Skessuhorn - 13.09.2006, Page 10
10
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2006
aiagssuHössi
Umhverfisfulltrúi hefitr störf
✓
í
Björg Gunnarsdóttir.
Þann 1. september sl. tók Björg
Gunnarsdóttir, nýr umhverfisfull-
trúi Borgarbyggðar til starfa. Björg
Borgarbyggð
er landfræðingur að mennt og mun
starfshlutfall hennar verða 50%.
Um nýja stöðu er að ræða og sagði
Björg í samtali við Skessuhorn að
starfið legðist vel í hana. Hún mun
hafa aðsetur á skrifstofu Borgar-
byggðar í Reykholti og meðal
helsm verkefha hennar verður um-
sjón með náttúru og gróðurvernd,
skógrækt, friðlýsingu svæða og
náttúruminja og síðast en ekki síst
umsjón með verkefnum sem tengj-
ast Staðardagskrá 21.
Björg sagði aðspurð að í upphafi
yrði lögð mikil áhersla á að sam-
ræma og þróa áfram Staðardagskrá
21 fýrir nýsameinað sveitarfélag og
heija framkvæmdir og effirfylgni.
Annar stór þáttur starfsins verður
umsjón með Einkunnum, fólkvangi
Borgfirðinga, sem starfsmaður
stjórnar. Fyrir liggur að skipuleggja
svæðið sem fjölbreytt útivistar-
svæði. Björg segir aðspurð að ekki
sé annað hægt að segja en verið sé
að sinna umhverfismálum betur í
sveitarfélaginu með ráðningu um-
hverfisfulltrúa. „Það hefur margt
verið vel unnið í umhverfismálum
héraðsins en með ráðningu sérstaks
starfsmanns í þau mál er verið að
koma þeim í skýrari farveg. Þá mun
ég hafa umsjón með umhverfis-
ffæðslu í samráði við ffæðslufull-
trúa og þannig auðnast mér von-
andi að styðja við þau góðu verk
sem unnin hafa verið innan skól-
anna,“ segir Björg að lokum. -KOP
Fyrsti bekkur í skógrœkt
Miðvikudaginn 6. september sl. fór 1. bekkur Grunnskólans í Borgamesi, ásamt kennur-
um sínum, þeim Sœbjörgu Kristmannsdóttur og Guðmundu Olöfu Jónasdóttur, Helenu
Dögg Haraldsdóttur stuðningsfulltrúa og nokkrum foreldrum að gróðmetja birki í landi
Borgar. Gróðursett voru 40 birkitré, 30 - 50 cm há austast íflóanum upp afBorg. Eins
og sjá má á myndinni var bjart veður og hlýtt. Mikið fannst af kr<ekiberjum og nokkuð
afbláberjum og kryddaðiþað annars ágœtaferð. A vef skólans, grunnborg.is eru margar
skemmtilegar myndir úrferðinni. MM
Fiskirí um land
allt um helgina
Sex veitingastaðir á Vesturlandi þátttakendur
í verkefni sjávarútvegsráðuneytisins
og Klúbbs matreiðslumeistara
Sex veitingastaðir á Vesturlandi
taka þátt í verkefninu „Fiskiríi"
helgina 15. - 17. september. Þá
verður efnt til viðamikillar fiski-
veislu á veitingastöðum um allt land
tmdir yfirskriffinni Fiskirí. Það eru
sjávarútvegsráðuneytið og Klúbbur
matreiðslumeistara sem fyrir þessu
standa með stuðningi öflugra bak-
hjarla. Ætlunin er að hvetja bæði
unga og aldna til að fara út að borða
og snæða sjávarafurðir meðan á há-
tíðinni stendur.
„Kveikjan að hugmyndinni er að
ég komst á snoðir um að fiskneysla í
landinu hefur verið að minnka um
nokkurra ára skeið,“ segir Einar
Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegs-
ráðherra. „Mér fannst sérstaklega
áberandi og um leið mikið áhyggju-
efni að neyslan fer einkanlega
minnkandi hjá ungu fólki. Eg fór að
velta fyrir mér að sjávarútvegsráðu-
neytið hefði skyldum að gegna hvað
þetta varðar. Mér finnst ekki viðun-
andi að fiskneysla sé að minnka hjá
okkur sem fiskframleiðsluþjóð og
ein af forsendum þess að við getum
haldið fiskafurðum okkar hátt á lofti
er að við séum áffam sú mikla
fiskneysluþjóð sem við höfum verið,
ein mesta fiskneysluþjóð í heimi.
