Skessuhorn


Skessuhorn - 30.08.2006, Side 12

Skessuhorn - 30.08.2006, Side 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006 Hérfylgist Sigrún í Belgsholti meö því að alltfari nú velfram ífósinu, á sjónvarpstæki í eldhúsinu. maður er ekki lengur bundinn á þessum tímum frá klukkan fimm til átta seinnipart dags,“ seg- ir Sigrún. Tækninni fleygir fram Að kaffidrykkju lokinni var haldið út í fjós og getur blaða- maður viðurkennt að hann hafi orðið orð- laus þegar hann sá hvernig mjaltirnar fara nú fram í Belgs- holti. Miklar breyt- ingar hafa verið gerð- ar á allri aðstöðu bænda sem og kúnna. Belgsholtsbændur hafa oftast verið á Hjónin í Belgsholti úti ífósi við nýja mjaltaþjóninn ásamt heimilishundinum Bróa. tmdan sinni samtíð hvað varðar tækni og nýjungar hvort heldur sem litið er tdl fóðurverkunar, aðbúnaðar eða tækja. Árið 1972 tók faðir Haraldar, Magnús heitinn nýj- an mjaltabás í notkun og telur Har- aldur að faðir sinn hafi ekki getað unnið eins lengi og hann gerði við búið nema af því sú aðstaða var fyrir hendi. Árið 1975 stofnuðu Haraldur og Sigrún félagsbú með foreldrum Haraldar og árið 1994 keyptu þau hlut gömlu hjónanna í búinu. Har- aldur er fæddur í gamla bænum sem enn stendur á hlaðinu í Belgsholti og hefur svo til alla sína tíð verið í Belgsholti fyrir utan tvö sumur sem hann vann í Hvalstöðinni. „Eg hef í rauninni aldrei farið að heiman í þeirri meiningu." Árið 2001 breytti Haraldur fjósinu hjá sér í legubása- fjós og hefúr hann verið að vinna að endurgerð alls fjóssins síðan. Utan um mjaltaþjóninn byggði Haraldur hús úr forsteyptum einingum sem hann steyptd heima á hlaðinu hjá sér og alla glugga smíðaði hann sjálfur og eru þeir viðhaldsfríir. Nýja húsið hýsir auk þess mjólkurhús og skrif- stofu bóndans þar sem stýribúnaður er m.a. fyrir mjaltaþjóninn og hefur hann útsýni tdl gripsins þaðan. Að sögn Haraldar þarf fyrst og ffernst að halda vel hreinu undir kúnum til þess að þjóninum gangi vel að þrífa spenana á kúnum. Frumutalan í mjólkinni sé að lækka og finnst honum að nú sé nytdn í kúnum farin að aukast eftdr að þær vöndust nýju tækninni. Ferlið í gegnum mjaltaþjóninn Renna er ffá legubásaplássinu í fjósinu að mjaltaþjóninum og er þar oft mikil biðröð þegar kýmar vilja komast að. Þegar kú vill komast að mjaltaþjóninum ákveður „hann“ það sjálfúr, en að sjálfsögðu í samráði við tölvukerfi bóndans, hvort kýrin skuli mjólkuð núna eða síðar. Fer það eft- ir því hvort stutt er síðan kýrin kom þangað til mjalta síðast, nyt eða fleiri þáttum. Ef þjónninn ætlar sér að mjólka kúna byrjar hann á að skammta henni kjarnfóður en möguleiki er á að gefa henni tvær tegundir af kjamfóðri í þjóninum í einu og eina tegund í fljótandi formi. Korn rennur í úát sem er fyrir ff am- an kúna og ef það em færri en 60 dagar ffá burði fær hún svokallaðan glúkósa að auki en það er bætiefni sem Haraldur gefúr kúnum og segir hann efnið draga verulega úr súr- doðahættu. Eftir að kýrin er komin á sinn stað til mjalta fer armurinn á þjóninum af stað með þvottabursta og hefst handa við að þvo spena kýr- innar. Að því loknu fer hann að koma mjaltatækjunum á