Skessuhorn


Skessuhorn - 13.09.2006, Page 17

Skessuhorn - 13.09.2006, Page 17
 MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2006 17 ■t Langar að eignast ísbjöm Rætt við Þórarinn Helgason hamskera á Akranesi Þórarinn, eða Doddi eins og flest- ir þekkja hann, ákvað á unga aldri að gerast hamskeri. Síðan þá hefur hann numið fagið í Skotlandi, fram- haldsnámskeiði í Bandaríkjunum og vinnur við iðnina sem áhugastarf í aðstöðu sinni í bflskúmum heima. Hann segir næg verkefni vera til staðar en aftur minna af tíma aflögu til þess að sinna því eins og þyrfri. Blaðamaður Skessuhoms sótti ljúf- linginn Dodda heim og forvitnaðist hjá honum um fagið, bemsku hans og menntun og hvernig örlögin leiddu hann í faðm Bám sinnar. Æda að verða hamskeri „Það em kanski ýkjur að segja að ég hafi ákveðið að verða hamskeri 7 ára en þegar ég var á þeim aldri fór ég með föður mínum í heimsókn til hamskera í Reykjavík þar sem ég sá uppstoppaða fugla og varð yfir mig heillaður. Þá tilkynnti ég pabba að þetta vildi ég læra,“ segir Doddi um ástæðu þess að hann ákvað að læra til hamskera og heldur sögunni áffarn: „Að loknu gagnfræðiprófi var ég staðráðinn í því fara í þetta nám. Það var hægara sagt en gert að komast á nemasamning hér heima á þeim tíma því þeir sem þetta kunnu lágu einhverra hluta vegna á aðferðum sínum eins og einhverju atvinnu- leyndarmáli. Það var Finnur Guð- mundsson, fulgafræðingur á Nátt- úrufræðistofnun sem Hðsinnti mér og kom mér að á náttúrufræðisafni í Skotlandi; Royal Scottish Museum. Þangað út fór ég 1969 og kom heim aftur vorið 1970 að loknu fyrsta ár- fyrir ungan dreng að flytja úr borg- inni út í eyju á Vestfjörðum. „Nokkru áður hafði pabbi spurt okkur bræðurna hvernig okkur litrist á að flytja vestur í Æðey. Okkur leist bara vel á það því sumrin í sveitinni sáum við alltaf í dýrðarljóma. En breytingin var mikil og þegar komið var vestur áttuðum við okkur á því að það er ekki alltaf bara sumar í Æðey. Þó ekki væri nema 11 ára gamall þótti drengnum sjálfsagt að halda sunnudaginn heilagan og eiga ffí, en það er ekkert ffí í sveitinni. Svo var ekki lengur hægt að sjá Roy Rogers kl 15 í Austurbæjarbíói og það þótti ekki skemmtilegt. En það jafnaði sig fljótt. Eg stend þó fast á því að fasteignaverðið á húsunum við Barónstíginn hækkaði heilmikið daginn efrir að við fluttum því ærsla- gangurinn í okkur bræðrum var oft á tíðum mikill,“segir Doddi og hlær. Kynntust fyrir misskilning „Það má segja að ég hafi farið al- farið að heiman árið 1973 þegar ég fer út á vinnumarkaðinn og það ár fann Bára mig,“ segir Doddi um ást- ina sína. „Við trúlofúðum okkur 1974 þegar Bára lýkur námi frá Ljósmæðraskólanum. Hún hafði fengið stöðu við Sjúkrahúsið á Akra- nesi og fór að vinna þar svo ég hætti í þeirri vinnu sem ég var í þá með stuttum fyrirvara en í góðri sátt og flutti á efrir henni upp á Skaga næstu jól, þoldi ekki lengur við í burtu frá henni,“ segir hann og glottir. Doddi stendur hér við rauðref sem hann stoppaði upp á framhaldsnámskeiðinu í Banda- rílýunum. I baksýn má sjá önnur verk sem hann vann að á námskeiðinu. inu. Þá fór ég til sjós um stund en komst ekki út í skólann strax aftur því það voru breytingar í gangi á safninu og þeir hamskerar sem voru að kenna voru bundnir í verkefnum fyrir safhið. Það var ekki fýrr en 1972 sem ég fór loks aftur og kom heim að námi loknu 1973.