Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2006, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 18.10.2006, Blaðsíða 11
 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 11 Stefán Sveinbjömsson, forstöðumaðurfyrirtœkjasviðs SPM og Bjami Þorsteinsson, slökkviliisstjóri med nýju klippumar á milli sín. Sparisjóðurinn gefur slökkviliðinu Idippur Sparisjóður Mýrasýslu afhenti nýverið Slökkviliði Borgarbyggðar nýjar klippur að verðmæti 2,4 milljónir króna. Að sögn Bjarna Þorsteinssonar, slökkviliðsstjóra stórbæta nýju björgunartækin möguleikana á að bregðast hraðar og betur við þegar bjarga þarf fólki eftir umferðarslys. „Þessar klippur eru það nýjasta á markaðinum í dag og þrefalt öflugri en eldri tækin sem við eigum. Ekki veitir af því nýjar gerðir stórra bíla og fólks- flutningabifreiða eru mun sterk- byggðari en áður var,“ sagði Bjarni. Klippigeta nýju tækjanna er ríflega 100 tonn á meðan eldri tækin réðu við tæplega 30 tonn. Nú þegar hef- ur þessum klippum verið beitt og þær sannað ágæti sitt. Segir Bjarni reynsluna sína að mjög mikilvægur tími sparist, eða allt að þriðjungur þess tíma sem áður tók að bjarga fólki úr bflum. Eldri tækin verða að sjálfsögðu áffam í notkun sem eyk- ur öryggið á svæðinu því þau tilfelli hafa orðið þar sem slökkviliðið hef- ur fengið tvö útköll á sama tíma þar sem beita þarf klippum. Að jafnaði sinnir liðið um sjö útköllum ár hvert þar sem klippur koma við sögu. „Við þökkum kærlega þessa höfðinglegu gjöf. Stuðningur Sparisjóðsins er okkur ómetanleg- ur,“ sagði Bjarni Þorsteinsson. KK Reglur um niðurgreiðslu tón- listamáms í Borgarbyggð Byggðaráð Borgarbyggðar sam- þykkti í síðustu viku með tveimur atkvæðum reglur um niðurgreiðsl- ur námskostnaðar vegna tónlistar- náms utan Borgarbyggðar. Sam- kvæmt þeim geta íbúar sveitarfé- lagsins sótt um niðurgreiðslu vegna tónlistarnáms utan sveitarfélagsins sé um að ræða tónlistarnám sem ekki er í boði í Tónlistarskóla Borgarfjarðar. I reglunum er tekið ffam að sveitarfélaginu beri ekki lagaleg skylda til þess að veita slíka niðurgreiðslu. Aðeins eru niðurgreiðslur veittar þeim nemum sem eru í fullu námi í skóla sem sveitarfélagið viðurkenn- ir og skulu nemar vera á aldrinum 4-25 ára. Heimilt er að niðurgreiða allt að 6 annir. Þá er tekið fram í reglunum að nám á háskólastigi sé ekki niðurgreitt. Þá segir að há- marksupphæð niðurgreiðslna skuli ákveðin í byggðaráði fyrir hvert skólaár og skal höfð hliðsjón af reglum um greiðslur sem gilda á milli sveitarfélaga á höfúðborgar- svæðinu. Nemendur skulu sækja um niðurgreiðslur fýrir 1. ágúst ár hvert. Eins og áður sagði samþykkti byggðaráð reglurnar með tveimur atkvæðum. Sveinbjörn Eyjólfsson byggðaráðsmaður Framsóknar- flokksins sat hjá við afgreiðslu málsins og lét bóka vonbrigði sín með að „málefni tónlistarnáms skuli ekki afgreidd heilstætt og málaflokknum mörkuð stefna til framtíðar," eins og segir orðrétt í bóktminni. Sveitarstjórn Borgarbyggðar mun taka málið til endanlegrar af- greiðslu á fundi í dag. HJ Leikskólinn Vinabœr í Dalabyggð Óskar eftir að ráða stuðningsaðila | sem jyrst í 100% starf I Upplýsingar veitir Berglind, leikskólastjóri í síma 434 1311 eða 434 1660. B Ku nninaa rfu ndur ^ bekkingar atkugið! Björgunarsveitin Brák og Rauði Krossinn í Borgarnesi Waida kynningarfund um unglingastarfið þriðjudaginn Z4. október f Wusi felaganna í Brákaretj og Wefst kl. ZOiOO. Aíí/V eru hvattir til að mceta. Einsiakt umhverfi, metnaðarfull matargerð og bráðskemmtileg dagskrá. Sveit-Ungarnir sjá um frábœra tónlistardagskrá og halda uppi brosmildri stemningu. Jólafjöldasöngur undir stjórn Valda í Brekkukoti og Bjarna Guðmundssonar frá Hvanneyri. Tónmilda ísland einstök og hrífandi sýning um íslenska tónlist og náttúru. Tröllafossar upplýstingar og heilsað upp á tröllskessuna í klettinum. DJ Sveinki heldur uppi stemningu og spilar eldfjörug jólalög. Verð 4.900 kr. Jólahlaðborð matseðill Forréttir: • Hátiðarsííd • Jólasíldarsalat • Grafinn lax • Reyktur lax • Hunangskryddleginn lax • Koníakslax í kryddostahjúpi • Laxamús með kavíar • Heitreykt gæsabringa • Tvítaðreykt hrátt hangilqöt með suðrænum ávöxtum • Heimalagað sveitapaté • Heimalagað sviðapaté • Rjúpusúpa i Aðalréttir: • Hátíðarhangilqöt • Sveitaskinka • Villikryddað jólalamb ] • Heilsteikturfylltur kalkúnn • Léttreykt sykursaltað grísalæri | • Innbakaður lax með spínati og gráðosti • Heitt humar og laxasalat. 5 Meðíæti: • Brún villikryddsósa • Brún gráðostasósa • Hunangsdijonsósa • Piparrótarsósa • Grafíaxsósa • Köld sjávarréttarsósa • Pannerað rótargrænmeti • Rauðkál • Rauðrófur • Grænar baunir • Maísbaunir • Ferskt blandað salat • Waldorfsaíat • Kartöflu uppstúfur • Sykurbrúnaðar kartöfíur • Heimaíöguð rabbabarasulta • Rifsberjahlaup • Laufabrauð • Heimabakað rúgbrauð • Heimabakað kanelbrauð Eftirréttir: • Epíasalat • Súkkulaðiterta hússins • Jólaís • Sörur • Piparkökur \______________________________________________________________________ 24. nóv. - örfá sœti laus 25. nóv. - uppselt 1. des. - laus sœti 2. des. - uppselt 8. des. - örfá sœti laus 9. des. - laus sœti Borðapantanir í síma: 433 5800 Nánari upplýsingar www.steinsnar.is (©) J03&- FOSSATÚN Tíminn og Vatnið 24 og 25 nóvember, 1 og 2 desember, 8 og 9 desember og 15 og 16 desember. Allir réttir eru bornir á borð, (ekki hlaðborð). Tvíreykt lamb með melónu. Síld 3 tegundir. Reyktur silungur. Frikadeller. Innbökuð lifrakæfa með baconi og sveppum. Kartöflusalat og meðlæti. Pörusteik. Bayonskinka. Lambalæri, brúnaðar kartöflur og meðlæti. Ris a la mande. Serrýfrómas, kaffi og konfekt. Julefrukost og gisting fyrir tvo með morgunmat á 16.000 krónurfyrir parið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.