Skessuhorn


Skessuhorn - 20.09.2006, Qupperneq 10

Skessuhorn - 20.09.2006, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 Aðalfundur SSV í Grundarfirði Aðalfundvir Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) var haldinn í Grundarfirði sl. föstudag. Samtökin voru stofnuð árið 1969 og eru þau vettvangur til að vinna að sameigin- legum hagsmunamálum landshlut- ans. Margt bar tíðinda á þessum að- alfundi. Undirritaður var Vaxtar- samningur Vesturlands, samgöngu- ráðherra greindi frá mögulegum til- færslum verkefna ffá ríki til sveitar- félaga og Frumkvöðlaverðlaun Vest- urlands voru veitt í fyrsta skiptd. Frá þessu öllu er greint hér í blaðinu. Helga Halldórsdóttir, formaður SSV; setti fundinn og fluti skýrslu stjómar fyrir síðasta starfsár. Ohætt er að segja að það hafi verið við- burðaríkt, en hæst bar þó vinna við gerð Vaxtarsamnings Vesturlands, en það hefur verið eitt af viðameiri verkefhum samtakanna undanfarin tvö ár. Helga lýsti yfir mikilli ánægju með þessa vinnu og sagði að fá verk- efhi hefðu endurspeglað landshlut- ann Vesturland líkt og undirbúning- ur og tillögugerð fyrir samninginn. Þrátt fyrir að talað væri einum rómi fyrir hagsmunum Vesturlands, væm svæðin fjögur sem mynda landshlut- ann afar ólík innbyrðis. Helga árétt- aði að þennan fjölbreytileika þyrfri að nýta og um hann stæði fólk sam- an, en því væri gert ráð fyrir í Vaxt- arasamningnum. I maí síðastliðnum úthlutaði nýtt menningarráð í fyrsta sinn styrkjum samkvæmt menningarsamningi er undirritaður var í október í fyrra. Sjóðurinn hafði yfir 25 milljónum að ráða á þessu ári, en um 70 um- Fundarmenn hlýSa á framsöguerindi. sóknir bámst til hans alls að upphæð 93 milljónir. Einungis var úthlutað 18 milljónum í ár og var hluti af um- ráðafé sjóðsins nýttur í kostnað, s.s. laun og rekstrarkostnað. Það sem út af stendur bætist við úthlutunarfé næsta árs. Samkvæmt samningnum hafa sveitarfélögin skuldbundið sig til þess að veita ekki minna en 125 milljónum króna árlega í menning- armál næstu þrjú árin. Dagskrá aðalfundarins eftir há- degi var aðallega helguð undirritun Vaxtarsamnings Vesturlands. I lok fundar vom ályktanir samþykktar sem nefhdir höfðu tmnið að með- ffam fundarhaldinu. Þær má nálg- ast á heimasíðu SSV en þær vora að venju fjölbreyttar. Meðal annars áréttaði aðalfundurinn að haldið yrði áfram með þá vinnu að komast að samkomulagi um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga. Fundur- inn telur einnig eðlilegt að ríkið standi straum af tónlistarnámi á framhaldsskólastigi. Þá var hvatt til stofnunar svæðisútvarps fyrir Vest- urland, sem og ýmissa samgöngu- bóta s.s. afnáms veggjalds um Hvalfjarðargöng. Þá mótmælti fundurinn frestun á vegafram- kvæmdum, enda kæmi hún verst niður á þeim svæðum þar sem þensla er ekki fyrir hendi. Þá var hvatt til aukinna almenningssam- gangna á Vesturlandi auk þess sem aðalfundur SSV telur að innan- landsflugvöllur eigi áffam að vera staðsettur í Vatnsmýrinni. Ný stjóm SSV tók við á fundin- um. Hana skipa Sigríður Finsen Grundarfirði formaður, Páll S. Brynjarsson Borgarbyggð varafor- maður, Jenný Lind Egilsdóttir Borgarbyggð, Bjöm Elíson Akra- nesi, Hrönn Ríkharðsdóttir Akra- nesi, Asa Helgadóttir Hvalfjarðar- sveit og Kristjana Hermannsdóttír Snæfellsbæ. KÓP Sparisjóður Mýrasýslu útnefhdur frumkvöðull