Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2006, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 18.10.2006, Blaðsíða 15
auæssiriifaæi MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 15 Hagnaður sparisjóðanna níu og hálfur milljarður Frá aðalfundinum í Boi'gamesi sl. fóstudag. Gísli Kjartansson í rœðustól aóflytja skýrslu stjómar. Samband íslenskra sparisjóða hélt aðalfand sinn á Hótel Borgar- nesi sl. föstudag. Þar var Gísli Kjartansson, sparisjóðsstjóri SPM endurkjörinn formaður stjórnar sem og aðrir stjórnarmenn, en þeir eru Angantýr Jónasson, Carl H. Erlingsson, Geirmundur Kristins- son, Ólafar Elísson, Ólafar Har- aldsson, Magnús Pálsson, Páll Sig- urðsson og Ragnar Z. Guðjónsson. Aðalefni fandarins var staða og framtíðarstefna sparisjóðanna auk hefðbundinna aðalfandarstarfa. A fandinum flutti Runólfar Ágústs- son, rektor Háskólans á Bifföst, ávarp. Sparisjóðirnir á Islandi eru í dag 24 talsins. Rúmlega 60 afgreiðslur mynda þjónustunet þeirra um land allt. „Hlutverk Sparisjóðanna á ís- landi er að treysta fjárhagslega vel- ferð viðskiptavina sinna með því að veita vandaða þjónustu í fjármálum, einkennda af fagmennsku. Helsta sérstaða Sparisjóðanna felst í því að taka ábyrgan og virkan þátt í mann- lífinu á hverjum stað og að uppfylla margvíslegar þarfir viðskiptavina með sveigjanlegri þjónustu, þar sem byggt er á trausti og trúnaði í langtímasambandi," segir m.a. í fféttatilkynningu sambandsins. Óhætt er að segja að afkoma ís- lenskra sparisjóða hafi verið góð á síðasta ári. Sameiginlegur hagnað- ur þeirra eftir skatta árið 2005 var 9.520 milljómr króna og eiginfjár- hlutfall (CAD) var 12,7%. Almenn ánægja ríkti á meðal fandarmanna með nýbirta ímyndarvísitölu banka og sparisjóða. Þar kemur fram að sparisjóðirnir eru afgerandi fyrsti valkostur á meðal viðskiptavina hér á landi. Þessi niðurstaða er í sam- ræmi við niðurstöðu íslensku ánægjuvogarinnar, þar sem spari- sjóðrnir hafa í sjö ár í röð tillt sér í efsta sætið. MM Líf og fjör á Náttúrustofunni Um þessar mtrndir eru 10 starfs- menn á Náttúrustofa Vesturlands í u.þ.b. 9 stöðugildum en þetta eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Fimm starfsmenn hafa að jafaaði starfað á Náttúrustofanni undanfarin ár í íjórum stöðugildum en síðla sum- ars voru ráðnir fimm til viðbótar í tímabundin störf í tengslum við tvö rannsóknarverkefai um mink. Ann- arsvegar eru rannsóknir vegna fyr- irhugaðs tilraunaverkefnis um- hverfisráðuneytisins um útrýmingu minks á Snæfellsnesi, sem hefst vorið 2007, en hins vegar eru rann- sóknir til að meta áhrif þverunar Kolgrafafjarðar á þéttleika og land- notkun minks á svæðinu. í byrjun nóvember er fyrirhugað að kynna starfsemi Náttúrustofa Vesturlands á opnum fundi Um- hverfishóps Stykkishólms í ráðhúsi Stykkishólmsbæjar. Kynningin verður kynnt síðar en aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. AHB Má ég vera á bíl í dag? Fyrir ligg- ur að hinn nýi Mennta- skóli Borgar- fjarðar verð- ur byggður á gamla íþróttavelliniun í Borgarnesi. Staðurinn og um- gjörðin er um margt ágæt. Nokkr- ar athugasemdir hafa borist við bygginguna og staðsetningu henn- ar. Ein þeirra er mér nokkuð hug- leikin en það eru athugasemdir um fjölda bílastæða við skólann. A Islandi í dag gengur enginn eitt eða neitt. Flestir sem náð hafa bíl- prófsaldri hafa bílpróf og aðgengi að bíl. Því þarf við nýtt húsnæði Menntaskólans að gera ráð fyrir þessum raunveruleika og hafa bíla- stæði í nokkru samræmi við þann fjölda nemenda og starfsmanna sem í skólanum verða og eru á bílprófs- aldri. Þrátt fyrir ábendingar til bæjar- stjórnar um þetta þá ætlar bæjar- stjórnin ekki að horfast í augu við nútímann, ekki að læra af reynslu annarra, heldur að miða bílstæði við áratugagamlar reglugerðir. I svari bæjarstjóra til þeirra sem athugasemdir gerður segir: „I skólanum eru 8 skólastofar. Reiknireglan segir að skaffa þurfi 5 stæði per skólastofa; 5x8 = 40 stæði. Að auki þarf að koma fyrir stæðum starfsfólks, þar sem reiknireglan fyrir skrifstofuhúsnæði gildir, þ.e. 1 stæði fyrir hverja 35m2; 235/35 = 7 stæði. Samtals eru það því 47 stæði sem SKÓLINN þarf að koma fyrir á lóð.