Þannig þarf þetta að vera áffam.“
*
A sex stöðum
á Vesturlandi
„Ekki er vanþörf á auka neyslu
sjávarafurða enda hafa rannsóknir
leitt í ljós að fiskneysla íslendinga
fer verulega minnkandi, einkum
meðal ungs fólks. Enginn fer í graf-
gömr með hollustu og heilnæmi ís-
lensks sjávarfangs en mikið skortir
Einar K Guðftnnsson, sjávarútvegsráð-
herra hefur frumkvceði að Fiskeríi 2006.
þó upp á að landsmenn neyti þess í
jafii miklum mæli og æskilegt er.
Þessu þarf að breyta og er Fiskirí
liður í því,“ segir í tilkynningu ffá
aðstandendum Fisldrís.
Mikill fjöldi veitingastaða ákvað
að taka þátt í Fiskiríi, eða 80, þar af
eru 6 á Vesturlandi; Hótel Búðir,
Hótel Framnes í Grundarfirði,
Hótel Glymur í Hvalfirði, Hótel
Hamar í Borgarnesi og Fimm fiskar
og Narfeyrarstofa í Stykkishólmi.
Þátttakendur í hátíðinni sm'ða sér
hver og einn stakk eftir vexti, þannig
að allir ættu að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi.
Aðalbakhjarlar Fiskirís eru: Sjáv-
arútvegsráðuneytið, Landssam-
band íslenskra útvegsmanna,
Landssamband smábátaeigenda,
Fiskisaga, Glimir og VISA. Enn-
ffemur leggja hátíðinni lið: Marel,
Samskip, HB-Grandi, Fiskmarkað-
ur Suðurnesja, Islandssaga á Suður-
eyri, Samtök fiskvinnslustöðva,
Starfsgreinasambandið og Fisk-
vinnslan Oddi á Patreksfirði. Fyrir-
tækið Practical ehf. útfærir og
heldur utan um verkefnið. MM
Haraldur harðráði, landnámið
og konur á miðöldum
Landsnámssetrið, Snorrastofa og
Símennmnarmiðstöðin á Vesmr-
landi fara nú í haust af stað með
þriðju námskeiðaröðina í samstarfi
þessara þriggja fýrirtækja. Að þessu
sinni verður boðið upp á námskeið
um landnámið, námskeið um konur
á miðöldum og loks verður Harald-
ar sögu harðráða gerð góð skil.
Vel sótt fram að þessu
„Það var okkar gæfa þegar við
fyrst fórum að nefna hugmyndina
um að reisa Landnámssemr í Borg-
arnesi að leita til Snorrastofu eftir
ábendingum og góðum ráðum.
Bergur og hans fólk tók okkur opn-
um örmum og út úr því þróaðist
samvinna okkar um námskeiðahald
um efni í kringum Egil og Snorra
enda fátt sem betur á við hér á
söguslóðum. Frá upphafi var Sí-
menntunarmiðstöðin boðin og
búin til að halda utanum þetta
námskeiðahald. Fyrsta árið vomm
við aðeins með Egilssögu og vom
námskeiðin haldin til skiptis í
Snorrastofu og Búðarkletti í Borg-
arnesi, verðandi heimkynnum
Landnámssemrsins. Námskeiðin
vom mánaðarlega allan vemrinn og
færustu ffæðimenn fengnir til að
fjalla um söguna, hver út ffá sínu
sjónarhorni. Bæði var námskeiðið
það vel sótt og skemmtilegt að við
ákváðum í haust sem leið að fjölga
námskeiðunum og hafa þau þrjú í
fýrravetur. Við vomm áfram affur
með Egilsnámsskeið, þá setmm við
upp námskeið um landnámið og
síðast en ekki síst var námskeið um
Snorra og Sturlungaöldina. Við
voram kvíðin um að það næðist
ekki næg þátttaka í allt þetta efni ff á
fyrri öldum, en það var nú öðm
nær. Oll námskeiðin vora vel sótt
og lukkuðust eins og best var á kos-
Frá Landnámssetrinu í Borgamesi.
ið,“ segir Kjartan Ragnarsson hjá
Landsnámssetrinu í Borgamesi að-
spurður um aðdraganda þess að
enn ber samstarf áðurnefndra
þriggja fyrirtækja góðan ávöxt.
Myndar góð
tengsl milli aðila
I vetur verður bæði um nýjungar
og áffamhald fýrri námskeiða að
ræða: „Nú emm við að fara af stað
þriðja árið í röð. Námskeiðin verða
þrjú eins og í fyrra. Við ætlum affur
af stað með námskeið um landnám-
ið. Þar munu bókmenntaffæðingar
tala um það út ffá Islendingabók og
Landnámu. Fornleifaffæðingar tala
út frá vitneskju fornleifafræðinnar
og jafnvel erfðaffæðingar út ffá nýj-
ustu DNA-rannsóknum. Þá ætlum
við að fjalla um konur á miðöldum
í öðru námskeiði. Stöðu þeirra
bæði í heiðnum sið og kaþólskum
sem og út frá sjónhorni fræðanna í
dag, eins og kvennafræða, félags-
ffæða o.s.frv. Þarna verður sama
formið á námskeiðinu. I hvert
skipti verður nýr fýrirlesari sem tal-
ar um effiið út ffá sjónarhorni sinna
fræða. Þriðja námsskeiðið verður
með nokkuð öðm sniði. Þar mun
sami fyrirlesari kynna fýrir okkur
Haraldar sögu harðráða allan vet-
urinn. Fyrirlesarinn er Magnús
Jónsson, sagnffæðingur, en hann
hefur verið með námskeið rnn fom-
bókmenntirnar um nokkurra ára
skeið hjá Endurmenntunarstofhun
við Háskóla Islands. Námskeiðin
hjá Magnúsi hafa sótt yfir þrjú-
hundrað manns nú síðustu árin.
Þessi fýrirlestarröð um Haraldar
sögu harðráða vakti hvað mesta
lukku hjá Endurmenntunarstofnun
í Reykjavík," segir Kjartan.
Hann segir að námskeiðin geta
að sjálfsögðu ekki átt sér stað nema
næg þátttaka fáist. En miðað við
áhugann í fýrra og hitteðfýrra seg-
ist hann gera sér vonir um að öll
þessi námskeið geti farið í gang. „-
Þessi námskeið hafa líka verið okk-
ur aðstandendum Landnámsseturs
og Snorrastofu hin ánægjulegasta
reynsla. Þetta samstarf hefur mynd-
að tengsl á milli staðanna og eflt
samstöðuna í héraði,“ segir Kjartan
að lokum.
MM
Haustsprell
á Hvanneyri
Nú er skólastarfið komið á fullt við Landbúnaðarháskóla Islands
á Hvanneyri og félagslífið byrjað af krafti. Aldrei hafa fleiri nem-
endur verið við skólann. Flestar skóladeildir em mættar á svæðið
og var því boðað til mikils fagnaðar eftir hefðbtmdinn skóladag nú
fýrir skömmu. Hvanneyri skartaði sínu fegursta í blankalogni og
mildu veðri þegar deildimar kepptu sín á milli í boðhlaupi þar sem
leystar vora af hendi ýmsar þrautir, svo sem að negla í spýtu, stíg-
vélakasti, reipitogi, prjónaskap, krikket og burðargetu. Sigurvegar-
arnir vom sameinað lið skógffæðinema og nema í náttúm- og um-
hverfisfræðum. Bændadeild I og búvísindabraut þreyttu einvígi í
reipitogi um annað sæti og hafði bændadeild I betur. GB
Sameinað lið skógfrœðinema og nema í náttúru- og umhverfisfrœðum
sem vann friekinn sigur í þrautunum með eggið sem þau áttu að halda
á í gegnum allar þrautimar. Ljósmynd: María Theódórsdóttir
Lið umhverfisskipulags stóð sig vel í höfrungahlaupi en það dugði þó ekki
til sigurs. Ljósmynd: Guðrún Bjamadóttir