Skessuhorn - 20.09.2006, Side 19
^tttsauriOEÍ
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006
19
'f^cnninn^^
Orstutt andsvar
Vilhjálmur
Birgisson, for-
maður Verka-
lýðsfélags Akra-
ness er búinn að
vera reiður við
mig undanfam-
ar vikur. Hann byrjaði með breiðsíðu á
mig á heimasíðu félagsins, síðan skaut
hann á mig í viðtali £ Skessuhorni. Eft-
ir stutt viðtal við mig þar setur hann á
langhund í síðasta eintaki Skessu-
homs. I þessu stutta svari ætla ég ekki
að rifja upp málsatvik. En hvað er það
í rauninni sem ergir manninn svona?
Það eru sameiningarviðræður
Starfsmannafélags Akraneskaupstaðar
við Starfsmannafélag Reykjavíkur. Vil-
hjálmur vill sameina StAk og Verka-
lýðsfélagið en hefur fengið dræmar
undirtektir við þá hugmynd. Það veld-
ur honum miklum pirringi.
Nú em mér þessar viðræður algjör-
lega óviðkomandi að öðra leyti en því
að fyrrverandi bæjarstjóm samþykkti
að ef samningar tækjust milh félag-
anna myndi Akraneskaupstaður líta
svo á að Starfsmannafélag Reykjavíkur
hefði fullt umboð til samninga við
starfsmenn bæjarins. Sú samþykkt
stendur enn.
Vilhjálmur er líka ergilegur útaf
bókun sem ég gerði í bæjarráði og snýr
útúr henni, bókun sem fyrst og ffemst
var gerð vegna fyrri samþykktar í bæj-
arstjórn. Hann telur hagsmunum
launþega betur borgið með eingreiðsl-
um úr hendi stjómmálamanna, rétt-
lausum greiðslum sem falla niður í lok
samningstímabilsins en raunveruleg-
um kjarasamningum sem tryggja fúll-
an rétt fólksins. Ég er ósammála því,
enda róttækur verkalýðssinni og vil
reisn og réttindi. Svo ber hann saman
eph og appelsínur til að sanna að laun-
þegar hafi það betra með eingreiðslum
heldur en með samningi. Þeim saman-
burði hlýtur að verða svarað af þeim
sem máhð varðar og þekkja það til
hlítar. Þar verður aðalsamningamaður
atvinnurekenda ömgglega ekki kallað-
ur til vitnis eins og Vilhjálmi er svo
tamt.
Meginatriðið er þetta: Samtöl em á
milli StAk og Starfsmannafélags
Reykjavíkurborgar um sameiningu.
Þar er sjálfsagt farið vandlega yfir öll
þau atriði er varða kjör félagsmanna.
Ef menn telja niðurstöðuna áhuga-
verða taka félagsmenn væntanlega af-
stöðu til málsins á lýðræðislegan hátt.
Ég mun ekki og á ekki að hafa nein af-
skipti af því. Mér finnst hins vegar
ólíklegt að félagsmenn samþykki sam-
einingu ef kjörin versna eins og Vil-
hjálmi er svo mikið í mun að sanna.
í upphlaupum sínum sem Vilhjálm-
vn hefúr viljað kalla málefnalega um-
ræðu hefúr hann vahð mér ýmis hnýf-
ilyrði sem ég hirði ekki um að svara.
Hann ætti hins vegar ekki að nefna
það að ég kveinki mér í orrahríð. Það
vita allir sem til mín þekkja að það ég
geri ekki, hef bara gaman af því að
brýna kutana!
Að lokum: I minni heimasveit var
eitt sinn uppi maður sem var með
endemum þrætugjarn. Allar deilur
sem hann lenti í endaði hann með
þessum orðum: ,Mér er alveg sama
hvað þið segið, ég skal alltaf hafa síð-
asta orðið.“
Skyldi ég hafa lent í orðaskaki við
svoleiðis mann?
Sveinn Kristinsson
bœjarfulltrúi
■ sreió/im/ t'if'tnnnn’
ítalskur lambakj ötsréttur
með kartöflumús
Freisting vikunnar kemur að
þessu sinni frá Onnubellu Alberts-
dóttur í Borgarnesi. Um ítalskan
lambakjötsrétt er að ræða en hann
matreiddi Annabella fyrst fyrir all-
nokkrum ámm þegar hún var í hús-
mæðraskóla. Hún segir réttinn
aldrei klikka og að allir sem hún
hafi boðið hamr segi hann góðan.
