Skessuhorn


Skessuhorn - 13.09.2006, Qupperneq 1

Skessuhorn - 13.09.2006, Qupperneq 1
Virka daga 10-19 Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 nettö alltaf gott - alltaf ódýrt VIKUBLAÐ A VESTURLANDI 37. tbl. 9. árg. 13. september 2006 - Kr. 400 í lausasölu Göngur og réttir standa nú sem hœst í sveitum landsins og verður svo næstu vikur. A meðjýlgjandi mynd eru frændumir DagurAndr- ésson og Ingimundur Jónsson frd Ðeildartungu sl. miðvikudag við Helluvað í Norðlingafljóti á leið í Fljótsdróg, sem er lengsta leitin á Amarvatnsheiði. Þá er smalað frá svæðinu milli Eiríksjökuls og Langjókuls og niður heiðina og sameinast heiðarleitarmónnum. Safnið er síðan rekið til Fljótstunguréttar en þar var réttað um liðna helgi. Sjá nánar bls. 22. Ljósm. MM Neyslumynstrið endurspeglast í sorpinu Hrefiia B Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Sorpurðunar Vesturlands. Á síðasta fundi stjórnar Sorpurð- unar Vesturlands hf. kyrrnti fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins tölur yfir magn sorps sem komið hefur til urðunar á Fíflholti á árinu. I lok júlí var búið að urða þar 7.527 tonn sem er 22% aukning miðað við magn urðunar á sama tíma á árinu ATLANTSOLIA Dísel *Faxabraut 9. 2005. Upphaflegar áætlanir um urðunarsvæðið í Fíflholti gerðu ráð fyrir urðun 6.000 tonna af sorpi ár- lega, en á árinu 2005 voru þar urð- uð yfir 11.000 tonn. Ljóst er því að huga þarf að stækkun svæðisins fyrr en fyrirhugað var. Það vekur óneitanlega nokkra at- hygli að á sama tíma og flokkun eykst með það að markmiði að minnka sorp til urðunar skuli urðað sorp aukast um 22% á einu ári. Hrefna B. Jónsdóttir, ffamkvæmda- stjóri Sorpurðunar Vesturlands, sagði í samtali við Skessuhorn að þessi aukning ætti sér eðlilegar skýringar. „Með bættum efnahag eykst sorp til urðunar og síðasti vet- ur einkenndist af gríðarlega mikl- um framkvæmdum. Bara það sem menn eru að rífa út úr húsum, við endurnýjun eldhúsa svo dæmi sé tekið, kemur beint tdl okkar, sem og rusl sem myndast við stóriðju- og húsbyggingaff amkvæmdir. “ Hrefna segir að með bættum efinahag verði neyslan meiri og þá sé einfaldlega meira sorp til urðun- ar. Flokkun á sorpi haldi ekki í við aukið sorpmagn, enda megi margur bæta sig í þeim efnum, bæði ein- staklingar og fyrirtæki. „Neyslu- mynstur samfélagsins endurspegl- ast í sorpinu. Til dæmis eykst magn sorps gríðarlega mikið yfir sumar- mánuðina hjá okkur þegar fólk kemur í sumarbústaðina, sérstak- lega þegar veður er gott. Á sama tíma minnkar það væntanlega á höfuðborgarsvæðinu.“ Hrefna segir að reikna megi með því að komi niðursveifla í efnahags- lífinu muni sorpmagnið minnka. „Þá mtmum við sjá minna af pakkn- ingum utan af sjónvörpum og alls kyns rafmagnstækjum," segir Hrefna að lokum. Sorpurðun Vesturlands hf. er í eigu sveitarfélaga á Vesturlandi og á jörðina Fíflholt á Mýrum. Þar er rekinn urðunarstaður þar sem allt sorp er urðað sem heimilt er að urða. KÓP Sameining grunn- og tón- listarskóla í Stykkishólmi I Stykkishólmi hefur undanfarið verið unnið að hugmyndum um sameiningu grunnskólans og tón- listarskólans. I vor var stofnaður þriggja manna stýrihópur