Skessuhorn


Skessuhorn - 16.08.2006, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 16.08.2006, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. AGUST 2006 Sex sækja um stöðu skólastjóra VARMALAND: Sex umsóknir bárust um stöðu skólastjóra grunnskólans á Varmalandi en Flemming Jessen sem gegnt hefur stöðunni um árabil sagði henni lausri fyrir nokkru. Um- sækjendur um stöðuna eru: Björg Olafsdóttir Borgarbyggð, Hreinn Þorkelsson Stykkis- hólmi, Ivar Orn Reynisson Borgarbyggð, Kristín Arnar- dóttir Reykjavík, Sigfríður Björnsdóttir Reykjavík og Þór- unn María Oðinsdóttir Borgar- byggð. -hj Þnr leikmenn IA valdir á úrtökumót AKRANES: Þrír leikmenn á yngra ári í 3.flokki IA, þeir Björgvin Andri Garðarsson, Viktor Ymir Elíasson og Skúli Freyr Sigurðsson, hafa verið valdir til þátttöku í árlegu úr- tökumóti KSI og fer það fram á Laugarvatni síðar í mánuðin- um. A mótið eru kallaðir saman efnilegustu drengir landsins fæddir árið 1991 og voru að þessu sinni valdir 60 leikmenn. Mótið stendur yfir í þrjá daga. -hj Magnús Þór þýðir Gaarder LANDIÐ: Magnús Þór Haf- steinsson alþingismaður hefur tekið sig til og þýtt umdeilda grein norska heimspekingsins Josteins Gaarder á heimasíðu sinni www.magnusthor.is Grein Gaarder vakti mikla úlfúð bæði í Noregi og víðar og hefur hann nánast þurft að fara huldu höfði eftir birtingu hennar. Bókafor- lag í Israel hefur lýst því því yfir að það sé hætt að gefa bækur Gaarder út vegna óánægju með greinina. I grein sinni fjallar Gaarder um ástand mála í Lí- banon og hefur hún ekki áður birst í íslenskri þýðingu. -kóp Of margir í fcíIliUÍÍl BORGARNES: Mikil umferð var um umdæmi lögreglunnar í ; Borgamesi um helgina og var það mest fólk á leið til og frá Pæjumóti á Siglufirði og Fiskideginum mikla á Dalvík. Umferðin gekk nokkuð greið- lega en þó ekki án afskipta lög- reglu. Okumaður jeppabifreið- ar var stöðvaður og við skoðun kom í ljós að of margir vora í bílnum. Einungis fjögur sæti voru í bifreiðinni en fimmti far- þeginn lá innan um farangur í farangursgeymslu bílsins. Var sá, ungur piltur, fluttir af lög- reglu til Borgarness og mun at- vikið verða kært. -kóp Kristmn H. Gunnarsson býður sig fram til ritara Kristinn H. Gunnarsson alþing- ismaður hefur sent frá sér yfirlýs- ingu um framboð til ritara Fram- sóknarflokksins. Aður höfðu þeir Haukur Logi Karlsson og Birkir Jón Jónsson lýst yfir framboði sínu til embættisins og eftir yfirlýsingu Kristins bættist Sæunn Stefánsdótt- ir í hópinn. Næstu helgi heldur flokkurinn flokksþing sitt og verður kosið til þriggja embætta, for- manns, varaformanns og ritara. Hér á eftir fer yfirlýsing Kristins. Yfirlýsing um jramboð til emb- ættis ritara Framsóknarflokksins. A flokksþingi Framsóknarflokksins um næstu helgi verður kosin ný for- ysta. Ritari er einn af þremur kjóm- um forystumónnum flokksins og fer auk þess með forystu í innra starfi hans með því að leiða landstjóm Framsóknarflokksins, sem mótar stefnuna um innra starfið. Að vel athuguðu máli hef e'g á- kveðið að bjóða mig fram og sækjast eftir kjöri í ritarastarfið. Vænlegasta leiðin til þess að snúa vöm í sókn liggur í gegnum innra starf flokksins með virkri þátttöku hins almenna félagsmanns bæði í málefnaáherslum og við val á for- ystumönnum og frambjóðendum. I Framsóknarflokknum eru um 10 þúsund félagsmenn og miklir sóknar- möguleikar eru fólgnir í því að nýta vilja og virkni hvers