Skessuhorn - 20.09.2006, Side 22
22
MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006
aaiúiinui.
Réttir liðinnar viku
Harpa á Hœl og Haukur á Vatnsenda skutla hér vanni
gimburyfir réttarvegg í Oddsstaðarétt. Myndir þaðan tók
Olgeir Helgi Ragnarsson.
Rekið til Oddstaðaréttar.
> i.
| ÞVfMÁmitrr j
T'. • - ‘ " --i-
Allir sem einn minntust Asmundar á Högnastöðum í
Þverárrétt. Þar varflaggað í hálfa stöng honum til heið-
urs sl. mánudag.
Sigurður í Stafholtsey á spjalli við Bjarna Guðjónsson í
Oddsstaðarétt.
I Þverárrétt var aðþessu sinni um réttað um 19 þúsund
fiár og teljafróðir menn að enn sé réttin súfjárflesta á
landinu þó aðrir vilji reyndar stela heiðrinum. Ljósm. MM
Réttað var í Svarthamarsrétt á Hvaljjarðarströnd sunnu-
daginn 10. september í ágœtisveðri, sem var kcerkomið því
smalar höfðu heldur beturfengið aðfinnafyrir vœtunni í
smalamennskunni. Meðfylgjandi myndir þaðan tók Am-
heiður Hjörleifsdóttir.
Eftir réttarhaldið í Oddsstaðarétt var upplagt að skola
stígoélin í ánni.
Fjárbcendumir Sindri í Bakkakoti og Haukur á Vatns-
enda á tali saman í Þverárrétt.
Sigurjón Guðmundsson bóndi á Bjarteyjarsandi í Hval-
fiarðarsveit og réttarstjóri í Svartbamarsrétt var kampa-
kátur á réttardaginn.
Valdís Þóra
lauk keppni f
Skotlandi
Skagastúlkan unga og íslands-
meistari stúlkna í aldursflokki
16-18 ára, Valdís Þóra Jóns-
dóttir kylfingur í Golfklúbbnum
Leyni, tók þátt í golfmótinu The
Duke og York Young Champ-
ions Trophy sem fram fór á
Dundonald golfvellinum nærri
Troon í Skotlandi. Mótið fór
fram dagana 12.-14. septem-
ber. Fyrsta daginn spilaði hún
hringinn á 76 höggum eða 4
höggum yfir pari, annan daginn
átti hún frekar erfiðan dag fór
hringinn á 97 höggum en loka-
daginn fór hún hringinn á 77
höggum. Svo fór að lokum að
Valdís Þóra lenti í 38. sæti á
mótinu. Auk hennar var Björn
Guðmundsson kylfingur í Golf-
klúbbi Akureyrar fulltrúi íslands
á mótinu. Var þetta í sjötta sinn
sem mótið var haldið, 42
kylfingar tóku þátt í mótinu frá
22 iöndum, 26 drengir og 16
stúlkur. SO
Annar flokkur
ÍA í öðru sæti
Lið ÍA í öðrum flokki karla lenti
í öðru sæti íslandsmótsins eft-
ir markalaust jafntefli við lið
Stjörnunnar í Garðabæ.
Skagamenn háðu harða bar-
áttu í sumar um íslandsmeist-
aratitilinn við lið FH sem á
endanum hafði betur en að-
eins munaði tveimur stigum á
liðunum sem höfðu nokkra yf-
irburði í mótinu.
Árangurliðs ÍA er athyglisverð-
ur fyrir þá staðreynd að liðið er
skipað að stórum hluta leik-
mönnum úr 3.flokki. Þjálfari
liðsins er Hafliði Guðjónsson.
HJ
Nýir rekstraraðilar taka við Shdlstöðimn Borgamesi
Unnur og Hjörtur halda hér á k'órfii sem starftfólk staóarins fierði þeim meðýmsu góðgceti og kveðskap í kaupbceti. Við hlið þeirra eru
þeir Hans Gerald Hásler rekstrarstjóri og eigendumir Om Guðmundsson og Hafiteinn Hásler.
Þann 15. þessa mánaðar urðu
rekstraraðilaskipti að Shellstöðinni
í Borgarnesi og hættu þar með
hjónin Unnur Halldórsdóttir og
Hjörtur Amason rekstri stöðvar-
innar sem þau hafa haft með hönd-
um í rúm 9 ár. Auglýst var efdr nýj-
um rekstraraðilum í ágústmánuði
og hefur Skeljungur nú samið við
sömu eigendur og reka m.a. Grill-
húsið við Tryggvagötu um að taka
við rekstrinum. I vetur verður farið
í stórfelldar breytingar; núverandi
verslunarhús rifið og byggt nýtt 500
fermetra hús á lóðinni sem hýsir
bæði Select verslun og veitingastað
fyrir 100 manns undir merkjum
Grillhússins í Borgarnesi.
