Skessuhorn - 30.08.2006, Side 10
10
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006
^kCMunubj’
Slátrun hætt í Búðardal þrátt
fyrir nýlegar endurbættir sláttu'hússíns
Sláturhúsið í Búðardal.
Sveitarstjóri Dalabyggðar stað-
festir í samtali við Skessuhorn að
engin slátrun verði í Búðardal í
haust í kjölfar þess að KS tekur við
rekstri sláturhússins. Fimm heils-
árs störf verða til við sögun á kjöti
í Búðardal. Sveitarstjórinn segir
samning Norðlenska og KS hafa
komið sveitarstjórn í opna skjöldu
og að Norðlenska hafi ekki staðið
við fyrirætlanir sínar. Hann segir
endurbyggingu sláturhússins sem
kostaði 66 milljónir króna hafa
verið mikil mistök.
Eins og fram kom í fréttum
skessuhorn.is á föstudagsmorgun
hafa á undanförnum vikum farið
fram viðræður um að Kaupfélag
Skagfirðinga taki á leigu sláturhús-
ið í Búðardal, sem tekið var í notk-
un á síðasta ári eftir miklar endur-
bætur. I fréttinni kom fram að í
kjölfarið yrði slátrun hætt í Búðar-
dal. Gtmnólfur Lárusson sveitar-
stjóri í Dalabyggð staðfestir í sam-
tali við Skessuhorn að samningar
hafi tekist um að KS taki við slát-
urhúsinu af Norðlenska. Hann
segir jafnframt að engin slátrun
fari fram í Búðardal. Þess í stað
hefur KS skuldbundið sig til þess
að skapa fimm heilsárs störf í Búð-
ardal. Að öllum líkindum verða
þau störf við kjötsögun.
Á sínum tíma leigði Norðlenska
sláturhúsið sem meðal annars er í
eigu Dalabyggðar og Byggðastofn-
unar. Voru talsverðar væntingar
bundnar við starfsemi félagsins í
Búðardal. Gunnólfur segir sveitar-
stjórn Dalabyggðar ekki hafa vitað
annað en Norðlenska yrði með
slátrun í húsinu í haust. Þann 2. á-
gúst hafi forsvarsmenrt Norð-
lenska og KS tilkynnt að félögin
hafi komist að samkomulagi um að
KS tæki við rekstri hússins. Fram
hafi komið að Norðlenska hafi
ekkert gert til að undirbúa slátrun
og því ljóst að slátrun yrði lítil sem
engin. Þessi samningur hafi komið
forsvarsmönnum Dalabyggðar í
opna skjöldu og þeir hafi verið
settir í afar erfiða stöðu. Aðspurð-
ur hvort Norðlenska hafi brugðist
Dalamönnum vill Gunnólfur ekki
taka svo sterkt til orða en segir þó
ljóst að félagið hafi ekki staðið við
þær væntingar sem gerðar voru til
starfseminnar í Búðardal. Hann
segir jaíhffamt að samningurinn
við Norðlenska hafi verið sveitar-
félaginu afar óhagkvæmur og því
ekki margir kostir í stöðunni þegar
í ljós kom að ekki hafði verið und-
irbúin slátrun í húsinu. Því hafi
verið ákveðið að ganga til sam-
starfs við KS og mikilvægt væri að
samningurinn tryggði nokkur
ffamtíðarstörf í Búðardal.
Eins og fram hefur komið kost-
aði endurbygging sláturhússins í
Búðardal um 66 milljónir króna.
Nú þegar slátrun hefur verið af-
lögð hljóta að vakna spurningar
hvort þeim fjármunum hafi verið
rétt varið. Gunnólfur segir það
sína persónulegu skoðun að endur-
bygging sláturhússins hafi verið
mikil mistök á sínum tíma því hús-
ið sé frekar lítil ffamleiðslueining.
I kjölfar þessa samnings hafa
vaknað þær spumingar hvort fyrir-
tæki í slátrun séu í raun að skipta
með sér markaðnum. Um það vill
Gunnólfur ekkert segja. Hann seg-
ir samkeppni nauðsynlega í þessari
grein eins og öðrum. Kostir sveit-
arstjórnar í málinu hafi í raun eng-
ir verið og því hafi verið fallist á
samkomulag fyrirtækjanna. Hann
segir samstöðu í sveitarstjórn
Dalabyggðar um lyktir málsins.
