Skessuhorn


Skessuhorn - 13.12.2006, Page 23

Skessuhorn - 13.12.2006, Page 23
akUSUIIVw I MIÐVIKUDAGUR 13. DESEMBER 2006 23 Skallagrímur áfram í bikarnum Lið Skallagríms vann auðveld- an sigur á liði Vals í 16 liða úrslit- um bikarkeppninnar í körfuknatt- leik en leikurinn fór fram í Reykja- vík á sunnudag. Leiknum lauk með sigri Skallagríms sem skor- aði 102 stig gegn 71 stigi Vals. Eins og tölurnar bera með sér var sigur Skallanna aldrei í hættu. Leiksins verður helst minnst fyrir það að í einni sókn hans skoraði Pétur Már Sigurðsson leikmaður Skallagríms 11 stig og er það afar fátítt. Hann fékk átta vítaskot í sókninni og skoraði úr þeim öll- um. Að þeim loknum fékk liðið innkast og Pétur skoraði þriggja stiga körfu úr sókninni. Dregið verður í átta liða úrslitin síðar í vikunni. HJ Þrjú félög hljóti afreks- styrki á Akranesi Tómstunda- og forvarnarnefnd Akraneskaupstaðar hefur lagt til við bæjarstjórn að þremur íþrótta- félögum í bæjarfélaginu verði veittir afreksstyrkir en umsóknar- frestur um styrkina rann út á dög- unum. Nefndin leggur til að Sundfélagi Akraness verði veittur styrkur að upphæð 250 þúsund krónur vegna fimm íslandsmeist- aratitla sem félagsmenn unnu á fyrrihluta ársins, Karatefélag Akra- ness verði veittur 510 þúsund króna styrkur vegna tveggja ís- landsmeistaratitla sem félags- menn unnu til og einnig vegna ís- landsmeistaratitlis í hópkata auk íslandsmeistaratitils félags- og bik- arameistaratitils í kata og kumite. Þá er einnig lagt til að Badmint- onfélag Akraness hljóti styrk að upphæð 50 þúsund krónur vegna íslandsmeistaratitils í tvenndarleik „þrátt fyrir að viðkomandi kepp- andi eigi ekki lögheimili á Akra- nesi," eins og segir í bókun nefnd- arinnar. Fram kemur að viðmiðunarregl- urnar geri ráð fyrir að afreksfólk þurfi að eiga lögheimili á Akranesi og telur nefndin að breyta þurfi þeim reglum og endurskoðun þeirra hefjist fyrrihluta næsta árs. Auk félaganna sem hlutu styrki sótti Golfklúbbur Akraness um styrk. HJ Sveinbjörn og Lárus sigruðu Sigurvegararnir frá vinstri: Unnsteinn, Dóra, Sveinbjörn, Lárus, jón Helgi og jón Ágúst. Aðaltvímenningi Bridsfélags Borgarfjarðar lauk sl. mánudags- kvöld. Mótið stóð í 6 kvöld með þátttöku 24 para víðsvegar af sunnanverðu Vesturlandi. Röð efstu para breyttist síðasta kvöldið og tókst gömlu refunum Sveinbirni Eyjólfssyni og Lárusi Péturssyni að skjótast í fyrsta sæt- ið með glæsiskori, eða 102 stig- um síðasta kvöldið. jón H Einars- son og Jón Ágúst Guðmundsson voru einnig í góðu stuði og dugði þeim 89 stig til að tryggja sér þriðja sætið á mótinu. í öðru sæti urðu þau Dóra Axelsdóttir og Unnsteinn Arason. Forusta tveggja efstu para sýnir nokkra yf- irburða þessara spilara sem í gegnum árin hafa vermt toppsæt- in í Borgarfirði og Borgarnesi. Vert er að geta sérstaklega góðs árang- urs yngsta spilaparsins á mánu- daginn, þeirra Fjölnis í Deildar- tungu og Láru Lárusdóttur, sem höfðu fjórða besta skor kvöldsins. Sýna