Skessuhorn - 20.09.2006, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006
9
Andlát:
Asmundur Eysteinsson
frá Högnastöðum
Látinn er Asmundur Eysteinsson, bóndi á Högna-
stöðum í Þverárhlíð, 86 ára að aldri. Hann fæddist og
ólst upp á Höfða en bjó lengst af á Högnastöðum,
sunnan Litlu Þverár, fyrst með foreldrum sínum en
eftir það með bróður sínum Daníel, allt þar til þeir
fluttust á Dvalarheimilið í Borgarnesi síðla á liðinni
öld. Asmundur hélt fram á síðustu stundu góðum
tengslum við fólkið sitt og heimahagana og víst er að
hans verður víða saknað.
Með Asmundi er genginn einstakur maður og mik-
ill öðlingur. Landsþekktur var hans óbilandi áhuga á
sauðfé og hrossum sem hann þekkti betur en nokkur
annar. Um margt var hann fróður og viðræðugóður
var hann með ágætum enda naskur að afla sér ffegna.
Asmundur bar hag sveitanna og bænda fyrir brjósti
og náði sá áhugi langt út fyrir sýslumörk. Lengi var
hann skilamaður t.d. í Dölum og Húnavamssýslum
og þótti bændum þar ekki síður en Borgfirðingum
sérstakur fengur af heimsókn hans þegar ragast var
með fé eða hross og bera þurfti kennsl á hverjum
málleysingjarnir tilheyrðu. Þá var ekki þörf fyrir
prentaða markaskrá. Þekktastur var hann því fyrir
einstaka þekkingu sína á mörkum og kunni vafalaust
skil á fleiri hrossa- og sauðfjármörkum en nokkur
annar Islendingur fyrr og síðar. En mörk þurfti hann
ekki að sjá til að vita hvaðan féð kom. Sönn er frásögn
af því þegar skera þurfti kind í leit að hausti og
gangnamenn vildu sannreyna hversu fjárglöggur As-
mundar væri. Tóku þeir hausinn af kindinni, sýndu
honum skrokkinn og báðu hann að giska á frá hvaða
bæ hún kæmi. Ekki þurfti hann að giska, heldur vissi
hann það strax.
„Frá fyrstu tíð fór ég að þekkja blessaðar kindurn-
ar ffá hinum einstöku bæjum, já og hrossin líka, því á
þeim tíma voru hrossin líka á heiðinni. Eg hafði ágæt-
lega góða sjón og er sennilega nokkuð glöggur. Eg sá
fljótt að skepnur höfðu sitt svipmót og það var ólíkt
ffá bæ til bæjar; það átti við um hvorutveggja sauðféð
og hrossin," sagði Asmundur í viðtali sem birtist hér
í Skessuhorni fyrir réttu ári síðan, þegar hann var
beðinn að lýsa því hvenær þessi mikli áhugi hans á
búfénaði kviknaði, en það mun hafa verið strax á
bamsaldri. Síðan þá ræktaði hann þessa hæfileika sem
Asmundur í Þverárrétt.
gerði vitneskju hans einstaka á þessu sviði og mann-
þekkjari var hann ekki síður góður. Fjárgleggni hans
kom oft að góðu gagni t.d. á haustin þegar fé var
slátrað í miklu magni í Borgarnesi en þar starfaði As-
mundur mörg haust í réttinni. Þá var sama hvaðan af
Vesturlandi fé var flutt til slátrunar; hann þekkti af
langri fjarlægð af ullinni eða svipmótinu einu saman
hvaðan flutt var um leið og féð rann í réttina af bílun-
um. I mörgum tilfellum þekkti hann sláturféð betur
en bændur sjálfir og gat í stöku tilfellum leiðrétt
þannig að lagt yrði inn á rétta fjáreigendur.