Segir sveitarstjóm
ekki hafa staðið við
samninga
Sigmundur Ofeigsson, fram-
kvæmdastjóri Norðlenska segir
fyrirtækið hafa tekið
sláturhúsið í Búðar-
dal á leigu með það
að markmiði að
slátra þar enda húsið
afar vel í sveit sett og
í miðju þriggja mestu
sauðfjársvæða lands-
ins. Ljóst hafi hins
vegar verið að slátra
þyrfti 25-30 þúsund
fjár til þess að starf-
semin bæri sig. Því
hafi starfsemin staðið
og fallið með undir-
tektum bænda í
næsta nágrenni. Þær
undirtektir hafi því
miður verið dræmar.
Hann segir Norð-
lenska stóran kaup-
anda kjöts frá KS og
þegar forráðamenn
þess félags hafi viðrað
þá hugmynd að yfirtaka leigu-
samninginn gegn því að selja
Norðlenska kjöt af svæðinu hafi
þeir talið hugmyndina umræðunn-
ar virði. Á fundi sem forráðamenn
félaganna áttu með forsvarsmönn-
um Dalabyggðar hafi komið fram
skýr vilji sveitarstjórans að þeim
litist mun betur á KS sem sam-
starfsaðila. Sveitarstjórn Dala-
byggðar hafi því haft um tvo kosti
að ræða og valið KS. Akvörðunin
um að hætta slátrun í Búðardal hafi
verið tekin síðar.
Sigmundur vísar á bug fullyrð-
ingum sveitarstjórans í Búðardal
þess efnis að Norðlenska hafi ekki
undirbúið slátrun í Búðardal.
Hann segir félagið hafi haldið
undirbúnings- og kynningarfund í
vor og þegar hafi verið ráðinn slát-
urhússstjóri og 12 starfsmenn.
Hins vegar hafi sveitarstjórn Dala-
byggðar ekki staðið við sinn hluta
samningsins því húsið átti að af-
henda með framleiðsluleyfi sem
ekki hafi fengist því gerðar hafi
verið kröfur um ákveðnar lagfær-
ingar. Þær hafi ekki verið gerðar
og því hefði að óbreyttu ekki verið
hægt að slátra í húsinu.
Sauðfj árbændur
gáfu tóninn
Mikil hagræðing hefur átt sér
stað í sauðfjárslátrun á undanförn-
um árum með fækkun sláturhúsa.
Sigmundur segir að samt sem áður
tryggi nálægðin við sláturhús
ákveðið öryggi fyrir bændur sem
byggist á góðri flokkun fjárins.
Með því að lengja vegalengdir til
sláturhúsa séu bændur því að auka
áhættuna í sínum rekstri og það
eigi við um bændur á svæði slátur-
hússins í Búðardal sem nú hættir
rekstri.
Eins og komið hefur fram á
skessuhorn.is hafa þær raddir
heyrst að með þessum samningi
séu fyrirtækin tvö að staðfesta
ákveðna skiptingu landsins milli
þriggja stærstu sláturleyfishafanna
og í raun sé fákeppni á þessu sviði.
Þessu hafnar Sigmundur alfarið.
Hann bendir á sem dæmi að þrír
stærstu sauðfjársláturleyfishafarnir
hafi ekki jafn mikla markaðshlut-
deild og þrjár stærstu smásölukeðj-
urnar í landinu. Á því sem kallað sé
svæði Norðlenska séu til dæmis
starfandi þrír aðrir öflugir slátur-
leyfishafar [Norðaustur- og Aust-
urland]. Á það hefur einnig verið
bent, sem dæmi um fákeppni, að
tilboð sláturleyfishafa til bænda
séu mjög keimlík. Sigmundur seg-
ir að Landssamband sauðfjár-
bænda gefi út viðmiðunarverðskrá
og sú verðskrá gefi ákveðinn tón í
verðlagningu. Það sé ekki gert að
beiðni sláturleyfishafa. Sigmundur
vill ekki taka undir að Landssam-
band sauðfjárbænda sé því að halda
niðri verði til bænda með viðmið-
unarverðskránni en bætir við að
samtök bænda hafi ávallt viljað
halda kjörum bænda á svipuðum
slóðum.
