Skessuhorn - 18.10.2006, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 2006
SA]ÉSiSClIÍiM!í:Í
Búreikningar fyrir sér-
hæfð sauðfjár- og kúabú
Árleg skýrsla Hagþjónustu
landbúnaðarins um uppgjör
búreikninga í nautgripa- og
sauðfjárrækt fyrir árið.2005
er komin út. í tilkynningu frá
Hagþjónustunni segir að í
heild hafi borist bókhalds-
gögn frá 347 búum víðsvegar
að af landinu, en til uppgjörs
nýttust gögn frá 309 búum.
Uppgjörsbúin lögðu inn
samtals 26,6% heildarinn-
leggs mjólkur í afurðastöðvar
á árinu 2005 og 12,7%
kindakjöts.
Sérhæfð kúabú:
Samkvæmt samanburði
sömu búa (131 bú) var bú-
stærð á sérhæfðum kúabúum
að meðaltali 35,4 mjólkurkýr
á árinu 2005, samanborið við
34,6 mjólkurkýr árið á und-
an. Innvegið magn mjólkur í
afurðastöð var að meðaltali
166.200 lítrar á bú; aukning
nemur 4,2% frá fyrra ári.
Reiknað út frá mjólkurinn-
leggi, var nyt mjólkurkúa að
meðaltali 4.695 lítrar á kú á
árinu 2005; aukning nemur
1,8% á milli ára. Heildar-
tekjur á bú voru að meðaltali
16.954 þús. kr. á árinu 2005;
aukning nemur 9,2%. Búin
eru mjög sérhæfð og er hlut-
fall tekna af reglulegri starf-
semi (búgreinatekjum) 92%
af heildartekjum, bæði árin.
Hagnaður fyrir laun eiganda
var 1.770 þús. kr.; lækkun
nemur 0,6% frá árinu á und-
an. Fjárfestingar á árinu
2005 voru að meðaltali 7.157
þús. kr. á bú, sem er 34,3%
aukning á milli ára. Skuldir
voru 34.135 þús. kr. og nem-
ur hækkun þeirra 6.272 þús.
kr. eða 22,5%. Þá hækkuðu
bókfærðar eignir í 30.171
þús. kr. á árinu 2005, eða um
18,1%. Höfuðstóll var nei-
kvæður um 3.964 þús. kr. í
árslok 2005 og eiginfjárhlut-
fall neikvætt um 13%; en var
neikvætt um 9% árið á und-
an.
Sérhæfð sauðfjárbú:
Samkvæmt samanburði
sömu búa (50 bú) var bú-
stærð á sérhæfðum sauðfjár-
búum að meðaltali 326,2
vetrarfóðraðar kindur á árinu
2005, samanborið við 312
vetrarfóðraðar kindur árið á
undan. Innvegið magn
kindakjöts í afurðastöð var að
meðaltali 7.323 kg á bú;
aukning nemur 4,5% frá
fyrra ári. Meðalafurðir voru
22,5 kg á vetrarfóðraða kind
á árinu 2005, sem er sama
magn og árið á undan.
Heildartekjur á bú voru að
meðaltali 5.124 þús. kr. á ár-
inu 2005; aukning nemur
26,4%. Búin eru mjög sér-
hæfð og er hlutfall tekna af
reglulegri starfsemi (bú-
greinatekjum) 85% af heild-
artekjum á árinu 2005 og
91% árið á undan. Hagnaður
fyrir laun eiganda var 1.198
þús. kr.; hækkun nemur
76,2%. (Mikla aukningu
hagnaðar fyrir laun eiganda
frá fyrra ári, má rekja til
hærra afurðaverðs en einkum
til bókfærðs hagnaðar vegna
sölu á greiðslumarki og vél-
um og tækjum). Fjárfestingar
á árinu 2005 voru að meðal-
tali 1.333 þús. kr. á bú, sem
er 56,3% aukning frá fyrra
ári. Skuldir voru 6.387 þús.
kr. á árinu 2005 og nemur
hækkun þeirra 1.593 þús. kr.
eða 33,2%. Þá hækkuðu bók-
færðar eignir í 8.392 þús. kr.
á árinu 2005, eða um 16,2%.
