Skessuhorn


Skessuhorn - 16.08.2006, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 16.08.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 2006 Lúpínan tekur völdin og flugvöllur hverfur Mikil umræða hefur farið fram á undanförum árum um kosti og galla alaskalúpínunnar í íslenskri náttúru. Ef marka má Vísindavef Háskóla Islands þá eru elstu heim- ildir um þessa jurt frá árinu 1885, en þá sáði Georg Schierbeck land- læknir til hennar í Reykjavík en hann gerði tilraunir með ræktun fjölmargra erlendra plantna hér á landi. Fyrir honum vakti að kanna hvaða tegundir trjáa, runna og blómjurta mætti rækta hér í görð- um. Talið er að honum hafi borist alaskalúpína frá ræktendum í Nor- egi eða Svíþjóð. Þrátt fyrir að til- raunir landlæknis og síðar tilraunir í Gróðrarstöðinni í Reykjavík hafi gengið vel vöktu þær ekki mikinn áhuga fyrir tegundinni. Það var síðan Hákon Bjarnason skógræktarstjóri sem kom haustið 1945 með svolítið af fræi og nokkra rætur af plöntunni til landsins frá Alaska. Má segja að Hákon hafi fyrstur manna komið auga á hvað í plöntunni bjó til uppgræðslu gróðurvana lands. Af þessum efniviði Hákonar er komin lúpína sú sem breiðst hefur ört út hér á landi á undanförnum áratug- um og er nú á dögum ræktuð og notuð til landgræðslu í stórum stíl. En lúpínan heillar ekki alla. Telja sumir að hún ógni víða gróðri meðal annars sjaldgæfum og frið- lýstum plöntum. Má í því sam- bandi nefna rannsóknir Hjörleifs Guttormssonar á Austurlandi. Hefur hann sett lúpínuna í flokk með minknum í safn lífvera sem fluttar hafa verið til landsins með góðum huga en nú sé hins vegar víða glímt við afleiðingar ræktunar þessara lífvera. Enginn efast hins vegar um af- kastagetu lúpínunnar. Það sést best á loftmyndum sem hinn kunni ljósmyndari Mats Wibe Lund tók með sextán ára millibili á Narfa- staðamelum. Fyrri myndin var tek- in árið 1990 og hin síðari nú fyrir Laust starf deildarstjóra Fjöliðjan vinnu og hæfingarstaður auglýsir laust starf deildarstjóra við vinnustaðinn í Borgarnesi. Fjöliðjan er hluti af þjónustu Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra á Vesturlandi og mun starfsmaður vinna með öðru starfsfolki/fagfólki Svæðisskrifstofunnar. Leitað er eftir laghentum starfsmanni. Ennig er gerð krafa um að hann hafi góða hæfni í mannlegum samskiptum. Laun skv. kjarasamningi ríkisstarfsmanna. s Upplýsingar um starfíð veitir Þorvarður B Magnússon forstöðumaður í síma 862-2994 V Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 2006 Umsóknir sendast tn Fjöliðjunnar pósthólf 71 302 Akranesi 1 Akraneskaupstaður Starf byggingarfulltrúa hjá Akraneskaupstað er laust tiI umsóknar Um verksvið byggingarfulltrúa og kröfur til menntunar er vísað til skipulags- og bvggingarlaga nr. 73/1997 svo og byggingarreglugerðar. Byggingarfufltrúi er hluti af starfsliði tækm- og umnverfíssviðs kaupstaðarins og gegnir fleiri störfum innan sviðsins eftir því sem verkefni og aðrar aðstæður gefa tilefni til. Tækni- og umhverfissvið hefur umsjón með hönnun og undirbúningi framkvæmda á vegum bæjarins, bygginga- og framkvæmdaeftirliti, skipulagsmálum, umsjón með eignasjóði, landupplýsingakerfi o.fl. Nánari upplýsingar um verkefni tækni- og umnverfissviðs er að finna a heimasíðu Akraneskaupstaðar: www.akranes.is. Menntun og hæfniskröfur: Umsækjendur skulu uppfylla skilyrði 48. og 49. greina skipulags og byggingarlaga. »*■ Æskileg starfsreynsla 5-10 ar. ** Góð tolvukunnátta og reynsla af notkun CAD-kerfa. »* Gerð er krafa um sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð og góða samskiptahæfileika. \ Umsóknarfrestur er t.o.m. 3t. ágúst n.k. | Umsóknum skal skilað á skrifstofur Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 3. hæð, 300 Akranesi. Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri tækni- og umnverfissviðs í síma 433 1050. • SviÖsstjóri tækni- og umhverfissviÖs. skömmu. Á Narfastaðamelum var um árabil flugvöllur sem talsvert var nýttur meðal annars af íþrótta- fólki sem sækja þurfti Borgnesinga og Akurnesinga heim á árum áður. Völlurinn þótti að vísu frekar leið- inlegur og var um síðir aflagður. Nú hefur lúpínan tekið öll völd á svæðinu og sjást nú engin merki flugvallar. HJ Flugvöllurinn á Narfastaðamelum 1990 og 2006. Ahrif lúpínunnar eru augljós. Ljósm.: Matts Wibe Lund. Ihugar stefiiu fyrir félagsdóm Verkalýðsfélag Akraness hefur nú til skoðunar að stefiia fiskvinnslu- fyrirtæki á Akranesi fyrir Félags- dóm til þess að fá skorið úr ágrein- ingi um túlkun á samkomulagi sem verkalýðshreyfingin og Samtök at- vinnulífsins gerðu fyrir skömmu í kjölfar endurskoðunar á kjarasamn- ingum. Sem kunnugt er var í samkomu- laginu gert ráð fyrir fastri krónu- töluhækkun á laun þeirra sem fá greidd laun samkvæmt taxta kjara- samninga. í því felst að þeir sem eru yfirborgaðir hjá vinnuveitanda sínum áttu ekki rétt á viðbótar- greiðslvmni. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að fyrirtækið telji sig hafa heimild til að lækka fastan bónus, sem hluti af starfsmönnum hefur haft um áraraðir, til jafns við þá hækkun sem um var samið. Hann segir lögfræð- ing félagsins hafa málið til skoðun- ar og allt bendi til þess að umræddu fyrirtæki verði stefiit fyrir Félags- dóm enda séu miklir hagsmunir í húfi fyrir umrædda starfsmenn. „Það er og verður stefha Verkalýðs- félags Akraness að standa einarðan vörð um réttindi okkar félags- manna og svo er einnig í þessu máli“ segir Vilhjámur. I þessu máli er því tekist á um hvort umsaminn fastur bónus sem starfsmenn hafa fengið greiddan teljist föst laun eða yfirborgun. HJ Enn hjálmlaus böm á hjólum 11 voru kærðir fyrir að aka of hratt og var mesti hraði 130 km/klst. þar sem 90 km/klst. eru leyfðir, af lögreglunni á Akranesi. Enn er lögreglan að hafa afskipti af bömum sem ekki nota hjálm við hjólreiðar og fengu forráðamenn tveggja bama bréf frá lögreglunni í síðustu viku. Þó má sjá að notkun reiðhjólahjáma hefur batnað til muna hjá bömum en sama verður ekki sagt um fullorðna fólkið. Vissulega má sjá einn og einn full- orðinn með reiðhjólahjálm en bet- ur má ef duga skal. Síðast nú í lið- inni viku féll kona í götuna af reið- hjóli og þurfti að flytja hana á sjúkrahús með höfuðáverka. SO Þráttfyrir að öll sjö ára böm í landinu hafifengið hjálma að gjöf undanfarin ár er notkun þeirra enn ábótavant.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað: 33. tölublað (16.08.2006)
https://timarit.is/issue/404120

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

33. tölublað (16.08.2006)

Aðgerðir: