Skessuhorn - 25.10.2006, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 25. ÖKTÓBER 2006
Prófkjör Samfylkingar-
innar um næstu helgi
Prófkjör Samfylkingarinnar í
Norðvesturkjördæmi verður haldið
um næstu helgi, nánar til tekið dag-
ana 28.-29. október. Prófkjörið fer
ffam í sextán kjördeildum laugar-
daginn 28. október kl. 12-18 og
sunnudaginn 29. október kl. 10-12.
Talning fer ffam á sunnudeginum í
Brekkubæjarskóla á Akranesi.
Allir sem skrifa undir stuðnings-
yfirlýsingu við Samfylkinguna geta
tekið þátt í prófkjörinu. A vef kjör-
dæmisins, XS.IS, eru m.a. upplýs-
ingar um þá 16 kjörstaði sem er að
finna í kjördæminu og ýmsar aðrar
upplýsingar. Það kemur m.a. ffam
að kjósandi skal merkja við hvorki
fleiri né færri en fjögur nöfn á kjör-
seðlinum með tölustöfunum 1, 2, 3
og 4. Skal hann setja tölustafinn 1
við það nafn sem hann vill hafa í
fyrsta sæti ffamboðslistans, 2 við
það nafn sem hann vill hafa í öðru
sæti, o.s.fiv.
Eins og frarn hefur komið í ffétt-
um Skessuhoms em ellefu manns
sem gefa kost á sér í fjögur efstu
sætin á lista Samfylkingarinnar í
prófkjörinu.
MM
Tveimur frambjóðendum
bætt við hjá Framsókn
Kjörnefnd Framsóknarflokksins í
Norðvesturkjördæmi hefur nýtt
heimild sína til þess að bæta við
ffambjóðendum í hóp þann er gaf
kost á sér í póstkosningu sem ffam
fer 3.-17. nóvember. Aður höfðu
sex frambjóðendur gefið kost á sér
þau G. Valdimar Valdimarsson
kerfisffæðingur sem stefnir á 3. sæti
listans, Herdís A. Sæmundardóttir
varaþingmaður sem stefnir á 2. sæt-
ið, Inga Ósk Jónsdóttir viðskipta-
ffæðingur sem stefhir á 3. sætið,
Kristinn H. Gunnarsson alþingis-
maður sem stefnir á 1. sætið,
Magnús Stefánsson félagsmálaráð-
herra sem stefhir á 1. sætið og
Valdimar Sigurjónsson viðskipta-
lögffæðingur sem stefhir á 3. sætið.
Kjörnefnd bætti við nöfnum Al-
bertínu Elíasdóttur umsjónar-
manns og Heiðars Þórs Gunnars-
sonar verslunarrekenda.
HJ
Vilja helst flytja
Sementsverksmiðjuna
á Grundartanga
Bæjarráð Akraness hefur falið
Gísla S. Einarssyni bæjarstjóra að
ræða við forstjóra Sementsverk-
smiðjunnar um málefhi verksmiðj-
unnar í kjölfar þess að íbúar í næsta
nágrenni verksmiðjunnar sendu
bæjaráði bréf þar sem kvartað var
mjög undan hávaða- og sjónmeng-
un frá starfsemi verksmiðjunnar.
Vilja íbúarnir helst að verksmiðjan
verði færð á Grundartanga.
I bréfi nágrannanna segir meðal
annars: „Það er alveg ótrúlegt hvað
drunur og titringur vegna snúnings
brennsluofnsins eru áberandi, sér-
taklega að kvöldi dags þegar orðið
er hljótt að öðru leyti. Svefnleysi af
þessum völdum er þekkt vandamál
margra sem búa í grenndinni. Al-
gengar eru líka skothríðir, eins og
maður sé staddur í stríðsátaka-
svæði. Þær standa gjarnan yfir í
nokkrar mínútur í senn og að sögn
þeirra verksmiðjumanna er ekki
hægt að komast hjá þessu,“ segir
orðrétt í bréfinu. Þess er getið að
skothríðin skapist þegar skjóta
þurfi lofti inn á brennsluofninn til
að losa um efni sem sest út í veggi
hans.
íbúarnir óska líka eftir upplýs-
ingum um hvenær starfsleyfi verk-
smiðjtmnar renni út og hvaða skil-
yrði slíkt fyrirtækis þurfi að upp-
fylla til þess að mega halda áffam
„rekstri stóriðju inni í bænum,“
eins og segir í bréfinu. „Við teljum
að það hljótd að vera algerlega óvið-
unandi fyrir bæjarfélag, sem vill
vera í fremstu röð í umhverfismál-
um og setur sér háleit markmið um
fegrun bæjarins, að sætta sig við
óbreytt ástand hvað varðar meng-
un, hávaða- og sjónmengun frá
umræddri verksmiðju. Best væri
auðvitað að flytja hana ffá Akranesi
inn á stóriðjusvæðið á Grundar-
tanga. Skorum við á bæjaryfirvöld
að gera allt sem mögulegt er til að
bæta úr þessu óffemdarástandi og
það sem allra, allra fyrst,“ segir í
niðurlagi bréfsins.
Þess má geta að hugmynd íbú-
anna um flutning verksmiðjunnar
til Grundartanga er ekki ný af nál-
inni. Þegar bygging verksmiðjunn-
ar var til umræðu um miðja síðustu
öld lagði Haraldur Böðvarsson út-
gerðarmaður það til að verksmiðj-
an yrði reist á Grundartanga. HJ
Þáttakendur á mál- og vinnustofunni ásamt prófessomum Ame Umes sem er þriðjifrá hœgri.
Nýjungar í þvaglekaaðgerðimi
kynntar á SHA
I síðustu viku var haldið nám-
skeið á Sjúkrahúsinu og heilsu-
gæslustöðinni á Akranesi (SHA) um
þvagleka kvenna og helstu nýjungar
í rannsóknum á þeim sjúkdómi.
Vilhjálmur Kr. Andrésson, yfir-
læknir á Kvennadeildinni, hefur
gert aðgerðir á konum vegna þvag-
leka í gegnum árin, en fékk nú til
liðs við sig norskan lækni Arne Ur-
nes, en hann er yfirlæknir á Há-
skólasjúkrahúsinu í Akershus utan
við Ósló. Hann hélt mál- og vinnu-
stofu um málefnið á SHA.
Gerðar voru fjórar aðgerðir á
jafnmörgum konum með hinni
svokölluðu TOT tækni, sem felst í
því að bandi er komið fyrir undir
þvagrás konunnar. Sú tegund þvag-
leka, sem þessari tækni er beitt við
er hinn svokallaði áreynsluþvagleki,
en þá missir sjúklingurinn smávegis
þvag við að lyffa einhverju, hlægja,
hósta, hnerra eða annað þess háttar.
Þetta er talið stafa af slöppum
vöðvum í grindarbotni, sem bæði
getur verið meðfætt en einnig
slappast vöðvar oft við erfiðar fæð-
ingar. I langflestum tilfellum er
hægt að lækna einkennin að mestu
eða öllu leyti. Kannanir erlendis
sýna að um það bil 98% kvenanna
eru ánægðar eftir TOT aðgerð.
Nýjungarnar sem kynntar voru á
námskeiðinu snúast um það að
bandi er komið fyrir undir þvagrás-
ina hjá konum á auðveldari og
hættuminni hátt en áður þekktist.
Kostur við þessa aðgerð er sá að
konan getur í langflestum tilfellum
útskrifast samdægurs.
KH
Umhverfisnefiid vill vera með í ráðum
Nýstofnuð umhverfisnefnd
Akraneskaupstaðar hefur sent bæj-
arráði bréf þar sem óskað er upp-
lýsinga um stöðu samnings um
sorpflokkun á Akranesi. Einnig
óskar nefndin eftir því að vera höfð
með í ráðum þegar ákvarðanir eru
teknar um umhverfismál og vísar
þar til erindisbréfs nefndarinnar.
Forsaga málsins er sú að fyrr á
þessu ári samdi Akraneskaupstaður
við Avallt ehf. um uppsetningu og
innleiðingu heildstæðs kerfis í
sorpmálum. A fundi bæjarráðs
Akraness þann 12. október var hins
vegar samþykkt með tveimur at-
kvæðtun að segja samningnum upp
og jafnframt var samið við Gáma-
þjónustu Vesturlands um uppsetn-
ingu grenndarstöðva fyrir endur-
vinnanlegan úrgang í bænum.
