Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2006, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 18.10.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006 §œgssuii©isKi Mildlvægt að marka skýra stefirn í menningarmálum Njörður Sigurjónsson, doktor- snemi við City University í London og kennari við Háskólann á Bifröst, lagði mikla áherslu á það í fyrirlestri sínum að Vesmrland markaði sér skýra stefnu í menn- ingarmálum. Hann viðurkenndi að vissulega gæti slík stefnumótun verið vandkvæðum háð en að án slíkrar stefnu væri háum fjárhæðum sóað. Hann sagði að þegar hug- myndir um menningu og það sem til hennar telst væru metnar félli fólki gjarnan allur ketill í eld. Nið- urstaðan væri oft sú að fara ekki út í sérstaka stefnumótun. Njörður tók sem dæmi að menntamálaráðuneytið styrkir menningarmál á ári hverju um rúma 8 milljarða króna. Ráðuneyt- ið er þó ekki undantekning hvað varðar stefnuleysi og segir að hug- takið sé of vítt til þess að unnt sé að setja fram skýra stefhu. Þessu er Njörður ósammála og benti á að í Bretlandi eru settir upp mælikvarð- ar og markmið um hverju eigi að „ná út úr peningunum". „Það er hægt, en þetta er viðkvæmt atriði," sagði hann. „í fullkomnum heimi þyrftum við ekki að hafa menning- arstyrki en þeir eru til staðar og okkur ber skylda til að setja fram skýra stefnu um markmið og það sem við viljum ná ffarn með þeim.“ Hvað er menning? Menningarhugtakið sjálft veldur oft vandræðum að mati Njarðar sem sagði að um leið og ræða ætti um menningu setti fólk sig í á- kveðnar stellingar sem skila ekki endilega mestum árangri. íslenska orðabókin gefur skilgreiningu sem felur meðal annars í sér orðin „vöxtur einstaklinga, að vera skap- andi og að koma fólki til manns“. I daglegu tali er þó algengara að fólk hugsi um hluti, frægt fólk, staði, stofnanir og fína afþreyingu þegar menningu ber á góma. Njörður segir mikilvægt að gera sér grein fyrir því að í raun liggi menning til grundvallar öllu því sem gert er. „Menningarstefha hér á landi virð- ist fyrst og fremst felast í því að út- hluta styrkjum,“ sagði Njörður og benti á að við það lentum við á því hættusvæði að úthluta styrkjum á grunni þess sem verið er að gera annars staðar. „Þegar við erum að gera menningarstefhu fyrir sveitar- félag náum við í stefnu annars sveitarfélags og gerum bara eins og þeir.“ Hann benti á að óskýrar regl- ur um úthlutun styrkja skekktu samkeppnisstöðu á markaði enn frekar og að oft orsakaði stefnu- leysið að háar fjárhæðir færu í að viðhalda stofnunum sem þegar eru til staðar. „Við höldum áfram að halda þeim við án þess að horfa á hvort þörf er fyrir þær. Starf stjórn- enda þessara stofhana felst í því að sækja um styrki - að tryggja það að stofnunin lifi af. I raun ætti þetta að snúast um verkefnin, það sem á að gera.“ Fyrir hverja? Njörður endaði fyrirlesmr sinn á að segja að í raun ætti ein spurning að stýra allri ákvarðanatöku í út- hlutun styrkja: Hvernig getum við hámarkað ávinninginn af notkun þessara peninga? Hann benti á að kenning Pierre Bourdieu væri sú að stéttaskipting í Frakklandi orsakað- ist ekki af peningalegum gæðum heldur því úr hverskonar umhverfi einstaklingar kæmu. Menningar- legt auðmagn fengju þeir í arf í gegnum uppeldi og samfélagið sem þeir kæmu úr. „Það ætti að vera hlutverk menningarstofnana að jafna aðstöðumun fólks með tilliti til menningarauðmagns. Það er þjóðhagslega hakvæmt að fólk hafi sem best tækifæri. Stofnanir samfé- lagsins ættu að vera opnar öllum og við ættum að reyna að tryggja þátt- töku þeirra sem standa utan við þær og auka aðgengi að þeim.