Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2006, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 18.10.2006, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 ^ouaunu^ Flutt í nýtt og glæsilegt hjúkrunarheimili á Fellsenda Síðastdiðinn fimmtudag var var stiginn stór áfangi í sögu hjúkrun- arheimilisins Fellsenda í suðurdöl- um í Dalasýslu þegar starfsfólk og vistmenn fluttu í nýtt og glæsilegt 1480 fermetra húsnæði á einni hæð. Istak hf. var verktaki við fram- kvæmdirnar en arkitekt byggingar- innar er THG. Mikil breyting verður um leið á framboði atvinnu í héraðinu þar sem stækkun heimilis- ins og fjölgun hjúkrunarrýma kallar á fleiri umönnunarstörf. Við flutn- inginn verður gjörbreyting á að- búnaði vistfólks og vinnuaðstöðu starfsfólks og um leið skapast rými til að taka inn fleiri sjúklinga, en fullmannað er hægt að hafa 28 vist- menn þar í eins manns herbergjum við bestu aðstæður. Blaðamaður Skessuhorns brá sér í heimsókn á Fellsenda sl. föstudag og ræddi við Astu Sigríði Sigurðardóttur, hjúkr- unarforstjóra og fékk að skoða nýju húsakynni hjúkrunarheimilisins. Einstakt er í þjónustu við geðsjúka hér á landi að geta boðið upp á að- stöðu eins og þá sem nú er á Fells- enda. Aðbúnaður allur er fyrsta flokks og ekki sakar að starfsemin er mitt í ró fallegrar sveitar sem hefur ótvíræða kosti fýrir sjúklinga sem þar eiga sín heimili. Sýslumaður stýrir skútunni Hjúkrunarheimilið þjónar fólki sem á við geðsjúkdóma að stríða. Forsaga þess að hjúkrunarheimilið er nú að Fellsenda teigir sig til árs- ins 1968 þegar á staðnum var með myndarlegu fjárframlagi stofnað dvalarheimili fyrir aldraða Dala- menn. Hlutverk staðarins hefur því breyst í tímans rás, því aldraðir íbú- ar héraðsins, sem þarfnast umönn- unar og vistar á dvalarheimili, fara nú á Silfurtún í Búðardal. A Fells- enda er því einvörðtmgu fólk með geðræna sjúkdóma sem kemur til langtímadvalar frá Kleppsspítala og er upprunalega víða af landinu. Hjúkrunarheimilið er sjálfseignar- stofhun. Samkvæmt reglum hennar ffá fyrstu tíð er sýslumaður Dala- manna, nú Aslaug Þórarinsdóttir, formaður stjórnar. Upprunalega skipuðu stjórn Fellsenda auk sýslu- manns, sóknarprestur, oddviti, læknir og bankamaður. Theodór Halldórsson er framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins og er sem slíkur í hálfu starfi. Vantar fleira starfsfólk Nýja húsið er byggt af myndar- brag og er ágætlega tækjum búið. Einkar vel er búið að vistfólki; rúm- góð húsakynni, nýr húsbúnaður og innréttingar og aðstaða öll hin besta. Þar er heimilisbragur góður og að sögn Ástu Sigríðar, hjúkrun- arforstjóra, eru fyrstu viðbrögð íbú- anna eftir flutninginn afar jákvæð. Vissulega voru sumir svolítið ráð- villtir og „tíndir“ eins og gefur að skilja, en starfsfólk lagðist á eitt um að vísa fólki veginn, finna hentug borð í matsal, leiðbeina við að rata um húsið og svo ffamvegis „Að- stöðumunurinn hér í nýja húsinu er mikill frá eldra húsinu á Fellsenda. Þar voru 2-3 í hverju herbergi og 17 vistmenn þurftu að deila tveim- ur salernum. I nýja húsinu verða allir með sérherbergi, salerni og sturtu og hafa því meira næði og einkalíf. Alls eru 28 vistherbergi í nýja húsinu, 11 fleiri herbergi en sjúklingar eru í dag, þannig að stefnt er að því að fjölga vistmönn- um enda eftirspurnin mikil eftir hjúkrunarrýmum hér. Fyrst þurfum við þó að manna fleiri stöður starfs- fólks til að hægt verði að taka inn fleiri vistmenn og fýlla húsið. \,7ið höfum að und- anförnu auglýst mikið eftir starfsfólki, svo sem sjúkraliða, starfsfólki við aðhlynningu og ræstingarfólki en það gengur fremur seint að fá fólk í því þensluástandi sem verið hefur. Við vonum þó hið besta í þeim efnum,“ segir Asta