Skessuhorn


Skessuhorn - 13.09.2006, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 13.09.2006, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2006 ^niásuiiuu Miklir vatnavextir fylgdu fyrstu haustlægðinni Fyrsta haustlægðin kom í lok síð- ustu viku með hryssingslegt haust- veður £ farteskinu og hafa Vestlend- ingar fengið úthlutað ríflegum skammti þess vamsveðurs sem hefur gengið yfir landið undanfama daga. Veiðimenn sem vom orðnir lang- eygðir eftir haustrigningu kættust þegar úrkoman byrjaði enda vora vatnföll orðin mjög vatnslítil sökum langvarandi þurrka. Eflaust hafa margir veiðimenn lagst á bæn og óskað eftir úrkomu þá daga sem þeir átm í haustveiði og vom þeir veiði- menn bænheyrðir og ríflega það. Samkvæmt gagnavef vamamælinga Orkustofnunar var meðalrennsli Norðurár síðastliðnar tvær vikur og ffam á síðasta fösmdag vel innan við 8 rúmmetrar vatns á sekúndu, neðri mörk fóru undir 4 m3/s þegar minnsta rennslið var. En samtakamátmr veiðimanna er mikill og umbeðnar haustrigningar komu rétt í lok veiðitímans þetta árið og hafa ár nú vaxið umffarn það sem getur talist til æskilegra veiðiað- stæðna. Vamsmagnið mældist þannig við Stekk í Norðurá rúmlega 80 rúmmetrar á sekúndu um síðustu helgi en hafði rénað niður í um 30 rúmmetra á mánudag sem telst engu að síður vera vel umffam meðal- rennsli. Vamavextir Norðurár und- anfama daga era samt sem áður ekki Þessi mynd var tekin sl. mánudag afbrúnni við Andakílsá og er bœiinn Ausa í baksýn. Við látum hérfylgja með aðra mynd þó hún sé ekki ný. Þann 8. mars árið 2004 varð gríðarlegtflóð í Norðurá og mældist þá rennsli árinnar hvorki meira né minna en 450 rúmmetrar á sekúndu. Hér erfossinn Glanni sem oft erfegurri en hann var umrteddan dag árið 2004. hálfdrættingur á flóðin sem átm sér stað 8. mars 2004, en þá fór rennsli Norðurár upp í 450 m3/s en á þeim árstima er engin veiði leyfð og því engra skýringa að leita hjá bæn- heyrðum veiðimönnum. BT Úttekt á aðgengi minnihlutahópa að íþróttafélögum íþróttamband íslands hefur sent öllum sveitarfélögum á landinu bréf þar sem forvitnast er um stöðu minnihlutahópa innan íþróttahreyf- ingarinnar og hvort einhver sérstök stefna sé í þeim málum. Með minni- hlutahópum er átt við fatlaða, sam- kynhneigða og innflytjendur, svo dæmi sé tekið. Halla Kjartansdóttir, skrifstofustjóri ISI, sagði í samtali við Skessuhorn að með útsendingu bréfsins væri verið að ffamfylgja stefnu síðasta Iþróttaþings. Þar hafi verið samþykkt að skipa starfshóp til að kanna aðgengi minnihlutahópa að íþróttafélögunum. Vinnan sé ný- hafin og bréfið sé hugsað til gagna- öflunar svo að menn sjái hvemig þessum málum er háttað hér á landi. Skessuhomi lék forvitni á að vita hvernig staðan væri og kannaði mál- in í tveimur stærstu sveitarfélögun- um á Vesturlandi. Indriði Jósafatsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Borgarbyggðar, kannaðist ekki við bréfið ffá ISI en taldi Hklegt að það bærist fljótlega til sveitarfélagsins. Hann sagði í sam- tali við Skessuhom að ekki væra neinar sérstakar samþykktir um þessi mál á vegum Borgarbyggðar, mun fremur væri stefnan sú að menn aðlöguðust því starfi sem fyrir hendi væri. „Við eram ekki að draga menn í dilka hér á svæðinu, það er gott að þurfa ekki að miðstýra þessu,“ sagði Indriði. Hann tók þó fram að verið væri að vinna að mörgum spennandi verkefnum sem tengjast innflytjendum og væru mörg þeirra á vinnslustdgi. Hvað fatlaða varðar var félagsskapur þeirr- ar lagður niður og félagar gengu í í- þróttafélagið Þjót á Akranesi. Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri tómstunda- og íþróttasviðs Akranes- kaupstaðar, sagði í samtali við Skessuhorn að bréfið ffá ISI hefði verið tekið fyrir á síðasta fundi tóm- stunda- og forvamanefndar. Nokkr- Indriði Jósafatsson. ar umræður hefðu spunnist um málið en sviðsstjóra var fafið að svara er- indinu. Hún sagði aðspurð að engin stefna væri tdl á vegum Akraneskaup- staðar hvað varðar íþrótta- iðkun minni- hlutahópa, nema þessi almenna um jafhræði allra. Helga sagði að hvað fatlaða varðaði væru sérfélög fyrir þá og einnig væri það algengt að fötluð böm væra í almennum félögum, en leiðir skildu eftir því sem þau eltust. Hvað varðar innflytjendur segir Helga að menn séu að fóta sig í þeim málum á Akranesi, þörfin hafi ekkd verið fyrir hendi en með fleiri nýbúum aukist hún. „Það stendur öllum allt opið hjá okkur, en það er spuming hvort innflytjendur fá þau skilaboð þar sem við sendum allt út á íslensku,“ segir Helga. Hvað varð- Helga Gunnarsdóttir. ar samkynhneigða segir hún að stað- an sé líklega sú sama á Akranesi og víðast hvar annarsstaðar, um þau máli ríki þögn. „Menn eru sammála um að fordómar séu hverfandi, eða mjög víkjandi almennt í samfélaginu og þar með talið hér. En það ræðir hins vegar enginn um þessi mál. Við höldum og við vonum að við séum ekki með neina fordóma en tökum þátt í því að ræða ekki málin og þagga þau þannig niður.