Vesturlands 2005 þeirri bjartsýni sem ríkti hjá SSV og óskaði mörmum velfarnaðar í ffamtíðinni. Sparisjóður Mýrasýslu var stofn- aður árið 1913 og hóf starfsemi sína 1. október það ár. Á heimasíðu sjóðsins segir að tilgangurinn hafi verið og sé að halda sparifé héraðs- búa kyrrn í héraðinu tmdir stjóm heimamanna og beita sameinuðu afli þess að þeim verkefnum sem þar era brýnust hverju sinni. „Fram til þess urðu menn að ávaxta fé sitt utan héraðs og sækja lánsfé aftur bónarveg ef þeir vildu skipta við slíka stofnun en að öðm leyti gengu peningalán manna milli með þeim kjörum sem um samdist hverju sinni en aurarnir hafðir í handraða eða sokkbol tmdir kodda, þess á milli“ segir orðrétt á heimasíðunni. -KÓP Helga Halldórsdóttir fierir hér Gísla Kjartanssyni, sparisjódsstjóra vióurkenninguna og blóm. Síðastliðinn föstudag vom Fmm- kvöðlaverðlaun Vesturlands veitt á aðalfundi SSV. Þetta er í fyrsta skipti sem verðlaunin era veitt en til stendur að þau verði árleg héðan í ffá. Tilgangur verðlaunanna er að örva ffumkvöðlastarf á Vesturlandi með því að veita þeim aðila/ein- staklingi eða fyrirtæki sem talið er skara ffam úr, viðurkenningu fyrir framkvöðlaffamtak á Vesturlandi á sviði atvinnumála. Það var Spari- sjóður Mýrasýslu sem hlaut verð- launin fyrir árið 2005. Helga Halldórsdóttir, ffáfarandi formaður stjórnar SSV kynnti verðlaunin og um leið rök verð- launanefndarinnar, en í henni sátu Jón Gunnlaugsson, Olína Krist- jánsdóttir og Sveinbjöm Eyjólfsson úr stjórn SSV. Einnig kom Bern- hard Bemhardsson ffá Háskólan- um á Bifröst að úrvinnslu. Tíu til- nefhingar bámst en auk þess áskildi nefndin sér rétt til að taka til greina aðila sem ekki vora tilnefhdir. Rök nefndarinnar voru m.a. þau að Sparisjóður Mýrasýslu hefði verið öflugur bakhjarl atvinnulífs og stutt dyggilega við nýsköpun þess á svæðinu. Auk þess hefði hann verið öflugt hreyfiafl í umbreytingum og nýrri hugsun í fyrirtækjum á Vest- urlandi. Sparisjóðurinn hafi einnig verið ffumkvöðull í breytingum á eignarhaldi Sparisjóða í landinu. Gísli Kjartansson, sparisjóðs- stjóri tók við verðlaununum fyrir hönd Sparisjóðsins. Hann þakkaði vel fyrir og sagði alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem vel væri gert. Sparisjóðurinn hefði reynt af ffemsta megni að styðja við atvinnurekstur í héraðinu og það hefði tekist vel að hans mati. Spari- sjóðurinn hefði tekið mikinn þátt í umbreytingum hjá fyrirtækjum um leið og hann hefði fimmfaldast að stærð á sex ámm. Fyrir nokkmm ámm síðan hefðu nokkur vandræði verið í fyrirtækjarekstri á Vestur- landi, en Sparisjóðurinn hefði tekið allmyndarlega á þeim málum, stutt fyrirtæki og stokkað önnur upp. I dag væri allt annað umhverfi í fyrir- tækjarekstri, þó það væri ekki ein- göngu Sparisjóðnum að þakka. Hann sagði gaman að vera vimi að Sturla Böðvarsson, samgönguráðberra ávatpar hér aðalfundarfulltrúa SSV Boðar færslu verkefna firá ríki tál sveitarfélaga Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra boðaði breytingar á vega- lögum í ávarpi á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vesmrlandi í Gmndarfirði sl. föstudag. Hann sagði að vinna væri hafin við það í ráðuneytinu að færa ákveðin verk- efni í samgöngumálum frá ríki til sveitarfélaga. Var harm þá sérstak- lega að horfa til safn- og tengivega. Ráðherra tók ff am að ekki væri