Höfuðstóll var jákvæður um
2.005 þús. kr. í árslok 2005
en lækkaði um 21,1% frá ár-
inu á undan. Eiginfjárhlutfall
var 24% á árinu 2005 saman-
borið við 34% árið á undan.
MM
Allir eigi kost á háhraðatengingu
Þingmenn Samfylkingarinnar hafa
lagt ffam á Alþingi tillögu til þingsálykt-
unar um háhraðatengingar í dreifbýli og
á smærri þéttbýlisstöðum. I tillögunni
segir að Alþingi álykti að fela sam-
gönguráðherra að undirbúa frumvarp til
laga sem tryggi að allir landsmenn eigi
kost á háhraðatengingu óháð búsetu.
Málið verði afgreitt fyrir þinglok í vor.
I greinargerð með tillögunni segir að
slík tenging flokkist sem grunnþjónusta
í nútímasamfélagi að mati flutnings-
manna tillögunnar rétt eins og orku-
veita og símaþjónusta. Þá kemur ffam
að Síminn og fjarskiptafyrirtækin meti
það svo að ekki sé arðvænlegt að leggja
ADSL-tengingar í byggðarlögum þar
sem íbúar eru færri en 150.
„Þarna ráða gróðasjónarmiðin för en
inntak þessarar tillögu er hins vegar að
það sé skylda samfélagsins að tryggja
öllum Islendingum háhraðanettengingu
óháð búsetu. Án þess er ekki um að ræða
jafnstöðu við aðra um þátttöku í nú-
tímasamfélagi. Því eiga stjórnvöld að
semja við fjarskiptafyrirtækin um að
veita, eða hafa milligöngu um að veita,
slíka þjónustu," segir orðrétt í greinar-
gerðinni. Brýnt sé því að stjórnvöld hafi
forystu um að tryggja að allir eigi þess
kost að hafa háhraðatengingu, óháð bú-
setu.
HJ
Fjörlegnr fundur SF í Stykkishólmi
í síðustu viku var haldinn op-
inn fundur á vegum Samfylk-
ingarinnar á veitingastaðnum
Fimm fiskum í Stykkishólmi.
Fundurinn var hluti af funda-
röð um allt kjördæmið sem nú
stendur yfir, en þeir eru ætlaðir
til kynningar á frambjóðendum
í prófkjöri Samfylkingarinnar í
Norðvesturkjördæmi. Ellefu
ffambjóðendur hafa gefið kost
á sér í fjögur efstu sæti listans
en prófkjörið fer fram þann
28.-29. október næstkomandi.
Almenn ánægja var með
fundinn og að loknum fram-
sögum urðu líflegar umræður.
Bar þar hæst umræður um
verkaskiptingu ríkis og sveitar-
félaga, virkjanamál og sjávarút-
vegsmál. Fyrr um daginn höfðu
frambjóðendur heimsótt fyrir-
tæki í Snæfellsbæ. Þeir fengu
allsstaðar góðar móttökur og
náðu ekki að anna eftirspurn
fyrirtækja sem óskuðu eftir
heimsókn.
Nánari upplýsingar um
fundaröðina má fá á heimasíðu
Samfylkingarinnar,
www.samfylking.is.
SÓK
Frambjóðendumir ellejhi sem gefið hafa kost á sér ífiögur efstu sœti
lista Samfylkingarinnarfyrir komandi prófkjör í lok mánaðarins.
Sjómarskipti í Kiwanisklúbbnum Þyrli
Stjórnarskiptafundur í Kiwanis-
klúbbnum Þyrli á Akranesi fór fram 2.
október sl. á veitingastaðnum Galito, en
klúbburinn heldur sína almennu fundi
þar. Um stjórnarskiptin sá svæðisstjóri
Eddu-svæðis, Hjálmar Fllöðversson.
Þar tók Guðni Tryggvason við for-
mennsku af Jóni Trausta Hervarssyni,
en ný stjórn var kosin á aðalfundi
klúbbsins í vor. Á stjórnar-
skiptafundinum var sam-
þykkt að styrkja nýstofnuð
samtök átröskunarsjúklinga
FORMA.