“ Síðar segir: „Reiknireglan fyrir samkomusali er 1 bílastæði fyrir hver 6 sætd í sal, sem þýðir 350/6=59 stæði.“ Af stórhug ætlar bæjarstjórn að bæta við 20 stæðum þannig að við skólann verða 70 bílastæði. Mat annarra, sem telja sig hafa vit á mál- inu, er að það þurfi a.m.k. 120-130 bílastæði til þess að fallnægja bíla- stæðisþörf við fyrsta áfanga skólans. Því má gera ráð fyrir því að allt frá upphafi skólahalds verði skortur á bílstæðum við skólann, eins og raunin er við flesta eða alla eldri framhaldsskóla landsins. Hver má vera á bíl í dag? Snúum dæminu við? Ef notuð eru sömu rök og bæjar- stjórnin notar þá má reikna eftirfar- andi: I sal bæjarstjórnar að Borgar- braut 14 eru 11 sæti fyrir bæjarfall- trúa og starfsmenn og 8 stólar fyrir áhorfendur. Reiknireglan er 1 bíla- stæði fyrir hver 6 sæti í sal sem þýð- ir 11/6 = 1,8 stæði fyrir bæjarfall- trúa. Nú eru bæjarstjórnarmenn 9, starfsmenn á fandi a.m.k. 2 eða 11 alls. Hversu algengt ætli það sé að þessum 11 einstaklingum dugi 1,8 bílastæði og það þó bætt sé við 35% álagi og stæðin verði 2,4? Allir, líka bæjarstjórnarmenn í Borgarbyggð, ættu að geta séð að reglugerðin sem þeir hengja sig í er löngu úrelt. Er ekki ástæða til þess að skoða málið nánar? Guðsteinn. Einarsson. Framsóknarflokkurinn í Norðvesturkjördæmi auglýsir eftir framboðum. Hér með er auglýst eftir framboðum vegna vals á framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 2007. Valið verður í 5 efstu sæti listans í póstkosningu meðal félagsmanna sem fram fer dagana 3. - 17. nóvember 2006. Framboðum skal skila til kjörnefndar fyrir kl. 22:00 föstudaginn 20. október 2006. Frambjóðendur skulu gefa kost á sér í ákveðin sæti, eitt eða fleiri, þegar þeir tilkynna um framboð sitt. Að baki framboði hvers frambjóðanda skulu að lágmarki vera 10 og að hámarki 20 flokksbundnir meðmælendur. Með tilkynningu um framboð hvers frambjóðanda skal fylgja stutt æviágrip ásamt mynd sem hægt er að nota til kynningar á frambjóðandanum. Frekari upplýsingar er að finna á www.krokur.is/framsokn Kjörnefnd Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, Sveinbjörn Eyjólfsson formaður, Sveinn Bernódusson, Elfa Björk Bragadóttir, f , . , , Inga Guðrún Kristjánsdóttir | SÓKfl I 90 3T og Ingi Björn Árnason & Stéttarfélag Vesturiands Skrifstofustarf í Borgarnesi Stéttarfélagi Vesturlands vantar sem fyrst starfsmann á skrifstofu félagsins í Borgarnesi. Helstu verkefni: • Félags-, fjárhags- og viðskiptamannabókhald. • Ýmis konar afgreiðslustörf. • Símsvörun. Æskilegir kostir eru góð almenn undirstöðumenntun, bókhaldskunnátta og helst þekking á Stólpa bókhaldskerfi frá Kerfisþróun. Nánari upplýsingar veita formaður félagsins, netfang: sveinn@stettvest.is og skrifstofustjóri, netfang: sjofn@stettvest.is. Síminn er 430 0430. Umskóknum sé skilað fyrir mánudaginn 30. okt. 2006 á skrifstofu Stéttarfélags Vesturlands, Sæunnargötu 2 a, 310 Borgarnes. Netfang: stettvest@stettvest.is - Veffang: www.stettvest.is A Stéttarfélag Vésturiands Nýtt símanúmer hjá Stéttarfélagi Vesturlands á öllum starfsstöðvum félagsins Borgarnes, Búðardal, Grundartanga 430 0430 Nýtt faxnúmer hjá Stéttarfélagi Vesturlands 430 0431 Netfang: stettvest@stettvest.is - Veffang: www.stettvest.is Flligger Hörpuskin, Hörpusilki og Utitex fást nú hjá KB Búrekstrardeild BUREKSTRARDEILD Egilsholt 1-310 Borgarnes Afgreiðsla sími: 430-5505 Fax: 430-5501 Opið frá kl. 8-12 og 13-18 alla virka daga

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.