Skessuhorn


Skessuhorn - 20.09.2006, Síða 11

Skessuhorn - 20.09.2006, Síða 11
^kUsvnuL i MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 11 / Islensk þjóðdansahefð kynnt í Frakklandi Færri komust að en vildu þegar Sporið sýndi íslenska þjóðdansa á opnun sýningarinnar í Caen. Á alþjólegri sýningu í Caen á Normandí í Frakklandi sem nú stendur yfir, er íslensk menning og atvinnuhættir í öndvegi og þar er þjóðdansahefðin ekki undanskilin. Forráðamenn sýningarinnar óskuðu eftir að danshópurinn Sporið á Vest- urlandi sendi 12 manna hóp auk harmonikkuleikara og söngkonu á vettvang og komu þau fram á opn- unarathöfhinni og síðan næstu þrjá daga, alls sex sinum á dag. Hver dans, saga hans og textar voru skírð- ir af frönskumælandi kynni. Um 20 íslenskir aðilar sýna ýmsa ffamleiðslu og handverk á sýning- unni en ríflega 1000 aðilar taka þar þátt. Gert er ráð fyrir að ríflega 220 þúsund manns sæki sýninguna sem stendur til 25. september. Meðal ís- lenskra fulltrúa sem sýna eru eru Philippe Ricart, handverksmaður og Dýrfinna Torfadóttir, gullsmiður en þau eru bæði búsett á Akranesi. GB Mikil óánægja með ríkisljósmyndara Talsverð óánægja er meðal at- vinnuljósmyndara með þá breytingu sem orðið hefur á útgáfu vegabréfa. Fyrir nokkru var vinnulagi breytt á þann veg að starfsmenn sýslumanns- embættanna, sem enga menntun hafa í ljósmyndun, taka ljósmyndir þær sem fara í vegabréf landsmanna. Þessi ráðstöfun hefur þegar haft áhrif á afkomu atvinnuljósmyndara sem reka ljósmyndastofu. Mynd- smiðjan á Akranesi er eitt þeirra fyr- irtækja. Guðni Hannesson, annar eigenda stofunnar, segir heldur færra fólk komi þar við til að láta smella af sér passamynd en áður var. Guðni segir þó að fólk geti enn komið í þessum erindagjörðum en þá þarf að flytja myndimar á milli ljósmyndastofúnnar og sýslumanns- embættisins á flókinn hátt með sér- stökum minnisfykli. Hann segir málið hafa komið til umræðu innan stéttarinnar og að vonum ekki vakið hrifningu og þá sérstaklega fyrir þá staðreynd að ekki hafi verið auglýst eftir mennt- uðum ljósmyndurum til starfa hjá embættunum sem sinnt gætu þess- um myndatökum. „Þetta mál var búið að vera lengi í umræðunni og lengi vel héldu ljósmyndarar að þessi breyting hefði dottið upp fyrir en svo var því miður ekki,“ segir Guðni og bætir því við að ljós- myndastofa hans tæki að sjálfsögðu ennþá passamyndir sem fólk þyrftí á að halda svo og öllum öðrum myndatökum. A meðfylgjandi mynd má sjá húsakynni sýslumannsins á Akranesi sem má segja að sé orðin ein stærsta ljósmyndastofa landsins. SO A T V I I l i r i A Húsfélagið Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri óskar eftir að ráða fólk í ræstingar nú þegar. Æskilegt er að ræsting eigi sér stað á dagvinnutíma. í húsinu sem er tæplega 1000 fm að stærð eru nú 11 stofnanir og fyrirtæki með aðsetur. Starfið felur í sér ræstingu á skrifstofum, fundarherbergi, I kaffistofu, snyrtingum, stigagangi og sameiginlegum rýmum. Nánari upplýsingar um starfið eru gefnar á skrifstofu Búnaðarsamtaka Vesturlands, * Eiríkur eða Helga, í síma 437 1215. r Akraneskaupstaður Reykjavíkur Síminrí Akraneskaupstaður í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur og Símann óskar eftir tilboðum í verkið: 1 Grenigrund - Malbikun og gangstéttar Helstu magntölur eru: Malbik............................ 5.500 m2 Steyptar gangstéttar.............. 1.650 m2 Skurðir v/ lagna.................... 850 m Jarðstrengir.................... 1.500 m Verklok eru sem hér segir: Malbikun götu.................... 15. des. 2006 Göngustígar og annar frágangur 1. júní 2007 | Útboðsgögn eru til sölu frá og með 22. sept. nk. hjá tækni- og umhverfissviði Akraneskaupstaðar, Dalbraut 8 á Akranesi fyrir kr. 3.000,-. Tilboð verða opnuð á sama stað, mánudaginn 2. okt. 2006, kl. 11:00. Sviðsstjóri tækni- og umhverfissviðs Sláturtíð Sláturhús - Selfossi Sláturfélag Suðurlands óskar að ráða sem fyrst fólk til starfa á meðan á sauðfjársláturtíð stendur í eftirtalin störf í sláturhúsinu á Selfossi: - Vana fláningsmenn -Vana innanúrtökumenn Mikil vinna er framundan. SS útvegar starfsmönnum húsnæði þeim að kostnaðarlausu á Selfossi og frítt fæði er fyrir starfsmenn á vinnutíma. Hægt að sækja um á www.ss.is. Nánari upplýsingar veitir stöðvarstjóri í sláturhúsinu í síma 480-4100 og 894-2628. Sláturfélag Suðurlands er leiðandi matvælafyrirtæki með starfsstöðvar í Reykjavík á Selfossi og á Hvolsvelli. Hjá félaginu starfa 330 starfsmenn. Sláturfélag Suðurlands Selfossi _____________Utboð ___________________________ Faxaflóahafnir sf óska eftir tilboðum í neðargreind verk. Bjóðendum er heimilt að bjóða í hvort verk um sig eða bæði verkin. Grundartangi Yfirborð, gatnagerð og lagnir Verkið fellst í því að leggja ofanvatnslagnir, byggja upp götur, og yfirborðsfrágangi á gámasvæði og götum á hafnarsvæði Grundartanga. Helstu magntölur eru: Malbik............... Púkkmulningur........ Uppúrtekt............ Ofanvatnslagnir....... Ræktun............... Borgarnes Yfirborð, gatnagerð og lagnir Verkið fellst í jarðvegsskiptum, yfirborðsfrágangi, lögnum og dýpkun á hafnarsvæði Borgarness. Helstu magntölur eru: Malbik...............................2.800 m2 Jarðvegsskipti............................800 m3 Ofanvatnslagnir.........................25 m Steypt plön...............................180 m2 Dýpkun...............................2.500 m Útboðsgögn fyrir verkin verða seld á skrifstofu Hönnunar að Grensásvegi 1, 108 Reykjavík og Garðabraut 2A, 300 Akranesi frá og með þriðjudeginum 19. september n.k. á 5.000 kr hvert eintak. Tilboð verða opnuð hjá Hönnun, Grensásvegi 1, 108 Reykjavík, þriðjudaginn 10. október 2006, kl. 11.00. HÖNNUN VERKFRÆÐISTOFA .31.000 m2 .17.000 m3 .20.000 m3 ..1.200 m ...1.000 m2

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.