Skessuhorn - 18.10.2006, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTOBER 2006
„•tcáaúriGkw 3
Sofitiaði undir
stýri
DALIR: Maður á fertugsaldri
er talinn hafa sofnað undir stýri
þegar hann var á ferð um
Bröttubrekku sl. föstudagskvöld
með þeim afleiðingum að jepp-
lingur sem hann ók valt. Bíllinn
rann töluverða vegalengd á slit-
lagi vegarins áður en hann fór
nokkrar veltur út fyrir veg. Oku-
maðurinn var einn í bílnum og
var töluvert lemstraður. Hann
var fluttur á sjúkrahús til að-
hlynningar en hefur verið út-
skrifaður. Að sögn lögreglu er
bíllinn gjörónýtur. -mm
Gísli formaður
Hafitiasambands
Landið: A þingi Hafhasam-
bands sveitarfélaga sem ffam fór
á Höfti í Homafirði í liðinni
viku var samþykkt að breyta
nafhi samtakanna í Hafnasam-
band Islands og jafnffamt var
lögum sambandsins breytt.
Megin tilgangur breytinganna
var að gera höfhum kleift, sem
ekki eru í eigu sveitarfélaga, að
vera innan samtakanna. A þing-
inu var Gísli Gíslason, haftiar-
stjóri Faxaflóahafha kjörinn for-
maður Hafnasambands Islands
en hann hefur verið formaður
Hafnasambands sveitarfélaga
undanfarin ár. Aðrir stjórnar-
menn vom kjörnir þau Björg
Agústsdóttir, Grundarfirði,
Björn Magnússon, Hafhasam-
lagi Norðurlands, Helga Jóns-
dóttir, Fjarðabyggð, Ólafur M.
Kristinsson, Vestmannaeyjum,
Ólafur Örn Ólafsson, Grindavík
og Skúli Þórðarson, Húnaþingi
vestra. -hj
Rannsakar
ædaðar hleranir
AKRANES: Bogi Nilsson
ríkissaksóknari hefur falið Ólafi
Þór Haukssyni sýslumanni á
Akranesi að annast rannsókn á
ætluðum hlerunum á símum í
utanríkisráðuneytinu hjá Jóni
Baldvini Hannibalssyni, þáver-
andi utanríkisráðherra og Arna
Páli Arnasyni, starfsmanni varn-
armálaskrifstofu ráðuneytisins.
Akvörðunin er tekin í tilefni af
ummælum og upplýsingum Jóns
Baldvins og Arna Páls í fjölmiðl-
um um hleranir á símum þeirra.
-hj
Fyrirspum um
Þjóðbraut
ALÞINGI: Magnús Þór Haf-
steinsson þingmaður Frjálslynda
flokksins hefur lagt ffam á Al-
þingi fyrirspum til Sturlu Böðv-
arssonar samgönguráðherra um
hvað líði undirbúningi fram-
kvæmda við nýjan þjóðveg
(Þjóðbraut) inn í þéttbýlið á
Akranesi. -hj
Nýr formaður smábátaeigenda á
Snæfellsnesi
Alexander Kristinsson á Hell-
issandi var á dögunum kjörinn nýr
formaður Snæfells, félags smábáta-
eigenda á Snæfellsnesi, á aðalfundi
félagsins sem haldinn var í Gmnd-
arfirði. Símon Sturluson í Stykkis-
hólmi, sem verið hefur formaður,
gaf ekki kost á sér til endurkjörs.
Félagsmenn Snæfells þökkuðu
Símoni fyrir góð störf í þágu félags-
ins.
A fundinum var samþykkt áskor-
un þess efnis að Landssamband
smábátaeigenda beiti sér af alefli
fyrir því að lög um línuívilnum
verði breytt þannig að allir dag-
róðrarbátar sem róa með línu njóti
ívilnunar án tillits til þess hvernig
línan er beitt. Einnig hvötm félags-
menn Snæfells til þess að stjórnvöld
ákveði og gefi út jafnstöðuafla til
fjögurra ára í senn og að veiðiheim-
ildir taki mið af vistvænleika veið-
anna og þannig komið á raunhæffi
veiðarfærastýringu við nýtingu
auðlindarinnar.
