Skessuhorn


Skessuhorn - 13.09.2006, Page 4

Skessuhorn - 13.09.2006, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2006 ■^r.v.lin. ■■ Byggðakvóta úthlutað VESTURLAND: Byggðalög á Vesturlandi fá úthlutað samtals 518 þorskígildistonnum af byggðakvóta vegna fiskveiðiárs- ins 2005/2006 en Fiskistofa lauk fyrir skömmu úthlutun kvótans sem í heildina voru 4.010 tonn. Til Grundarfjarðar runnu 140 tonn og þar af fékk Hannes Andrésson SH 63 tonn. I hlut Snæfellsbæjar komu 168 torm og skiptist sá kvóti jafht milli 16 báta. Bátar í Stykkishólmi fengu úthlutað 210 tonnum og kom mest í hlut Gullhólma SH, eða tæp 109 tonn. -hj Styrkir böm tiUjamáms BORGARBYGGÐ: Fræðslu- nefnd Borgarbyggðar hefur samþykkt að styrkja börn sem ljúka samræmdum prófúm fyrir 10. bekk til fjamáms í ffam- haldsskóla. Asthildur Magnús- dóttir fræðslufulltrúi Borgar- byggðar segir þetta hafa verið gert í Borgarnesi og á Klepp- járnsreykjum og verið sé að samræma reglur í nýju samein- uðu sveitarfélagi. Krökkum sem ljúka einhverjum samræmdum prófum upp úr áttunda og ní- trnda bekk sé boðið að stunda nám í viðkomandi grein í fjar- námi við framhaldsskóla. Sveit- arfélagið greiðir kostnað og nemendurnir fái aðstöðu í skól- unum. Þetta sé hugsað fyrir bráðger börn sem ljúki námi fyrir venjulegan tíma. -kóp Kvótahæstu skipin VESTURLAND: Höfrungur III AK er kvótahæsta skip á Vesturlandi á fiskveiðiárinu sem hófst um síðustu mánaða- mót. Aflaheimildir skipsins eru tæplega 5.023 þorskígildi. I öðru sæti er Tjaldur SH með rúmlega 3.961 þorskígildi, þá Sturlaugur H. Böðvarsson AK með tæplega 3.857 þorskígildi, Helga María AK er með rúm- lega 3.708 þorskígildi, Sóley SH er með rúmlega 2.665 þorskígildi og Hringur SH er með rúmlega 2.332 þorskígildi. Nokkur skip eru án kvóta á Vesturlandi en minnstu úthlut- un fær Kvika SH sem fær út- hlutað einu þorskígildi í stein- bít. -hj Setur á fót ungmennaráð STYKKISHÓLMUR: Bæjar- ráð Stykkishólmsbæjar hefur samþykkt tillögu Grétars D. Pálssonar um að skipa fimm manna ungmennaráð sem starfi með æskulýðs- og íþróttanefnd bæjarins að málefhum unglinga á aldrinum 16-21 ára. Var nefhdinni falið að tilnefha ung- menni á þessum aldri í ráðið og gera tillögur að erindisbréfi þess. -hj Lóðir í landi Kross fara brátt á markað Nú fer að líða að lokum gatna- og veituframkvæmda við fyrsta áfanga væntanlegs íbúðasvæðis í landi Kross í Hvalfjarðarsveit. Um er að ræða fyrri áfangann af tveim- ur þar sem fyrirhugað er að rísi skv. skipulaginu byggð fyrir 800-1000 manns þegar svæðið verður full- byggt- Það er fyrirtækið Stafna á milli ehf. sem á Kross og stendur fyrir framkvæmdum þar. Þorgeir Jósefs- son, ffamkvæmdastjóri fyrirtækis- ins sagði í samtali við Skessuhorn að nú í mánuðinum verði götur malbikaðar og í ffamhaldi af því verði einbýlishúsalóðir á svæðinu auglýstar til sölu. „I þessum áfanga eru 24 einbýlishúsalóðir, 42 íbúðir í tveggja hæða raðhúsum eða tveggja hæða sérhæðum og 3 lóðir eru auk þess fyrir 58 íbúðir í tveggja hæða fjölbýli." Þorgeir segir að opið verði fyrir þann möguleika að selja bygginga- verktökum lóð- ir undir raðhús og fjölbýlishús á svæðinu en einstaklingum verður, eins og áður segir, gef- inn kostur á að eignast einbýl- ishúsalóðirnar á svæðinu. Drög að deiliskipulagi fyrir leik- skóla hefur nú verið lagt til umfjöll- unar hjá skipulags- og bygginga- nefnd Hvalfjarðarsveitar, en Þorgeir segir að í samkomulagi Stafha á milli við sveitarstjóm fyirum Innri Akra- neshrepps, um uppbyggingu á svæð- inu, hafi verið gert ráð fyrir að fyrir- tækið byggði leikskóla fyrir 60 böm á svæðinu og skilaði