Skessuhorn - 30.08.2006, Qupperneq 6
6
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006
SgBSSgraSfMBlffl
Kristmn fær enga formennsku
Kristinn H. Gunnarsson þing-
maður Framsóknarflokksins í
Norðvesturkjördæmi, mun ekki
gegna formennsku í neinni þing-
nefnd á næsta ári, samkvæmt
ákvörðun þingflokks Framsóknar-
flokksins. Á ýmsu hefur gengið í
samskiptum Kristins og annarra
þingmanna flokksins og hefur off
og tíðum andað köldu þar á milli.
Árið 2004 var Kristni vikið úr öll-
um nefndum þingsins vegna sam-
starfsörðugleika, en Kristinn hefur
ekki alltaf beygt sig undir vald
flokksforystunnar. í febrúar árið
2005 náðust sættir og fullyrðir
Kristinn að í því samkomulagi hafi
falist að hann mundi aftur fá for-
mennsku í þingnefndum.
Á þriðjudag í liðinni viku hittist
þingflokkurinn, að Kristni undan-
skildum en hann var erlendis, og
skipti með sér verkum í kjölfar
bre)T:inga á þingflokknum. Var þar
samþykkt að Birkir J. Jónsson yrði
formaður fjárlaganefndar, Dagný
Jónsdóttir formaður félagsmála-
nefndar og Guðjón Ólafur Jónsson
formaður heilbrigðisnefhdar. Krist-
inn verður varaformaður þriggja
nefhda; umhverfis,- landbúnaðar-
og sjávarútvegsnefndar. Athygli
vekur að fyrir utan Jón Kristjáns-
son, sem klárlega er á leið úr stjórn-
málum, er það bara Sæunn Stefáns-
dóttir auk Kristins sem ekki fær
nefhdarformennsku, en hún tekur
sæti Halldórs Ásgrímssonar þegar
þing kemur saman í haust. Eru þar
með ungir og reynslulitlir þing-
menn teknir framfyrir Kristinn,
sem er fyrrum þingflokksformaður
flokksins. Athygli vekur ósamræmi
á milli Norðvesturkjördæmis og
Norðausturkjördæmis. NV kjör-
dæmi á einn ráðherra, en NA kjör-
dæmi ráðherra og tvo nefndarfor-
menn innan Framsóknarflokksins.
Gefur kost á sér
í fyrsta sætið
Kristinn sagði í samtali við
Skessuhorn að þegar samkomulag
náðist í febrúar 2005 hafi verið
samþykkt að allt yrði með svipuðu
sniði og áður en hann var rekin úr
nefhdum og hann yrði nefndarfor-
maður á ný. Samþykkt hafi verið að
framkvæma samkomulagið í áföng-
um. Nú hafi menn haft þrjú tæki-
færi til að uppfylla það að fullu en
ekki nýtt þau. „Það voru vandkvæði
að stokka allt upp á sínum tíma en
hefði átt að vera hægt um haustið
2005 og svo aftur þegar ráðherra-
skipti urðu nú í mars. Nú hafa
menn samþykkt þetta svona og
þessi hluti samkomulagsins hefur
því enn ekki gengið eftir.“ Að-
spurður segist Kristinn ekki skilja
orð Hjálmars Árnasonar sem féllu á
RÚV um að ekki væri um afgerandi
samkomulag að ræða. „Eg veit ekki
hvað það er, er það annars aðila að
ákveða hvað er afgerandi? Annars
verður Hjálmar að skýra það. Um-
mæli hans staðfesta hins vegar að
samkomulagið var fyrir hendi eins
og ég hef alltaf sagt.“
Kristinn vill ekki segja að sam-
komulagið hafi verið brotið, það
feli í sér að málinu sé lokið. „Menn
hafa enn möguleika á því að upp-
fylla samkomulagið að fullu og ég
vonast eftir því að það muni gerast.
Eg geri mér vonir um að í ljósi yf-
irlýsinga nýkjörins formanns um að
hans helsta verkefhi sé að jafna
ágreining í flokknum, en eins og
menn muna voru verulegar deilur í
sumar sem ég átti þó ekki aðild að,
muni menn leggja sig fram um að
ná góðu samkomulagi innan þing-
flokksins."
Kristinn segir að nú taki við
hefðbundin haustverk við að undir-
búa þinghald og fara um kjördæm-
ið. „Síðan verður kjördæmaþing hjá
okkur í september og þá munu
menn taka ákvörðun um uppstill-
ingaraðferð. Eg hef lýst því yfir að
ég muni gefa kost á mér í fyrsta
sætið fýrir alþingiskosningarnar í
vor,“ segir Kristinn að lokum.