HJ
Vegfarendur um
Kirkjubraut á Akranesi
ráku upp stór augu sl.
miðvikudagsmorgun
þegar þeir sáu fána
Sparisjóðs Mýrasýslu og
Hyrnunnar blakta við
hún á fánastöngum fyrir
utan félagsmiðstöðina
Arnardal. Ekki er þarna
um merki útþenslu þess-
ara ágætu fyrirtækja
Fánaþjófar á ferð
heldur hefur þessum
fánum verið stolið af
fánastöngum fyrirtækj-
anna í Borgarnesi og
þeim komið fyrir við
Arnardal. Starfsfólki
Arnardals var gert við-
vart og tók það fánana
niður og verður þeim
komið í hendur eigenda.
HJ
Leitað að rjúpnaskyttu á Bröttubrekku
Á níunda tímanum á sunnudags-
kvöld voru björgunarsveitir Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar kallað-
ar út til leitar að rjúpnaskyttu á
Bröttubrekku. Svæðisstjórn var
kölluð saman og fjórar björgunar-
sveitir boðaðar sem og sporhundar.
Maðurinn kom fram rétt fyrir
klukkan 21 um kvöldið í Víðidal í
ágætu ásigkomulagi. Skyttan, sem
er vanur fjallamaður á fertugsaldri,
hafði farið til veiða við annan mann
og áformuðu þeir að hittast við bíl
sinn klukkan 18. Þegar hann skilaði
sér ekki var farið að svipast um eft-
ir honum og kallað eftir aðstoð
björgunarsveita á níunda tímanum
eins og fyrr segir. Aðstæður til leit-
ar á svæðinu voru mjög erfiðar,
mikil rigning og hífandi rok. Björg-
tmarsveitir á landinu voru kallaðar
út til leitar að samtals þremur
rjúpnaveiðimönnum á þessum
fyrsta degi veiðitímabilsins, sem
blessunarlega komu allir fram.
Þetta var í Bitrufirði, Lyngdalsheiði
og síðasta leit dagsins var á Bröttu-
brekku.
MM
Lítil eftírtekja eftír fyrsta rjúpnaveiðidaginn
Heldur færri gengu til rjúpna á
fyrsta degi veiðitímabilsins, en
reiknað hafði verið með, enda veð-
ur óhagstætt; rok og rigning víða
um land. Samkvæmt heimildum
Skessuhorns eru margir sem kusu
að bíða næstu helgar en þá má veiða
nokkra daga í röð og einhverjir eru
búnir að taka sér frí ffá miðviku-
degi fram á sunnudag í þeim til-
gangi að ganga til rjúpna.
Fregnir bárust á sunnudaginn af
veiðimönnum í Dölunum, þar
hafði lítið sést af fugli, uppi á
Bröttubrekku voru menn og síðan
voru nokkuð margir á Holtavörðu-
heiði. Flestir sáu lítið af fúgli og
sumir ekkert. „Við fórum í morgun
og fengu nokkra fugla en það var
son, er blaðamaður hitti hann þeg-
ar hann lokið fyrsta veiðideginum í
rjúpu á þessu tímabili. GB
ekki mikið af rjúpu, við fengum sjö
annar hópurinn og hinn veiddi
átta,“ sagði veiðimaður sem var að
skjóta á Barða-
ströndinni á sunnu-
dag. „Það hefur
verið meira af fugli
hérna,“ bætti hann
við. Á Tröllatungu-
heiði reyndu
fyrir sér en fei
fugla. „Ég
aðeins uppá
fjall og fékk
rjúpur. Það var
ar leiðinlegt veður
en góð útivist,"
sagði Skagamaður-
inn Ami Aðalsteins- Ami Aðalsteinsson með þtjá affuglum dagsins sl. sunnudag.