Rétturinn er mjög auðveldur í mat-
reiðslu og lítið fyrir honum haft.
Rétturinn:
Súpukjöt
2 stórir laukar
1 bolli tómatsósa
Vatn
Salt og pipar
Hveitijafiingur
Súpukjötsbitar eru teknir og
brúnaðir á pönnu í feiti, olíu eða
smjöri og eftir steikingu er þeim
raðað í pott. Því næst eru teknir
tveir stórir laukar sem hafa verið
grófbritjaðir og þeir einnig brúnað-
ir á pönnu. Laukurinn er svo settur
yfir kjötið. Vatn sett í pottinn og
látið fljóta vel yfir kjötið og um það
bil einn bolli af tómatsósu sett út í
pottinn með vatninu ásamt salti og
pipar og allt er þetta soðið saman í
pottinum í um 60 mínútur. Að lok-
um er settur hveitijafningur út í
pottinn og sósa gerð úr soðinu.
Með þessum rétt er mjög gott að
bera fram kartöflumús og
rabbabarasultu sem er nauðsynleg
að sögn Onnubellu.
Umsjón: Sigurbjörg Ottesen
Ajinabella Albertsdóttir
Kartöjlumús:
Soönar kartöflur
Smjör
Mjólk
Salt
Kartöflur eru flysjaðar eftir suðu
og stappaðar eða settar í hrærivél
og vel maukaðar. Smá smjöri, mjólk
og saltti er bætt saman við og þar
með er kartöflumúsin tilbúin. Afar
einfalt og fljótlegt.
Að þessu sinni beinist skrá-
argatið að Einari Erni
Thorlacius sveitarstjóra
Hvaljjarðarsveitar. Eins og
flestum lesendum Skessu-
homs atti að verða kunn-
ugt, varð Hvaljjarðarsveit
til við sameiningu hrepp-
anna jjógurra sunnan
Skarðsheiðar íjúní síðast-
liðnum. Einar Om var
áður sveitarstjóri Reykhóla-
hrepps en er nú kominn suð-
urfyrir heiði, þar sem hann
latur vel afsér.
Einar Öm mœttur í Svartbamarsrétt fyrir
skömmu.
Fullt najn: Einar Om Thorlacius.
Starf: Sveitarstjóri Hvaljjarðarsveitar.
Fceðingardagur og ár: 18.júní 1958.
Fjölskylduhagir: A jrábæra kærustu, Hrafhhildi Emu Reynisdóttur. A
einnigþrjú bóm, Sigríði Thorlacius 18 ára, Bjart Thorlacius 10 ára og
Magnús Thorlacius 8 ára.
Hvemig bíl áttu? Eg á tvo bíla. Ford Explorer jeppa árg. 2005 og
Skoda Felicia árg. 1996.
Uppáhalds matur? Lambakjöt er best, enftskurfer nú alltafvel í
maga.
Uppáhalds drykkur? Afengt öl er gott, svona í hófi.
Uppáhalds sjónvarpsefni? Algjór fréttasjúklingur.
Uppáhalds sjónvarpsmaður? Hver annar en Gísli Einarsson?
Uppáhalds innlendur leikari? Ingvar E. Sigurðsson.
Uppáhalds erlendur leikari? John Travolta.
Besta bíómyndin? Blazing Saddles með Mel Brooks.
Uppáhalds íþróttamaður? Eiður Smári.
Uppáhalds íþróttafélag? Iþróttafélagið Haukur í Melasveit.
Uppáhalds sljórnmálamaður? Einar K. Guðfmnsson ráðherra.
Uppáhalds innlendur tónlistarmaður? Hver annar en Magni?
Uppáhalds erlendur tónlistarmaður? Eivör Pálsdóttirjrá Færeyjum.
Uppáhalds rithójundur? Jón Thoroddsen sem skrifaði stnar bestu bækur
á Leirá á 19. öld.
Ertu jýlgjandi eða andvíg ríkisstjóminni? Fylgjandi.
Hvað meturðu mest ífari annarra? Gott hjartalag.
Hvaðfer mest í taugamar á þér ífari annarra? Onuglyndi.
Hver erþinn helsti kostur? Nokkuð góður í mannlegum samskiptum.
Hver er þinn helsti ókostur? A til að vera óskipulagður og latur en er
að reyna að vinna bug á því.