“ Af hverju ljárfesta fyrirtæld í memiingu? Bárður Öm Gunnarsson, mark- aðsstjóri VIS, var á ráðstefhunni um helgina og hélt fyrirlestur um það hvers vegna fyrirtæki fjárfesta í menningu. Fyrirlesturinn snerist fyrst og fremst um svokallaðar kostanir sem era áberandi í dag. Samkvæmt Bárði er þar um tvíhliða samband að ræða og mikil krafa er gerð á að fá upplýsingar tilbaka frá aðilanum, stofnuninni eða fýrir- tækinu sem kostað er. „Eg sem fýr- irtæki vil ekki kosta ákveðinn at- burð nema ég viti hvað ég fæ fýrir minn snúð,“ sagði Bárður. Bifföst er gott dæmi Fyrirtæki sem sjá sér hag í því að kosta atburði gera það vegna þess að með því fá þau beinan aðgang að markhópi sínum, vörumerkjakynn- ingu, bætta ímynd eða tengsl við samfélagið svo dæmi séu tekin. Flestar stofnanir á Vesturlandi eiga sér einhvers konar bakhjarla en það samstarf er aðallega f aðra áttina og litið er á það sem samfélagslega velvild. Bárður segir að í raun sé kjörið fýrir ákveðin fýrirtæki að beita slíkri aðferð. Bárður tók Háskólann á Bifföst sem gott dæmi um það hvernig vörumerki nýtir sér menningu til þess að styrkja ímynd sína. Mennt- un er óáþreifanlegt hugtak og því fer kynning á henni m.a. ffam í formi ímyndar. Þegar skólinn er kynntur út á við er notaður bás sem er effirlíking af gamalli skólastofu. Þar er vísað til þess að skólinn byggir á gamalli hefð. Auk þess hefur markvisst verið unnið að því að kynna skólann sem fýrirbæri þar sem list og arkitektúr er í hávegum haft. Skólinn hefur styrkt Leiklist- arskólann og á mikið listaverkasafn. Auk þess hefur þar verið stofnuð nefhd um listaverkakaup og lagðar þær línur að fjárfesta í list á Vestur- land og unglist. Allt þetta styrkir ímynd skólans. Menning, spenning - fyrir hvem? Ráðstefiia á Bifröst rnn menningarmál Menningarráð Vestur- lands og Háskólinn á Bifröst stóðu fýrir ráðstefhu á Bif- röst á laugardag um menn- ingu á Vesturlandi. Mikil ánægja var með ráðstefnuna sem var vel sótt af þeim að- ilum sem koma að menning- armálum á Vesturlandi, en yfirskriftin var Menning, spenning - fyrir hvern? Dagskrá ráðstefnunnar var samsett úr fýrirlestram og tónlistaratriðum auk þess sem listamenn alls staðar að af Vesturlandi héldu sýningu samhliða henni. Njörður Sigurjónsson, doktorsnemi við City Uni- versity í London og kennari við Háskólann á Bifröst hélt fýrirlestur sem fjallaði með- al annars um mikilvægi þess að marka skýra stefnu í menningarmálum. Kjartan Ragnarsson fjallaði um stofnun og rekstur Land- námssetursins í Borgarnesi og skýrði frá framtíðarsýn sinni og Bárður Örn Gunn- arsson, markaðsstjóri VIS og fýrrum markaðsstjóri Háskólans á Bifröst, flutti fýrirlestur um hvers vegna fýrirtæki styrkja menningu. Elísa- bet Haraldsdóttir, menningarfull- trúi Vesturlands, kynnti Menning- arráð Vesturlands og opnaði jafnframt heimasíðuna www.menningarviti.is. Hún lét þess Elísabet Haraldsdóttir, mmningarfulltrúi Vesturlands átti frumkvæðið að ráðstefnunni og sá um skipulagningu hennar. Hún opnaði við tilefnið heimasíðu á slóðinni vjww.menningarviti.is en á síðunni er meðal annars hægt að sækja umsóknareyðublöð um styrki til Mmningarráðs. Auk þess er þar aðfinna hinarýmsu upplýsingar um menningu á Vesturlandi. Elísabet sagðist vœnta þess að með tíð og tíma yrði vefsíðan „óflugur menningarviti“. getið að til stæði að halda fleiri menningartengdar ráðstefnur í sambandi við listir og ljóð, bók- menntir og fleira. Ymsir styrkþegar Menningarráðs Vesturlands fluttu tónlist á ráð- stefnunni. Tveir nemendur úr Grundaskóla á Akranesi fluttu lag við undirleik kennara