Skessuhorn


Skessuhorn - 20.09.2006, Page 24

Skessuhorn - 20.09.2006, Page 24
t Láttu ekki vandræðin verða til vandræða íbúðalánasjóður www.ils.is FJÁRHAGSLEG o GLITNIR^ VELGENGNI ÞÍN ER 0KKAR VERKEFNI Daglegar ferðir Opnunartímarvirka daga 8-12 og 13-17. Engjaás 2 • 310 Borgarnes • Sími: 458 8880 landflutningar@!andflutningar.is • www.landflutningar.is Landflutningar 'SAMSKIP ► Lagt til að tvöfalt kjördæmisþing stUli upp lista Framsólmarflokksins Stjórn Kjördæmissambands Framsóknarflokksins í Norðvest- urkjördæmi mun leggja það til að svokallað tvöfalt kjördæmisþing verði haldið síðar í haust þar sem kosið verður um skipan efstu sæta á lista flokksins fyrir þingkosning- arnar í vor. Kjördæmissambandið kemur saman til fundar á Varma- landi á laugardaginn og þar verður þessi tillaga lögð ffam. Sigurður Arnason, formaður Kjördæmasambandsins segir ýms- ar leiðir mögulegar til að ákveða skipan framboðslista allt frá því að uppstillingarnefnd geri tillögu að skipan lista til þess að galopið prófkjör ráði. Síðast var kosið um efstu sæti á tvöföldu kjördæmis- þingi og segir Sigurður það fyrir- komulag hafa mælst vel fyrir enda komi á fimmta hundrað manns að vali listans með þeim hætti. Hann segir stjórn sambandsins hafa rætt málið að undanförnu og þrátt fyrir að umræðu sé ekki fyllilega lokið sé ljóst í sínum huga að hún leggi til að tvöfalt kjördæmisþing verði haldið. Ekki hefur verið ákveðið hvenær það kemur saman en Sig- urður segir að rætt hafi verið um miðjan nóvember í því sambandi. Þegar hafa þrír gefið kost á sér til setu í fyrstu tveimur sætum list- ans þau Herdís Sæmundardóttir, Kristinn H. Gunnarsson og Magnús Stefánsson. Sigurður seg- ist búast við því að fleiri tilkynni um áhuga á framboði á fundinum á laugardag. HJ Fýll og bíll Vegfarendur hefa eflaust orðið varir við hugdjarfa fúgla sem víla ekki fyrir sér að sitja á þjóðvegum landsins og bíða þess sem verða vill. Ekki er hér um að ræða lífsleiða fugla í annarlegum hugleiðingum, heldur árviss viðburður í lífshlaupi margra fugla af þessari tegund. Um er að ræða sjófuglinn Fulmarus glacialis sem gengur oftast undir nafninu fyll eða múkki. Þetta mun vera ein algengasta fuglategund landsins og er útbreiðsla hans um land allt. Fýllinn verpir um miðjan maí í klettum við strandlengjuna og einnig langt inn til landsins. Fýls- ungar yfirgefa hreiður síðsumars og á haustinn og hefja för til sjávar. Eitthvað gengur ferðalagið brösug- lega hjá sumum þeirra og algengt að yfir þá sé ekið á vegum landsins, en sá veiðiskapur er fremur óvilja- verk en skipulögð hlunnindatekja. Veiðar á fyl eru samt sem áður gömul hefð í sumum landshlutum og stunduð enn á stöku stað. Aður fyrr var ungfugl sleginn, verkaður og saltaður í tunnu. Slíkt þótti mik- il búbót og rétt verkaður er fuglinn herramannsmatur. Fýllinn sem vegfarandi staldraði við hjá, lifði af fyrstu kynni við mannheima og virtist ekki vilja taka meiri áhættu í lífinu, þar sem hann færði sig að lokum um set yfir í næsta skurð. Það telst vera mun vænlegari ferðamáti og líklegri til árangurs, þar sem öll vötn renna að lokum til sjávar. BT Skagamaður skrifar undir atvinnumannasanming Bj'óm Jónsson í búningi Heerenveen sem hann mun leika mei a.m.k. nœstuþrjú árin. Knattspyrnumaðurinn ungi, Björn Jónsson frá Akranesi skrifaði í liðinni viku undir atvinnumanna- samning við hollenska úr- valsdeildarliðið Heeren- veen. Björn fór til liðsins fjórtán ára gamall og hefur æft með því síðan. Hjá Heerenveen leikur annar Skagamaður, Arnór Smárason. Samningur Björns gildir til næstu þriggja ára. Björn, sem verður 16 ára í næsta mán- uði, hefur leikið afar vel með unglingaliði Heerenveen. Liðið er í efsta sæti í deild 16-17 ára liða, með 12 stig effir fjóra leiki. Björn hefur verið