Skessuhorn - 18.10.2006, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006
SlESSjÍM©BK[
Skógrækt í Reykholti bætir veðráttu
og ásvnd staðarins
Lítil og látlaus athöfn var í Reyk-
holti sl. miðvikudag þegar svokall-
aður Aldamótaskógur var formlega
opnaður þar á staðnum. Tilurð
þessa verkefnis var að aldamótaárið
2000 gróðursettu sjálfboðaliðar og
starfsmenn skógræktarfélaga lið-
lega 280 þúsundir skógarplöntur í
svokallaða Aldamótaskóga á 5
svæðum í öllum landshlutum, eina
plöntu fyrir hvern Islending. Til-
efnið að stofnun Aldamótaskóga var
þúsaldamótin og sameiginlegt 70
ára afinæli Skógræktarfélags Islands
og jafhaldra þess, KB banka (þá
Búnaðarbanka íslands), sem lagði
til allar plöntur og áburð til verk-
efnisins. Bankinn hefur í fhamhald-
inu styrkt umhirðu og gerð aðstöðu
til útivistar í Reykholti, en skógur-
inn er nú þegar ásamt annarri skóg-
rækt heimamanna og Skógræktar-
félags Borgfirðinga, búinn að gjör-
breyta til hins betra ásýnd staðarins
Fv. Magnús Jóhannesson, Jenni R Olason, fulltrúar KB banka og Sr Geir Waage.
Það hefur oft verið tekið svo til orða að efþú týnist í íslenskum skógi sé ráðið að standa
upp! Nú er svo komið að það er ekki nóg í skóginum í Reykholti, jafnvelfyrir hœstu
menn. Hér er horft úr skógarjaðrinum og heim að Reykholti.
og aðstöðu til útivistar almennings
á þessum sögufræga stað.
Þar samdi Jónas
þekktustu verk sín
Séra Geir Waage bauð gesti vel-
komna að nýju upplýsingaskilti um
Aldamótaskóga sem komið hefur
verið upp norðan kirkjunnar og
Snorrastofu . Þar fluttu ávörp m.a.
Magnús Jóhannesson, formaður
Skógræktarfélags Islands, Jenni R
Ólason formaður Skógræktarfélags
Borgarfjarðar auk fulltrúa KB
banka. Séra Geir lýsti umfangi og
áhrifum skógræktar í Reykholti.
Fyrsti vísir að skógrækt á staðnum
var á fjórða áratug liðinnar aldar
þegar Þorgils Guðmundsson kenn-
ari við Héraðsskólann hóf plöntun
ásamt nemendum í hlíðinni ofan
staðarins. Fram að þeim tíma hafði
staðurinn verið skóglaus. Arið 1990
var átak gert í skógrækt á staðnum
þegar hópur skógræktarfólks af
Norðurlöndunum kom tdl plöntun-
ar á vegum Skógræktarfélags Is-
Búið er að komafyrir merkingum áýms-
um trjátegundum við göngustígana um
Reykholtsskóg.
lands. Þá skal getið þess að árið
1945 tóku afkomendur prestshjón-
anna Sr Einars Pálssonar og Jó-
hönnu K Eggertsdóttur Briem sig
til og fengu girðingu til afnota til að
setja niður plöntur og hefur sá ætt-
bogi síðan sinnt þeirri skógrækt og
komið saman á hverju ári í Eggerts-
flöt. Minnisvarði um þau prests-
hjónin er þar að finna. Séra Einar
var prestur í Reykholti árin 1908-
1930 en prestsfrúin var afkomandi
Eggerts Ólafssonar skálds sem
fórst, eins og kunnugt er, á Breiða-
firði, en lundurinn dregur nafn sitt
af skáldinu. Þar giftu hjónin Eggert
skáld Ólafsson og Ingibjörg Guð-
mundsdóttir sig árið 1767. Til
gamans má geta þess að Eggertsflöt
notaði skáldið Jónas Arnason sem
afdrep þegar hann vildi skrifa í
næði. Þar samdi hann m.a. leikritin
Skjaldhamra og Þið munið hann
Jörund á þeim árum sem hann bjó
og kenndi í Reykholtd.
Menningin í skjól
Séra Geir segir að áður en Alda-
mótaskógaverkefnið hafi farið af
stað hafi meira landi í Reykholti
verið ráðstafað undir skógrækt og
áætlar hann að nú séu um 70 ha
lands skilgreindir undir skógrækt á
staðnum. Þar af eru Aldamótaskóg-
ar í um 5 ha. „Hér er nú að verða til
skógur sem ver staðinn gegn norð-
austanáttinni sem hér er ríkjandi.