Ekki aðili að deilum
innan þingflokksins
Jón Sigurðsson, formaður Fram-
sóknarflokksins vildi lítið tjá sig um
skipan mála innan þingflokks
Framsóknarflokksins. Jón sagði í
samtali við Skessuhorn sl. sunnu-
dag að hann vildi ekki tjá sig um
málið að öðru leyti en því að menn
þurfi að ná betur saman. „Eg hef
ekki haft tækifæri til að setjast nið-
ur með Kristni og ræða málin, hann
hefur verið erlendis. Menn þurfa
bara að hægja á sér og ræða málin,“
segir Jón.
Jón segist ekki vera beinn aðili að
deilum innan þingflokksins. „Krist-
inn hefur verið að deila við menn,
en ég hef ekki átt aðild að þeim
Kristinn H Gunnarsson, alþingismaður
gefur kost á sér ífyrsta sœti lista Fram-
sóknarflokks í NV kjördœmi.
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar-
flokksins, segist ekki aðili að deilum innan
þingflokksins, en segir menn þurfa að
setjast niður og ræða málin.
deilum.“ Spurður út í ummæli
Kristins hér að framan, þar sem
hann vísaði til þess að Jón hefði
sagt það sitt helsta verkefni að jafha
ágreining í flokknum segir hann:
„Nú þurfum við bara að setjast nið-
ur og ræða saman og ná góðum
sameiginlegum takti.“
-KÓP
Þorvaldur Valgarðsson gjaldkeri sóknamefndar, sr. Kristinn Jens Sigurþórsson, Sturla
Böðvarsson samgönguráðherra og Amheiður Hjörleifsdóttir formaður sóknamefndarfyr-
ir utan Hallgrímskirkju í Saurbœ í síðustu viku.
Vígsluafinæli Hallgríms-
kirkju á næsta ári
Á næsta ári á Hallgrímskirkja í
Saurbæ 50 ára vígsluafmæli. Fram-
kvæmdir við byggingu kirkjunnar
hófust árið 1937 en skömmu eftir
það skall síðari heimsstyrjöldin á
með öllum sínum afleiðingum og
lágu framkvæmdir við bygginu
kirkjunnar niðri í hálfan annan
áratug. Kirkjan var vígð 28. júlí
1957 og eru sóknarnefnd og sókn-
arprestur Hallgrímskirkju nú farin
að huga að því að minnast tíma-
mótanna. Nýskipuð sveitarstjórn
Hvalfjarðarsveitar samþykkti fyrir
nokkru á fundi sínum að veita fé til
kirkjunnar og verður þeim fjár-
munum varið í framkvæmdir ut-
andyra, bílaplan verður malbikað
og gangstéttir lagfærðar. Til stend-
ur að malbikunin fari ffam nú í
haust en stéttirnar verða teknar í
gegn næsta vor og vonast er til að
þeim framkvæmdum verði lokið
fyrir vígsluafmælisdaginn.
„Óformlegar viðræður við
menningarmálanefnd Hvalfjarðar-
sveitar hafa farið fram og hefur
nefndin sýnt staðnum og vígsluaf-
mælinu mikinn áhuga en ekki er
hægt að segja frá því með vissu
með hvaða hætti afmælishátíðin
mun fara fram. Þá er vert að nefna
að kirkjan á marga velunnarra, sem
án efa munu leggja sitt af mörkum
við að gera afmælishátíðina sem á-
nægjulegasta. Tónleikaaðstaða í
kirkjunni hefur gjörbreyst eftir að
kirkjunni var færður flygill á síð-
asta ári. Tónlist mun því án efa
setja mark sitt á afmælishátíðina,"
sagði Arnheiður Hjörleifsdóttir
sóknarnefhdarformaður í samtali
við Skessuhorn. I síðustu viku kom
í heimsókn til kirkjunnar Sturla
Böðvarsson, samgönguráðherra og
var hann að kynna sér þær fram-
kvæmdir sem fyrirhugaðar eru við
kirkjuna og þær framkvæmdir sem
nú þegar er lokið við. „Sturla hef-
ur sýnt staðnum og verkefninu
mikinn áhuga og ber heimsókn
hans vott um það,“ sagði Arnheið-
ur að lokum.
