Skessuhorn - 25.10.2006, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 25. OKTÓBER 2006
4
attUsunuh.
Nágrannar
andsnúnir
veitingastað
BORGARNES: íbúar við
Höíðaholt, Borgarvík, Garðavík
og á Bjargi í Borgamesi hafa
fundað með sveitarstjórn og jafn-
framt saíhað undirskriftum gegn
staðsetningu væntanlegs veit-
ingahúss við gatnamót Bjargs af-
leggjara og þjóðvegar eitt. Bæði
finnst fólld ekld heppilegt að hafa
veitingahús inni í íbúðabyggð og
einnig hitt að svæðið er ekki
skipulagt. Gagnrýni kom því
fram á að leyfa hús á óskipulögðu
svæði. „Nær væri að gera heildar-
skipulag fyrir aUt svæðið sem um
ræðir og fara síðan að setja niður
hús,“ sagði íbúi sem Skessuhom
ræddi við. Eins og komið hefur
ffarn í Skessuhomi hefur Páll
Björgvinsson, arldtekt farið þess
á leit við sveitarstjórn Borgar-
byggðar að setja niður veitinga-
hús við áðumefhd gamamót og
keypti hann veitingastaðinn
Nauthól í því samhengi og bíður
húsið nú þess að verða sett á end-
anlegan stað. Skipulags- og
bygginganefhd tók jákvætt í er-
indið á sínum tíma en íbúamir
era ekki alveg á sama máli. -bgk
Skarðssókn
DALIR: Fyrir Kirkjuþingi liggur
tillaga um tilfærslu Skarðssóknar
úr Hjarðarholts- og Dalapresta-
kalli í Reykhólaprestakall. Hér er
því um að ræða flutning á sókn-
inni úr Vesturlandskjördæmi
gamla yfir í gamla Vestfjarðakjör-
dæmi. Tillagan byggir á sam-
þykkt aðalsafiiaðarfundar sókn-
arinnar og hefur smðning hér-
aðsfundar Vestfjarðaprófasts-
dæmis. Héraðsnefnd Snæfells-
ness- og Dalaprófastsdæmis hef-
ur lagst gegn þessari breytingu
eftir því sem kemur fram í grein-
argerð með tillögunni.
-bgk
Peysu-
daqar
25%
afsláttur
af peysum,
fimmtudag,
föstudag og
laugardag.
KIRKJUBRAUT 2 • AKRANESI
SÍMI431 1753 & 861 1599
Hraðamyndavélar settar
upp við þjóðveginn
Eins og fram hefur komið í fjöl-
miðlum stendur yfir sérstakt átak til
að draga úr hraða á þjóðvegum og
fækka með því slysum. Nýjustu töl-
ur úr umferðargreinum m.a. á Kjal-
arnesi sýna að frá því átakið fór af
stað í haust hefur dregið mælanlega
úr umferðarhraða á
fjölförnum þjóðveg-
um. Umferðarefidrht
hvers konar hefur ver-
ið stórlega aukið, svo
sem hraðamælingar
lögreglu. I liðinni viku
var eftir-
litdð aukið
enn frekar
með upp-
setningu
tveggja hraðamynda-
véla við þjóðveginn frá
Hvalfjarðargöngum í
Borgarnes. Önnur er
við Hagamel í Hval-
fjarðarsveit og hin á
Fiskilækjarmelum í sömu sveit.
Sambærilegar vélar hafa um nokk-
urt skeið myndað þá sem ekið hafa
yfir löglegum hraða í Hvalfjarðar-
göngunum.
MM/ Ijósm. BHS
Hugmyndir um breytt
rekstrarfomi Kirkjuhvols
Stjórn Minningarsjóðs sr. Jóns
M. Guðjónssonar hefur farið ffam
á við bæjaryfirvöld á Akranesi að
rekstrarformi sjóðsins verði breytt,
en hann rekur meðal annars Lista-
setrið Kirkjuhvol. Að sögn Gísla S.
Einarssonar, bæjarstjóra fól stjórn
sjóðsins honum, að óska eftir því að
Akranesbær taki að sér reksturinn
og tekið verði tillit til þess við gerð
næstu fjárhagsáætlun-
ar. Ekki er ljóst á þessu
stigi málsins hvort
málaleitan sjóðsstjórn-
ar verður samþykkt en
þó er ljóst, að sögn
Gísla, að bæjaryfirvöld
vilja veg Kirkjuhvols
meiri en verið hefur og
einungis er spurning
hversu miklum fjár-
munum yfirvöld vilja
bæta í þennan mála-
flokk, það er til menn-
ingar og lista.