Ný röntgentæld áSHA
f síðustu viku voru tekin í
notkun ný röntgentæki á
Sjúkrahúsinu og heilsugæslu-
stöðinni á Akranesi. Undan-
famar vikur hefur staðið yfir
viðamiklar endurbætur á mynd-
greiningardeild stofiumarinnar
og liður í þeim ffamkvæmdum
vom þessi tækjaskipti. Starfsemi
deildarinnar er því hafin þótt
ekki sé að fullu lokið þeim
framkvæmdum sem fyrirhug-
aðrar voru. Á þessum tíma hef-
ur nauðsynlegri þjónustu verið
haldið uppi og fluttu geisla-
ffæðingar SHA starfstöð sína á
Reykjalund þangað sem sjúk-
lingar stoftumarinnar hafa ver-
ið fluttir í nauðsynlegum til-
vikum. Einnig vom sjúklingar í
einhverjum tilfellum fluttir til
Reykjavíkur. Stefnt er að því að
ffamkvæmdum ljúki að fullu í
desember. HJ
Fyrrverandi for-
seti í heimsókn
REYKHÓLAR: Rudolf
Schuster fyrrverandi forseti
Slóvakíu heimsótti Reykhóla á
laugardaginn. Hann kom þangað
í fylgd lífvarðar síns og Haraldar
Snæhólms. Fyrst kom forsetinn
fyrrverandi við í Þörungaverk-
smiðjunni þar sem Halldór Sig-
urðsson ffamkvæmdastjóri tók á
móti honum og sýndi verksmiðj-
una. Þá var Hlunnindasýningin á
Reykhólmum skoðuð undir leið-
sögn Óskars Steingrímssonar
sveitarstjóra. Rudolf var kjörinn
annar forseti Slóvakíu 29. maí
1999 og tók við embættinu 15.
júní það ár. Forsetakosningunum
í apríl 2004 tapaði hann hins veg-
ar fyrir Ivan Gasparovic. Áður var
Rudolf borgarstjóri í Ko_ice í
fimm ár. -hj
Samdráttur í afla
VESTURLAND: í septem-
ber var landað 2.563 tonnum af
sjávarfangi í höfnum á Vestur-
landi. Er það ríflega þriðjungs
samdráttur ffá sama mánuði í
fyrra þegar 3.922 tonnum var
landað á Vesturlandi. Af einstök-
um fisktegundum má nefna að í
ár var landað 935 tonnum af
þorsld en á sama tíma í fyrra var
aflinn 1.413 tonn. Ysuaflinn í ár
var 330 tonn en var 825 tonn í
fyrra. Aðeins 198 tonnum af ufsa
var landað í ár en 325 tonnum í
fyrra og 152 tonnum af steinbít
var landað í ár en 239 tonnum í
fyrra. Fyrstu níu mánuði ársins
var landað í höfhurn á Vesturlandi
68.753 tonnum af sjávarfangi en á
sama tíma á síðasta ári höfðu
76.802 tonn komið á land. Sam-
drátturinn er því rúm 10% á milli
ára. Mestur er samdrátturinn í
loðnu en í ár var landað 9.929
tonnum en á sama tíma í fyrra
hafði verið landað 31.220 tonn-
um. Hins vegar hefur fyrstu níu
mánuðina verið landað 14.527
tonnum af kolmunna en engum
kolmunna var landað á sama tíma
í fyrra.
-hj
Lokatölur í læd
Þann 11. október sl. gaf Lands-
samband veiðifélaga út nýjar
staðfestar lokatölur eftir veiði-
sumarið í stærstu íslensku lax-
veiðiánum. Hér að neðan er sá
Hsti yfir ámar á Vesturlandi:
Norðurá 2247
Þverá og Kjarará 2176
Langá 1835
Grímsá og Tunguá 1118
LaxáíDölum 1100
Haffjarðará 1049
Laxá í Kjós 1023
Laxá í Leirársveit 698
Straumfjarðará 502
Flókadalsá (Borgarf) 438
Bóndi í Dölum hafði samband
við Skessuhom og vildi leiðrétta
rangar tölur sem birst höfðu um
veiði í nokkrum ám í sýslunni.
Beðist er velvirðingar á því. En
réttar lokatölur í viðkomandi ám
em þessar:
Krossá á Skarðsströnd 196
Búðardalsá 300
Flekkudalsá 217. -mm
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Sími: 433 5500
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200
sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950.
Verð í lausasölu er 400 kr.
SkRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kolbeinn Ó Proppé 659 0860kolbeinn@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: Katrín Óskarsd. 616 6642 katrin@skessuhorn.is
Umbrot: Olgeir Helgi Ragnarsson 437 1677 gudrun@skessuhorn.is