Morgunblaðið - 02.05.2019, Blaðsíða 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019
AF LISTUM
Aldís Arnardóttir
aldisarn@internet.
Það kemst fátt annað að ífjölmiðlum í Frakklandiþessa dagana en bruninn í
Notre Dame eða Kirkju vorrar frú-
ar í París. Beinar útsendingar og
umræðuþættir fjalla um málið ofan
í kjölinn og meðal þess sem rætt er
um er hverju var bjargað af þeim
glæsilegu munum sem prýða kirkj-
una og hversu hratt mun ganga að
gera við þetta stolt Parísarbúa sem
Notre Dame er og heimsbyggðin
fylgist agndofa með. Í blíðviðrinu
um páskana mátti finna daufa
brunalykt í nágrenninu en stórt
svæði umhverfis kirkjuna á eyjunni
Ile de la Cite í Signu hefur verið
girt af og lögregla og slökkvilið
borgarinnar eru á stöðugu ferða-
lagi að og frá vettvangi, með til-
heyrandi sírenuvæli. Meðal þess
sem yfirvöld hafa tilkynnt að hafi
bjargast úr brunanum eru heilagir
munir sem taldir eru hafa tilheyrt
Jesú Kristi og er þyrnikóróna hans,
sjálf táknmynd þjáningar krist-
indómsins, á meðal þeirra gersema.
Þyrnikórónan hefur ekki verið
í Notre Dame alla tíð en hún er
meðal þeirra helgu muna sem Loð-
vík IX keypti frá Býsans og flutti til
Frakklands árið 1239. Hann var
síðar tekinn í helgra manna tölu og
varð heilagur Loðvík eða Saint
Louis. Munirnir voru í fyrstu
geymdir í Notre Dame en síðan var
þyrnikórónan flutt í kapelluna
helgu, Sainte Chapelle, sem er að-
eins í nokkurra mínútna göngu-
fjarlægð. Kapellan, sem er í gotn-
eskum stíl, var byggð á árunum
1243-1248, sérstaklega í þeim til-
gangi að geyma þessa helgu muni.
Hallarveggir umlykja þessa földu
perlu sem er staðsett í garði fyrr-
verandi hallar Loðvíks.
Notre Dame lokuð í fimm ár?
Á 13. öldinni og fram á þá 14.
var Maríudýrkun í hámarki, menn
trúðu á hana sem andlegan vernd-
ara manna og með því að dýrka
hana kæmust menn nær guði. Um
það leyti var gotneski stíllinn einn-
ig allsráðandi, kirkjubyggingar
Dramatísk björgun þyrnikórónu Krists
AFP
Stórskemmd Notre Dame í París er stórskemmd eftir mikinn bruna.
gotneska stílsins eru léttari en róm-
anskar byggingar fyrri tíma og þær
áttu að líkjast himneskri Jerúsalem
eða Guðs ríki. Gotneskar kirkjur
eru reistar út frá sterkri grind
súlna eða stólpa og á milli þeirra er
fyllt upp í með léttri hleðslu og
steindu gleri sem þótti auka á
hátíðleikann og magna upp trúar-
legt andrúmsloft í kirkjum. Bygg-
ingarnar áttu að undirstrika dýrð
kirkjunnar og mátt himnaríkis.
Byrjað var að byggja Notre Dame-
kirkjuna árið 1163 og telst hún því
til upphafs gotneska tímabilsins í
byggingarstíl. Nú þegar ljóst er að
hún verður lokuð næstu fimm ár í
það minnsta má búast við að ferða-
menn leggi í auknum mæli leið sína
í Saint Chapelle-kapelluna.
Þjáning hans og fórn
Það er stórkostlegt að ganga
upp og inn í kirkjuskipið á efri hæð-
inni í Saint Chapelle og virða fyrir
sér ljósið sem flæðir inn um steindu
gluggana sem þekja ¾ hluta bygg-
ingarinnar og opna þannig upp
veggi hennar. Gluggarnir eru 15
talsins, hver um sig 15 metra hár
með oddboga sem vísar upp til
himna og á þeim eru myndgerðir
atburðir bæði úr Gamla og Nýja
testamentinu; þar er rakin saga
heimsins og saga hinna helgu muna
allt þangað til þeir koma til Parísar
og á milli glugganna eru svo styttur
af postulunum tólf. Nálægðin við
Krist er mikilvæg í menningu mið-
alda og þyrnikórónan er talin heil-
ög og mikilvægur hlekkur í því
samhengi. Kristur var krýndur
þyrnikórónu til háðungar og vegna
hennar blæddi úr höfði Krists og
hún er því táknræn fyrir þjáningu
hans og fórn. Það var því mikilvægt
fyrir Loðvík að komast yfir þessa
helgu muni og auka þar með virð-
ingu og mikilvægi Parísarborgar
sem kristinnar borgar, enda er tal-
ið að hann hafi greitt fyrir þá dýr-
um dómi.
Kirkjurnar tvær, Notre Dame
og Saint Chapelle, eru ólíkar að
ytra byrði; svifstoðirnar, sem eru
eitt af einkennum Notre Dame,
standa reisulegar og styðja við
laskaða kirkju Vorrar frúar, en
styrkar stoðir eða blokkir styðja
hins vegar við Saint Chapelle og
gera allt þetta gler mögulegt. Þeir
eru hins vegar það fínlegir að þeir
skyggja ekki á birtuna svo ljósið
streymir inn í bygginguna þar sem
rafmagnslýsing er í lágmarki. Á
toppi stiganna eru svo spírur sem
minna á kórónu enda kirkjan byggð
sérstaklega í þeim tilgangi að hýsa
hið helga tákn.
Frá árinu 1806 hafa hinir
helgu munir verið varðveittir í
Notre Dame og hafa komist ræki-
lega í kastljósið eftir dramatíska at-
burðarás síðustu daga. Hvort kór-
ónan helga sé í raun og veru hin
eina sanna er svo allt annar hand-
leggur og veltur meira á því hverju
menn vilja trúa. Að minnsta kosti
var eftirspurnin eftir slíkum mun-
um mikil á miðöldum og upp-
runalega kórónan, ef hún var þá til,
aðeins ein.
»Nálægðin við Krister mikilvæg í menn-
ingu miðalda og þyrni-
kórónan er talin heilög
og mikilvægur hlekkur í
því samhengi.
AFP
Þyrnikórónan Kórónan er meðal þeirra helgu muna sem Loðvík IX keypti
frá Býsans og flutti til Frakklands og er geymd í Saint Chapelle.
Himneskt Sólarljósið flæðir inn um hina tilkomumiklu steindu glugga Saint
Chapelle, kapellunnar sem er skammt frá Notre Dame í París.
Allt um sjávarútveg
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
amlegt ka
nýmalað,
en in h l i.
ynntu r Jura a v lar í Eirví . i óðum þér í kaffi.
s
k
é V ð jK k ffi
y