Skessuhorn - 13.09.2006, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2006
7
3gESSfflBflBKl
Menningarverðlaun
aflient í Borgarbyggð
Síðastliðinn sunnudag fór fram
afhending tveggja menningar-
tengdra verðlauna í Safnahúsinu í
Borgarbyggð. Annars vegar voru
veitt ljóðaverðlaun úr Minningar-
sjóði Guðmundar Böðvarssonar
skálds og bónda frá Kirkjubóli og
hlaut rithöfundurinn Þórarinn
Eldjárn þau. Einnig voru veitt
borgfirsk menningarverðlaun og
féllu þau listamanninum Páli á
Húsafelli í skaut. Ingibjörg Berg-
þórsdóttir, formaður sjóðsins setti
samkomuna og Asa Harðardóttir,
forstöðumaður Safnahússins gerði
grein fyrir glæsilegri yfirlitssýn-
ingu sem hefur verið sett upp með
verkum Páls í Safnahúsinu, en þar
eru einnig aðgengilegar allar bæk-
ur rithöfúndarins. Steinunn Jó-
hannesdóttir las ljóð að eigin vali
eftir Guðmund Böðvarsson og
Böðvar Guðmundsson, verndari
sjóðsins, fór yfir fjölbreyttan
starfsferil verðlaunaþeganna. Þór-
arinn Eldjárn flutti nokkur nýsam-
in ljóð sín og
Steindór Ander-
sen flutti rímuna
Móðir Jörð.
Blandaður kór
Bjarna Guðráðs-
sonar úr Reyk-
holts- og
Hvanneyrar-
sóknum söng
lög við texta
Guðmundar og
Snorri Hjálm-
arsson söng ein-
söng. Viðar
Guðmundsson
spilaði á flygil
Hvítárvallabar-
ónsins. Páll á
Húsafelli, Hilm-
ar Orn og Frank
spiluðu á stein-
hörpu lista-
mannsins, sem
var til sýnis
þennan dag í
Páll á Húsafelli og Asa S. Harðardóttir við eitt verka Páls á sýn-
ingunni sem opnuð var sl. sunnudag.
Unnur Ólafsdóttir og Thor Vilhjálmsson spjalla við annan verðlaunahafann, Þórarinn
Eldjám.
Safnahúsinu. Ýmsir aðrir kunnir
listamenn tóku þátt í athöfninni,
sem var fjölmenn og heppnaðist
vel.
Þetta er í fimmta sinn sem
minningarsjóðurinn úthlutar verð-
launum, ljóðaverðlaun hafa áður
hlotið Hannes Sigfússon, Þuríður
Guðmundsdóttir, Ingibjörg Har-
aldsdóttir og Þorsteinn frá Hamri.
Borgfirsku menningarverðlaunin
hafa áður hlotið Bjarni Backmann
og Ari Gíslason, Orgelkaupasjóður
Reykholtskirkju, Ungmennafélag
Reykdæla og Ungmennafélag
Lunddæla og Bjarni Þórðarson.
KÓP
Hámarkshraði
lækkaður á Akranesi
Bæjarráð Akraness samþykkti í
síðustu viku tillögu skipulags- og
byggingarnefndar bæjarins um
breytingar á hámarkshraða á göt-
um bæjarins. Eins og fram hefur
komið í fféttum Skessuhorn hafa
hugmyndir að breyttum hámarks-
hraða verið til umræðu í bæjarkerf-
inu á Akranesi um nokkurt skeið
eða allt ffá því að bæjarstjórn sam-
þykkti í desember á síðasta ári til-
lögu um að lækka hámarkshraða
niður í 35 km/klst „í völdum íbúða-
götum og við skóla á næstu tveim-
ur árum og þannig stuðlað að bættu
umferðaröryggi á Akranesi,“ eins
og sagði orðrétt í tillögunni.