Á síðasta starfsári gaf
klúbburinn Tónlistarskól-
anum á Akranesi hjómflutn-
ingstæki í tilefni 50 ára af-
mæli skólans, einnig var
Golfklúbbnum Leyni færð-
ur af gjöf golfbíll. Þá var
öllum fyrstu bekkingum
grunnskólanna afhentir
hjólahjálmar og að þessu
sinni voru 106 hjálmar af- Ný stjóm Kiwanisklúbbsins Þyrils.
Frá 1989 hefur klúbburinn verið með
land í Miðvogslandi í fóstri og hafa
klúbbfélagar og eiginkonur þeirra gróð-
ursett trjáplöntur þar á vorin. Nú hefur
klúbburinn afhent Skógræktarfélagi
Akraness land þetta til frekari upp-
græðslu.
-KÓP
Fuglallfí
Rifi
Á sumrin er mikið um að vera á tjörn-
unum í Rifi á Snæfellsnesi. Síðastliðið
sumar voru um 600 æðarkollur með
hreiður sín í hólmunum tveimur sem
sjást á myndinni bak við álftaparið með
ungana sína fjóra. Þá eru þar einnig
nokkrar andategundir, óðinshanar og
fleiri tegundir fugla. Yfir svífur svo krían
í stórum hópum. Með haustinu kemur
álftin og heldur sig á tjörnunum stund-
um fram á vetur eða þar til síðasta vök-
in lokast vegna frosta. Hún er þar líka
oftast fyrsti sumargesturinn.
Hverner er lögbrot löglegt?
Mig langar að skrifa hér nokkrar
línur vegna framgangs Heilbrigðis-
eftirlits Vesturlands og bæjarráðs-
manna á Akranesi.
Það er þannig að við íbúar hér á
neðri Skaga höfum undanfarin
fjögur ár barist fyrir því að fá að búa
við sama umhverfi og aðrir bæjar-
búar hér á Akranesi, en án árang-
urs. Fyrir tæpum fjórum árum var
fyrirtækið Laugafiskur flutt hingað
til Akraness frá Innri Njarðvík þar
sem því hafði verið lokað af Heil-
brigðiseftirliti Suðurlands (HES)
vegna mikillar fylu sem frá fyrir-
tækinu lagði og allar götur síðan
höfum við þurft að búa við það að
loka öllum gluggum af og til og
alltaf á nóttinni. Oft þurfum við að
þvo þvottinn aftur sem við tökum
inn af snúrunni. Laugafiskur hefur
öll þessi ár lofað að það sé verið að
vinna í því að koma í veg fyrir
ólyktina en ekkert hefur gagnast og
ástandið er óviðunandi. Það hlýtur
að hafa verið öllum heilbrigðisfull-
trúum og ráðamönnum bæjarins
ljóst hvernig starfsemi Laugafiskur
var í og að Heilbrigðieftilit Suður-
lands eftir margra ára árangurlausa
baráttu hafði lokað fyrirtækinu með
lögregluaðgerð í Innri Njarðvík
eftir að HES hafði hafnað því að
endurnýja starfsleyfið, en fyrirtækið
hélt samt áfram starfsemi sinni án
starfsleyfts. En viti menn; þá var
fyrirtækið bara flutt á Akranes og
sett niður í um það bil 160 metra
fjarlægð frá íbúðabyggð.
Með alla fyrri sögu úr Innri
Njarðvík sem liggur fyrir og lá fyr-
ir þá, hljótum við að spyrja Heil-
brigðiseftirlit Vesturlands hvað lá
til grundvalla því að veita þessu fyr-
irtæki starfsleyfi á Akranesi svona
nálægt íbúðabyggð og af hverju er
þetta fyrirtæki enn með starfsleyfi
því það er marg búið að brjóta
ákvæði starfsleyfisins um hollustu-
hætti og mengunarvarnir
nr.7/1998. En til að minna ykkur á
þá kemur þar ffam að útgefanda
starfsleyfis sé heimilt að endur-
skoða og eða afturkalla starfsleyfi
atvinnurekstrar ef sýnt þykir að
hann hafi meiri mengum í för með
sér en búast mátti við þegar leyfið
var veitt.
