Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2006, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 18.10.2006, Blaðsíða 6
6 SSESSUHOl&H MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 Sj álfstæðismenn kalla eftir firambjóðendiun Hlunnindafélag Borgaríjarðar gefur út kort Kjörnefrid Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur nú haf- ið störf en eins og fram hefur kom- ið í fréttum Skessuhorns ákvað kjördæmisráð flokksins að skipa kjörnefnd til þess að stilla upp á framboðslista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Formaður nefndarinnar er Asbjörn Óttarsson, forseti bæjarstjórnar í Snæfellsbæ og starfsmaður nefndarinnar er Björn Bjarki Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri flokksins í Norðvest- urkjördæmi. I fréttatilkynningu frá nefndinni segir að þeir aðilar sem áhuga hafa á að gefa kost á sér til setu á framboðslistanum skulu hafa samband við Bjarka í netfanginu bjarki@xd.is eða í síma 660-8245 fyrir laugardaginn 28. október. Einungis flokksbundnir sjálfstæðis- menn geta boðið sig fram. HJ Framsóknarmenn auglýsa efitír fólld til framboðs Kjörnefhd Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur auglýst effir einstaklingum sem vilja gefa kost á sér til framboðs á lista flokksins í NV kjördæmi fyrir Al- þingiskosnignarnar í vor. Eins og fram hefur komið í fféttum Skessu- horns verður valið í fimm efstu sæt- in á listanum í póstkosningu meðal flokksbundinna framsóknarmanna sem ffarn fer dagana 3. til 7. nóv- ember nk. Póstkosning varð ofaná á kjördæmisþingi á Varmalandi í síðasta mánuði, með naumum meirihluta, þegar flokksmenn kusu um með hvaða hætti nýr framboðs- listi yrði ákveðinn. I tilkynningu sem kjörstjórn sendi ffá sér um liðna helgi segir m.a. að áhugasam- ir framsóknarmenn þurfi að gefa kost á sér í ákveðin sæti, eitt eða fleiri, þegar þeir tilkynna um ffam- boð sín. Framboðsfrestur rennur út klukkan 22:00 á föstudaginn kem- ur, þann 20. október. Þegar hafa sitjandi þingmenn kjördæmisins, þeir Magnús Stef- ánsson og Kristinn H Gunnarsson lýst yfir að þeir stefni á efstu sætin en auk þess stefnir Herdís A Sæ- mundardóttir, varaþingmaður nú á annað sæti listans. Þá hefur Valdi- mar Sigurjónsson ffá Glitsstöðum gefið kost á sér í 3. sætið. Nokkuð ljóst þykir að nú stefnir í harðan slag þessara aðila og e.t.v. fleiri um efstu sætin á lista flokksins í kjör- dæminu. MM Aðalíundur Samfylkingar- innar í Borgarbyggð Aðalfundur Samfylkingarfélags Borgarbyggðar verður haldinn miðvikudaginn 25. október næst- komandi. Fundurinn verður í Al- þýðuhúsinu í Borgarnesi og hefst kl. 20:00. A dagskrá eru hefðbund- in aðalfundarstörf, þar sem meðal annars verður kosin ný stjórn fé- lagsins. Þá mun sérstakur gestur fundarins, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, formaður Samfylkingarinn- ar flytja ávarp (Borgarnesræðu!) og verða opnar umræður í kjölfar þess. Framundan er spennandi kosn- ingavetur og eru sem flestir hvattir til að koma og taka þátt í starfinu. Ungt fólk í sveitarfélaginu er sér- staklega boðið velkomið því þátt- taka í stjórnmálastafi hefur verið mörgum gott vegarnesti inn í fram- tíðina hvort sem það er á pólitísk- um vettvangi eður ei. Nýir félagar á öllum aldri eru ávallt velkomnir. (fréttatilkynningfrá stjóm félagsins) Síðastliðið haust var Hlunnindafélag Borgar- fjarðarsýslu stofnað, en það er félagsskapur um nýt- ingu