ver- ið að firra ríkið ábyrgð í vegamál- um, heldur væri ætlunin að nýta staðþekkingu heimamanna á hverj- um stað. Hann taldi að færa ætti fjármuni ffá ríki til sveitarfélaga svo þau síðamefhdu sæu um lagningu, viðhald og reksmr safn- og tengi- vega. Þyrffi að huga til þess að mis- mikið væri af þessum vegum innan sveitarfélaga og því þyrffi að koma til einhvers konar jöfnunarsjóður sem tæki tillit til þess. Ráðherra sagði að vinna væri hafin við þetta í ráðuneytinu og ef samkomulag næðist við sveitarfélög gæti ffum- varp um málið littið dagsins ljós á næsta þingi. Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs gagnrýndi hins vegar ummæli Sturlu og taldi að þetta væri enn eitt dæmið um það að ver- ið væri að færa „vandræðabömin“ ffá ríki til sveitarfélaga. Hann sagð- ist nokkrum sinnum hafa flutt um það þingmál að gerð yrði sérstakt átak á landsvísu í safh- og tengi- vegagerð, enda hefði sá málaflokk- ur verið í svelti undanfarin ár. Einnig gagnrýndi hann mjög þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að skera niður ffamlög til vegamála í aðgerðum gegn þenslu. Ekki ætti að láta landssvæði þar sem vegaúr- bætur væm nauðsynlegar líða fyrir þenslu sem ætti sér stað í öðrum landshlutum. Þá hvatti hann sveit- arstjómarmenn til þess að vera á verði þegar verkefni væm flutt ffá ríki til sveitarfélaga, oftar en ekki vantaði upp á að fjármagn fylgdi með. -KÓP Samdráttur í lönduðum afla á Vesturlandi í ágúst var landað 3.528 tonnum af sjávarfangi í höfnum á Vestur- landi en í sama mánuði í fyrra var landað 3.635 tonnum. Samdráttur var mestur í lönduðum þorski og ýsu en karfaafli jókst og sömu sögu er að segja um steinbítsafla. Fyrstu átta mánuði ársins var landað 72.261 tonni af sjávarfangi sem er nokkur samdráttur frá árinu áður þegar landað var 80.435 tonnum. Mestu munar um samdrátt í loðnuafla. í ár hefur verið landað 9.929 tonnum af loðnu en á sama tíma í fyrra var landað 31.220 tonnum. I ár hefur verið landað 14.527 tonnum af kolmtmna eng- inn kolmunni kom á land á þessum tíma í fyrra. Þá hefur nokkur sam- dráttur orðið í þorskafla en í ár hefur verið landað 22.492 tonnum en á sama tíma í fyrra var landað 24.609 tonnum. HJ Ibúum Vesturlands fjölgi um 3.800 til ársins 2020 Verkefhisstjóm að Vaxtarsamn- ingi Vesturlands, sem undirritaður var sl. föstudag, gerir ráð fyrir að íbúar á Vesturlandi verði 18.700 talsins árið 2020. Til þess að svo megi verða þarf árleg fjölgun íbúa að vera 1,5% að jafnaði. Til saman- burðar má nefhda að árið 2005 fjölgaði íbúum landshlutans um 3,08%. Verði þessi fjölgun að vem- leika þýðir þetta að störfum á Vest- urlandi þarf að fjölga um 2.500 eða úr tæplega 10.000 störfum í rúm- lega 12.000 störf ef miðað er við 65% atvinnuþátttöku. A fyrsta tímabili væntanlegs vaxtarsamnings á árunum 2006-2009 þýðir þetta fjölgun íbúa um 1.100 talsins og fjölgun starfa um 700. I skýrslu verkefnisstjómarinnar segir að það sé mat aðila „að Vest- urland eigi sér mikla möguleika til vaxtar, þrótmar og aukinnar sam- keppnishæfni með þeim aukna fjöl- breytileika og bættum lífskjöram sem því fylgir. Þetta byggist á þeim styrkleikum sem fyrir hendi era á svæðinu, samhliða nýjum áherslum og aukinni sókn í þau tækifæri sem hægt er að nýta,“ segir orðrétt í skýrslunni. HJ

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.