Skessuhorn


Skessuhorn - 18.10.2006, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 18.10.2006, Blaðsíða 19
§kessuh©bw MIÐVIKUDAGUR 18. OKTOBER 2006 19 Deildarforseti viðskiptadeildar á Bifröst Reynir Kristinsson hefur verið ráðinn deildarforseti viðskipta- deildar Háskólans á Bifföst. Reynir hefur á undaförnum árum gegnt ýmsum lykilstörfum í íslensku at- vinnulífi sem ráðgjafi og stjórnandi en hann hefur á ferli sínum m.a. verið framkvæmdastjóri ParX, IBM Business Consulting Service á Is- landi, PricewaterhouseCoopers og Hagvangs. Reynir hefur jafhffamt verið stjórnarformaður CCP, Hag- vangs og fleiri fyrirtækja. Reynir Kristinsson er verkfræð- ingur að mennt frá Tækniháskólan- um í Oðinsvéum ásamt því að hafa MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Reynir hefur á liðnum árum í starfi sínu leitt stefnumörk- unar- gæðastjórnunar- og breyt- ingastjórnunarverkefhi í fjölmörg- um stærstu og öflugustu fyrirtækj- um og stofnunum landsins. Auk þess hefur hann sinnt stunda- kennslu við íslenska háskóla og starfað að ýmsum tímabundum verkefnum svo sem framkvæmda- stjórn stjórnrmar- og fjármálasviðs Landsspítlala Háskólasjúkrahúss og starfi aðstoðarmanns menntamála- ráðherra. MM / Frá Asmundi Una Það er skrýtið að Sjálfstæðis- menn koma allsstaðar að þar sem klúður og svindl er í gangi. Hver man ekki eftir því er hlaupið var um götur og garða með kjör- gögn hér á Akranesi til að ná í at- kvæði? Sama gerðist á Snæfellsnesi. Þar var hlaupið um báta og bryggj- ur í sömu erindum, að auki 2-3 til- vik annarsstaðar á landinu. Nú síð- ast símahleranirnar í anda Stacy. Hlusta eftir hjali grimmu, hrægammar í skjóli dimmu. Njósna fyrir fanta herinn, Fasistanna bláa sérirm. Asmundur Uni Guðmundsson ~f^ðH HÍtUl^U Af vegleysum og lögheimili í frístundabyggð Síðan vorið 2002 hef eg undirritaður oft átt leið í Skorradal. Ymist hefi eg ekið fyrir Hvalfjörð um Drag- ann en þó eftir að vegagjaldið var lækkað hefi eg oftar ekið um Rör- ið. Nú er vegurinn um Dragann í Skorradal einhver sá versti yfir- ferðar utan Vestfjarða og Skorra- dalsvegur nr. 508 innan við Grund er sömuleiðis eitt það versta sam- ansafn af holum norðan Alpafjalla. Báðir þessir vegir eru í kjördæmi samgönguráðherra og legg eg ein- dregið til að sett verði upp skilti þar sem ekið er inn á vegi þessa frá rennisléttu malbikinu þar sem veg- farendur eru vinsamlega beðnir að aka varlega um þessa slæmu vegi í kjördæmi samgönguráðherra. Því miður virðist að vegir þessir hafi gleymst í vegaáætlunum. Þá vil eg einnig nota tækifærið og lýsa yfir mikilli óánægju minni yfir frumvarpi félagsmálaráðherra sem einnig er þingmaður kjör- dæmisins að meina eigendum frí- stundahúsa að flytja lögheimili sín úr þéttbýlinu í sveitina. Eldra fólk sem er að draga sig út úr þátttöku í atvinnulífinu á t.d. að hafa þau sjálfsögðu mannréttindi að fá sjálft að velja hvar það vill búa. Hér virðist eiga að gilda önnur sjónarmið en tengjast eðlilegum mannréttindum enda er Fram- sóknarflokkurinn á góðri leið að útrýma framsóknafólki bæði í dreifbýli sem þéttbýli. Vinsamlegast Guðjón Jensson Amartanga 43 210 Mosfellsbæ esja@heimsn et. is Samfylkingarfólk, sfyðjið Guðbjart Hannesson til forystu Dagana 28. - 29. október n.k fer fram prófkjör Samfylkingarinnar í Nor- vesturkjördæmi. Þá fá stuðnings- menn flokksins gott tækifæri til að hafa