Hvernigfinnst þér að vera fluttur í Hvaljjarðarsveit? Þetta er
sveitarfélag hinna stóru tækifæra. Það hljóta allir sveitarstjórar á landinu
að öfunda mig.
Hvernig leggst komandi vetur í þig? Veturinn hefur alltaflagst vel í
mig.
Eitthvað að lokum? Hvemig væri að stofna hjólreiðafélag Hvaljjarð-
arsveitar?
L k&ifi
CÍHLC
Veiðiþjófar skilja
Umsjón: Gunnar Bender
eftir net í Dölunum
Svo virðist sem veiðiþjófar hafi
farið ránshendi um Hvolsá og Stað-
arhólsá í Dölum fyrir fáum dögum
síðan. Hafa þeir verið svo ósvífnir
að skilja net eftir við veiðihúsið og
poka fullan af msli að auki og alls
ekki haft fyrir því að fela netið. Lít-
ið hefur verið veitt í ánni síðustu
daga og þegar blaðamaður Skessu-
homs kannaði hver væri veiðivörð-
ur við ána, varð fátt um svör, en nýir
leigutakar tóku við ánni sl. vor.
Laxanetið liggur í reiðileysi fyrir utan
veiðihúsið Arsel við Hvolsá.
Lögreglan í Búðardal hyggst rann-
saka hverjir gætu hafa verið á ferð-
inni.
Agæt veiði hefur verið í Hvolsá
og Staðarhólsá í haust og mikið af
fiski er í lóninu neðst í ánum, lík-
lega nokkuð hundruð fiskar.
Haustið er sá tími sem veiðiþjóf-
ar em helst á ferð við ámar og er
skemmst að minnast sl. hausts þeg-
ar þjófar fóm ránsferð um hyl í
veiðiá á Mýrum og tæmdu hann í
skjóli myrkurs.
Sleppti Maríulaxinum
Það hafa veiðst margir Maríulax-
ar í sumar enda margir veiðimenn
sem verið hafa að stíga sín fyrst spor
á bakkanum. Hólmfríður Karls-
dóttir veiddi sinn fyrsta lax í Langá
fyrir skömmu og sleppti honum aft-
ur í ána. Fiskinn veiddi hún á efsta
veiðisvæði Langár á silungasvæðinu
(hylur nr 14). Hún var firrun mínút-
ur að landa honum og fannst henni
ómögulegt annað en að sleppa fisk-
inum. Ánægjan var ósvikin þegar
hún sá laxinn synda í burtu.
Síðasta holl veiddi 60 laxa í
Langá. Bæði er veitt á maðk og
flugu.
„Helvíti kalt“
„Það hefur kólnað vemlega síðan
við voram hérna í gærdag og við
höfúm ekki fengið neitt, við sáum
fiska á nokkmm stöðum," sagði
Steingrímur Davíðsson þegar við
hittum hann við Fáskrúð í Dölum
rnn helgina, en ágætveiði hefur ver-
ið í ánni og veiðimenn sem vom
fyrir nokkmm dögum fengu fína
veiði. „Við veiddum vel enda búinn
að rigna í marga daga og fengum
við 11 laxa víða um ána,“ sagði
Guðmundur Stefán Maríasson, en
hann var við veiðar í Fáskrúð og
nokkmm dögum áður var hann í
Krossá. Þar gekk veiðin líka vel.
I Hvolsá og Staðarhólsá hafa
veiðst 130 laxar sem er mjög gott og
Miðá í Dölum er komin
yfir 200 laxa. „Það em
komnir kringum 200 lax-
ar á land, það er aðeins
minna en í fyrra,“ sagði
Lúðvík Gizzurarsson við
Miðá. Víða er að finna
fisk í ánni.
„Við fengum tvo laxa
og einn stóran urriða og
nokkra smærri en ég
missti ansi stóran lax eft-
ir mikla baráttu,“ sagði
Ingvar J Bender sem var að koma úr
Núpá á Snæfellsnesi um helgina við
fjórða mann. „Laxinn stóri slapp
þegar ég ætlaði að landa honum,
þetta var hörkufiskur og ég var bú-
inn að vera með hann á í 20 mínút-
ur. Núpá er ansi skemmtileg veiðiá
en við höfum ekki veitt þar áður,“
sagði Ingvar Júlíus.
Hólmfríður var hæstánægð með að sleppa Maríulaxin-
um sínum eftir að hann hafði veriðfestur áfilmu.