Skessuhorn - 13.09.2006, Qupperneq 22
22
MIÐVIKUDAGUR 13. SEPTEMBER 2006
Göngur og réttir standa yfir
Um liðna helgi var réttað í a.m.k.
fimm réttum á Vesturlandi, þ.e.
Nesmelsrétt í Hvítársíðu,
Fljótstungurétt, Svarthamarsrétt á
Hvalfjarðarströnd, Núparétt í
Melasveit og Kaldárbakkarétt í
Kolbeinsstaðarhreppi. Efalaust hef-
ur þó verið réttað víðar en ekki er
til tæmandi listi yfir allar íjárréttir
sem fram fara í landshlutanum,
enda spurning hvað er rétt og hvað
er ekki rétt?
Gangnamenn sem smöluðu til
rétta fyrir og um liðna helgi voru
allt frá einum og upp í fjóra daga í
leitum og var veðráttan misjafnlega
góð þessa daga. Þeir sem fyrstir
fóru sl. miðvikudag fengu þannig
einmuna veðurblíðu en á laugar-
dagsmorgun var veður víða mjög
slæmt inn til landsins þegar djúp
lægð gekk yfir með roki og rign-
ingu. Veðrið setti því strik í reikn-
ing þess hvenær féð skilaði sér til
rétta. Þannig komu leitarmenn úr
Reykholtsdal og Hálsasveit t.d.
óvenjulega seint með safhið af Arn-
arvatnsheiði og hófst því réttarhald
í Fljótstungu ekki fyrr en skömmu
Fé af Amarvatnsheiði er hér rekið áleiðis til Fljótstunguréttar, hér er safnið á móts við
Víðgelmi í Flallmundarhrauni.
fyrir myrkur á laugardagskvöld,
mmi síðar en undanfarin ár.
Réttað var í Kaldárbakkarétt í
Kolbeinsstaðarhreppi sl. sunnudag.
I hana er smalað fé af Hróbjarga-
staðafjalli og Kaldárdal og gekk
leitin vel, að sögn Kolhreppinga.
Talið er að í Kaldárbakkarétt hafi
verið um 4 þúsund fjár.
Skessuhorn hvetur bændur og
gesti þeirra til að senda blaðinu
myndir úr göngum og réttum á
Vesturlandi. Myndirnar þurfa að
berast á stafrænu formi á netfangið:
skessuhorn@skessuhorn.is MM
Skundað í réttir. Þessi stolta móðir með
hrútlamhi sínu er hér á leiðinni til Kald-
árbakkaréttar. Ljósm. ÞSK
Líklega verður fallþungi dilka í haust a.m.k. ígóðu meðallagi.
Hallbjöm bóndi í Krossholti lítur héryfir almenninginn í Kaldár-
bakkarétt.
Síðustu metramir afjjallinu áður en safnið af Amarvatmheiði kemur niður á láglendið.
I Fljótstungurétt er hlutfall fólks alltaf að hakka í samanburði viðféð.
Þórður Gíslason í Mýrdal ogjón Ben Sigurðsson í Laugargerði spá i spilin við réttar-
vegginn í Kaldárbakkarétt. Ljósm. ÞSK
Koma við í Vinaminni
á tónleikaferð sinni
Gunnar Guðbjörns-
son, tenórsöngvari og
Jónas Ingimundarson,
píanóleikari munu halda
tónleika í safiiaðarheim-
ilinu Vinaminni á Akra-
nesi, mánudaginn 18.
september. Gunnar og
Jónas munu halda í tón-
leikaferð til að gleðja
eyru og lund landsmanna
innan skamms. „Við Jónas erum
að gera víðreist um landið, ætlum
að koma við á býsna mörgum
stöðum og verðum á tónleika-
ferðalagi í mánuð en þó með hlé-
um vegna anna hjá okkur báðum,“
sagði Gunnar í samtali
við Skessuhorn.
Tónleikaferðin
hefst hjá þeim félög-
um í Vestmannaeyjum.
„Það er orðið nokkuð
langt síðan við Jónas
fórum saman í tón-
leikaferð, svo það er
mjög kærkomið að
skella sér í slíka með
honum.“ Gunnar sagði efhisskrá
þeirra félaga mjög blandaða og
ættu flestir að finna eitthvað við
sitt hæfi. Meðal þess sem finna má
á efnisskránni eru íslensk og ítölsk
sönglög. SO
Gunnar Guðbj 'ómsson
tenórsönvari.
Goifklúbburinn Glanni
óskar eftir fjárstuðningi
Byggðaráð Borgarbyggðar hefur
vísað ósk golfklúbbsins Glanna um
10 milljóna króna fjárstuðning
vegna ffamkvæmda við golfvöllinn
Glanna til umsagnar tómstunda-
nefhdar sveitarfélagsins. Eins og
ffam kom í fféttum Skessuhorns
var golfvöllurinn Glanni tekinn í
notkun í byrjun júlí sl. Er völlurinn
í landi Hreðavams í Borgarfirði. I
bréfi sem klúbburinn sendi
byggðaráði kemur ffam að félagar í
klúbbnum sé nú orðnir 78 talsins
þar af um 70% þeirra utan Borgar-
byggðar. I ráði er að klúbburinn yf-
irtaki eignir og rekstur rekstrarfé-
lags golfvallarins.