Sigríður og bætti því við að von væri á tveimur um- sækjendum í at- vinnuviðtal í þessari viku. Sveitin hefur ótvíræða kosti Hún segir að flutningurinn hafi gengið vel og að vistfólk sé afskap- lega ánægt með aðstöðuna. Ekkert sé til sparað að gera þeim lífið nota- legt; aðbúnaður; stór og vistleg her- bergi, góðar setustofur með sjón- varpstækjum svo eitthvað sé nefnt. Asta segir að mikil áhersla sé lögð á að láta fólki líða vel enda er Fells- endi framtíðar heimili flestra sem þangað innritist. „Staðsetningin er góð og hentar fólki með geðræna sjúkdóma vel. Þó að sumir myndu e.t.v. halda því ffam að Fellsendi lægi afskekkt er hann engu að síður í alfaraleið og hér fýlgjast vistmenn grannt með umferðinni, póstinum, mjólkurbílnum og annarri umferð sem á leið um hlaðið og veginn. Hér er engu að síður hæfilega mik- il kyrrð og ró og sveitin hentar því þessu fólki vel,“ segir Asta. Hún segir vinnuafl í dreifbýlinu vera stöðugra en víða annarsstaðar og slíkt sé ótvíræður kostur fýrir geð- sjúka sem þurfi umfram margt ann- að að búa við festu í þeim efhum. Nafli alheimsins var í eldhúsinu Á Fellsenda eru 24 starfsmenn og er eins og áður segir stefnt að fjölg- un þeirra til að geta fýllt í öll hjúkr- unarrýmin. Tveir eru hjúkrunar- fræðingar, tveir sjúkraliðar auk matreiðslumanna. Annað starfsfólk er ófaglært en býr yfir mikilli reynslu í umönnun geðfatlaðra. Starfsfólk býr flest í sveitunum í kring og í Búðardal sem er í um 20 km fjarlægð. Ásta segir að gjör- breyting verði á vinnuaðstöðu starfsfólks í nýja húsinu. „Starfs- mannaaðstaða er gjörbreytt. I gamla húsinu var eldhúsið t.d. mið- punktur alls þar sem stöðug umferð var í gegn. Hér er sérstakt vakther- bergi, kaffistofa starfsfólks og að- búnaður starfsmanna hafður í fýrir- rúmi.“ Meiri hlaup Annað starfsfólk sem blaðamaður ræddi við fagnaði þeirri breytingu sem varð við flutninginn. Engu að síður hafði það á orði að hlaupin myndu aukast nokkuð því komast þyrfti yfir mun stærra svæði við um- önnun sjúklinganna þar sem þeir væru dreifðir á stærra svæði en var í gamla húsinu; fleiri voru í hverju herbergi og sameiginlegt rými var minna. „Við gátum leyst úr mörg- um málum á sama stað í þrengslun- um í gamla húsinu, hér þurfum við að hlaupa meira,“ sagði starfsstúlka sem rætt var við. Hún sagðist von- ast til að vel gengi að manna í nýjar stöður og batt vonir við að fleiri starfsmenn myndi þýða bætt vinnu- fýrirkomulag og þar með minni hlaup um húsið. Aðspurð um hvernig gamla Fells- endahúsið yrði nýtt nú effir að flutt er úr því, gerði Ásta Sigríður ráð fýrir að þar gæti sjúkraþjálfun farið fram og þá væru uppi hugmyndir um að koma upp aðstöðu fyrir af- leysingafólk í húsinu. Nýting þess væri hinsvegar ekki endanlega ákveðin enn sem komið væri. Stefht er að formlegri vígslu nýja hússins þann 11. nóvember nk. Ohætt er að óska Dalamönnum öll- um, starfsfólki og vistmönnum innilega til hamingju með glæsilegt hús og góða aðstöðu á Feilsenda. Aðbúnaður allur sem þar er nú til staðar er einstakur hér á landi og ber vott um hverju hið opinbera getur áorkað með réttu hugarfari til að létta minnihlutahópi eins og geðfötluðum lífið eins og kostur er. MM Búið er að gangafrá lóð hússins, malbika bílast<eði og þökuleggja þannig að umhverfi er allt hið snyrtilegasta. Gamla húsið verður mi hugsanlega nýtt til sjúkraþjálfunar, aðstöðu fyrir afleysingafólk og e.t.v. annarra verkefna. Hluti starfsmanna á Fellsenda. Frá vinstri: Elin, Guðmundur, Asta Sigríður hjúkrunarforstjóri, Ema, Guðmundur húsvórður, Krístín ogfyrir framan er Siggi 4 ára, sonurAstu Sigrtðar. Stór og rúmgóð herbergi sem vistmenn þurfa ekki lengur að deila með fleirum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.