Select og Grillhúsið
Orn Guðmundsson og Hafsteinn
Hasler reka nokkra veitingastaði á
höfuðborgarsvæðinu, þ.e. Grillhús-
ið við Tryggvagötu, Geysi bistro
bar við Aðalstræti og ítalska veit-
ingastaðinn Rossopomodoro við
Laugaveg. Þeir eru því hnútum vel
kunnugir í rekstri veitingastaða. En
hvað fær þá félaga til að taka við
rekstri Shellstöðvarinnar í Borgar-
nesi og færa um leið kvíarnar út fyr-
ir höfuðborgarsvæðið? Örn verður
fyrir svörum: „Við sjáum mikil
tækifæri hér í Borgarnesi og höfum
trú á því að íbúum fari fjölgandi og
umferð eigi eftir að aukast hér um.
Fram kom í samningaviðræðum
okkar við Skeljung að til stendur að
byggja nýtt hús yfir starfsemi Skelj-
ungs og sjáum við tækifæri sam-
hliða byggingu nýrrar Selectversl-
unar, þar sem verða almennar
ferðavörur, hraðþjónusta og
skyndibitastaður, að vera með sjálf-
stæðan og myndarlegan veitinga-
stað við hliðina þar sem við getum
tekið a.m.k. 100 manns í sæti.“ Haf-
steinn Hasler segir að rífa eigi nú-
verandi hús Skeljungs og reka
sjoppu og eldsneytisafgreiðslu í 50
ffn bráðabirgðahúsi í þrjá mánuði í
janúar til mars. „Stefnan er að opna
góðan veitingastað hér í Borgarnesi
þann 1. apríl og teljum við að aukna
fjölbreytni í veitingaffamboð vanti
hér á staðnum. Við verðum með
heitan mat í hádeginu og góða
breidd á matseðlinum í anda Grill-
hússins og mun veitingastaðurinn
því heita Grillhúsið Borgarnesi,“
sagði Orn. Bróðir Hafsteins, Hans
Gerald Hasler, matreiðslumaður
mun verða rekstrarstjóri Select og
Grillhússins í Borgamesi.
Á vel við
mannblendið fólk
Þau hjón Unnur og Hjörtur sem
nú kveðja Shellstöðina segjast fegin
að geta nú einhent sér að hótel-
rekstrinum, en eins og margir vita
reka þau Hótel Hamar ofan Borg-
arness og sjá auk þess um rekstur
farfuglaheimilis og félagsaðstöðu í
golfskálanum að Hamri. Þau hófu
byggingu nýja hótelsins haustið
2004 og opnuðu vorið 2005 fyrsta
golfhótelið hér á landi. Frá fýrsta
degi hefur verið mikið að gera á
hótelinu og ágæt nýting verið á því
allt árið. Samhliða þessum ffarn-
kvæmdum hafa þau rekið Shell-
stöðina og því lagt að baki langa
vinnudaga undanfarin misseri. Þau
hjón vom af starfsfólki sínu kvödd
með virktum síðasta rekstrardag-
inn, með blómakörfu og kveðskap
eftir Bjartmar bónda á Norður-
reykjum. „Við kveðjum þennan
vinnustað með ákveðnum söknuði
en leynum þó ekki ákveðnum létti
um leið því það er of mikið að reka
til lengdar tvo ólíka staði samtímis
og viljum við fara að eiga okkur
eitthvað líf utan vinnunar," segir
Unnur.
Þau hjón era sammála um að sá
tími sem þau hafa rekið Shellstöð-
ina hafi verið skemmtilegur og ekki
síður gefandi þar sem starfsemin sé
fjölþætt og reyni á marga þætti í
skipulagningu og þjónustu. „Þó að
við höfum komið víða við þá höfum
við aldrei verið í jafn fjölþættu og
gefandi starfi eins og því sem felst í
rekstri svona verslunar og veitinga-
staðar þar sem jöfnum höndum er
verið að elda mat, afgreiða flutn-
ingabílstjóra, gefa upplýsingar, selja
ís og svo fram eftir götunum. Hér
höfum við kynnst mörgu skemmti-
legu fólki, bæði starfsfólki og ekki
síður þeim fjölmörgu sem hér eiga
leið um. Þetta hefur átt vel við okk-
ur þar sem við erum mannblendin
og finnst gaman ef tími gefst til að
setjast niður með gestunum og
spjalla. Við höfum á þessum tíma
kynnst mörgum og metum ekki síð-
ur að við höfum lært mikið inn á
okkur sjálf. Loks má ekki gleyma
því að eðli svona starfsemi er að
vinna mikið með ungu fólki, en eins
og margir vita þá er aldur starfs-
fólks í verslun og þjónustu alltaf að
verða lægri. Nú látum við semsagt
þessum kafla í lífi okkar lokið og
ætlum að sinna hótelrekstrinum
eins vel og kostur er næsm árin,“
sagði Unnur Halldórsdóttir að lok-
um. MM