Skessuhorn - 20.09.2006, Page 12
12
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006
iKESSUHOBKi
✓
Arleg bílferð 4x4 félaga með íbúa
sambýlanna og fleiri
Síðastliðinn laugardag fór Ferða-
klúbbur 4x4 á Vesturlandi með
skjólstæðinga Svæðisskrifstofu um
málefni fatlaðra í árlega jeppaferð. I
blankalogni, sól oghita lögðu 18 bíl-
ar af stað ffá heimilum skjólstæðinga
á Akranesi og Borgamesi og héldu
sem leið lá upp í Borgarfjörð. Ekið
var irut Lundarreykjadal og upp á
Uxahryggi til Þingvalla. Eftír gott
stopp við þjónustumiðstöðina á
Þingvöllum var ekinn útsýnisrúnmr
um Þingvelli. Þá var ekið í gegnum
Kjósarskarð, inn í Hvalljörð og að
bflum kvöldið áður en farið yrði
vegna aukinnar aðsóknar skjólstæð-
inga í ferðina. Hjalti segir alla þátt-
takendur skemmta sér konunglega,
bflstjórarnir ekki síður en skjólstæð-
ingamir, enda einstaklega lífsglaðir
og skemmtilegir einstakhngar sem
ekið sé með.
Hápunktur ferðarinnar verður svo
fyrir jól þegar klúbburinn heldm
gestunum kaffisamsæti þar sem sýnd
er kvikmynd ífá ferðinni. Heimilum
þeirra og vinnustöðum em einnig
færð eintök af myndinni svo hægt sé
að horfa á hana
hvenær sem heim-
hsfólki sýnist.
Aðspurðar segja
tvær starfsstúlkur
sambýlanna á
Akranesi og í
Borgarnesi þetta
framtak einsdæmi.
„Alveg einstakt
framtak, það er fá-
títt orðið í okkar
samfélagi að svona
góðverk skuli tmn-
Gwhnundur Stefán Guðmundsson segir fallegt á Uxahryggjum
og gaman að komast á Þingvelli.
Félagamir Simmi og Lindberg eru æskuvinir.
Bjarteyjarsandi þar
sem ábúendm tóku á
móti hópnum og
grillaðir vora ham-
borgarar. Blaðamað-
m Skessuhorns fékk
að slást í för með
hressum hópi sem
ljómaði af kátínu og
lífsgleði eins og þessu
fólki era einu lagið.
Svo skemmtilega
vildi til að með í för
var innfæddur
Lunddælingur, As-
laug Þorsteinsdóttir, sem leiðsagði
hópinn inn allan Lundarreykjadal.
Hún fræddi ferðalanga um heiti
bæja, ýmis kennileití og aðrar merk-
ar upplýsingar tengdar búháttum í
dalnum. Fékk hún mikið lof fyrir.
Það var árið 2002 sem nokkrir fé-
lagsmenn jeppaklúbbs 4x4 á Vestur-
landi komu fram með hugmynd að
ferð sem þessari og létu þá strax tíl
skarar skríða. Aðspurður segir Hjalti
Njálsson, einn félagsmanna 4x4,
ferðimar hafa gengið vonum framar
öll árin og vonast klúbburinn tíl að
ferðin verði farin árlega áfram.
Hann segir alla félagsmenn boðna
og búna til að leggja sitt að mörkum
og aldrei hafi verið skortur á bflum,
þó stundum hafi þurft að bæta við
ið, að fólk hreinlega gefi sér tíma til
þess,“ segja þær. Einnig segja þær
skjólstæðingana farna að hlakka til
ferðarinnar langt fram í tímann,
ferðin lifi lengi í minni þeirra og
kunni þeir svo sannarlega vel að
meta hana. „Þetta fólk hefur húmor
sem við hin getum lært af. Það er svo
mikill léttleiki sem það hefur, fólkið
er svo einlægt og þau segja manni
alltaf ef þeim líkar ekki eitthvað og
láta það svo sannarlega í ljósi ef þeim
líkar, enda ljóma þau öll hér í dag,“
bæta þær við.
