Skessuhorn


Skessuhorn - 20.09.2006, Qupperneq 23

Skessuhorn - 20.09.2006, Qupperneq 23
SSKSSIÍHÖBK MIÐVIKUDAGUR 20. SEPTEMBER 2006 23 Mikilvægur sigur Skagamanna Lið Skagamanna bætti verulega stöðu sína í úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu með sigri á ÍBV á Akranes- velli á laugardag. Liðið er nú í 6. sæti deildarinnar með 21 stig og hefur ekki verið ofar í deildinni í sumar. Eyjamenn eru hins vegar fallnir í 1. deild. Skagamenn mæta liði Víkings á Víkingsvelli á laugar- daginn kl. 14 og þurfa stig úr þeim leik til þess að gulltryggja veru sína í deildinni. í upphafi leiks var Ijóst að Skagamenn ætluðu sér sigur. Lið- ið spilaði af miklum krafti enda lá boltinn í neti Eyjamanna eftir rúm- ar þrjár mínútur. Það var Árni Thor sem skoraði en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Á þrettándu mínútu var brotið á Hafþóri Ægi innan vítateigs Eyjamanna og víta- spyrna dæmd. Árnar Gunnlaugs- son skoraði úr henni af miklu ör- yggi. Annað mark Skagmanna kom svo á 30. mínútu og var þar Hafþór Ægir að verki eftir góðan undirbúning Bjarka Gunnlaugs- sonar. Það er seigt í Eyjamönnum og þeir gefast aldrei upp. Á nokkrum mínútum náðu þeir að jafna með mörkum Bo Hendriks- sen og Andra Ólafssonar. Bjarki Gunnlaugsson kom heimamönn- um hins vegar yfir að nýju fjórum mínútum fyrir leikhlé. Það hefur oft verið sagt að feigðarsvipur komist á lið sem eiga í fallbaráttu. Sama sé hversu vel þau leiki, ekkert gangi upp á end- anum. Eitthvað slíkt hvíldi á Eyja- mönnum í síðari hálfleik. Þeir áttu fjölmörg færi en tókst ekki að nýta Sigurður hættur með Grindavík Skagamaðurinn Sigurður Jónsson hefur hætt störfum sem þjálfari úr- valdsdeildarliðs Grindavíkur í knattspyrnu. í frétt sem Knatt- spyrnudeild UMFG segir að það sé sameiginleg niðurstaða beggja aðila og gerð í sátt og samlyndi. Við stjórn liðsins í leikjunum tveim- ur sem eftir eru taka Milan Stefán Jankovic og Magni Fannberg. Lið Grindavíkur er sem kunnugt er í mikilli fallbaráttu og situr þessa stundina í áttunda sæti úrvals- deildarinnar með 18 stig. Sæti neöar með sama stigafjölda er lið ÍA. Sigurður tók við liði Grindavík- ur síðastliðið haust. HJ þau. Hafþór Ægir veitt þeim síð- asta höggið þegar hann skoraði fjórða mark Skagamanna eftir góða sendingu frá Bjarna Guð- jónssyni. Sumarið hefur verið Skaga- mönnum erfitt. Þrátt fyrir miklar væntingar til liðsins náði það að- eins sex stigum úr fyrri umferð úr- valsdeildarinnar. Þáverandi þjálfari sagði stöðu sinni lausri og tví- burarnir Arnar og Bjarki Gunn- laugssynir voru ráðnir spilandi þjálfarar liðsins. Sú ráðstöfun kom mörgum á óvart enda ekki um að ræða reynslumikla þjálfara. Þeim var falið það vandasama verk að bjarga liðinu frá falli. Eins og geng- ur voru uppi skiptar skoðanir hvað væri liðinu þá fyrir bestu í þjálfara- málum. Bræðurnir létu athug- semdir sem vind um eyrun þjóta og létu verkin tala. í seinni umferð deildarinnar hefur liðinu tekist að næla í 15 stig. Leikur liðsins tók miklum framförum þó fráleitt sé það gallalaust. Hægt og bítandi hefur liðið fjarlægst botninn en fyrir leikinn gegn ÍBV var liðið samt ennþá í erfiðri stöðu. Ekkert er mikilvægara liðsmönnum á slíkri stundu en að ekkert raski einbeit- ingunni. Ótímabær umræða Það kom því mjög á óvart að einn af fyrrverandi þjálfurum liðs- ins skyldi hefja fjölmiðlaumræðu daginn fyrir þennan mikilvæga leik um þann vilja sinn að taka við þjálfun ÍA. Fram kom að maðurinn hefði rætt við menn útí bæ um málið! Tímasetning þessarar um- ræðu er með þeim hætti að hún verður annað hvort að teljast fá- heyrt dómgreindarleysi eða hreint skemmdarverk. Leikdaginn og næsta dag þar á eftir veitti þessi atvinnuleitandi þjálfari fjölmiðlum viðtöl þar sem hann upplýsti um hugmyndir sínar og manna úti í bæ um framtíð liðsins. Gat þess jafnframt að hann hefði mörg tromp í erminni fengi hann ekki starf hjá (A. Fjögur úrvalsdeildarfé- lög hafa í sumar skipt um þjálfara án þess að hafa viljað nýta þessi tromp. Undir merkjum ÍA fer fram fjölskrúðug íþróttastarfsemi sem rekin er af miklum metnaði. Knatt- spyrnulið félagsins hafa löngum vakið aðdáun víðs vegar um land- ið og verið öðrum hvatning til dáða. Því verður ekki trúað að óreyndu að áðurnefnd vinnubrögð