.“ Af þessum ummælum er ljóst að ljótt orðbragð og dónaskapur hef- ur lengi verið við líði í fótbolta. Hinsvegar eru menn ekki á eitt sáttir um hvort þetta hafi farið versnandi síðustu ár eða ekki. Þeir sem fylgjast með íslenskum fót- bolta, þar sem nálægðin er oft meiri við leikmenn og það sem þeir segja heyrist betur en á stór- um erlendum leikvöllum, fara þó ekki í grafgötur um að þar er ekki talað neitt sunnudagsskólamál. Það á bæði við um leikmenn og áhorfendur og mætti hver og einn líta í eigin barm þegar að því kem- ur. -KÓP Lagasmíðahmdaveiðimaður brýtur lög (sem hann setti sjáljur) Sífellt fjölg- ar þeim - lög- brjótunum í Sjálfstæðis- þingflokkn- um. Nú síðast bættist Einar Kristinn Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra á sakamannabekkinn. Það var áhugavert að hlusta á sjáv- arútvegsráðherra „útskýra" það fyrir þjóðinni hvernig stæði á því að hann hefði gerst sekur um lög- brot. Eiginlega frekar sagt; - væg- ast sagt afar neyðarlegt, því hér er á ferðinni ráðherra sem hefur farið mikinn í baráttu gegn ólöglegum fiskveiðum undanfarið. Bæði hér á landi og á alþjóða vettvangi. Þetta er líka dapurlegt í ljósi þeirrar staðreyndar að þessi ráðherra er æðsti yfirmaður fiskveiðieftirlits hér við land, þar sem mönnum er refsað miskunnalaust og af mikilli hörku jafnvel fyrir minnstu yfir- sjónir. Ráðherrann hefur allan sinn pólitíska ferils verði dyggur varð- hundur þess kerfis sem búið hefur verið til um svokallaða fiskveiði- stjórmm hér við land með öllum þeim eftirlitsiðnaði, skrifræði og refsigleði sem einkennir það kerfi. En nú var sjálfur ráðherrann tek- inn í landhelgi, ef svo má segja. Útskýringar hans á hinu ólög- lega lundadrápi voru eitthvað á þá leið að vanþekking og fáfræði væri ástæða þess að hann hefur undan- farin ár stundað árlegar lundaveið- ar án þess að hafa veiðikort. Nú er ég ekki veiðimaður sjálfúr. Eg þykist þó vita að þessi veiðikort hafi verið við lýði í rúm tíu ár. Til að fá veiðikort verða handhafar að gangast undir námskeið og síðan hæfhispróf. Þar skal m.a. könnuð þekking manna á undirstöðuatrið- um í stofnvistfræði, náttúruvernd, dýravernd, greiningu fugla og spendýra, hlunnindanýtingu, veiðisiðfræði og þekkingu manna á meðferð veiðitækja. Þetta er allt samkvæmt reglugerð þar um. Þessi reglugerð á rætur að rekja til laga um vernd, friðun og veiðar á villt- um fuglum og villtum spendýrum. Þessi lög voru sett árið 1994 og þá sat Einar Kristinn á þingi. Hann tók þátt í umræðum um frumvarp- ið og er ekki annað að sjá en hann hafi kynnt sér það vel, því hann sá ástæðu til að tjá sig um rétt manna til að veiða hagamýs. Ellefta grein lagafrumvarpsins hófst á þessari setningu: „Allir sem stunda veiðar á villtum dýrum, öðrum en rottum og músum, skulu afla sér veiðikorts gegn gjaldi, sbr. 3. mgr“. Þegar atkvæðagreiðsla fór fram um einstakar greinar frumvarpsins þá var Einar Kristinn einn þeirra 35 þingmanna sem sögðu JÁ við 11. greininni. Hann var svo einn þeirra sem samþykktu frumvarpið í heild sinni við lokaafgreiðslu þann 11. maí 1994. Lögin um vernd, friðun og veið- ar á villtum fuglum og villtum spendýrum eru mikilvægur laga- bálkur enda koma þau oft til end- urskoðunar hjá þinginu þar sem þeim er gjarnan breytt. Þetta gerð- ist til að mynda fyrir tveimur árum, - vorið 2004. Þá lagði ríkis- stjórnin fram frumvarp um breyt- ingu á lögunum. Þar var meðal annars í 7. grein átt við ákvæðið um veiðikort. Var sérstök atkvæða- greiðsla um 7. - 9. grein frum- varpsins. Síðan voru greidd at- kvæði um lögin í heild sinni. Hvar var Einar Kristinn þegar þetta gerðist í maí árið 2004? Jú hann sat í þingsalnum og nú sem formaður þingflokks Sjálfstæðis- manna. Sem slíkur var hann í for- svari fýrir flokkinn við atkvæða- greiðsluna og hlaut að bera ríka skyldu til að kynna sér efni þess sem verið var að samþykkja þar sem þetta var jú stjórnarfrumvarp. Einar leiddi sinn þingflokk gegn- um atkvæðagreiðslurnar fýrir tveimur árum síðan. Hann sagði þarna JÁ í atkvæðagreiðslunni um veiðikortin. Hann sagði líka JÁ í lokaatkvæðagreiðslu um frumvarp- ið í heild sinni. Veiðikortin eru alþekkt hér á landi. Skoðun í gagnasöfnum fjöl- miðla sýnir að þau hafa iðulega verið í hinni opinberu umræðu við ýmis tækifæri. Þrátt fýrir umræð- una og þrátt fýrir að hafa sjálfur í tvígang tekið þátt í að setja lög um veiðikortaskylduna, þá þykist al- þingismaðurinn, ráðherrann og lunda- og hagamúsaveiðiáhuga- maðurinn Einar Kristinn Guð- finnsson ekkert kannast við að það þurfi veiðikort til að stunda ltmda- veiðar! Trúi þessu hver sem vill. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins (www.magnusthor.is)

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.