skotveiðihlunninda. Félagið hefur nú kortlagt helstu veiðisvæði rjúpunnar í uppsveimm sýslunnar en þar er hægt að sjá hvar má skjóta og hvar ekki. Á kortinu er tilgreind landnýting, hvort um friðun sé að ræða á viðkomandi svæði eða jörðum, hvort landeigendur sjálfir nýta það til skotveiði eða leigi það út í heild. Rjúpnaveiðitímabilið hófst sl. sunnudag, þann 15. október og stendur til 30. nóvember. Borgarfjörð- urinn hefur í gegnum tíðina verið vinsæll vígvöllur rjúpnaveiðimanna en árekstrar við landeigendur hafa verið tíðir enda ekki alltaf legið fyrir nógu skýrt hvar má skjóta og hvar ekki. Snorri Jóhannes- son á Augastöðum er formaður hlunnindafélagsins. Hann segir í samtali við Skessuhorn að kort sem þetta eigi að auðvelda skotveiðimönnum að sjá hvar ekki má skjóta og eins hvert skuli leita til að fá skot- leyfi á einstaka jörðum. Hann segir að sambærileg félög séu að verða til á fleiri stöðum í landinu og býst við því að innan fárra ára verði komið á heild- arskipulag á nýtingu skotveiðihlunninda hér á landi. MM Verktald segir Akraneskaupstað orð- inn ótrúverðugan verkkaupa Framkvæmdastjóri verktakafyrir- tækisins Skóflunnar á Akranesi ber sviðsstjóra tækni- og umhverfis- sviðs Akraneskaupstaðar þungum sökum í bréfi til bæjarráðs. Sviðs- stjórinn vísar áskökunum á bug. Bæjarráð harmar þá stöðu sem upp er komin í samskiptum fyrirtækis- ins og bæjarins og vill ekki sitja undir ásökunum á hendur starfs- fólki bæjarins né að kaupstaðurinn sé ótrúverðugur verkkaupi. I bréfi sem Guðmundur Guð- jónsson, ffamkvæmdastjóri Skófl- unnar sendi bæjarráði er kvartað undan samskiptum við Þorvald Vestmann sviðsstjóra tækni- og umhverfissvið Akraneskaupstaðar. Er þar meðal annars vísað til bréfs sem Þorvaldur sendi fyrirtækinu vegna ffamkvæmda við plan Bíó- hallarinnar. Segir Guðmundur að frá því að tilboð voru opnuð í það verk 20. júní hafi liðið nokkrar vik- ur þar til rætt var við fyrirtæki hans sem var lægstbjóðandi. Þá rifjar bréfritari upp samskipti vegna út- boðs í verk við Smiðjuvelli. I báð- um þessum málum hafi Þorvaldur beitt bæði lögleysu og blekkingum til þess að koma í veg fyrir að Skófl- an ehf. vinni þau verk sem fyrirtæk- ið hafi átt lægstu tilboðin í. I niður- lagi bréfsins segir hann Akranes- kaupstað mjög ótrúverðugan verk- kaupa á útboðsmarkaðnum og hætt við að bærinn fái síðri tilboð í þau verk sem boðin eru út. Þorvaldur Vestmann sendi bæjar- ráði minnisblað vegna málsins þar sem hann segir nauðsynlegt að koma á framfæri athugasemdum „vegna verulega villandi og rangra fullyrðinga“ og leiðrétta þær alvar- legu ásakanir sem á hann eru born- ar í bréfi Skóflunnar. Hann segir að óheppileg röð atvika hafi orðið til þess að ekki var hægt að ganga frá samningi við Skófluna um verkið við Bíóhöllina. Forsvarsmönnum Skóflunnar hafi hins vegar verið í lófa lagið að leita réttar síns til sinna yfirmanna ef þeir teldu á sér brotið en það hafi þeir ekki gert né rætt málið við sig. Þá rekur Þor- valdur vinnubrögð við nokkur út- boð sem Skóflan gerði tilboð í og fékk í kjölfarið verkin. Kemur þar ffam að beita hafi þurft Skófuna með réttu dagsektum „þar sem tímamörk voru virt að vettugi og í engu brugðist við kröfum sem sett- ar voru ffam á verkfundum" eins og segir í bréfinu. Eins og áður sagði fjallaði bæjar- ráð Akraness um málið og bókaði að það harmaði þá stöðu sem upp er komin í samskiptum fyrirtækis- ins og