SO
Sýnum bömnm aðgát í umferðinni
Að sumarffíi loknu hópast börn
og unglingar til skólanna þessa
dagana og gangandi vegfarendum
fjölgar mikið í umferðinni og jafn-
vel þeim hjólandi líka, sérstaklega í
nágrenni við menntastofnanir. Oll
vitum við það sem eitthvað þekkj-
um til barna að þau eru ekki alltaf
með hugann við það sem þau eru
að gera. Fyrstu skóladagarnir eru
spennandi en reyna oft mikið á sál-
artetur ungra skólabarna, þá
kannski sérstaklega þeirra sem eru
að stíga sín fyrstu skerf í grunn-
skólagöngunni. Því ættum við öll
sem akandi erum í umferðinni að
vera varkár að venju en leiða hug-
ann sérstaklega að þessum einstak-
lingum sem á leið eru til eða frá
skóla.
Að sögn lögreglunnar í Borgar-
nesi ætlar hún sér að verða mun
sýnilegri innan bæjarmarkanna en
verið hefur í sumar og þá sérstak-
lega árla dags eða um klukkan átta.
„Við upphaf skóladags á morgn-
anna verðum við mikið á ferðinni
og þá sérstaklega í nágrenni
grunnskólans hér í bæ. Svo verður
gangbrautarvörður hjá tónlistar-
skólanum, en reyndar ekki á veg-
um lögreglunnar," sagði Theodór
Þórðarson yfirlögregluþjónn í
Borgarnesi í samtali við Skessu-
horn.
SO
PISTILL GISLA
Myrkvun
Það er svo merkilegt að
mannskepnan sættir sig við
nánast hvað sem er ef það er
gert í nafni menninga og
lista. Það sem þykir óviður-
væmleg, ósiðlegt, ógeðslegt
eða klámfengið í daglegu lífi
þykir áhugavert, ögrandi,
skapandi og í versta falli
erótískt ef það er fram-
kvæmt af listamönnum.
Mér flaug þetta í hug þegar
ég las fréttir af fyrirætlunum
forsvarsmanna alþjóðlegrar
kvikmyndahátíðar í Reykja-
vík sem ætla að myrkva hina
oflýstu höfuðborg í heilan
hálftíma að mánuði liðnum.
Mér þykir það nokkuð
merkilegt að Reykvíkingar
láti þetta yfir sig ganga í
ljósi þess að ljósleysi veldur
þeim hugarkvölum og ang-
ist ef borgin myrkvast af
völdum bilunar. Ef rafmagn
fer af litlu hverfi í Breiðholti
í tíu mínútur eða svo fer allt
á annan endann. Um það
eru gerðar langar fréttir.
Vestfirðir þurfa hinsvegar
að vera rafmagnslausir í
nokkra daga svo það teljist
fréttnæmt svo dæmi sé tek-
ið.
Sú hugmynd að taka raf-
magnið af Reykjavík í lengri
eða skemmri tíma hugnast
mér í sjálfu sér ekki illa. Mér
er í raun slétt sama. Ég læt
mér líka í léttu rúmi liggja
þótt önnur sveitarfélög api
þetta eftir líkt og farið hefur
verið fram á samkvæmt
fréttum Skessuhorns.
Þannig vill til að í rúmt ár
hefur ákveðinn ljósastaur í
mínum heimabæ, Borgar-
nesi, haft miður góð áhrif á
geðslag mitt. Ljósastaur
þessi hefur upp á sitt eins-
dæmi stundað tímabundna
listræna myrkvun. Reyndar
ekki í heilan hálftíma heldur
tvær til þrjár sekúndur í
einu og síðan hefur hann
líst á ný í álíka langan tíma.
Þannig hefur þetta gengið
linnulaust á þeim tíma sól-
arhringsins sem ljósastaurar
eru yfirhöfuð starfandi.
Nú léti ég þetta ekki trufla
mig svo mjög ef ljósastaur-
inn væri ekki akkaúrat utan
við stofugluggann minn og
stæði þar síblikkandi. Eg
mæli því með því að myrkv-
unaraðgerðum á Vestur-
landi verði beint að þessum
staur fýrst og ffemst. Eg er
líka með hugmynd fýrir þá
sem hnupluðu hraðahindr-
unum í Borgarnesi fyrir
skömmu. Ef þá vantar fleiri
verðug verkefni, þá er ekki
mikil gæsla við umræddan
ljósastaur. Ég er viss um að
hraðahindranirnar njóta sín
betur í stofunni hjá viðkom-
andi með viðeigandi lýs-
ingu.
Gísli Einarsson, upplýstur.