“ Missti af Roy Rogers Doddi er fæddur árið 1950 í Reykjavík. Arið 1961 ákveða for- eldrar hans að flytja fjölskylduna í Æðey í Isafjarðardjúpi. „Foreldrar mínir tóku þá ákvörðun að kaupa eyna af ömmusystkinum mínum í móðurætt, en eyjan hefur verið í eigu fjölskyldunnar í margar kyn- slóðir. Það var mikil ákvörðun á þeim tíma að flytja, hvað þá svona langt og með stóra fjölskyldu; 5 drengi. Mörgum þótti þetta djörf ákvörðun og eflaust mikið skrafað um það meðal nágrannanna, en öðr- um þótti þetta aðdáunarvert,“ segir Doddi. Hann segir breytinguna heilmikla Doddi segir þau hjónin hafa kynnst fyrir algjöran misskilning á Klúbbnum í Reykjavík. „Eg var í millilandasiglingum á þessum tíma og var nýkominn frá Edinborg. A klúbbnum var maður sem Bára þekkti vel og vildi hann endilega kynna hana fyrir mér því hann hélt einhverra hluta vegna að ég væri ný- kominn ffá Hamborg, vitandi að Bára hafi mikil tengsl út í Hamborg. Þannig kynntumst við fyrir tóman misskilning sem rættist svona bara ljómandi vel úr.“ Dúfhabóndi í nokkur ár Það var svo árið 1979 sem Doddi og Bára flytja að Suðurgötu 45 þar sem þau búa í dag. Allt frá æskuárum hefur blundað í honum áhugi fyrir dúfum. 1 bílskúrnum á Suðurgöt- unni kom hann sér svo upp aðstöðu fyrir dúfúr og var dúfnabóndi um árabil. Hann tók þátt í keppnum, oft með góðum árangri sem skilaði gull- verðlaunum. „Þetta er mikil bind- Doddi og Bára við englateppi Báru. ing, sérstaklega keppnirnar yfir sum- arið því keppt er hverja einustu helgi. Það kom svo að því að þetta gekk ekki lengur og ég hætti með blessaðar dúfúrnar,“ segir Doddi. í framhaldsnám Doddi vann í 15 ár á Akraborginni og segir tilvist Hvalfjarðarganganna hafa haft mikla breytingu í för með sér á svo margan hátt. „Þegar ákvörðun var tekin um að gera Hval- fjarðargöngin var nokkuð ljóst að hlutverki Akraborgarinnar var lokið. Um tíma ríkti mikil óvissa meðal starfsfólksins og á þeim tímapunkti tók ég þá ákvörðtm, með það að leið- arljósi að framtíðin í atvinnumálum væri óviss fyrir marni á fimmtugs- aldri eins og mig, að tryggja mig. Eg leitaði fyrir mér á netinu og kom mér í samband við þann skóla sem mér þótri álitlegastur. Þetta var árið 1997 og ég skellti mér í ffamhaldsnám til Bandaríkjanna. Þar var ég í 3 mán- uði. Prógrammið var mjög stíft, þar var tekinn fyrir hamskurður á fisk- um, spendýrum og fúglum auk þess sem við lærðum að gera feld eða „rug“ svona með gapandi andliti,“ útskýrir hann. Meiri eftirspum „Eg var alveg tilbúinn að vinna eingöngu við hamskurðinn ef ekkert annað væri í boði efrir að Akraborg- in leggðist af. Það hefur alltaf verið draumur að hella mér í þetta en ver- ið ragur því þetta eru jú óstöðugar tekjur. Verkefnin voru í ratm nóg og þetta hefði líklega verið nóg til að lifa af, svona rétt sloppið kanski. En þannig fór að mér bauðst starf hjá Speli við Hvalfjarðargöngin og þáði ég það,“ segir Doddi. „Hugmyndin núna er að hafa þetta svona í bakhöndinni, svona á- hugavinnu. Það hefur líka gengið á- gætlega, verkefni eru bæði undir mér komin og því sem er að gerast á markaðnum." Aðspurður hvort hann sjái einhverjar breytingar á markaðnum nú ff á því sem var segir hann að markaðurinn sé meiri í dag en hér fyrir nokkrum árum. „Það or- sakast aðallega af tvennu; fleiri stunda veiðar en var og efnahagur fólks hefur batnað. Fólk hefur meira á milli handanna til að setja í hluri eins og þessa. Það hefúr aldrei stað- ið á mér að leiðbeina mönnum hvernig þeir eigi að bera sig að við hamskurð því ég er þeirrar skoðunar að því fleiri sem geta