I fyrrgreindu viðtali við Asmund kom ffam að frá
fimm ára aldri hafði hann einungis tvisvar sinnum
ekki getað komist í Þverárrétt; haustið 1934 þegar
hann var vinnumaður á Laxfossi og haustið 1993 þeg-
ar hann vann við slátrun í Borgarnesi. Þannig fór ekki
á milli mála að eitthvað þýðingarmikið vantaði í
Þverárrétt sl. mánudagsmorgun og engu líkara en
bændur og búalið væru þar hljóðari en oft áður. Allir
sem kynntust Asa minnast þessa fallna höfðingja með
virðingu. Það vantaði mikið að sjá hann ekki lengur á
vaktinni á sínum gamla stað við Höfða- og Högna-
staðadilkana.
Utför Asmundar verður gerð frá Borgarneskirkju,
miðvikudaginn 27. september.
MM
SIMGNNTUNARMIÐSTOÐIN
Á VGSTURLANDI
VIKA SIMENNTUNAR
24. - 30. september 2006
f/|
fS
|s
Vika símenntunar verður haldin dagana 24. - 30. september, en
menntamálaráðuneytið stendur fyrir þessu verkefni.
Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi menntunar
og þess að ávallt er hægt að bæta við sig þekkingu.
í tilefni af Viku símenntunar verður
Guðjón Bergmann með fyrirlestur sem nefnist
'Streita - vinur eða fjandi"
í fyrirlestrinum leitar Guðjón m.a. svara við spurningum eins og: Hvernig
stendur á því að nánast allir kvarta undan streitu en einungis örfáir geta
skilgreint streitu aðspurðir? Hvers vegna geta tvær manneskjur staðið hlið
við hlið í nánast sömu vinnu, önnur virðist vera að kikna undan streitu en
hin þrífst best þegar mest er að gera? Hvernig er hægt að takast á við
afleiðingar streitu eins og vöðvabólgu, svefntruflanir, einbeítingarskort,
háan blóðþrýsting, meltingartruflanir, kvíða og fleira?
Á fyrirlestrinum er leitast við að svara þessum spurningum og mörgum
fleirum. Kenndar eru rótgrónar aðferðir til að takast á við afleiðingar
skammtíma og langvarandi spennu.
Þessi fyrirlestur verður haldinn á tveimur stöðum á Vesturlandi:
Fjölbrautaskóla Snæfellinga mánudaginn 25. september kl. 20.00.
Fjölbrautaskóli Vesturlands miðvikudaginn 27. september kl. 20.00.
Aðgangur ókeypis.
Guðjón Bergmann hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra um heilsueflingu og
hvernig má stuðla sem best að andlegri og líkamlegri vellíðan.
Einnig munu starfsmenn Símenntunarmiðstöðvarinnar kynna þær námsleiðir
og námskeið sem eru í boði á haustönn.
Upplýsingar og skráning svava@simenntun.is eða í síma 4372390 og á
www.simenntun.is
FREYJUKÓRINN
BORGARFIRÐI
Freyjukórinn hefur upp söng sinn
enn á ný, miðvikudaginn 27. september
kl. 19:45 í Logalandi Reykholtsdal
Nýjar konur velkomnar!
Bara að skrá sig hjá
Zsuzsönnu Budai síma 847 5264
Metnaður, gleði og góður andi!
Stjórnin
www.skessuhorn.is
FOfteCDM"
fláfflSHEIÐ
Á vegum Heilsugæslustöðvarinnar í Borgarnesi og
Fjölskyldusviðs Borgarbyggðar.
Hefst miðvíkudaginn 4. október frá kl. 17-19 og næstu
3 miðvikudaga á Heilsugæslunni í Borgarnesi.
Skráning á Bæjarskrifstofu Borgarbyggðar, sími:
4337100.
Nánari upplýsingar þar.
Verð 6000 kr. fyrir einstætt foreldri, 9000 kr. fyrir par.
Leiðbeinendur: Ásþór Ragnarsson sálfræðingur og
Dagný Hjálmarsdóttir hjúkrunarfræðingur
• Koma í veg fyrír hegðunarerfiðleika?
• Hjálpa börnum að þróa með sér öryggi, sjálfstæði og
jákvæðni?
• Auka eigin styrkleika og færni í foreldrahlutverkinu?
• Nota aga á jákvæðan og árangursríkan hátt?
• Kenna börnum mikílvæga færni?
• Takast á við venjuleg vandamál í uppeldí?