Þá vill 4x4 klúbburinn koma sér-
stökum þökkum til eigenda Versltm-
arinnar Einars Olafssonar og ábú-
enda á Bjarteyjarsandi fyrir framlag
þeirra til ferðarinnar.
Allur hópurinn saman kmninn á hlaðinu á Bjarteyjarsandi.
Bílstjórarnir sem óku meöfólkið á laugardaginn.
Grínast í talstöðvamar
Guðmundur Ingi Einarsson segir
daginn hafa verið góðan. Hann seg-
ist hafa farið með í þessa árlegu
jeppaferð frá upphafi. Þá segir hann
ferðina ævintýralega eins og alltaf
þegar farið er á fjöll en mesta ævin-
týrið sé að fara yfir ár og línuvegi,
vera í torfæram. Hann segir veðrið
aldrei hafa verið eins gott, það sé ff á-
bært þó svo að komið sé ffam í sept-
ember. „Bflstjórarnir era hressir, ég
þekki suma frá hinum ferðunum,
það er mjög gaman þegar þeir grín-
ast í talstöðvarnar,“ bætir hann við.
Besta veðrið
Guðmundur Stefán Guðmmtds-
son í Borgarnesi hefur farið í þessa
árlegu jeppaferð frá upphafi. Hon-
um lýst bara ljómandi vel á daginn.
Hann segist hafa haff sérlega gaman
af því að fara yfir Uxahryggi því það
er svo langt síðan hann fór þar yfir
síðast, það sé fallegur staðm. Þá seg-
ir hann að sér þyki alltaf gaman að
koma á Þingvöll þó hann þekki sögu
staðarins lítið. ,Jú, við erum heppin
með veðrið, voram ekki alveg eins
heppin í hinum ferðunum, í fyrra var
smá súld,“ segir hann.
Guðmundur Ingi Einarsson hefurfa?'ið í allarferð-
ir 4x4 klúbbsins fi'á upphafi. Nú var veðrið best.
Heiðrún Hermannsdóttir tekur hamborgara framyfir
pulsamar.
Viljuin smá hasar
Sigmundur Erling Ingi-
marsson, eða Simmi og félagi
hans Lindberg Már Scott era
æskuvinir. Þeir segjast hafa
kynnst í Holtí eitt
sumar þegar þeir
vora yngri og náð þá
strax vel saman. Þeir
voru báðir í Brekku-
bæjarskóla og í sama
bekk enda jafh gaml-
ir. Þeir hafa alltaf
verið bestu vinir og
aldrei hefur neitt
slest upp á vinskap-
inn enda eru þeir
alltaf kátir og glaðir
eins og þeir vita sem
til þeirra þekkja. I
vetur er stefnan tekin
á íþróttamót á Húsavík þar sem þeir,
ásamt félögum sínum í Þjóti, mtrnu
keppa í boccia. Þeir félagamir segja
að allir hlakki mikið til þeirrar ferð-
ar enda alltaf gaman á slíkum mót-
um og þar kynnist þeir alltaf nýju,
skemmtilegu fólki. Þeir segja daginn
hafa verið mjög skemmtilegan og
ekki hægt að taka neitt útúr sem
skemmtílegast, allt gaman, nema
það eina sem vantar kannski í þessa
ferð sé að fara yfir á; fá smá hasar!
Allt skemmtilegt
Heiðrún Hermannsdóttir segist
hafa farið í jeppaferð sem þessa oft
áður og finnst þær rosalega
skemmtilegar. Hún segir allt sem
gert er í ferðinni skemmtilegt. „A
efrir föram við að grilla, fáum ham-
borgara að borða, mér finnst þeir
reyndar miklu betri en pylsm,“ segir
hún.
BG
Hér hleypa þeirfélagar í Borgamesi heimdragann áleiðis íferðina góðu.
Aðstoðarbílstjórinn Amar Pálmi.
Hér eru þau Þröstur og Þórdís.
Btlalestin heldur af stað upp Borgarfjörð.
Velfór á með Guðrúnu og Evu.
Nestispása á Þingvöllum.