gert þetta því stærri verður markaðurinn. Upp- stoppuð dýr verða sýnilegri, fleiri fara að láta stoppa upp og svona velt- ur þetta upp á sig,“ segir hann. Hrifhastur af öndum Fugla segir Doddi vera í uppá- haldi hjá sér. „Eg er einna hrifiiastur af öndum en þær eru svo margar friðaðar að það er ekki um auðugan garð að grisja þar, en endur eru mjög skrautlegir og fallegir fuglar," út- skýrir hann og ekki verður heldur hjá því komist að taka efrir fallegu safni anda af ýmsum toga í stofúnni, þó engin uppstoppuð. „Eg hef gert nokkuð af því að kaupa 2 endur eða svo í hvert sinn sem ég fer erlendis. Þær eru nú flestar svona litlar, úr tré yfirleitt, en þessa hér keypti ég um daginn,“ segir hann og kemur með stærri önd úr gifsi innan úr stofu. Þá er Doddi spurður að því hvort það sér eitthvað úr uppvexti hans sem hafi áhrif á vinnu hans og áhuga í dag. „Það hefur alltaf verið mikið fuglalíf í Æðey og þar er maður í mjög náinni snertingu við náttúruna og dýrin. Þar er mikið um endur og æðarvarp. En alla mína bernsku í Reykjavík vorum við nokkrir guttar með dúfur hér og þar og var alltaf mikið að gera hjá okkur félögunum í kringum þær.“ Draumurinn er ísbjöm Aðspurður segist Doddi ekki eiga neitt uppáhalds verk en segist vera mjög ánægður með það sem hann kom með frá Bandaríkjunum. „Þeg- ar ég er búinn með verk og það er farið frá mér þá er það bara farið. Ég hef tekið myndir af öllu sem ég geri en ef maður er að hggja yfir mynd- unum þá sér maður oftar en ekki eitthvað sem betur mætti fara. Grip- ina sem ég kom með frá Bandaríkj- unum er ég mjög ánægður með og þá mun ég líklega aldrei láta frá mér. Til alls hins hef ég í rauninni ekki miklar taugar, svona í flestum tilfell- um,“ útskýrir hann. „Eg myndi gjaman vilja eignast ísbjörn en hef ekki efni á því svo það verður að vera draumur áfram,“ segir Doddi þegar hann er spurður hvort að hann eigi sér eitthvað drauma dýr að vinna með. Listin felst í að mála „Þetta er mikið nákvæmnisverk en eins og með allt annað, ef þú kannt það þá er það ekki erfitt. Verkefnin em misjafnlega flókin, fiskar era trú- legast vandasamastir. Það felst trú- lega í því að þegar búið er að gera búkinn, móta hann, þá er ekkert upp á að hlaupa, skinnið þarf að falla full- komlega að búknum. Fiskurinn er t.d. skorinn á annarri hhðinni, þeirri hlið sem á að snúa upp að veggnum og roðflettur. Þá er roðið mátað á búkinn, saumað saman og látið þoma. Þá tekur við annað stig sem er miklu vandasamara, það er að mála fiskinn rétt. Fiskar tapa litnum á roðinu og fuglar tapa ht á nefi og fótum sem þarf að mála,“ útskýrir hann og bætir við; „Eins og Amerík- aninn segir, að þegar kemur að því að mála þá sker á milli hamskerans og listamannsins og þeir bestu era bæði. Það era t.d. eingöngu rétt um 10 manns í Bandaríkjunum sem taldir era standa mjög ffamarlega í þessari grein. Þó eigum við Islend- ingar einn Evrópu og heimsmeistara ef mig minnir rétt, hann Harald Olafsson frá Akureyri. Svo enn einu sinni segir smæð þjóðarinnar ekki allt. Það fer bara efrir því í hvað merm leggja metnað sinn í. Það út- heimtir gríðarlega vinnu að fara með hlut í keppni, dómaramir era mjög grimmir og hluturinn verður að vera nærri hnökralaus," segir hinn ró- lyndi hamskeri að lokum. BG Eitt afverkum Dodda. Blaðamanni þótti bæði heillandi og ógnvekjandi í senn hversu raunveruleg og lifandi dýrin eru, en í þvífellst listin. * / *

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.