þessir ungu og efnilegu spil- arar að allt er hægt þegar metn- aður og spilagleði er í fyrirrúmi. Framtíðin er því björt hjá félaginu. Lokatölur mótsins urðu þessar: 1. Sveinbjörn Eyjólfsson - Lárus Pétursson 329 2. Dóra Axelsdóttir - Unnsteinn/ Rúnar 296 3. Jón H Einarsson - Jón Ágúst/ Jóhann/Hólmsteinn 202 4. Anna Einarsdóttir - Kristján Axelsson 197 5. Sveinn Hallgrímsson - Magnús Magnússon 175 6. Elín Þórísdóttir - Cuðmundur Jónsson 157 7. Alfreð Kristjánsson - Einar Cuð- mundsson 155 Nýtt hús Björgunarfélags Akraness vígt Á föstudag var stór dagur hjá fé- lögum í Björgunarfélagi Akraness því síðdegis var formlega vígt nýtt 300 fermetra húsnæði félagsins í nýjum iðngörðum við Kalmans- braut. Aðstaða félagsins verður í um helmingi hússins, en þar eru einnig til húsa Pípó, Sigvaldi Gunnarsson og Hljóðkerfaleiga Isólfs Haralds- sonar. Þetta nýja húsnæði Björgun- arfélagsins kemur til viðbótar þeirri aðstöðu sem félagið hefur íýrir starf- semi sína í norðurenda hússins við hliðina sem einnig er bækistöð Slökkviliðs Akraness. Um 100 manns voru viðstaddir vígsluna. Séra Bjöm Jónsson, fýrr- um sóknarprestur blessaði húsið og starfsemina þar og vígði húsið. Gísh Séra Björn Jánssrn, jv. sóknarprestur blessaði húsið og vígði. Honum á hiegri hönd er nafni hans Guðmundsson sem stýrði samkomunni. Elí Halldórsson með viðurkenningu sem Björgunarfélagið veitti hmumfyrir ára- tuga fómfúst starffyrir félagið. S Einarsson færði kveðjur bæjar- stjómar með fýrirheit um áfram- haldandi stuðning við félagið. Ásgeir Örn Kristinsson flutti ávarp og skrifaði jafnframt tmdir styrktar- samning við KB banka á Akranesi. Þá rimðu hann og Einar Öm Thor- lacius, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveit- ar undir viljayfirlýsingu um samstarf sem einkum felst í smðningi Hval- fjarðarsveitar við Björgunarfélagið sem sinnir auk Akranesi svæðinu sunnan Skarðsheiðar. Þá veitti kvennadeild félagsins styrk til ný- stofnaðrar unglingadeildar. Sigurgeir Guðmundsson, for- maður Slysavamarfélagsins Lands- bjargar ávarpaði gesti og gat þess sérstaklega að Björgunarfélag Altra- ness væri þekkt meðal landssamtak- anna fýrir kröftuga starfsemi og ekki síst fýrir góða umgengni og snyrti- mennsku í starfsstöðvum sínum. Væri félagið fýrirmyndarfélag sem Landsbjörg nefhdi einatt þegar vísa ætti á björgunarsveit sem væri að sinna starfi sínu einkar vel. Við þetta tilefiú var Elí Halldórs- son gerður að heiðursmeðlimi Björgunarfélags Akraness og hann heiðraður fýrir gott starf í þágu fé- lagsins í áramgi. MM Leðurborðstofustólar Verðfrá 14.800,- Rúm margar gerðir Verðfrá 289.000, Verðfrá 229.000, Þriggja sœta sófi og tveir stólar kr. 198.000, Rúmföt frá Boras - verð frá 4.990,- Andadúnssœngur - verð frá 14.900, Heilsukoddar - verðfrá 7.500,- Lök - margar stœrðir Sjón er sögu ríkari VERZLUNIN ATH! f 15% afsláttur afsœngum og heilsukoddum SÍMi 431 2507 KALMANSVÖLLUM AKRANESI

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.