í byrjunarliðinu í öllum leikjunum og skorað tvö mörk, en hann leikur fyrir aftan framherjana. Skessuhorn óskar Birni til hamingju með þennan áfanga og glæstrar ffamtíðar á fót- boltasviðinu. -KÓP Metfjöldi félagsmanna VLFA Félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness hafa aldrei verið fleiri og eru þeir nú 2.184 talsins. A þessu ári hefur þeim fjölgað um 306. Þetta kemur fram á heimasíðu fé- lagsins. Þar segir að á fyrsta starfs- ári núverandi stjórnar árið 2004 hafi félagsmönnum fjölgað um 190 og hafi í lok þess árs verið 1.807 talsins og í árslok voru fé- lagsmenn 1.878. Töluverð fjölg- un hefur orðið á starfsfólki hjá stórum fyrirtækjum á félagssvæði VLFA og má þar nefna að í júlí 2005 voru 199 félagsmenn starf- andi hjá Norðuráli á Grundar- tanga en einu ári síðar voru þeir orðnir 312. Af öðrum stórum fyr- irtækjum á félagssvæðinu má nefna HB Granda þar sem 126 fé- lagsmenn starfa, hjá Islenska járn- blendifélaginu eru þeir 94 og hjá Smellinn eru þeir 59 að tölu. HJ Kynning á deiliskipulagstillögu fyrir hafnarsvæðið í Brákarey Borgarbyggð, Orkuveita Reykjavíkur og Faxaflóahafnir boða til fundar á Hótel Borgarnesi fimmtudaginn 21. september kl. 20.00. Tilgangur fundarins er að kynna deiliskipulagstillögu fyrir hafnarsvæðið f Brákarey í Borgarnesi. Framsögumenn verða; Richard Briem arkitekt Sigurður Skarphéðinsson Orkuveitu Reykjavíkur Reynir Árnason arkitekt Vignir Albertsson Faxaflóahöfnum Allir Velkomnir Sveitarfélagið Borgarbyggð SÍMGNNTUNARMIÐSTOÐIN J Á VGSTURLANDI VIKA SÍMENNTUNAR 24. - 30. september 2006 Vika símenntunar verður haldin dagana 24. - 30. september, en menntamálaráðuneytið stendurfyrir þessu verkefni. Markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi menntunar og þess að ávallt er hægt að bæta við sig þekkingu. Af þessu tilefni viljum við vekja sérstaklega athygli á námstækifæri sem er í boði nú á haustönn sem nefnist "Aftur í nám", en þetta nám er sérsniðið fyrir þá sem eiga við lestrar- eða skriftrarörðugleika að glíma. Þetta nám verður kennt á Akranesi en ef áhugi er fyrir hendi þá er stefnt á að bjóða upp á þetta víðar á Vesturlandi eftir áramótin. Kynningar-og fræðslufundir vegna námskeiðsins "Aftur í nám" verða haldnir á Vesturlandi á eftirtöldum stöðum: Mánudaginn 25. september kl. 19:30 í FEBAN-salnum Kirkjubraut 40, Akranesi Þriðjudaginn 26. september kl. 19:30 í Alþýðuhúsinu Borgarnesi Miðvikudaginn 27. september kl. 19.30 í Fjölbrautaskóla Snæfellinga Fimmtudaginn 28. september kl. 19.30 í Rauða kross húsinu í Búðardal Á fundunum verður kynnt námskeiðið Aftur í nám, sem Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi, í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulffsins, fer af stað með í október n.k. Námskeiðið er ætlað fólki sem er á vinnumarkaði en hyggst fara f nám eða aftur í nám. I Markmiðið er að auka hæfni til starfs og náms og stuðla að jákvæðu viðhorfi til áframhaldandi náms. \ Námskeiðið er sérstaklega ætlað þeim, sem eiga við einhvers konar námsörðugleika að stríða, s.s. lesblindu, § skrifblindu eða einbeitingarskort. | Á fundinum verður farið ítarlega f hvað felst f þessu námskeiði og Davis aðferðir kynntar. Davis aðferðirnar ; eru kenndar við Ron Davis sem þróaði þessar aðferðir til að sigrast á sinni eigin lesblindu/dyslexfu. Engar kröfur eru gerðar til lágmarks skólagöngu áður en nám hefst og námsmenn gangast ekki undir formleg próf. Menntamálaráðuneytið hefur samþykkt að meta megi námið til allt að 7 einingum Hvetjum áhugasama til að mæta! A Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi Verkaiýðsfélag Akraness - Stéttarfélag Vesturlands www.lesblind.com Stéltarfélag Vesturlands ifí% J Verkalýðsfélag Akraness

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.