þeirra. Eftir langt starf innan stjómtnálaflokks og 24 ára setu samtals í sveitarstjóm og á Alþingi hef ég öðlast reynslu sem ég tel að geti orðið gagnleg í því starfl sem framundan er. Eg legg áherslu á að Framsóknar- flokkurinn er umbótasinnaður fé- lagshyggjuflokkur sem starfar undir kjörorðinu manngildi ofar auðgildi og setur almenna hagsmuni ofar sér- hagsmunum. Hófs þarf að gæta í markaðs- og einkavæðingu, jafna á lífskjör og gæta að tekjudreifingunni í þjóðfélaginu. Sýna áherslur flokks- ins á manngildið með áherslum á velferðarmál fremur en skattalækk- un. 14. ágúst 2006 Kristinn H. Gunnarsson Guðbjartur Hannesson útilokar ekki þingframboð 3Nú þegar styttast fer í Alþing- iskosningar hefur farið af stað um- ræða um hugsanlega frambjóðend- ur. Norðvesturkjördæmi er þar ekki undanskilið og nú þegar hafa núverandi þingmenn Sjálfstæðis- flokksins í kjördæminum lýst því yfir að þeir muni sækjast eftir áframhaldandi setu á ffamboðslista flokksins í kjördæminu. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum Skessuhorns hefur talsverð umræða farið fram meðal Samfylk- ingarfólks í kjördæminu um fram- boðsmál og hugsanlega skipan framboðslista flokksins. Hafa nöfn ýmissa manna verið nefnd í því sambandi. Einn þeirra sem nefnd- ir hafa verið til sögunnar er Guð- bjartur Hannesson skólastjóri Grundaskóla á Akranesi og fyrr- verandi bæjarfulltrúi. I samtali við Skessuhorn sagðist Guðbjartur kannast við þessa um- ræðu. „Eg hef orðið var við þessa umræðu en ég hef ekki verið á leiðinni í þingffamboð. Eg tel hins vegar nauðsynlegt að íbúar Akra- ness eigi áffam verðugan fulltrúa á Alþingi. Sé það skoðun Samfylk- ingarfólks á Norðvesturlandi að ég geti orðið að liði mun ég að sjálf- sögðu skoða þann möguleika að taka sæti á ffamboðslista flokksins en ítreka það jafnframt að ég er í krefjandi og skemmtilegu starfi sem skólastjóri Grundaskóla og hef ekki verið á förum úr því ágæta starfi". Eins og áður sagði er Guðbjart- ur fyrrverandi bæjarfulltrúi á Akranesi. Hann var bæjarfulltrúi á árunum 1986-1998 og hefur í gegnum tíðina gegnt fjölmörgum trúnaðarstöðum á hinum pólitíska velli sem og í öðru félagsstarfi. Hann hefur verið skólastjóri Grundaskóla ffá stofnun hans fyr- ir nærri 25 árum. Skólinn hlaut sem kunnugt er fyrstur skóla Is- lensku menntaverðlaunin árið 2005. Núverandi þingmenn Samfylk- ingarinnar í Norðvesturkjördæmi er Jóhann Arsælsson og Anna Kristín Gunnarsdóttir. HJ Margir vilja verða stjómendur í Éorgarbyggð Fyrir nokkru voru augiýstar iaus- ar til umsóknar þrjár stöður stjóm- enda hjá hinu nýja sveitarfélagi Borgarbyggð. I fyrsta lagi var það staða markaðs- og menningarfúll- trúa og sóttu átta manns um þá stöðu. Umsækjendur eru: Anna Margrét Bjamadóttir Mosfellsbæ, Asa S. Harðardóttir Borgarbyggð, Asmundur R. Richardsson Reykja- vík, Guðrún Jónsdóttir Borgar- byggð, Hrefna Guðmundsdóttir Mosfellsbæ, Olgeir Helgi Ragnars- son Borgarbyggð, Steinn Kárason Reykjavík og Magnús G. Eyjólfs- son Borgarbyggð. Þá var staða umsjónarmanns eigna og ffamkvæmda auglýst laus og um hana sóttu: Asgeir Rafnsson Borgarbyggð, Elías Jóhannesson Borgarbyggð, jón Friorik jónsson Borgarbyggð, Jökull Helgason Grundarfirði, Sturla Karlsson Reykjavík, Trausti Jóhannsson Borgarbyggð og eirm umsækjandi sem óskaði nafnleyndar. Um starf umhverfisfulltrúa sóttu Björg Gunnarsdóttir Borgarbyggð, Guðrún Bjarnadóttir Borgarbyggð, Jón