síns, Flosa Einarssonar, en skólinn hlaut nýverið styrk fýrir verk- efnið Ungir gamlir. Verkefnið felst í því að þekktir íslenskir tónlistarmenn munu sækja nemendur skólans heim, gefa þeim góð ráð og veita þeim tilsögn í tónlist. Elísa Vil- bergsdóttir, sópransöngkona, gerði sér ferð frá Þýskalandi til þess að vera viðstödd ráð- stefhuna og flutti nokkur lög við undirleik Jónínu Ernu Arnardóttur frá Borgarnesi sem einnig hlaut styrk úr sjóðnum. Þær stöllur vöktu mikla hrifningu gesta enda báðar afar færar á sínu sviði. Þeir listamenn sem mættu með sköpunarverk sín á Bif- röst voru Páll Guðmundsson ffá Húsafelli, Lára Gunnars- dóttir úr Stykkishólmi, Snjó- laug Guðmundsdóttir frá Brú- arlandi, Dýrfinna Torfadóttir frá Akranesi, Ingibjörg Agústsdóttir frá Stykkishólmi og Sigríður Erla Gunnars- dóttir sem kynnti verkefni unnin úr Búðardalsleir. Öll vora þau á staðnum til þess að segja gestum frá verkum sínum og var sýningin óneitanlega skemmti- leg viðbót við ráðstefnuna. SÓK Vesturland verður að finna sína sérstöðu Þann 13. maí í vor opnaði Kjart- an Ragnarsson Landnámssetrið í Borgarnesi ásamt eiginkonu sinni Sigríði Margréti Guðmundsdóttur, en þau hjón hlutu hæsta styrk Menningarráðs í fýrstu úthlutun sjóðsins sama dag. Kjartan hélt er- indi á ráðstefhunni á laugardag þar sem hann skýrði frá þróun seturs- ins, allt ffá hugmynd að veruleika. Hann lagði mesta áherslu á að Vesturland yrði að marka sér sér- stöðu. Að mati Kjartans er hún sú að þar eiga langflestar íslendinga- sögurnar sér stað. Kjartan sagði einnig frá framtíðarsýn sinni sem felur meðal annars í sér heilsuhótel í Brákarey. Sögumar em sérstaðan „Vesturland er söguland!“ sagði Kjartan en Landnámssetrið býður nú þegar upp á mislangar ferðir um Egilsslóðir, ratleik með söguívafi og hinn svokallaða söguhring í samstarfi við Kynnisferðir svo fátt eitt sé nefnt. „Vesturland verður að finna sína sérstöðu. Eitthvað sem enginn annar landshluti hefur. Sér- staðan er sú að þar gerast langflest- ar Islendingasögurnar. Egilssaga, Gunnlaugssaga Ormstungu, Lax- dæla og svo mætti lengi telja. Við höfum hér ótæmandi möguleika í menningar- og ferðamálum." Magnús Scheving hrifinn Upphaflega var hugmynd Kjart- ans sú að reisa 5 þúsund fermetra setur um sögu íslands í Brákarey. Hann segist ekki vera búinn að gefa hugmyndina um eyna upp á bátinn. „Bláa lónið var bara einn bárujárns- skúr. Svo voru keyptir tveir sumar- bústaðir og byggð tenging á milli þeirra. Seinna var fólk tilbúið að fara út í 3 milljarða króna fjárfest- ingu. Hvers vegna skyldi það ekki geta gerst hér?“ Kjartan segir skipulagsmál vera á tímamótum í Brákarey og að öll iðnaðarstarfsemi sé á leið þaðan. „Einhvern tímann var ég að segja Magnúsi Scheving frá Landnámssetrinu. Honum fannst þetta ekki nógu tilkomumik- ið og sagði að þetta yrði að vera meira og stærra. Þegar ég sagði honum ffá hugmyndinni um Brák- arey sagði hann: „Nú erum við að tala saman!“ Þar væri hægt að hafa heilsuhótel og nota jökulleirinn úr Hvítá. Það er ekkert steinefnaríkara en hann.“ Kjartan segist sjá fýrir sér að hægt verði að tengja báðar eyj- arnar saman. „Það væri hægt að setja göngubrú frá Stóra Brákarey yfir í þá litlu og þaðan yfir á Bjössa róló. Þetta er ffamtíð sem gaman er að hugsa sér.“ SÓK Páll Guðmundsson, lista?naður á Húsafelli sýnir hér gestum ráðstefnunnar hluta úr nýjasta hljóðfæri sínu sem hann vinnur í rabbarbara og stein. Meðal áhugasamra sem fylgdust með voru þau Helga Halldórsdóttir, Einar K Guðfmnsson, Steinar Berg og Magnús Þorgrímsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.