Bréf umhverfisnefndar var tekið
fyrir á fundi bæjarráðs á föstudag
og fól ráðið bæjarstjóra að ræða við
formann nefndarinnar. Sveinn
Kristinsson bæjarráðsmaður Sam-
fylkingarinnar færði til bókar furðu
sinni á vinnubrögðum meirihlutans
í málinu. Segir að kastað hafi verið
inn í bæjarráð tillögu um uppsögn-
ina án nokkurs fyrirvara. „Nú kem-
ur í ljós að umhverfisnefnd Akra-
neskaupstaðar sem samkvæmt er-
indisbréfi fer með málaflokkinn var
ekki höfð með í ráðum, hvorki full-
trúar meirihlutans hvað þá minni-
hlutans. Eru þessi vinnubrögð al-
veg í samræmi við þá stjórnsýslu
sem nú er rekin af meirihlutanum,
þar sem ákvarðanir eru teknar af
foringja Sjálfstæðisflokksins í bæj-
arstjóminni og þær reknar í gegn
með offorsi þar sem brotið er
grímulaust á kjömum fulltrúum.
Algjört meðvitundarleysi virðist
hrjá samstarfsflokkinn, en fulltrúi
hans þegir jafnan þunnu hljóði,"
segir orðrétt í bókun Sveins.
Þá rekur hann tilgang þess kerfis
sem átti að móta og segir síðan:
„Eftir því sem næst verður komist
hafði ekkert sveitarfélag á Islandi
lagt út í jafh memaðarfullt verkefni
í úrgangsmálum. Nú hefúr meiri-
hlutinn sagt upp þessum samningi,
án nokkurs fyrirvara. Stjórnsýsla af
þessu tagi er ótrúverðug og á lágu
plani og skaðar ímynd bæjarfélags-
ins, þar sem hún einkennist af
hentistefnu og skyndiákvörðun-
um.“
Meirihluti bæjarráðs lét bóka að
það teldi að með þeim breytingum
sem gerðar hafa verið á málinu „ná-
ist öll þau markmið sem samning-
urinn við Avallt ehf. geri ráð fyrir
auk þess að spara kaupstaðnum um
10 milljónir króna og vísar því bók-
un Sveins Kristinssonar á bug.“ HJ
Félagsmálaráðherra heimsækir
Svæðisskrifstofun a
Fimmtudaginn 19. október
heimsótti Magnús Stefánsson,
félagsmálaráðherra Svæðisskrif-
stofu málefna fatlaðra á Vestur-
landi. Með ráðherra komu Guð-
mundur Páll Jónsson aðstoðarmað-
ur hans og bæjarfulltrúi á Akranesi
ásamt Ragnhildi Arnljótsdóttur
ráðuneytisstjóra og Þór G Þórar-
inssyni skrifstofustjóra fjölskyldu-
skrifstofunnar.
Starfsfólk svæðisskrifstofunnar
kynnti gestunum þjónustu Svæðis-
skrifstofunnar og stefnuna
framundan. Þar kom m.a. fram að
137 manns, þar af 67 börn njóta
þjónustu svæðisskrifstofunnar og
frá 2005 hafa yfir 20 börn bæst í
hóp fatlaðra barna á Vesturlandi.
Það er því mikil þörf fyrir aukna
skammtímavistun og stuðningsfjöl-
skyldur.
Aætlað er að um áramótin verði
ráðist í útboð vegna væntanlegrar
stækkunar Fjöhðjunnar á Akranesi.
Mikil ffamþróun verður í búsetu-
málum fatlaðra á Vesturlandi á
komandi ári. Keyptar verða 10
íbúðir fyrir fólk með fötlun í Borg-
arnesi. Einnig er gert ráð fyrir auk-
inni þjónustu við geðfatlaða á Vest-
urlandi, í samvinnu við félagsmála-
ráðuneytið.
Svæðisskrifstofan hefur sent not-
endunum þjónustukönnun, þar sem
spurt er um þörf fyrir þjónustu á
komandi árum. I vor verður síðan
gerð könnun á því hversu ánægðir
notendurnir eru með þá þjónustu
sem þeir fá.
Félagsmálaráðuneytið hefur
undanfarið tmnið að stefnumótun í
málefnum fatlaðra. Hún verður
bráðlega kynnt opinberlega og
mun Svæðisskrifstofan taka virkan
þátt í útfærslu hennar. „Magnús
Stefánsson hefur bæði sem þing-
maður og nú sem ráðherra sýnt
þjónustu við fatlaða á Vesturlandi,
sérstakan áhuga. Hann hefur fylgst
náið með gangi mála og hefur ein-
beittan vilja til að bæta hag fólks á
Vesturlandi. Þess vegna var þessi
heimsókn sérstaklega ánægjuleg,"
sagði Magnús Þorgrímsson, hjá
Svæðisskrifstofunni í samtali við
Skessuhorn. MM