Skessuhorn - 30.08.2006, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 2006
^kiaaimuuj
17
Dýrfinna o g Phifippe
á leið til Frakklands
Listamennimir Dýrfinna Torfa-
dóttir og Philippe Ricart munu
halda til Frakklands um miðjan
næsta mánuð þar sem þau munu
taka þátt í heimssýningunni Foire
Internationale í Caen í Frakklandi.
Voru þau valin af Útflutningsráði úr
hópi íslenskra listamanna í 18
manna hóp tdl að halda á sýninguna
fyrir Islands hönd. Sýningin stend-
ur ffá 15. til 26. september nk.
Sölubás Islendinganna í Frakklandi
verður að sögn Dýrfinnu í líki ís-
lensks, gamals bóndabæjar.
Dýrfinna verður með skartgripi eft-
ir sig á sýningunni og ætlar hún að
einblína á íslenska fjörusteina,
hraun og roð í sínum hlutum. Allt
saman íslenskt hráefni. Philippe
verður með púsluspilin sín og
spjaldvefhaðinn sem hann er þekkt-
Hér er Dýrfmna á nýlegu ökutœki sínu;
vespu afflnustu gerð, sem hún brunar á
um götur Akraness. Ljósm: MM
ur fyrir. Dýrfinna hafði orð á því í
samtali við Skessuhom að sér fynd-
ist gott af hafa Philippe með sér til
halds og trausts, en Philippe er
franskur að ætt og uppruna. SO
Héldu áfram hálfa leið
til Akureyrar
Hér strandaði hann loks, við Vííihlíð í Húnavatnssýslu, búinn
aðfara heilan hring og hálfa leið til Akureryrar að auki.
Eftir að áheita-
hringferð um land-
ið til styrktar
Styrktarsamtökum
krabbameinssjúkra
barna lauk við höf-
uðstöðvar Heklu
sl. miðvikudag, og
tekist hafði að
komast hringinn í
kringum landið á
einum elds-
neytistanki, var
ákveðið að halda
áfram og kanna
hve langt væri hægt að komast á því
eldsneyti sem þá var enn eftir á
tankinum. Við greindum frá yfir-
standandi ferðalagi í síðasta tölu-
blaði Skessuhorns en farþegar í
bílnum vom þau feðgin Oskar Orn
og Þuríður Arna frá Akranesi.
Ferðin var farin á Skoda Octavia
með TDI(r) dísilvél. Hringvegur-
inn var 1307 kílómetrar að lengd
en eldsneytistankur Skodans tekur
55 lítra. Akveðið var semsagt að aka
áfram til Akureyrar og láta reyna á
hvar eldsneytið á bílnum þryti end-
anlega. Það var ekki fyrr en búið
var að aka 208 kílómetra til viðbót-
ar frá höfuðborginni og ferðalang-
amir komnir aftur hálfa leið til Ak-
ureyrar að bíllinn drap á sér í Víði-
dal í Húnavatnssýslu. Alls tókst því
að aka Skodanum 1515 km. vega-
lengd á einum tanki og reyndist
meðaleyðslan í allri ferðinni 3,5
lítrar á hundraðið. Á tímum hás
eldsneytisverðs er sannarlega mikil
kjarabót að farið er að framleiða og
selja bíla sem eyða ekki meiru, en
umrætt dæmi sannar. MM
A meðfylgjandi mynd eru Sigríður Herdís Pálsdóttir formaður Krabbameinsfélags Sna-
fellsness, Johanna Van Schalkwyk og Shelagh Smith fulltrúar Alþjóðakajfihússins og
Vigdís Gunnarsdóttir frá Foreldrafélagi ADHD.
Alþjóðakaffi
afhenti tvo styrld
A bæjarhátíðinni A góðri stund í
Gmndarfirði í júlí var alþjóðakaffi-
hús opið í þriðja skipti. Grandfirð-
ingar af erlendu bergi brotnu hóp-
uðu sig þar saman og gerðu bakk-
elsi hver ffá sínu landi og buðu upp
á kaffi og meðlætið í Sögumiðstöð-
inni Eyrbyggju í hjarta bæjarins.
Gestir hátíðarinnar fjölmenntu og
var stemningin góð.
Aðstandendur alþjóðakaffihúss-
ins ákváðu að láta allan ágóða kaffi-
söltmnar renna til tveggja samtaka
sem starffækt era á Snæfellsnesi.
Krabbameinsfélag Snæfellsness
sem var stofnað í fyrra varð fyrir
valinu ásamt hinu nýstofnaða For-
eldrafélagi ADHD. Fengu hvor
samtök 25.000 króna styrk. Við
þetta tilefni var boðið upp á fram-
andi bakkelsi þar sem t.d. mátti sjá
kökur ffá Nýja Sjálandi, Póllandi,
Færeyjum, Danmörku, Frakklandi,
Italíu og Suður Affíku.
Konurnar sem stóðu fyrir al-
þjóðakaffinu vilja þakka gestum há-
tíðarinnar sem kíktu í kaffi kærlega
fyrir komuna.
Johanna Van Schalkwyk og
Shelagh Smith.
Öflug fullorðinsfrœðsla
í heimabyggð
Námsvísirinn kemur út 5. september
fylgist með á www.simenntun.is
SIMENNTUNARMIÐSTOÐIN
Á VESTURIANDI
AKURS/jgs
- við allra hæfi -
Trésmiðjan Akur byggirtvö parhús við Sóltún 14-14a
og 16-16a á Hvanneyri. Húsin afhendast fullbúin að
utan með grófjafnaðri lóð og óeinangruð að innan.
Allar nánarí upplýsingar og sölubækling er hægt að fá
á skrifstofu Akurs.
Trésmiðjan AKUR ehf.
| Smiðjuvöllum 9 • 300 Akranes • Sími: 430 6600 • Fax: 430 6601
| Netfang: akur<3>akur.is • Veffang: www.akur.is
ALLT FyRIR
HAUSTIÐ!
Vinnufatnaður - Regnfatnaður
Stígvél - Oryggisskór
BÚREKSTRARDEILD
Egilsholt 1-310 Borgarnes - Afgreiðsla sími: 430-5505 - Fax: 430-5501
Opið frá kl. 8-12 og 13-18 aila virka daga
*
*
3