um mál- ið undir stjórn Bjöms Sverrissonar, formanns ffæðslunefndar Stykkis- hólms. Á síðasta fundi ffæðslu- nefhdar lagði hann fram tillögur sínar og sldpurit yfir þá vinnu sem framundan er. Hefur Anna Kristín Sigurðardóttur verið ráðin sem ráðgjafi að verkefninu, en hún hef- ur stýrt svipuðum verkefhum í Reykjavík. Unnið verður eftir bandarískri hugmyndafræði sem kallast „designed down“ eða hönnun nið- ur á við en samkvæmt henni er horff ffá hinu almenna til hins sér- stæða. Skipaður verður vinnuhóp- ur, á milli 25-30 manna, til að vinna að málinu. Verður haldinn einn kynningarfundur um verkefh- ið fyrir hópinn, síðan þrír langir vinnufundir og loks verður niður- staðan kynnt. Björn Sverrisson sagði í samtali við Skessuhom að reiknað væri með því að halda kynningarfund fyrir hópinn 29. september og hægt yrði að kynna afrakstur vinnu hans í janúar. Hann segir að töluverð þörf sé á verkefhinu og menn sjái hagræð- ingu í því að sameina skólana. „Grunnskólinn er í tveimur að- skildum húsum hjá okkur í dag og tónlistarskólinn í gamla skólahús- inu. Menn sjá mikla möguleika á því að sameina þetta undir eitt þak, hvort sem það verður í nýju hús- næði eða ekki.“ Bjöm segir að ýmislegt annað verði skoðað í þessari vinnu, t.a.m. nýtt húsnæði yfir bóksafn og einnig málefni félagsmiðstöðvar. Það komi til greina að þetta mtmi allt tengjast og verða gert í áföng- um, verið sé að stíga fyrsta skrefið inn í þetta hönnunarferli. Bjöm segir að þetta vinnuferli bjóði upp á marga möguleika. „Þar sem þetta hefúr verið notað er þetta oftar en ekki fyrsta skrefið í vinnu við þá stefhu sem starffækt verður innan skólanna. Vinnunni lýkur ekki með sameiningu heldur verður haldið áfram innan veggja skólans," segir Bjöm að lokum. -KÓP Upplýsingnm haldið leyndum Engar upplýsingar em á lausu hjá Akraneskaupstað né formanni Starfsmannafélags Akraness um áhrif hugsanlegrar sameiningar starfsmannafélaga Akraness og Reykjavíkur. Eins og kunnugt er var tilkyxmt í byrjun maí að fyrir dyram væri sameining þessara fé- laga og jafnframt samþykkti þáver- andi bæjarráð Akraness að leita efrir samvinnu við Reykjavíkur- borg um launa- og kjaramál. I samtölum við Skessuhorn á þeim tíma létu forráðamenn Akranes- kaupstaðar og Starfsmannafélags Akraness hafa eftir sér að umrædd sameining myndi fera sumum fé- lagsmönnum launahækkanir sem næmu mgum prósenta. Hún myndi því koma þeim til hagsbóta sem lægst hafa launin. Kom fram að kostnaðarauki bæjarins gæti orðið á bilinu 70-80 milljónir króna á ári í upphafi. Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA dregur í efa að kjör lægst launuðustu starfsmanna hjá STAK muni hækka við sameininguna, heldur þvert á móti í sumum tilfelltun lækka. Ritar Vilhjálmur grein um þetta sem birt er á bls. 19 í Skessu- homi í dag. Svo virðist að þrátt fyrir mjög afgerandi yfirlýsingar í vor um ágæti sameiningar sé enginn máls- aðila tilbúinn til þess að leggja fram blákaldar staðreyndir máls- ins, þ.e. hvernig einstaldr launa- flokkar breytast við sameingu þessara félaga. Sjá nánar ffétt á baksíðu. HJ II III III III

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.