geti rúmast innan raða þess kröfu- harða félagsstarfs sem unnið er undir merkjum ÍA. Stuðningsmenn lA hljóta að vona að næstu daga verði hægt að bæta fyrir þann skaða sem þessi sérkennilega umræða hefur valdið. Á Víkings- völlinn verða allir að mæta og klára það verk sem nú er svo langt kom- ið. Einkahagsmunir verða að víkja í þeirri baráttu. HJ Sæmundur sigraði á Hálandaleikunum Heiðar Geirmundsson úr Grundarfirði varð í fjórða sæti í keppninni. Sæmundur Unnar Sæmundsson sigr- aði með yfirburðum á hinum árlegu Há- landaleikum sem fram fóru á Akranesi á laugardag. Keppt er í ýmsum aflrauna- greinum og tóku nokkrir af sterkustu mönnum landsins þátt. Það var Gísli S. Einarsson bæjar- stjóri sem hóf keppnina með steinkasti. Sæ- mundur Unnar vann fjórar þrautir af fimm og hlaut alls 24 stig. Á meðal keppenda var Heiðar Geir- mundsson frá Grundarfirði og varð hann í fjórða sæti. HJ SIM6NNTUNARMIÐSTÖÐIN Á VeSTURLANDI VIKA SÍMENNTUNAR 24. - 30. september 2006 Opið hús hjá Símenntunarmiðstöðinni á Vesturlandi þriðjudaginn 26. september kl. 15 - 18. í tilefni af því að Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi er flutt í nýtt og rúmbetra húsnæði langar stjórn og starfsmönnum að bjóða þér í heimsókn, að Bjarnarbraut 8 (neðri hæð) í Borgarnesi, kynna fyrir þér starfsemina og bjóða þér að þiggja léttar veitingar. Einnig verða nokkur sýnishorn af þeim námskeiðum sem í boði eru nú á haustönn. Það væri okkur sönn ánægja ef þú sæir þér fært að mæta og samgleðjast okkur á þessum tímamótum. Starfsmenn Símenntunarmiðstöðvarinnar taka vel á móti þér! Með kærri kveðju, f,h. stjórnar og starfsfólks, Inga Dóra Halldórsdóttir framkvæmdastjóri. J Snorrastofa verður með hinn árlega minningarfyrirlestur um Snorra Sturluson þriðjudaginn 26. september nk. kl. 20.30 í Bókhlöðusal stofnunarinnar. Helgi Þorláksson, prófessor í sagnfræði við Háskóla íslands, mun flytja fyrirlestur sem hann nefnir “Þorkell prestur Ólafsson í Reykholti og samtíð hans. Um atburði og heimildir 1393-1430”. Nýi annáll greinir frá árunum 1393-1430 og hefur verið nefndur 'síðasta íslenska sagnaritið á miðöldum'. Er haft fyrir satt að hann hafi verið tekinn saman í Skálholti og hefur Jón Egilsson, ritari Árna biskups Ólafssonar, verið nefndur sem líklegur höfundur enda segir mikið frá Árna í annálnum. Þessii feðrun er dregin í efa og bent á tengsl annálsins við Borgarfjörð. í Reykholti sat presturinn Þorkell Ólafsson sem víða er talinn hafa verið bróðir Árna. Þeir Árni voru amk. nánir samverkamenn og er kannað hvort annállinn kunni að hafa orðið til að tilstuðlan Þorkels eða fyrir áhrif frá honum. Helgi Þorláksson er prófessor í sagnfræði við Háskóla íslands og fæst einkum við íslandssögu miðalda en hefur jafnframt samið yfirlitsrit um sögu íslands á 16. og 17. öld. Hann hefur verið í stjórn Reykholtsverkefnis frá upphafi þess. Fyrirlestur Helga verður sem fyrr segir fluttur þriðjudagskvöldið 26. september nk. kl. 20.30. Að loknum fyrirlestrinum verður boðið upp á veitingar sem síðan gefst gestum tækifæri til að ræða efni fyrirlestarins. V. r Aðgangseyrir er 500 kr. og eru allir velkomnir! Víðines hjúkrunarheimili atdraðra Kjalarnesi -116 Reykjavik J Hjúkrunarfræöingur óskast Hjúkrunarfræðingur óskast í ca. 70% starfshlutfall. Unnió er aðra hverja helgi á morgunvöktum og kvöldvaktir í miðri viku. Ennfremur eru í boði gæsluvaktir og ökutækjastyrkur. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri, Borghildur Ragnarsdóttir, í síma 563 8801 eða 664 9595. Netfang: vidines.borghildur@simnet.is V Víðines hjúkrunarheimUi aldraðra er staðsett á fallegum og kyrrlátum stað á Álfsnesi. Á heimilinu eru 38 hjúkrunarrými á tveimur deildum. Við viljum leggja áherslu á góðan starfsanda og að starfsmenn tileinki sér jákvætt hugarfar til starfsins. J Borgarbyggú Starfsmaður óskast Leikskólann Andabæ Hvanneyri vantar leikskólakennara til starfa sem allra fyrst. Andabær er þriggja deilda og erum við Grænfánaleikskóli. Um er að ræða 100% starf. Athygli er vakin á því að ef ekki fæst leikskólakennari til starfa kemurtil greina að ráða ófaglært starfsfólk. Nánari upplýsingar veitir Valdís Magnúsdóttir í síma 437-0120 milli kl. 9 og 16.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.