Skessuhorn


Skessuhorn - 20.09.2006, Page 1

Skessuhorn - 20.09.2006, Page 1
VIKUBLAÐ ÁVESTURLANDI 38. tbl. 9. árg. 20. september 2006 - Kr. 400 í lausasölu Innbrot í sumarbústaði I síðustu viku var brotist inn í nokkra sumarbústaði í Svínadal og í Húsafelli. Ur sumum bústöðun- um var stolið myndbandstækjum, áfengi og ýmsu smálegu en ekki skemmt annað en þurfti til að komast inn í húsin. I öðrum bú- stöðum var haldinn gleðskapur og þar var aðkoman ekki eins góð. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi er verið að rannsaka þessi innbrot og er búið að upplýsa hverjir voru þarna á ferðinni í flestum til- vikanna. Þá sagði lögreglan að mikilvægt sé að fólk skrifi hjá sér bílnúmer ef það verður vart við grunsamlegar mannaferðir í sumarbústaðahverf- um og hafi þá samband við lög- reglu og sinni þannig grenndar- gæslu á virkan og fýrirbyggjandi hátt. SO Vaxtarsamningur Vesturlands verður að veruleika ir sér. Hann áréttaði að samningur- inn væri engin töfralausn, en hann væri gott tæki til hliðsjónar í starfi. Gísli Gíslason, framkvæmdar- stjóri Faxaflóahafna, taldi að Vaxt- arasamningurinn yrði það leiðarljós sem sveitarstjórnarmenn svæðisins hefðu í sínum störfum. Það væri eitt helsta gildi samningsins að búið væri að leggja meginlínurnar fyrir svæðið í heild sinni til næstu ára. Málið væri óflokkspólitískt og snérist eingöngu um landssvæðið. Eins og greint var ffá í Skessu- horni mun Vaxtarsamningurinn gilda frá miðju ári 2006 til ársloka 2009. 30-40 milljónum króna verð- ur varið til verkefhisins árlega sem fjármagnað verður af ríki, sveitarfé- lögum, stofnunum og atvinnulífi. Hann á að festa í sessi til langs tíma kraftmikið og skilvirkt starf sem miði að auknum hagvexti, fjöl- breytileika atvinnuh'fe, eflingu sér- þekkingar og fjölgunar starfa. I honum er að finna fjölmargar ein- stakar tillögur sem lesendur eru hvattir til að kynna sér. -KÓP Á aðalfundi Samtaka sveitarfélga á Vesturlandi (SSV) í Grundarfirði sl. föstudag var Vaxtarsamningur Vesturlands undirritaður. Unnið hefur verið að samningnum undan- farin tvö ár. Samningurinn er mikill að vöxtum og eru áhugasamir hvattir til þess að kynna sér hann, en það má gera á vef iðnaðarráðu- neytisins. I síðasta tölublaði Skessu- horns var einnig greint lauslega frá helstu verkefnum sem samningur- inn fjallar um. Vaxtarsamningar ganga í grund- vallaratriðum út á að stofna klasa á ákveðnu svæði sem vinni saman. Klasi er landfræðileg þyrping tengra fyrirtækja, birgja, þjónustu- aðila, fýrirtækja í tengdum atvinnu- greinum og stofnana á sérhæfðum sviðum sem eiga í samkeppni og einnig í samvinnu, samkvæmt skil- greiningu sem Elvar Knúmr Vals- son hjá Impru lagði fram. Hug- myndin að baki verkefninu er því að leiða saman aðila sem tengjast á einhvern hátt á ákveðnu svæði, bæði einkaaðila og opinbera. I máli Elvars kom ffam að leiðandi fýrir- tæki á svæðinu væru lykillinn að því að sú vinna gengi upp. Hafi þau ekki áhuga á að vera með í klasan- um verði hann ekki að veruleika. Þeir sem til máls tóku á fundin- um lýstu einum rómi ánægju sinni með samninginn. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðhera, lýsti því yfir að hjá ráðuneytinu væri ver- ið að vinna að vaxtarsamningum um land allt og því í raun orðið að nýsköpunarráðuneyti. Ráðherra taldi að með myndun sam- starfsklasa yrði kraftur heildarinnar meiri en samanlagður kraftur ein- stakra aðila án samstarfs. Hann lagði einnig áherslu á að forystan yrði að vera á heimaslóð. I máli Aðalsteins Þorsteinssonar, forstjóar Byggðastofnunar, kom fram að vinnan við samninginn væri ávinningur út af fýrir sig. Við hana hefðu menn horft á svæðið í heild' sinni sem og einstök byggðarlög og velt styrkleikum og veikleikum fýr- Anœgður bópur fulltrúa rt'kisvaldsins, sveitarst/óma, stofnana ogfyrirtœkja að lokinni undirritun. Þessar ungu snótir í Fjölbrautaskóla Sntefellinga létu ekki heimsóknfyrimiennanna á aðalfund SSV á sigfá. Þær nýttu matartímann til að læra og kipptu sér ekki upp viðjakkafataklætt fólk í hrókasamræðum heldur treystu því til að taka ákvarðanir þeim til góðs. Ljósm. KÓP. 45 milljónir í reiðhús á Vesturlandi Þrjár reiðhúsbyggingar á Vesturlandi verða styrktar af hinu opinbera, samkvæmt til- lögum nefndar landbúnaðarráð- herra sem í síðustu viku lauk vinnu sinni. Þau félög á Vestur- landi sem fá styrk eru hesta- mannafélögin Skuggi og Faxi í Borgarbyggð sem fá 25 milljóna króna styrk til byggingar reið- hallar í Borgarnesi, hestamanna- félagið Snæfellingur fær 15 milljónir til byggingar reið- skemmu í Grundarfirði og hestamannafélagið Glaður í Dölum fær 5 milljónir króna til byggingar reiðskála í Búðardal. Alls barst 41 umsókn, en 28 styrkjum að fjárhæð 330 millj- ónir króna var úthlutað til bygg- inga reiðhúsa víðsvegar um landið. Styrkirnir eru á bilinu 3- 29 milljónir króna og hlýtur Hestamannafélagið Léttir á Ak- ureyri hæsta styrkinn. Samkvæmt upplýsingum frá landbúnaðarráðuneytinu sótti hestamannafélagið Dreyri á Akranesi einnig um styrk. Um- sókn félagsins barst ráðuneytinu hinsvegar ekki fýrr en 4. júní en umsóknarfrestur rann út 20. apríl. SO Tvöhundruð Vísnahom Hann Dagbjartur Dagbjarts- son, bóndi á Refsstöðum hefur verið vísnahirðir Skessuhoms frá upphafi og hóf reyndar ferill sinn sem slíkur í tíð Borgfirðings sál- uga. Viðhafharútgáfa af Vísna- horni Dagbjarts er að finna í blaðinu þessa viku þar sem þátt- urinn er sá tvöhundraðasti f röð- inni. Geri aðrir betur. Sjá bls. 16. ATLANTSOLIA Dísel *Faxabraut 9. I! I!1 IIIIII

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.