Nú í tæp fjögur ár hafa komið
fram mörg hundruð kvartanir
formlegar og óformlegar, það hafa
verið lagðir fram undirskriftalistar
þar sem fólk mótmælir þessari
starfsemi vegna ólyktar (fylu) og
beiðnir um að starfsleyfið verði aft-
urkallað á þessum stað. Þessu hefur
ekki svo mikið sem verið svarað að
nokkru viti hingað til svo ég hlýt að
spyrja enn og aftur hvar í lögum er
heimild fyrir því að hunsa þau laga-
ákvæði sem kveða á um að heil-
brigðisnefnd beri að sjá til þess að
framfylgja ákvæðum laganna en
það er einmitt að búa öllum lands-
mönnum heilnæm lífsskilyrði og
vernda þau gildi sem felast í heil-
næmu og ómenguðu umhverfi.
Þetta er eitt af grunnatriðum fyrir
því að heilbrigðiseftirlit var sett á
stofn. Það hlýtur þá að vakna upp
sú spurning miðað við þá sögu sem
hér liggur fyrir um fyrirtækið hvort
heilbrigðiseffirlitið sé að snúast upp
í andhverfu sína og vernda fyrirtæki
en ekki íbúana, er kannski æðsta
valdið orðið Mammon!
Hér langar mig að snúa mér að
bæjarstjórnamönnum hér á Akra-
nesi. Það getur ekki verið að ykkur
hafi ekki verið ljóst í upphafi saga
þessa fyrirtækið og hvað fylgdi
þessari starfsemi þegar hún var flutt
hingað ffá Innri Njarðvík og komið
fyrir hér í 160 metra fjarðlægð ffá
íbúðabyggð. Eg hlýt að álykta að
ykkur hafi bara fundist að við íbúar
hér á neðri Skaga ættum skilið að
búa við þessa skítalykt sem er ffá
Laugafiski en ég veit að nokkrir
bæjarfulltrúar hafa haldið því fram
að það sé engin ólykt (fyla) frá fyr-
irtækinu. Með öðrum orðum;
Laugafiskur flutti hingað ffá Innri
Njarðvík og skyldi skítalyktina eft-
ir! En ég get frætt ykkur á því að
skítalyktin kom með fyrirtækinu
hingað á Akranes og hefur ekki
fundist í Innri Njarðvík síðan fyrir-
tækið fór þaðan. Mergur málsins
hér er að eftir fjögurra ára starfsemi
fyrirtækisins á Akranesi þá er engin
lausn til sem fyrirtækið vill þárfesta
í og kemur í veg fyrir þessa fylu frá
Laugafiski og að engin lausn sé fyr-
irsjáanleg í komandi framtíð nema
sú sem við höfum verið að benda á;
en það er að færa fyrirtækið á iðn-
aðarlóð við Höfðasel sem er í um
það bil þriggja km fjarðlægð ffá
íbúðabyggðinni hér á Akranesi.
Ykkur var kynnt niðurstaða
rannsókna RF um lytkarmengun og
í henni kemur ffam að engin lausn
er til sem fyrirækið gemr sætt sig
við til að draga úr lyktarmengunni
frá Laugafiski en samt mælið þið
með því að fyrirtækið fái endumýj-
un á starfsleyfi á sama stað og það
er á. Þið emð með öðmm orðum
að mæla með því að fyrirtækið fái
að brjóta gegn ákvæðum starfsleyf-
is og lögum nr. 7/1998, lögum og
reglum sem sett vom á löggjafar-
þingi okkar Islendinga, sem mér
skilst að einn af ykkur ætlar að
bjóða sig fram til að sitja á og vænt-
anlega að taka þátt í að setja lög og
reglur sem allir landsmenn eiga að
fara eftir!
Ætlar hann þá líka að mæla með
því að það verði ekki farið eftir
þeim lögum og reglum? Svona sið-
leysi er einfaldlega ekki boðlegt
fólki. Ætlist þið svo til að fólk taki
ykkur alvarlega? Það er líka hálf
hlálegt að lesa hér greinar þar sem
bæjaryfirvöld greina frá átaki í um-
hverfismálum hér á Akranesi. Lykt-
armengun er umhverfismál!
Þetta mál er ykkur til skammar
og lítilsvirðingar. Svona ætti enginn
að gera í þeirri stöðu sem þið erað
í.
Kveðja,
Guðmundur Sigurbjömsson
Bakkatúni 4
300 Akranesi