Kirkjuhvoll, eins og húsið heitir,
þjónaði lengst af sem prestssetur
fyrir Akranessókn. Séra Þorsteinn
Briem bjó í húsinu ffá byggingu
þess til ársins 1946 , þá bjó séra Jón
M. Guðjónsson í húsinu til ársins
1975 og loks séra Bjöm Jónsson til
ársins 1978.
Þegar hlutverki Kirkjuhvols sem
prestssetri lauk tók við tímabil þar
sem húsið þjónaði sem heimavist
Fjölbrautaskóla Vesturlands. Arið
1985 var svo komið að húsið var
ekki lengur talið íbúðarhæft og lá
beint við að það yrði rifið. Það varð
Kirkjuhvoli til bjargar að Sigurður
Ragnarsson og Drífa Bjömsdóttir
keyptu húsið af Akranesbæ og á að-
dáunnarverðan hátt endurbyggðu
það þvínæst í sinni upprunalegu
mynd.
Séra Jón M. Guðjónsson lést árið
1994. Hinsta ósk hans var sú að á
Görðum myndi rísa listasafh. Byrj-
unaráfangi að þeirri draumsýn varð
að veruleika er minningarsjóði um
séra Jón tókst, með stuðningi Akra-
nesbæjar, að fjármagna kaup á
Kirkjuhvoli. Þar hefur nú verið rek-
ið Listasetur síðan í janúar 1995.
BGK
GrOtt skólastarf gert betra í Snæfellsbæ
Gott skólastarf getur orðið betra
með því að finna ímynd eða vöm-
merki sem allir skólar Snæfellsbæj-
ar geta sameinast undir þótt hver
og einn skóli útfæri ímyndina á
mismundandi hátt. Þetta er loka-
niðurstaða skýrslu sem unnin var
fyrir Gmnnskóla Snæfellsbæjar.
Árið 2004 vom allir skólar í Snæ-
fellsbæ sameinaðir undir nafni
Grunnskóla Snæfellsbæjar. í því
ferli var ákveðið að fá hlutlausa að-
ila til að taka út skólastarfið á svæð-
inu. Rannsóknastofnun Kennara-
háskóla Islands var fengin til verks-
ins og skýrsluna unnu Gunnlaugur
Sigurðsson, Kristín Björnsdóttir og
Allyson Macdonald. Lokahnykkur
verkefnisins var nú í október þegar
niðurstöður vom kynntar foreldr-
um, kennumm og skólanefnd. Ekki
hefur verið ákveðið hvert vöm-
merki skólans verður í ffamtíðinni.
Guðný H Jakobsdóttir, fulltrúi í
skólanefnd sagði í samtali við
Skessuhom að sótt verði um að
skólinn fái umhverfisviðurkenn-
ingu með þátttöku í grænfánaverk-
efni.
BGK
Stoiiifundir Umhverfissjóðs
Erla FriSriksdóttir, Eggert Kjartansson, Guðrún Bergmann, Guðlaugur Bergmann
yngri, Sigríður Finsen og Kristinn Jónasson,
Síðastliðinn föstudag var stofh-
fundur Umhverfissjóðs Snæfellness
haldinn. Það era sveitarfélögin á
Snæfellsnesi sem standa að stofhun
sjóðsins. Framkvæðið að honum
hefur Guðrún Bergmann og fjöl-
skylda hennar haft. Stofnframlag er
minningarsjóður sem stofnaður var
um Guðlaug Bergmann, fram-
kvæmdastjóra og frumkvöðul sem
fæddur var 20. október 1938 og lést
þann 27. desember 2004. Markmið
sjóðsins er að styrkja ýmis verkefhi
í umhverfis- og samfélagsmálum
sem byggð era á grunni sjálfbærrar
þróunar í sveitarfélögunum fimm á
Snæfellsnesi.