Skógurinn sem á allra næstu árum
verður enn sýnilegri mun í ffamtíð-
inni skapa öllu lífi hér á staðnum
gott skjól og gjörbreyta veðráttunni
til hins betra - hér mun menningin
hafa gott skjól. Fyrir þetta erum við
staðarbúar þakklátir, bæði skóg-
ræktarfólki af öllu Vesmrlandi sem
komið hefur hingað tdl plöntunar
og ekki síður KB banka sem lagði
verulega fjármuni í verkefnið,"
sagði Geir Waage.
Fomar þjóðleiðir
endurgerðar
Effir smtta athöfn við upplýs-
ingaskiltið var gengið um skóginn í
Reykholti undir leiðsögn Sr Geirs.
Þar er búið að gera glæsilega úti-
vistaraðstöðu með nýjum göngu-
stígum, borðum, bekkjum og merk-
ingum við hinar fjölmörgu trjá-
plönmtegundir sem þar er að finna.
Þá hefur Vegagerðin smtt dyggi-
lega við göngustígagerð um skóg-
inn. „Vegagerðin hefur um margra
ára skeið átt mjög gott samstarf við
okkur í Reykholti og gert staðnum
mikið gott með því að bera ofan í
ferð frá þjóðveginum og á hinar
fornu þjóðleiðir sem eru miklu feg-
urri og öruggari til að ríða efdr en
þjóðvegurinn með olíubomu slit-
lagi. Vegagerðin hefur einnig lokað
hinum forljóm og hætmlegu veg-
skurðum neðan við Snorragarð og
fyrir það er ég þakklátur. Eg met
mjög mikils hversu góð samskiptin
við Vegagerðina hafa verið og
þakka það gagn sem hún hefur gert
staðnum undanfarin ár,“ segir Geir
í samtali við Skessuhorn. Hann seg-
ir að tvisvar á undanförnum ámm
hafi Landsvirkjun auk þess látið
Reykhyltingum í té vinnuflokka
harðduglegra ungmenna undir
góðri verkstjórn, sem hafa hreinsað
til og fegrað staðinn með vinnu-
framlagi, svo sem fjarlægt gamlar
girðingar og hjálpað til við tyrfmgu
og fegrun.
Auk þeirra ffamkvæmda sem get-
ið hefur verið til fegmnar og land-
bóta Reykholtsstaðar er ekki hægt
að ljúka þessari ffásögn án þess að
geta byggingar hestaréttar sem þar
er að rísa næst og vestan við efsm
húsin í Reykholti. Þetta er nýstár-
legt hestagerði, þó í fomum stíl, þar
sem hestafólk og gestir, sem t.d.
koma ríðandi tdl messu á þjóðhátíð-
ardegi ár hvert, geta geymt hross
sín. Séra Geir vinnur mestmegnis
sjálfur við þetta verk en segist hafa
notið smðnings Vegagerðarinnar.
Um tilurð gerðisins er saga og um
hana segir Sr Geir: „Hann Guð-
laugur Oskarsson, sóknarnefndar-
formaður laug því á mig og að mér
að ég hafi gefið Höskuldi heitnum
Eyjólfssyni á Hofsstöðum það lof-
orð í aðdraganda prestskosningar
árið 1979 að ég myndi beita mér
fyrir gerð hestagerðis þannig að
reiðmenn gæm áð þar með góðu
móti og geymt hesta sína. Loforð
þetta á ég að hafa gefið í aðdrag-
anda þess að ég var skipaður sókn-
arprestur í Reykholti. Samvisku
minnar vegna get ég því ekki annað
en látið verða að því að koma þessu
í verk,“ segir Geir. Höskuldargerði
er niðurgrafið þannig að sé horft
neðan frá staðnum ber ekkert á því
í landslaginu í brekkunni, en þegar
að því er komið er það stórt og
myndarlegt og sannarlega þess virði
að líta það augum.
Séra Geir vildi að lokum koma
því á ffamfæri að allir þeir sem
hann hafi leitað tdl, opinberir aðilar
sem einkaaðilar, í þeim tilgangi að
bæta og fegra staðinn, hafi gert það
myndarlega og með mikilli gleði og
fyrir það væri hann afar þakklámr.
MM
hinar fornu þjóðleiðir ofan við stað-
inn í því skyni að beina ríðandi um-
Höskuldargerði
Horft niður í Höskuldargerði, nýja hestagerðið sem Sr Geir vinnur að þessa dagana með
stuðningi Vegagerðarinnar.
\
^ . ' ■ ■ .
ar horft er sunnanmegin úr Reykholtsdal til Reykholts má þegar já glögg merki verðandi skógar í Reykholti, sem verður enn sýni-
legri og ekki síst gagnlegri á nœstu árum.