honum tilbún- um tmdir tréverk. Þorgeir segir jafiiffamt að nú sé í gangi vinna við deiliskipulag seinni áfanga byggðar í landi Kross þar sem ráðgerðar eru 150-160 íbúðir í einbýlis- rað- eða fjölbýlishúsum. I þeim áfanga sé stefnt að því að hafa mikið af lidum raðhúsum sem geti hentað fyrir fólk sem er að minnka við sig, t.d. eldri borgara. MM Rekstur Akraneskaupstaðar þyngri en áædað var Afkoma Akraneskaupstaðar og stofhana hans var neikvæð um rúm- ar 72 milljónir króna fyrstu fimm mánuði ársins samkvæmt óendur- skoðuðu árshlutauppgjöri sem kynnt var á fundi bæjarráðs á dögun- um. Þetta er mun verri afkoma en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Tekjur voru talsvert meiri en reikn- að var með en útgjöldin einnig og þar munar mest um margfalt hærri fjármagnskostnað en reiknað var með. A þessu tímabili voru tekjur bæj- arfélagsins og stofnana þess tæpar 932 milljónir króna sem er ríflega 11 % hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Laun og launatengd gjöld voru rúmar 552 milljónir króna eða ríflega 6% hærri en gert var ráð fyrir, vörukaup á tímabilinu vorui rúmar 41 milljón króna eða ríflega 19% hærri en reiknað var með, til þjónustu- og orkukaupa var varið rúmlega 192 milljónum króna eða tæplega 24% hærri en áætlað var og þá var tæp- lega 103 milljónum króna varið í ýmis ffamlög og styrki sem er ríflega 9% hærri upphæð en áætiað var. Af- skriffir voru rúmlega 41 milljón króna eða tæplega 8% hærri en áætlað var. Fyrstu fimm mánuði ársins var fjármagnskostnaður bæjarfélagsins tæpar 73 milljónir króna en í fjár- hagsáætlun var reiknað með að hann yrði rúmar 9 milljónir króna. I lok maí vora skuldir og skuldbindingar að frádregnum veltufjármunum rúmlega 2.104 milljónir króna og höfðu hækkað tun 161 milljón króna á árinu. A sama tíma voru áhættu- fjármunir og langtímakröfur bæjar- ins rúmar 3.564 milljónir króna. Fjárhagsstaða sveitarfélagsins er því afar sterk sem áður. HJ Störfum erlendra ríkisborgara fjölgar mjög Starfandi erlendum ríkisborgur- um á Vesturlandi fjölgaði um rúm 60% á milli áranna 2004 og 2005. Þetta kemur ffam í nýjum tölum frá Hagstofu Islands. Fram kemur að árið 2005 hafi 450 erlendir rík- isborgarar verið við störf á Vestur- landi en árið 2004 vora þeir 280 talsins. A sama tíma hefur störfum á Vesturlandi fjölgað úr 7.770 í 8.150 og hefur hlutfall erlendra ríkisborgara af vinnumarkaði á Vesturlandi hækkað úr 3,6% í 5,5%. Fjöldi erlendra ríkisborgara, sem era við störf á Vesturlandi hefur nokkuð sveiflast til undan- farin ár en hefur þó farið fjölgandi. A árinu 1998 voru störf þeirra 180 talsins eða um 2,38% af heildar- störfum. A átta áram hefur hlutfall þeirra á vinnumarkaði því nær tvö- faldast. HJ Vegabætxir á Amarvatnsheiði Gangnamenn úr Borgarfirði voru sl. miSvikudag á leió i Fljótsdrög ogfara hér nýlega lagpærðan veginn norðan Helluvaðs á Norðlingafljóti. í sumar hefur verið unnið að tals- verðum vegabótum á Amarvatns- heiði sunnanverðri, bæði stmnan og norðan Norðlingafljóts og er vegur- inn á löngum köflum orðinn fær öll- um bílum. Eini farartálminn fyrir að ekki er jepplingafært ffá Borgarfirði og norður í Miðfjörð er brúarlaust Norðlingafljót og bíður ágætt brú- arstæði frá náttúrunnar hendi ofan Helluvaðs þess að brúarsmíð verði sett á áætitm Vegagerðarinnar. Sí- fellt fleiri eru á þeirri skoðun að gera eigi leiðina yfir Arnarvatnsheiði greiðfæra þannig að fleiri geti notið náttúrfegurðarinnar og veiða í vötn- untun mörgu. Vegurinn í gegnum Hallmundar- hraun var í sumar heflaður upp og farið á hann með grjóttætara og eins var farið með