I tillögunni sem bæjarráð sam-
þykkti í gær segir að eðlilegt hafi
verið talið að 1. áfangi verkefnisins
beindust að nánasta umhverfi
grunnskóla bæjarins. Þær götur
sem hámarkshraði lækkar nú eru í
nágrenni Brekkubæjarskóla:
Vesturgata milli Stillholts og
Merkigerðis
Merkigerði ffá Kirkjubraut að
Vesturgötu
Háholt ffá Kirkjubraut að Vest-
urgötu
Stekkjarholt frá Kirkjubraut að
Heiðarbraut
Heiðarbraut frá Stillholti að
SHA
Brekkubraut frá Stillholti að
Háholti
í næsta nágrenni við Grunda-
skóla verður hámarkshraði lækkað-
ur á Víkurbraut og á Innnesvegi
milli Víkurbrautar og Garðabraut-
ar. Þá samþykkti bæjarráð einnig að
lækka hámarkshraða á Esjuvöllum
en íbúar þar kvörtuðu á dögunum
undan hámarkshraða á þeirri götu.
í tillögu þeirri er bæjarráð sam-
þykkti kemur fram að gert sé ráð
fyrir að merkingum á skilum
hraðasvæða verði haldið í lágmarki,
það er að fyrst og ffemst verði not-
ast við lögboðnar merkingar með
umferðarmerkjum en þó verði
komið fyrir þrengingum á sex stöð-
um. Lauslega er áætlað að kostnað-
ur við þessar ffamkvæmdir verði
um ein milljón króna. Við þann
kostnað bætist kostnaður vegna
uppsetningu gangbrautaljósa verði
talin þörf á uppsetningu þeirra. HJ
HROSS í ÓSKILUM
í Skorholti Hvalfjarðarsveit eru þrjár
hryssur í óskilumr tvær rauðar og
ein rauðstjörnótt ca. þriggja vetra.
Komu fram í fyrri hluta júlí við
þjóðveg nr. 1.
Nánarí upplýsingar gefa Baldvin
Björnsson síma 899 8892 og
oddviti í síma 864 7628.
\ y
Blikksmiðir
eða vanir menn
Blikksmiðir eða vanir menn óskast
til starfa hjá Blikksmiðnum hf.
Malarhöfða 8, Reykjavík.
Boðið er uppá bjartan og notalegan
vinnustað og fjölbreytt blikksmíðaverkefni.
Þrifalegt umhverfi.
I Þeir sem hafa áhuga hafi samband við
verkstjóra í síma 577 2727.
Framtíðarstörf hjá Norðuráli
Norðurál óskar eftir að ráða röskt og áhugasamt starfsfólk
til starfa í vaktavinnu í framleiðsludeild
Við leitum að fólki sem býr yfir metnaði og lipurð
í samskiptum og hefur vilja til að takast á við krefjandi
verkefni.
Um framtíðarstörf er að ræða og æskilegt er að
umsækjendur geti hafið störf sem fyrst.
Hvað er í boði?
• Góður aðbúnaður hjá fyrirtæki í mikilli sókn
• Kraftmikill og góður hópur samstarfsfólks
• Mikið atvinnuöryggi, traustar tekjur og laun
að hluta árangurstengd
Jafnrétti
Við leggjum áherslu á jafna möguleika karla
og kvenna til starfa hjá Norðuráli.
Hvernig sækir þú um?
Vinsamlega sendu okkur umsókn þína fyrir 22. september
n.k. Þú getur sótt um á vef fyrirtækisins: www.nordural.is,
sent umsókn þína á netfangið: umsókn@nordural.is eða
póstlagt umsóknina, merkta: Ný störf
Trúnaður
Við förum með umsókn þína og allar persónulegar
upplýsingar sem trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður
svarað.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Rakel Heiðmarsdóttir,
framkvæmdastjóri starfsmannasviðs, í síma 430 1000.
Norðurál
Um þessar mundir er unnið að stækkun Norðuráls sem felur í sér að framleiðslu-
geta álversins verður aukin í 260.000 tonn á næsta ári. Hjá okkur starfa nú um 380
manns að margvíslegum verkefnum og gert er ráð fyrir því að starfsfólki fjölgi enn
frekar næsta ári.
Century
Grundartanga • 301 Akranesi • Sími 430 1000 • Fax 430 1001 • nordural@nordural.is • www.nordural.is