sinn stað. Skynjarar og myndavél gera það að verkum að hvert mjaltahylki skilar sér á sinn spena og er ótrúlegt að sjá hvað þjónninn er lipur og ekki síður þolinmóður við að koma þeim á sinn stað, því ekki er sjálfgefið að kýrin standi nú alveg kjurr meðan á þess- ari athöfn stendur. Svo þegar tækin era „smollinn“ á sinn stað byrjar mjaltaþjónninn að mjólka og þrífur hann á meðan burstana sem notaðir em til spenaþvottarins. Misjaft er hvað tækin hanga lengi á hverjum spena og tekur þjónrúnn hvert hylki af kúnni á misjöfnum tímum uns all- ir spenar teljast fúllmjólkaðir. Að því loknu úðar þjónninn joðblöndu á spenana og lætur sig svo hverfa ffá kúnni og er hennar mjöltun þá lok- ið. Þá er ekki effir neinu að bíða; kýrin heldur aftur út í legubásapláss- ið og næsta kýr kemur inn tdl mjalta eða vegna forvitni því sxunar þeirra fylgjast grannt með því hvort eitt- hvað fóður sé efdr ffá kúnni á und- an. Milli mjalta á hverri kú þrífur mjaltaþjóninn tæki sín og allar leiðslur að auki. Geta má þess til við- bótar að ef mjaltaþjóninum finnst mjólk úr einhverri kú athugunarverð er hún tekin til hliðar. Breytir þjóninum fyrir íslenskar kýr Þrátt fyrir þá tækni sem mjalta- þjónar býr yfir þá finnst Haraldi þjónninn alls ekki fúllkominn og er hann kominn á fullt með að hugsa það út hvemig væri best að breyta honum til batnaðar fýrir kýrnar. Það kemur betur í ljós síðar hvernig þær breytingar verða en virki þær breyt- ingar sem hann hefur hugsað sér, þá stendur til að halda opinn dag í fjós- inu í Belgsholti til að kynna nýja mjaltaþjóninn fyrir almenningi. „Þjónninn er framleiddur erlendis og þar em kýmar allt öðmvísi en þær sem við eigum hér heima á Is- landi. Okkar kýr em styttri allajafn- an og töluvert lágfættari og ekki er hægt að farga öllum sérlega lágfætt- um og síðspena kúm á einu bretti til endumýjunar,“ sagði Haraldur og bætir við að þá sé betra ef hægt sé að breyta tækinu. Venjast vélmenninu vel Þegar Haraldur var spurður um hvemig gengið hafi að venja kýmar við þær breytingar að mannshöndin kæmi hvergi nærri og í að vélmenni sæi um allar mjaltir segir hann: „Eg hafði aðstöðu til að reka þær í gegn- um þjóninn í nokkra daga áður en þær komu til mjalta í gamla básnum. Þannig kynntust þær þjóninum að- eins en svo urðtim við að véra úti á vöktum fýrstu dagana til að reka þær allar í mjaltir og þeim var nú misvel við þetta blessuðum, en gekk samt bara ótúlega vel.“ Margir hafa heyrt skrautlegar sögur af því að mjalta- þjónar séu að angra húsbændúr sína öllum stundum með einhverjum villumeldingum og viðvöranum, en Haraldur segir allt hafa gengið vel hjá sér. „Fyrst var hann ekkert að koma með neinar óþarfa hringingar í farsímann hjá okkur en svo var tölvukerfið uppfært og þá hringdi kerfið inn villuboð á bæði viðeigandi og óviðeigandi tímum. Nú er hins- vegar búið að koma þessu öllu í lag og fáum við einungis símaboð endr- um og sinnum, sem eðlilegt verður að teljast." Komið kemur ekki nógu vel undan sumri Haraldur slær öll tún hjá sér tvisvar sinnum og sum þrisvar eftir sprettu og tíðarfari. Segir hann hey- skapinn hafa gengið vel f sumar en eitthvað