Benjamínsson Reykjavík og Steinn Kárason Reykjavík. Þá var einnig augiýst starf af= greiðslufulltrúa á skrifstofu sveitar- félagsins og um hana sóttu Elías Jó- hannesson Borgarbyggð, Guðlaug Einarsdóttir Borgarbyggð, Guðrún Hulda Pálmadóttir Borgarbyggð, Heiðrún Jónsdóttir Akranesi og Þuríður Jóhannsdóttir Borgar- byggð. Ráðið verður í stöðrunar fljótlega. HJ Samþykkja stækkun kerskála HVALFJARÐARSVEIT: Skipu- lags- og byggingarnefnd Hval- fjarðarsveitar samþykkti í síðasta mánuði byggingarleyfi fyrir stækkun kerskála C og D, 5. áfanga. Við stækkunina mun árs- framleiðsla fara úr 220.000 tonn- um í 260.000 tonn. Samkomulag fyrrum Hvalfjarðastrandarhrepps og Skilmannahrepps við ríkisvald- ið um byggingarleyfisgjöld stend- ur. -kóp Frá lögreglunm AKRANES: 117 mál og verk- efni komu til afgreiðslu lögregl- unnar á Akranesi í síðustu viku. Af þeim eru 44 verkefhi úr um- ferðinni. 5 umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu í vikunni þar af voru tvö þar sem öku- menn bifhjóla misstu stjórn á hjólum sínum og lentu í göt- unni. -so Eldur við úrbrædda bifreið AKRANES: Síðasthðinn mánu- dag var tilkynnt til lögreglunnar á Akranesi um unga menn sem væru að kveikja í bifeið við ræt- ur Akrafjalls. Þegar að var gáð reyndist nú ekki vera svo heldur hafði bifreiðin brætt úr sér og eldur kviknað undir henni. Slökkvilið Akraness kom á stað- inn og slökkti eldinn. -so Meiddust lítið AKRANES: Síðastdiðinn mið- vikudag missti ungur ökumaður stjóm á bifreið sinni á malarvegi við Berjadalsá með þeim afleið- ingum að hún hafnaði á hvolfi út í ánni. I bifreiðinni voru öku- maður og þrír farþegar sem sluppu með minniháttar meiðsl. Sjúkrabiffeið flutti ökumann og farþega á Sjúkrahúsið á Akranesi til skoðunar. Bifreiðin var flutt af vettvangi með kranabifreið en hjólabúnaður hennar var mikið skemmdur. -so Hestur prjónar yfir sig... BORGARFJÖRÐUR: Stúlka á þrítugsaldri varð undir hesti sem prjónaði með hana og féll síðan við í útreiðartúr í Norðurár- dalnum á mánudaginn síðasta. Var stúlkan flutt til læknisskoð- unar á sjúkrahús í Reykjavík en talið var að hún hefði sloppið vel miðað við aðstæður. -so Frá lögreglunni BORGARNES: Alls voru 55 teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar í Borgar- nesi í síðustu viku. Sá sem hrað- ast ók var ítalskur ferðamaður sem mældist á 143 km. hraða og varð hann að punga út 30 þús- und krónum áður en hann gat haldið för sinni áfram og þá væntanlega á heldur minni hraða. Þá voru tveir teknir fyrir ölvtm við akstur í vikunni. -so Tveir brunar hjá Norðuráli HVALFJÖRÐUR: Tveir brun- ar urðu í álverksmiðjunni hjá Norðuráh í síðustu viku. Minniháttar bruni varð mið- vikudaginn 9. ágúst og heldur meiri daginn eftir þegar skamm- hlaup varð í keri nr. 5 í kerskála B sem olli því að kerið sprakk. Engin slys urðu á fólki en tölu- verðar skemmdir á tækjabúnaði. -so Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501 Skessuhom kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200 sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950. Verð í lausasölu er 400 kr. SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLAVIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kolbeinn Ó Proppé 659 0860kolbeinn@skessuhorn.is Sigurbjörg Ottesen 868 0179 sibba@skessuhorn.is Augl. og dreifing: Katrín Óskarsd. 616 6642 katrin@skessuhom.is Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.