bæjarins. Fram kemur að á fundum með framkvæmdastjóra Skóflunnar hafi ítrekað verið óskað eftir góðum samskiptum og að fyr- irtækinu hafi verið lýst sem fyrir- myndarverktaka sem skili góðum verkum. „Bæjarráð getur hvorki setið undir áburði á hendur starfs- fólks né að Akraneskaupstaður sé ótrúverðugur verkkaupi," segir í niðurlagi bókunar bæjarráðs. HJ 1 Friðun 2 Eígin nýting 3 Heildarleiga PISTILL GISLA Afhlerunum Athyglissýki er einn fárra tískusjúkdóma sem ekki hefur fengist formlega viðurkenndur sem slíkur og því er ekki boðið upp á meðferð eða viðeigandi lyfjagjöf. Líkt og með alkóhól- isma, t.d., spilafíkn, geðröskun, ofát eða vanát og svo framvegis og svo framvegis. Því þurfum við sem höfum þennan sjúkdóm að lifa með honum og eigum ekki annars úrkosta en að fá reglulega útrás fyrir athyglisþörfina. Einhver kynni að halda að það ætti ekki að vera vandamál þar sem nóg er af slúðurblöð- um sem birta myndir eftir pöntun af misáhugaverðum augnablikum í lífi fólks, allt frá getnaði til fæðingar. Þá eru ó- taldir raunveruleikaþættir hvers konar þar sem menn geta öðlast frægð fyrir mökunartil- brigði, hæfileikaleysi á fót- boltavellinum, sönghæfileika og hvers konar dramatík í kringum það. Vandamálið er hinsvegar það að samkeppnin er hörð um at- hyglina ekki síst vegna þess að athyglissýki er verulega út- breyddur sjúkdómur. Það kom- ast ekki allir í einu á forsíðu Séð og heyrt og það þarf alltaf sterkari og sterkari meðöl til að ná athygli neytandans sem læt- ur sér þrátt fyrir allt ekki bjóða sér alveg hvað sem er. Það er t.d. ekki lengur nóg að vera óvirkur alkóhólisti eða pillufíkill til að fá sjónvarps- viðtal. Það dugar í mesta lagi fyrir eindálki aftarlega í kjafta- söguriti í lakari kantinum og þá þurfa menn helst að hafa unnið sér eitthvað annað til frægðar áður til að það geti talist frétt. I ljósi þessa er skiljanlegt að menn grípi hvert hálmstrá sem í boði er. I seinni tíð hefur það gefist vel að blanda sér í mál sem þegar hafa fengið athygli. Það var á tímabili vænlegt til árangurs að sprikla uppi á Kárahnjúkum og baula lítið lag nátturunni til heiðurs. Það nýjasta er síðan að vera hlerað- ur. Nú er nefnilega enginn maður með mönnum nema síminn hjá honum hafi á ein- hverjum tímapunkti veri hler- aður og helst af einhverri leynilegri stofnun sem á ekki að vera til en er það kannski samt. Þetta er í raun mjög gott trikk og fellur vel í kramið hjá fjöldanum ekki síst vegna þess að yfir vötnunum svífur óljós andijames gamla Bonds. Það er ekki laust við að ég finni til vanmáttar míns vegna þess að mér vitanlega hefur enginn haft fyrir því að hlera símann hjá mér og er þó af nógu að taka þar sem hann er töluvert mikið notaður. Reynd- ar eru ekki nema tæp tuttugu ár síðan sjálfvirkur sími kom í mína heimasveit en þangað til voru hleranir almennt stundað- ar og viðurkenndar sem tóm- stundaiðkun. Þær voru hluti af menningunni og í raun mun merkilegri en þær sem nú eru til umfjöllunar því þær voru í sumum tilfellum gagnvirkar. Þegar gamli sveitasíminn var og hét þekktust nefnilega margmiðlunarhleranir sem fólust í því að sá sem hlustaði blandaði sér stundum í sam- ræður og leitrétti ef þeir sem voru á tali fóru ekki með rétt mál. Þetta þekki ég mörg dæmi um. Engu að síður hafa þessar hleranir ekki þótt fréttnæmar og þykir mér það skítt. Gísli Einarsson á hleri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.