valda kafla áleiðis í Amarvatn stóra. Þó á eftir að taka hluta háheiðarinnar og hækka gamla vegstæðið og e.t.v. færa veginn á stöku stað. Það er Vegagerðin sem staðið hefur fyrir þessum fram- kvæmdum sem fjármagnaðar em úr Styrkvegasjóði. Þorsteinn Guð- mundsson verktaki á Fróðastöðum hefur unnið verkið fyrir Vegagerð- ina. Auk þessara vegabóta á stofnleið- inni yfir Amarvatnsheiði má geta þess að Veiðifélag Amarvatnsheiðar hefúr í sumar líkt og undanfarin ár varið öllum tekjum af veiðileyfasölu til lagfæringar á fáfamari leiðum. Stefha veiðifélagsins er að lagfæra að og milli vama þannig að þokkalega akfært sé fyrir alla jeppa. I sumar var vegarslóðinn að leitarmannaskála við Ulfevams lagfærður. MM Slegið og skorið AKRANES: Afararnótt laugar- dags var lögreglan á Akranesi kvödd að Café Mörk vegna lík- amsárásar. Þar hafði maður ver- ið laminn í andlitið með glasi með þeim afleiðingum að tönn bromaði og önnur losnaði. Dyraverðir höfðu vísað árás- armanninum út af staðnum en þegar út kom barði hann í gegnum rúðu í húsinu. Hann var enn á staðnum er lögregla kom að. Færa þurfti báða á slysadeild og var þeim sem fyr- ir árásinni varð vísað til tann- læknis en sauma þurfti saman sár á hendi árásarmannsins. Hann var síðan færður á lög- reglustöð til yfirheyrslu. -kóp Vegleg afmælis- gjöftUÍA AKRANES: Bæjarráð Akraness hefur samþykkti að færa Iþróttabandalagi Akraness eina milljón króna í tilefni af sextíu ára afmælis bandalagsins. Gjöf- in verður afhent við vígslu Akraneshallarinnar. -hj / Oskar eftir sam- starfssamningi BORGARBYGGÐ: Land- námssetrið í Borgarnesi hefur óskað eftir samstarfssamningi við Borgarbyggð í eitt til þrjú ár. I bréfi sem Kjartan Ragnars- son forstöðumaður setursins sendi sveitarfélaginu kemur ffam að í þeim samningi yrði falið að sveitarfélagið styrkti rekstur setursins með beinum fjárframlögum „og einhverjum öðram hætti s.s. niðurfellingu opinberra gjalda exetra,“ eins og segir orðrétt í bréfi Kjartans. I staðinn vill Landnámssetrið veita sveitarfélaginu alla þá þjónustu sem það getur veitt og nefnir Kjartan sem dæmi að bjóða til sín nemendum í skól- um svæðisins og einnig nám- skeiðahald. Byggðaráð Borgar- byggðar vísaði málinu til um- sagnar menningar- og fræðslu- nefndar. -hj Styrkir kaup á sneiðmyndatæki AKRANES: Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að veita tveim- ur milljónum króna í söfnun til kaupa á sneiðmyndatæki fyrir Sjúkrahúsið og heilsugæslu- stöðina á Akranesi. Það var Lionsklúbbur Akraness sem hratt þessari söfnun af stað. Klúbburinn hefur í gegnum tíðina staðið mjög myndarlega við bakið á starfsemi SHA. A fimmtíu ára afmælisdegi klúbbsins í apríl sl. afhentu klúbbfélagar lyftu til nota á öldrunarlækningadeild stofn- unarinnar, stuttbylgju- og hljóðbylgjutæki til notkunar á endurhæfingadeild og vökva- og blóðhitara sem nýtist á skurðdeild og legudeildum. -hj Bjarnarbraut 8 - Borqarnesi Sími: 433 5500 Kirkjubraut 54-56 - Ákranesi Fax: 433 5501 Skessuhorn kemur út alla miövikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12:00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200 sé greitt með greiðslukorti. Elii- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950. Verð í lausasölu er 400 kr. SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 allavirka daca Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kolbeinn Ó Proppé 659 0860kolbeinn@skessuhorn.is Sigurbjörg Ottesen 868 0179 sibba@skessuhorn.is Augl. og dreifmg: Katrín Óskarsd. 616 6642 katrin@skessuhorn.is Umbrot: Cuðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.