Skessuhorn


Skessuhorn - 16.08.2006, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 16.08.2006, Blaðsíða 13
„•asssu'tföBH MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2006 13 Ríta vii vinnuaðstöSuna í gamla fjósinu sem Páll kladdi ai innan. Einangrar 12 sinnum betur Ríta vinnur mikið með íslenska ull, hvort heldur til að þæfa eða spinna og prjóna úr. „Eg kaupi ullina beint af bændum, þvæ hana létt og sendi hana svo í Þingborg þar sem hún er kembd í kembivél. Þaðan fæ ég ullina tilbúna til þæfmgar," segir Ríta. Þæfða ull notar hún svo í allskyns hlífðarfatnað, t.d. skó, leppa, veski eða húfur. Þá vinnvu hún mikið með kanínuull. „Fyrsta flokks kanínuull spinn ég úr og prjóna, en annars flokks ullina þæfi ég og nota með í skó og húfur og þess háttar. Kanínuullin einangrar 12 sinnum betur en kmdaullin því kanínuhárið er holt að innan líkt og hundshár. Hundshár einangrar jafii- vel ennþá meira en kanínuhár og hér áður fyrr á Vestfjörðum þá var spunninn þráður úr hundshárum og notaður í sjóvettlinga," útskýrir hún. Fundust á Fimmvörðuhálsi Páll og Ríta eru bæði fædd og uppalin í Danmörku. „Eg kom hér upp sem fjósamaður að Laugadælum árið 1963 í páskahretinu mikla sem svo oft er vimað í. Páll hafði komið til landsins í mars sama ár og vann sem vinnumaður á Norðurlandi. Leiðir okkar beggja lágu upp á Fimmvörðuháls um Hvítasunnuna og þar hittumst við í snjónum og náðum svona ljómandi vel saman,“ segir Ríta með bros á vör. Aðspurð hvort komið hafi til greina að búa annarsstaðar en á íslandi segir Ríta ekki svo vera. „Forlögin hafa örugg- lega átt mestan þátt í því hvernig hlut- irnir þróuðust. Páll gat ekki hugsað sér að búa í Dan- mörku og mér var svona nokkuð sama. Okkur leið vel hér og hér var allt sem við þurftum. Nú gemm við alls ekki hugsað okkur að flytja til Danmerkur, ég myndi vera meiri gesmr þar en hér á Is- landi. Hér höf- um við allt sem við viljum hafa og getum auð- vitað ekki hugsað okkur að fara burt ffá börnum og barnabörnum sem eru orðin fjögur talsins." Jóskan vel varðveitt á Islandi Aðspurð hvort þau tah dönsku eða íslensku hvort við annað svara þau samtímis að það fari eftir því um hvað sé rætt. „Við tölum íslensku þegar við tölum um plöntur því það á betur við, það eru svo mörg orð sem við höfum bara lært á íslensku hvað viðkemur plöntum. En í dag- legu tali tölum við oft dönsku,“ seg- ir Páll. „Danskan í Danmörku hefur breyst mikið ffá því við fórum ffá Danmörku. Jóskan sem töluð var í sveitinni í þá daga, danskan sem við tölum, finnst varla í dag. Það hefur svo margt breyst frá því við fórum frá Danmörku, þá á ég aðallega við að nú tíðkast meiri borgarmenning, allir tala sömu dönskuna hvort held- ur sem fólk býr í bæ eða í sveit. Systkini okkar skilja okkur varla því þeirra tal hefur breyst með. Það er einmitt sagt við okkur að jóskan sé vel varðveitt hjá okkur hér á Islandi,“ segir Ríta og hlær. ,Já við pössum okkur að halda okkar jósku þó svo að danska gesti beri að garði. Þeir skilja okkur alveg og hafa bara gaman af því að heyra jóskuna,“ bætir Páll við. Myndum gera allt eins aftur Páll og Ríta segja Grenigerði vera paradís fyrir þeim. „Við sjáum ekki efdr neinu, myndum gera allt alveg eins aftur ef við gætum," segir Ríta. „Þó svo að þetta sé erfitt líkamlega þá heldur þetta manni í topp formi andlega,“ segir Páll og bætir við; „Þó svo að við gætum alveg hugsað okk- ur að selja þetta land, þá bara ein- hverjum sem myndi gæta þess vel og halda því við, þá myndum við bara byrja upp á nýtt einhversstaðar ann- arsstaðar." „Við viljum vera opin fyr- ir öllu, því annars eiga hlutimir okk- ur og það viljum við ekki. Við höfum lært svo margt hvað plöntur og nátt- úruna varðar og þá þekkingu getum við tekið með okkur hvert sem er. En hér líður okkur vel og enun ekk- ert að fara, síður en svo,“ segir Ríta að lokum. Með listaverk þeirra Rítu og Páls um hálsinn kveður fulltrúi Skessuhorns þau skötuhjú með þakklæti fyrir góðar móttökur og innsýn inn í paradísarheim þeirra. BG Skartgripir unnir úr Kindahomi og hesthárum. NÁNARi UPPLÝSINGAR E R A Ð FINNA Á WWW.lElRVOGSTUMGA.IS nasali • einarp@fastmos.is • gsm: 899 5159 LEIRVOGSTUNGA ~—— sérbýli ísveít

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.