bein áhrif á skipan framboðs- lista Samfylkingarinnar fyrir al- þingiskosningarnar vorið 2007. Slíkt tækifæri gefst ekki oft og því er mikilvægt að það sé nýtt á sem bestan hátt. Einn af þeim sem býður sig fram í prófkjörinu er Guðbjartur Hann- esson. Guðbjartur hefur verið skólastjóri Grundaskóla á Akranesi í 25 ár og hefur stjórnað skólanum á farsælan hátt eins og alkunna er. Meðfram starfi sínu í Grundaskóla hefur hann einnig gegnt margvís- legum trúnaðarstörfum tengdum skóla- og æskulýðsstarfi, m.a. hjá skátahreyfingunni og íþróttafélög- um á Akranesi. Guðbjartur er þekktastur fyrir störf sín að skólamálum, en hann hefur komið víðar við. Hann sat m.a. í bæjarstjórn Akraneskaup- staðar í 12 ár og var öll árin í bæj- arráði. Einnig sat hann í bankaráði Landsbanka Islands í 5 ár og hefur einnig setið í stjórnum ýmissa fyr- irtækja. Guðbjartur er kennari að mennt, hann hefúr einnig mennt- un í fjármálastjórnun. Hann lauk meistaraprófi frá Lundúnarhá- skóla þar sem lokaverkefnið fjall- aði um fjármál og menntun. Af þessari upptalningu, sem er þó alls ekki tæmandi, má sjá að Guðbjartur hefur aflað sér dýr- mætrar reynslu og þekkingar á margvíslegum málaflokkum, s.s. skólamálum, æskulýðsmálum, stjórnmálum, fjármálum og rekstri. Eg hef þekkt Guðbjart lengi og get því fullyrt að hann er afbragðs- maður. Hann er réttsýnn, glöggur og rökfastur. Ég er þess fullviss að hann yrði mjög góður alþingis- þingmaður. Ég skora því á stuðn- ingsmenn Samfylkingarinnar að taka þátt í prófkjörinu og veita Guðbjarti brautargengi til forystu á framboðslista flokksins í kom- andi alþingiskosningum. Hörður 0. Helgason, Akranesi. WWW.SKESSUHORN.IS Hagkvæm gisting og bílageymsla við Leifsstöð < ALEX Mótel & bílahús Sími 421-2800 - www.alex.is - alex@alex.is Bólusetningar við inflúensu eru hafnar á heilsugæslustöðinni á Akranesi Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 430 6000 alla virka daga milli 8:00 og 20:00 Sérstaklega er mælst til þess að allir 60 ára og eldri og þeir sem þjást af langvinnum sjúkdómum láti bólusetja sig við inflúensu. Starfsfólk Heilsugœslustöðvarinnar áAkranesi S\-\Mh Sjúkrahúsið og hcilsugæsiustöðin á Akrancsi Merkigerði 9 • 300 Akranes SÝSLUMAÐUR SNÆFELLINGA Löglærður fulltrúi Laus er til umsóknar staða löglærðs fulltrúa við embætti sýslumanns Snæfellinga í Stykkishólmi. Um tímabundna ráðningu er að ræða, til 1. janúar 2007. Umsækjendur skulu hafa lokið embættisprófi frá lagadeild Háskóla Islands og hafa einhverja reynslu, helst af störfum á sýslumannsembætti. Umsóknarfrestur er til og með 23. október nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Daði Jóhannesson, settur sýslumaður, í síma 430 4100, (netfang: dadi.johannesson@tmd.is). Öllum umsóknum verður svarað. Sýslumaður Snæfellinga - Stvkkishólmi é? & Framköllun á stafrænum myndum 1-100 40 kr. stk. 101-200 35 kr. stk. 201-300 30 kr. stk. 301-500 25 kr. stk. 501 ofl. 20 kr. stk. FRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTAN EHF. BRÚARTORGI - 310 BORGARNESl - S. 437-1055 www.framkollunarthjonustan.is framko!!un@simnet.is Móttökustaðir Aktanfö. Model. Hólmavík Kaupfélagtð Buðardaiur Dalakjðr Hvammstangí Verslunm Hhn Dranssnes Kaupfélagíð Olafsvík Söluskálí OK Grundarfjöróur Samkáup Stykkíshólmur Heímahomió. Hellíssandur HraðbúÓ Esso

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.