þyngdist á bóndanum brún- in er spurt var um kornræktina: „Kuldatíðin í vor hefur haft áhrif á kornsprettuna, það virðist ætla að þroskast seint og sumsstaðar illa. Það er alveg á hreinu að ekki verður eins mikil uppskera og verið hefur undanfarin ár, en vonandi á ég nú samt nóg fýrir kýmar og vonandi eitthvað til að selja tdl bjórgerðar," segir Haraldur að lokum og eitthvað léttist brúnin á bónda þegar þegar hann fór að tala um mjöðinn góða. En eins og þekkt er hafa bændur í Leirár- og Melasveit verið iðnir á liðnum árum við að leggja ölgerðum til kom til þessháttar framleiðslu. Haraldur lýsir kúabóndalífinu eft- ir komu mjaltaþjónsins sem algjöm draumalífi og slær hann á létta stengi og bætir við að lokum: „Þetta er orðið svo mikið lúxush'f að núna ætti ég bara að fara að stækka hjá mér fjósið, fá mér fleiri kýr og annan mjaltaþjón!“ SO Vinna við mjaltir hefúr tekið stakkaskipmm hjá Haraldi Magnús- syni bónda í Belgsholti í Leirár- og Melasveit. Mjaltaþjónn er nú tekinn til starfa í fjósinu; hljóðlátur en af- skaplega þarfur þjónn og kærkomin tækni á stóm kúabúi eins og því sem lengi hefúr verið rekið í Belgsholti. Mjaltaþjónninn sem er af gerðinni Lely og er af nýjustu og fullkomn- ustu gerð og getur annað um 60 til 65 mjólkandi kúm. Byrjað var að nota hann þann 9. maí síðastliðinn þannig að nú er komin talverð reynsla á hvemig hann reynist. „Eg hefði bara aldrei getað trúað því hvað róbótinn er þægilegur, nú sinn- ir maður bara eftírlitsstörfum í fjós- inu og svo er mesta bindingin við kýrnar horfin, maður er farinn að geta verið í burtu á þessum dæmi- gerðu mjaltatímum kvölds og morgna," sagði Haraldur er blaða- maður spurðist fýrir um helstu kost- ina við að fjárfesta í slíkri tækni. I Belgsholti em 55 mjólkandi kýr þessa dagana og fjöldinn allur af Gamla góða tuskan hefur vikiðfyrir tölvutengdum þvottaburstum sem eru á armi mjaltaþjónsins ogþvo spenana kúnnafyrir mjaltir. Einhver bóndinn vœri orðinn pirraður, en þjónninn er ótrúlega þolinmóður við að koma mjaltatœkjunum á kjmar og efþær hreyfa sig og hann hittir ekki þá reynir hann bara aftur og aftur... geldneytum að atiki. Ýmislegt um hinn almenna landbúnað var rætt yfir kaffibolla heima í eldhúsinu í Belgsholti þar sem Sigrún Sólmtmd- ardóttir eiginkona Haraldur ræður ríkjum. Frúin fylgist með úr eldhúsinu Sigrún hefur aldrei að eigin sögn verið mikil fjósakona en nú hefur hún fengið hlutverk sem hún nýtur sín í og tengist mjöltunum. „Eg er komin með nýtt hlutverk í búskapn- um, ég sé um að fýlgjast með því að allt sé í lagi í fjósinu,“ segir Sigrún og bendir á sjónvarpstækið sem er í eldhúsinu og skiptir svo um rás á tækinu og upp kemur mynd af mjaltaþjóninum og síðan mynd úr legubásaplássinu. „Hérna er ég búin að vera síðan róbótinn var tekinn í notkun að fýlgjast með. Þetta er ótrúleg breyting, við eram búin að vera að stunda það í sumar að fara út að borða og leika okkur þar sem Mjaltaþjóiminn hefúr breytt öllu Nýjasta tækninýjungin í Belgsholti skoðuð og rætt við ábúendur; hjónin Harald Magnússon og Sigrúnu Sólmundardóttur

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.