“ Skessu- horn mun fylgjast meira með þessu máli effir því sem því ffam vindur. -KÓP Farið yfir gangbraut, að sjálfsögðu á grænu Ijósi. Græni kallimi ræður alltaf Að mörgu er að hyggja þegar skólar hefjast. Það á sérstaklega við um ökumenn þar sem nú flykkjast börn á öllum aldri að skólum sín- um. A nokkrum stöðum á Vestur- landi hefur verið komið fyrir gang- brautarljósum í nágrenni skólanna sem auðvelda eiga börnunum ferð- ir sínar til og ffá skóla. Til þess að slík öryggistæki virki þurfa allir að nota þau rétt. Umferðarnefnd Grundaskóla hefur að gefhu tilefni bent á nauðsyn þess að ökumenn virði reglur sem gilda um notkun ljósanna og stöðvi ekki bíla sína við gangbrautarljós fyrr en gula eða rauða ljósið logar. Með því að stöðva á grænu ljósi gefa ökumenn börnunum röng skilaboð því þá er rauði kallinn enn logandi hjá þeim. Börnunum er kennt að fara alls ekki yfir gang- braut fyrr en grænt ljós logar og þau vilja að vonum virða þá reglu. Því verða þau ráðvillt þegar full- orðið fólk stöðvar biffeiðar sínar og býður þeim annan möguleika. Möguleika sem þau vita að er rang- ur. I veðri eins og mætti íbúum Vesturlands rigningardagana í lið- inni viku telja sumir ökumenn sig vera að gera börnum greiða með því að stöðva ökutæki sitt á móti grænu ljósi. Með því sé verið að flýta för barnanna. Allir vita og eiga að virða þá einföldu reglu að græni kallinn ræður alltaf. A þeirri reglu eru engar undantekningar. KÓP Albert kveðst mjög spenntur fyrir nýju starfi Albert Ey- mundsson, sem á dögunum var ráð- inn forstöðumaður Félags- og skóla- þjónustu Snæfell- inga, segist í sam- tali við Skessuhorn afar spenntur fyrir því að takast á við hið nýja starf. Hann hefur þegar hafið störf. Albert hefur áratuga reynslu í skólamál- um og einnig var hann um nokkurra ára skeið bæjarstjóri á Hornafirði. Aðspurður sagðist hann hafa stað- ið á ákveðnum tímamótum þegar hann lét af starfi bæjarstjóra í vor. Hann hefði ásamt fjölskyldu sinni talið rétt að nýta þau tímamót til þess að söðla um og takast á við ný verkefni á nýjum slóðum. Þegar : <aKi Rústir áhaldahússins á Akranesi rifiiar í síðustu viku var áhaldahús vinnuskólans á Akranesi rifið en sem kunnugt er skemmdist það mikið í eldi í sumar. Húsið var byggt árið 1955 og stóð við Suður- götu 93. Aður hýsti það smurstöð og verkstæði en eftir að það komst í eigu Akraneskaupstarðar var það notað fyrir vinnuskólann. Ekki var þetta í fyrsta skipti sem húsið brann því á áttunda áratug síðustu aldar brann það en þá var það rekið sem smurstöð. Að sögn Þorvaldar Vest- mann, sviðsstjóra tækni- og um- hverfissviðs Akraneskaupstaðar mun lóðin sem húsið stóð á verða auglýst sem byggingarlóð síðar. Það mun koma í hlut bæjarráðs að úthluta henni. Húsið var 120 fer- A myndinni má sjá þegar unnið var að niðmrifi hússins. metrar að stærð og samkvæmt upp- milljónir króna og brunabótamat lýsingum hjá Fasteignamati ríkisins fasteignamat þess tæpar 6,3 tæpar 12,5 milljónir króna. SO/ Ljósm. KÓÓ Albert Eymundsson, forstöðumaður Félags- og skólaþjónustu Sncefellinga. þetta starf hafi verið auglýst hafi hann strax talið það spennandi kost og því sótt um. „Mér líst afar vel á þetta nýja starf. I þessum málaflokkum hafa sveitarfélög á Snæfellsnesi haft með sér farsælt samstarf og því góður grunnur til góðra verka hér. Að auki hefur mér ávallt þótt byggð og náttúra á Snæfellsnesi spennandi þannig að ég veit að hér á okkur eftir að líða vel,“ segir Al- bert. Skrifstofa stofnunarinnar er á Hellissandi en engin krafa er gerð um hvar forstöðumaðurinn hefur búsetu. Albert segist ekki hafa náð að festa sér húsnæði og því ekki endanlega ákveðið hvar hann sest að en segist líta svo á að best sé að búa sem næst höfuð- stöðvum stofnunarinnar. Sem kunnugt er hefur Albert samhliða aðalstörfum sínum starf- að öttullega að ýmsum félagsmál- um og þá sérstaklega í íþrótta- hreyfingunni. Aðspurður segist hann mjög hafa dregið úr félags- störfum á liðnum árum og á næst- unni muni hið nýja starf og ný heimkynni eiga hug hans allan. Hjf

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.