Þá kemur ffam í bréfinu að áætl-
að er að heildarkostnaður við gerð
vallarins verði um 36 milljónir
króna en þegar hafa 24 milljónir
verið lagðar í ffamkvæmdina. Tæp-
lega helmingur fjárfestingarinnar
til þessa hefur verið fjármagnaður
með framlögum eigenda sem ekki
er reiknað með að endurgreiða
nema í formi aðgangs að vellinum.
Hinn hlutinn hefur verið fjármagn-
aður með lánum sem bera almenna
markaðsvexti. Oskar klúbburinn
því efrir 10 milljóna króna framlagi
frá Borgarbyggð. Aður hefur sveit-
arfélagið lagt fram 5 milljónir
króna. Segir í bréfi klúbbsins að
verði af þessari styrkveitingu verði
ffamlag sveitarfélagsins um 50% af
heildarkostnaði en flestir stærri
golfklúbbar njóti um 80% framlags
úr sveitarsjóðum.
HJ
Minningartónleikar um Geirlaug
K Amason, söngstjóra og organista
Eins og greint var ffá í Skessu-
horni í liðinni viku er þess nú
minnst að 80 ár eru liðin frá fæð-
ingu Geirlaugs K Arnasonar,
söngstjóra og organista á Akranesi.
Minningartónleikar um Geirlaug
verða haldnir í Vinaminni á Akra-
nesi fimmtudaginn 14. september
og hefjast þeir klukkan 20. Geir-
laugur lést árið 1981, aðeins 54 ára
að aldri.
A tónleikunum munu afkom-
endur Geirlaugs syngja, meðal
annars söngkonurnar Laufey G.
Geirlaugsdóttir og systurnar Erla
Björg og Rannveig Káradætur, en
þær eru báðar í söngnámi, Rann-
veig í Reykjavík en Erla Björg í
framhaldsnámi í Salzburg. Píanó-
leikari verður Arni Heiðar Karls-
son. Dagskráin verður fjölbreytt;
einsöngur, tvísöngur, flautuleikur
og kórlög.
Geirlaugur var mjög virkur um
árabil í sönglífi Akraness og
stjórnaði m.a. Karlakórnum Svan-
ir. Síðar var hann organisti í Ar-
bæjarkirkju í Reykjavík.
Minningarsjóður til styrktar
ungu og efnilegu tónlistarfólki á
Akranesi hefur verið stofnaður í
minningu Geirlaugs og rennur að-
gangseyrir tónleikanna sem er kr.
1.000 í sjóðinn.
MM
Vestlendingar á Vestnorden
Vestnorden ferðakaupstefnan var
að þessu sinni haldin hér á landi í
21. skipti, hófst í gær og lauk í dag.
Kaupstefna þessi er á vegum ferða-
málayfirvalda á Islandi, Grænlandi
og í Færeyjum. Um 550 manns
tóku þátt í kaupstefnunni að þessu
sinni og kynntu um 300 ferðaþjón-
ustuaðilar ffá Islandi, Grænlandi og
Færeyjum, auk ferðamálayfirvalda á
Hjaltlandseyjum, vöru sína og
þjónustu fyrir hátt í 200 kaupend-
um sem koma ffá 30 löndum víðs
vegar um heiminn. Hefur kaupend-
unum fjölgað um 40% ffá síðustu
kaupstefnu hér á landi árið 2004
enda ferðalög til Norður Atlants-
hafslandanna alltaf að verða vin-
sælli. Má t.d. nefna að meðal nýrra
þátttakenda nú eru kaupendur frá
Kína, Indlandi og Suður-Kóreu.
www.westiceland.is
Frá Vesturlandi fóru fulltrúar 25
ferðaþjónustufyrirtækja og kynntu
þjónustu í landshlutanum. Fyrir-
ferðamest, eða á þreföldum bási á
sýningunni, var kynning All Senses
hópsins en að honum standa um 20
ferðaþjónustufyrirtæki á Vestur-
landi. Einnig voru með sérstaka
bása hótelin í Stykkishólmi og
Borgarnesi, Hótel Búðir og Sæ-
ferðir.
„All Senses hópurinn kynnti við
þetta tækifæri nýja heimasíðu,
www.westiceland.is sem er kynn-
ingarsíða hópsins á ensku. Síðar í
vetur verður hún einnig á íslensku.
Þá kynntum við kynna þrjú megin
þemu, þ.e. gistingu, veitingasölu og
afþreyingu á Vesturlandi. Einnig
bentum við ferðakaupendum á
möguleika í ferðatilhögun um
landshlutann," segir Þórdís Arth-
úrsdóttir, framkvæmdastjóri All
Senses hópsins í samtali við Skessu-
horn. Þórdís segir að á vegum All
Senses hópsins standi til að halda
námskeið 9. og 10. október í haust
þar sem gæðamál í ferðaþjónustu
verði til umfjöllunar auk sölumála
erlendis.
MM