Sigmundur ítrekar að Norð-
lenska hafi haft fullan vilja og getu
til slátrunar sauðfjár í Búðardal.
Heimamenn hafi hinsvegar ekki
staðið saman um þann möguleika
að slátra í héraði og valið annan
kost.
Yfirlýsing frá sveitar-
stjóm Dalabyggðar
I kjölfar ffétta af lokun og svara
ffamkvæmdastjóra Norðlenska og
birt var á vef Skessuhorns sl.
mánudag vill sveitarstjórn Dala-
byggðar koma eftirfarandi á fram-
færi. Þar er vísað til viðtals við Sig-
mund Ofeigsson sem birtist hér að
ofan:
„Það er rangt sem fram kemur í
fyrirsögn fréttarinnar að Dala-
byggð hafi ekki staðið við samning
við Norðlenska um að skila slátur-
húsinu í Búðardal með starfsleyfi.
Sigmundur Ófeigsson fram-
kvæmdastjóri Norðlenska heldur
því ranglega fram að framleiðslu-
leyfi hafi ekki fengist fyrir slátur-
húsið í Búðardal. Unnið hefur ver-
ið að lagfæringum í sumar að kröfu
héraðsdýralæknis og átti að skila
húsinu til Norðlenska 1. septem-
ber nk. Yfirmaður sláturhúsamála
hjá Landbúnaðarstofnun kom 22.
ágúst sl. til að taka út húsið og nið-
urstöður þeirrar úttektar hafa ekki
borist enn. Ekkert hefur komið
fram sem bendi til þess að fram-
leiðsluleyfið fáist ekki.
Sveitarstjórn vill benda áhuga-
sömum á að kynna sér málið nánar
á íbúafundi fimmtudagskvöldið 31.
ágúst kl. 20:30.“
Hjf
Skráir sögu bama-
fræðslu í Mýrasýslu
Snorri Þorsteinsson, fyrrum
ffæðslustjóri Vesturlands, starfar
nú að ritun sögu bamaffæðslu í
Mýrasýslu. Það er sveitarfélagið
Borgarbyggð sem stendur að
verkefninu og er áætlað að það
komi út á bók í tilefni af eitthund-
rað ára afmælis Grunnskóla Borg-
arness árið 2008. Snorri miðar
upphaf rannsóknarinnar við árið
1880, en þá samþykkti Alþingi lög
um kennslu í skrift og reikningi.
Upp úr því komu fyrstu fjárveit-
ingarnar til fastra skóla, m.a. skóla
sem var stofnaður á Leirá en lagð-
ist fljótlega af. Þá vom einnig
samþykktar fjárveitingar til far-
kennara sem fóra um og kenndu á
bæjum. Árið 1907 vom sett lög
um fræðslu barna og ríkið kom
með sterkari hætti inn í kennsluna
með fjárveitingu, en sveitarfélögin
sáu um kennsluna.
Snorri segir að það sé mikil
vinna að standa í rannsókn af
þessu tagi enda verkefnið víð-
feðmt. Heimildir eru aðallega
þrenns konar; í fyrsta lagi bækur
sveitarfélaganna, í öðru lagi
skýrslur og reikningar þeirra sem
skilað var til sýsluendurskoðunar
og í þriðja lagi skýrslur sem skilað
var suður til Reykjavíkur og varð-
veittar era á Þjóðskjalasafhinu.
Þar að auki vonast Snorri eftir
Snorri Þorsteinsson. i
því að fá heimildir hjá almenningi.
„Það eru til miklar heimildir um
það hvernig skólarnir störfuðu í’
gamla daga og ég hef verið að leita
til fólks um upplýsingar. Það er
kærkomið að fá upplýsingar um
ýmsa þætti úr hinu daglega starfi
sem maður sér ekki úr skýrslum
og plöggum nema að takmörkuðu
leyti. Sérstaklega ffá farskólatíma-
bilinu og fyrstu árum skólans í
Borgarnesi."
Snorri segist vera á fullu í þessu
verkefni, „eftir því sem gamlir
menn geta, þeir verða ansi hvíld-
sæknir oft og tíðum. Eg er að von-
ast til að þetta geti orðið nokkuð
skemmtilegt, í það minnsta er
þarna ffóðleikur sem ég hafði ekki
hugmynd um,“ segir Snorri að
lokum. -KÓP
Tómir vinnslusalir.