Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2006, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 18.10.2006, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ A VESTURLANDI Virka daga 10-19 Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 nettð alltaf gott - alltaf ódýrt 42. tbl. 9. árg. 18. október 2006 - Kr. 400 í lausasölu Meðat efnis: • Fellsendafólk flytur.......bls. 8 • Golfiðkun utanbæjarfólks vaxandi......bls. 22 • Skógrækt í Reykholti....bls. 14 • Mótmæla háhýsi........bls. 7 • Menning á Vesturlandi..bls. 10 • Hagnaður upp á 9,5 milljarða ..bls. 15 • Rekstur Gámu boðinn ut.....bis. 24 • Frambjóðendur óskast!.......bls. 6 • Niðurgreitt tónlistarnám ...bís. 11 • Þá þóttu hleranir sjálfsagðar...bls. 6 • Ellefu ára stigameistari ígolfi........bls. 22 • Akandi með hund í kjöltu sér....bis. 17 ATLANTSOLIA Dísel *Faxabraut 9. Hvalveiðar íslendinga í atvinnuskyni hófust að nýju á miðnætti sl. nótt. Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráð- herra tilkynnti þetta á Alþingi í gær. Aður hafði hann rætt við formenn allra flokka. Lcyfið byggir á reglugerð sem ráðherrann setti en hann á von á því að ný löggjöf verði undirbúin og lög sett í vetur. A meðfylgjandi mynd Hilm- ars Sigvaldasonar sést þegar verið er að hífa hvalbyssuna um borð í Hval 9 í Hvalstöðinni í Hvalfirði um kvöld- matarleytið í gær. Skömmu síðar var siglt á miðin. Engin leyfi til hvalvinnslu til staðar Engin vinnsluleyfi eru til staðar til vinnslu þeirra langreyða sem nú hefur verið leyft að veiða. Dýra- læknar telja að núverandi vinnslu- hús Hvals í Hvalfirði uppfýlli eng- an veginn þær kröfur sem gerðar eru til vinnslu til manneldis. Sam- kvæmt upplýsingum Skessuhorns er ætlunin að skera hval í Hvalfirði og flytja kjötið til vinnslu annars staðar. Aðrir hlutar dýranna, svo sem spik og bein verða urðaðir í Fíflholti. Yfirdýralæknir segir ljóst að hvalur verði ekki unninn til manneldis á næstunni. I gær tilkynnti sjávarútvegsráð- herra á Alþingi að leyfðar hefðu verið veiðar á 9 langreyðum í at- vinnuskyni. Fram hefur komið í fréttum að unnið hefur verið að endurbótum á Hvalstöðinni í Hval- firði og hefur verið haft eftir Krist- jáni Loftssyni framkvæmdastjóra Hvals að allt sé til reiðu til vinnslu á hval í stöðinni. A fundi Heilbrigðisnefndar Vest- urlands þann 27. september sl. voru málefni Hvals hf. í Hvalfirði rædd. Þar kom fram að ekki væri hugsuð vinnsla á hvölum í stöðinni heldur yrði hvalur einungis skorinn þar. Kjötið yrði síðan flutt til vinnslu „annars staðar í viðurkenndri vinnslu,“ eins og segir í bókun nefndarinnar. Jafnframt kemur fram að allur úrgangur verði urðað- ur í Fíflholtum á Mýrum sem er urðunarstaður Sorpurðunar Vest- urlands. Guðbrandur Brynjúlfsson, stjórnarformaður Sorpurðunar Vesturlands staðfesti í samtali við Skessuhorn að framkvæmdastjóri Hvals hefði óskað eftir heimild til urðunar. Um væri að ræða um tutt- ugu tonn af hverri skepnu sem veiðist. Guðbrandur sagði það nokkuð mikið magn á mælikvarða fyrirtækisins því á hverjum mánuði berast aðeins 20 tonn í Fíflholt af sláturúrgangi. Halldór Runólfsson, yfirdýra- læknir segir í samtali við Skessu- horn að löggjöf um veiðar og vinnslu á hval sé mjög gömul eða frá árinu 1949 og samkvæmt lög- fræðiáliti sem unnið hafi verið hjá Landbúnaðarstofnun þurfi að end- urskoða allt lagaumhverfi vinnslu. Þó sé ljóst að til þess að stunda vinnslu á hval til manneldis þurfi starfsleyfi og það hafi ekki verið gefið út. Hann segir tvo dýralækna frá stofnuninni hafa skoðað vinnsluhús Hvals í Hvalfirði fyrir skömmu og niðurstaða þeirra sé sú að talsvert sé í land áður en hægt verði að gefa út vinnsluleyfi þar. Aðspurður hvort heimilt sé að skera hval í Hvalfirði og flytja afurðir til vinnslu á öðrum stöðum segir hann svo ekki vera. Til þess að svo megi vera þurfi starfsleyfi og það sé ekki til staðar. I samtali við Skessuhorn vildi Einar Kristinn Guðfinnsson, sjáv- arútvegsráðherra ekki tjá sig um hvernig staðið verður að vinnslu á þeim níu stórhvelum sem nú hefur verið heimiluð veiði á. Vísaði hann á Kristján Loftsson, framkvæmda- stjóra Hvals hf. í því sambandi. Kristján hefur ekki svarað ítrekuð- um skilaboðum Skessuhorns. HJ Fjörutíu ný störf Stjórn Elkem í Noregi ákvað á fundi sínum sl. föstudag að flytja starfsemi einnar verk- smiðju fyrirtækisins í Noregi til Islenska járnblendifélagsins á Grundartanga sem einnig er í eigu Elkem. Eins og áður hefur komið ffam í fréttum Skessu- horns er þarna um að ræða framleiðslu magnesíumkísil- málms. Ingimundur Birnir for- stjóri Islenska járnblendifélags- ins segir að við þessa breytingu skapist um fjörtíu ný störf á Grundartanga og nauðsynlegt verði að fjárfesta fyrir um þrjá milljarða og áætlað er að velta fýrirtækisins aukist um 3,5 millj- arða króna án þess að orkuþörf verksmiðjunnar aukist. Ingimundur segir ákvörðun- ina ánægjulega og þarna verði til ný störf allt ff á sérhæfðum fram- leiðslustörfum til verkffæði- starfa. Stærstur hluti fjárfesting- arinnar verður í tækjabúnaði en einnig í húsnæði. Sveitar- stjóri fagnar Einar Orn Thorlacius, sveit- arstjóri Hvalfjarðarsveitar segir ákvörðun Elkem í Noregi um flutning á starfsemi frá Noregi til Grundartanga í Hvalfjarðar- sveit ánægjulega. „Við fögnum að sjálfsögðu öllum fféttum um fjölgun starfa í sveitarfélaginu og einnig því að þarna verður um mikla fjárfestingu að ræða,“ segir Einar en segir málið ekki hafa verið kynnt sérstaklega fyr- ir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveít- ar. HJ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.