í stjórn sjóðsins vora kjörnir;
Stefán Gíslason, umhverfisstjórn-
unarfræðingur, Sigríður Finsen
forseti bæjarstjórnar Grundarfjarð-
ar og Guðrún Bergmann, ffarn-
kvæmdastjóri og til vara; Róbert
Arnar Stefánsson, forstöðumaður
Náttúrastofu Vesturlands, Kristinn
Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæjar
og Ragnhildur Helga Sigurðardótt-
ir, umhverfisfræðingur
MM/byggt á www.mb.is
Skagamenn nálg-
ast sex þúsund
AKRANES: Skagamönnum
fjölgar ört og samkvæmt upplýs-
ingum ffá bæjarskrifstofunni á
Akranesi era þeir í dag 5.909
talsins og hafa þeir aldrei verið
fleiri. Hefur íbúum því fjölgað
tun 127 manns ffá 1. desember á
síðasta ári eða um 2,19% og um
54 ffá því 1. júh' í sumar. Ef ffam
heldur sem horfir verða íbúar á
Akranesi orðnir sex þúsund tals-
ins föstudaginn 27. apríl í vor. -hj
Brautskráðum
stúdentum
íjölgar
VESTURLAND: Á síðasta ári
brautskráðust 104 íbúar Vestur-
lands sem stúdentar. Er þar um
fjölgun að ræða en árið 2004 voru
þeir 99 talsins. Á síðustu tíu árum
hafo útskrifaðir stúdentar af Vest-
urlandi verið að meðaltah 105 á
ári. Flestdr voru þeir árið 2001 eða
130 talsins en fæstir árið 2000 en
þá voru þeir 94 að tölu. -hj
Samkeppni um
byggðarmerki
HVALFJARÐARSVEIT: Sveit-
arstjóm Hvalíjarðarsvcitar hefur
felið sveitarstjóra sínum, Einari
Thorlacius að koma með endan-
legar tillögur á útfærslu sam-
keppni um byggðarmerki fyrir
sveitarfélagið. I samtali við
Skessuhom segir Einar að htið
yrði til Borgarbyggðar í þessum
efnum en þar stæði yfir sam-
keppni um byggðarmerld fyrir
hið nýja sveitarfélag. Auglýst
verður í nóvember efrir tillögum
og segir Einar líklegt að fimm
manna dómnefnd skeri úr um
bestu tillöguna. I nefhdinni verð-
ru að minnsta kosti einn fegaðh
ffá auglýsingastofu en að öðru
leyti mun nefndin skipuð íbúum
Hvalfjarðarsveitar. -kh
Fjárvana
foreldrafélag
BORGARNES: Foreldrafélag
leikskólans við Skallagrímsgöm
hefur ferið þess á leit við sveitar-
stjórn Borgarbyggðar að starf-
semi félagsins verði styrkt. Að
sögn Ingunnar Alexandersdóttur,
leikskólastjóra var félagið stofnað
í maí á þessu ári. Starfsemin er að
fara í gang og engir íjármunir enn
til í félaginu. Því var ákveðið að
fara þess á leit við Sparisjóð
Mýrasýslu og sveitarstjóm Borg-
arbyggðar að fá styrk til starfsins
á meðan væri verið að koma fé-
laginu á koppinn. Sparisjóðurinn
hefur þegar styrkt foreldrafélagið
um fimmtíu þúsund en ekki hefur
borist svar ffá sveitarstjóm Borg-
arbyggðar. „Þetta er einungis
hugsað til að koma félaginu og
starfsemi þess í gang“, sagði Ing-
unn, enn er ekki ferið að inn-
heimta nein félagsgjöld, félagið
er svo nýtt. Það er m.a. verið að
spá í að setja upp leikrit í haust í
samvinnu við leikskólann Kletta-
borg og til þess þarf auðvitað
peninga,“ sagði Ingunn. -bgk
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi Sími: 433 5500
Bjarnarbraut 8 - Borgarnesi Fax: 433 5501
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga
er kl. 14:00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta
auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til
12:00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.000 eintökum og selt til áskrifenda og í
lausasölu.
Áskriftarverð er 1300 krónur með vsk á mánuði en krónur 1200
sé greitt með greiðslukorti. Elli- og örorkulíf.þ. greiða kr. 950.
Verð í lausasölu er 400 kr.
SKRIFSTOFUR BLAÐSINS ERU OPNAR KL. 9-16 ALLA VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. - 433 5500 skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstj. og ábm. Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Blaðamenn: Halldór Jónsson 892 2132 hj@skessuhorn.is
Magnús Magnúss. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Birna G Konráðsdóttir 864-5404 birna@skessuhorn.is
Kolbrá Höskuldsdóttir 868-2203 kolla@skessuhorn.is
Augl. og dreifing: Katrín Óskarsd. 616 6642 katrin@skessuhorn.is
Umbrot: Guðrún Björk Friðriksd. 437 1677 gudrun@skessuhorn.is