Morgunblaðið - 02.05.2019, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.05.2019, Blaðsíða 47
FÓTBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildin, hefst í dag með fjórum leikjum. Miklar breytingar hafa átt sér stað hjá mörgum liðum í deildinni og mæta nokkur lið til leiks í ár sem eru að einhverju leyti óskrif- að blað. Flestir spá því að Breiðablik og Valur muni berjast um Íslandsmeist- aratilinn í ár. Blikar hafa ekki styrkt sig mikið en það er ákveðinn missir að Guðrúnu Arnardóttur sem samdi við Djurgården í Svíþjóð í desember á síðasta ári. Það verður áhugavert að sjá hvernig Þorsteinn Hall- dórsson, þjálfari Blika, mun leysa varnarleikinn í sumar en Breiðablik var það lið á síðustu leiktíð sem fékk á sig fæst mörk allra liða í deildinni. Valskonur hafa styrkt sig gríðarlega með ungum en jafnframt góðum leik- mönnum. Liðið ætlar sér Íslands- meistaratitilinn í haust og allt annað en sigur í Íslandsmótinu mun teljast vonbrigði á Hlíðarenda. Hörð barátta í neðri hlutanum Þór/KA er það lið sem er einna lík- legast til þess að berjast við Breiða- blik og Val um Íslandsmeistaratit- ilinn. Það munu margir ungir leikmenn fá langþráð tækifæri með Akureyrarliðinu í sumar og það gæti komið niður á titilvonum Akureyr- inga. Stjarnan og ÍBV hafa bæði misst öfluga leikmenn og sumarið gæti orðið erfitt bæði í Garðabænum og í Vestmannaeyjum. Bæði lið ætla að gefa ungum og efnilegum leik- mönnum tækifæri í sumar og ef allt fer á versta veg gætu bæði lið sogast niður í neðri hluta deildarinnar. Fylkir, HK/Víkingur, Keflavík, KR og Selfoss eru þau lið sem flestir spá í neðri hluta deildarinnar í sumar. Fylkiskonur eru með öflugt byrj- unarlið en að sama skapi er breiddin lítil í Árbænum. Sömu sögu er að segja um Keflavík og HK/Víking og þá eru Selfyssingar óskrifað blað enda margir lykilmenn frá síðustu leiktíð horfnir á braut og liðið hefur styrkt sig með leikmönnum sem erf- itt er að segja til um. Vesturbæingar hafa styrkt sig mikið en hvort það er nóg til að rífa liðið upp í efri hluta deildarinnar er ekki sjálfgefið. Blikar í fantaformi Blikar eru ríkjandi bikar- og Ís- landsmeistarar og það er erfitt að sjá eitthvert lið stoppa Kópavogs- liðið í sumar. Þær virka í fantaformi og í betra líkamlegu ásigkomulagi en á síðustu leiktíð. Það sem gæti stoppað Valskonur í að elta Blika er hraðinn í liðinu en margir leikmenn Valsliðsins eru komnir til ára sinna og miðja liðsins er til að mynda mun hægari en í Kópavoginum. Þór/KA mun sigla lygnan sjó um miðbik deildarinnar og í ár verða sjö lið sem munu berjast við fallið. Það skiptir máli fyrir öll liðin í deildinni að byrja vel en maímánuður gæti ráðið hreinum úrslitum um það, hvaða lið falla úr deildinni í haust, sem og hvaða lið það verður sem stendur uppi sem Íslandsmeistari. Vilja allir vinna Breiðablik Alexandra Jóhannsdóttir átti frá- bært síðasta sumar með Blikum og var algjör lykilmaður í liði Breiða- bliks sem varð bæði Íslands- og bik- armeistari. Þó að hún sé einungis 19 ára gömul er Alexandra að fara inn í sitt þriðja tímabil í röð í efstu deild. „Sumarið leggst mjög vel í mig og ég held að deildin sé sterkari í ár en hún var í fyrra. Það að koma inn í sumarið sem ríkjandi bikar- og Ís- landsmeistarar er auðvitað nýtt fyr- ir okkur. Að sama skapi þá er Breiðablik lið sem öll lið í deildinni vilja vinna og þannig hefur það alltaf verið. Við ætlum að einbeita okkur að því í sumar að taka einn leik fyrir í einu og eitt skref í einu eins og maður segir,“ sagði Alexandra í samtali við Morgunblaðið. Alexandra á von á harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn í ár og telur að þrjú til fjögur lið muni berj- ast um Íslandsmeistaratitilinn. Var lengi í gang í fyrra „Það eru nokkur lið í deildinni sem geta vel blandað sér í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. Ég held að Stjarnan verði dálítið óskrifað blað í sumar, það er engin pressa í Garðabænum, og það mun hjálpa liðinu. Stelpurnar í Þór/KA eru allt- af sterkar og það er erfitt að spila á móti þeim eins og hefur sýnt sig í vetur.“ Alexandra skoraði 8 mörk í 22 leikjum í deild og bikar síðasta sum- ar og stefnir á að gera enn betur í ár. „Mitt persónulega markmið fyrir tímabilið í ár er að gera betur en í fyrra. Ég var sein í gang á síðustu leiktíð en mér gekk mjög vel á seinni hluta tímabilsins og markmiðið núna er að eiga heilt, gott tímabil.“ Tveggja hesta hlaup um Íslandsmeistaratitilinn?  Sjö lið sem gætu hæglega fallið  Miklar breytingar og mörg óskrifuð blöð Morgunblaðið/Árni Sæberg Lykilhlutverk Alexandra Jóhannsdóttir er nýorðin 19 ára en var í stóru hlutverki hjá Blikum í fyrra og lék sinn fyrsta A-landsleik á þessu ári. ÍÞRÓTTIR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019 Krókháls 1 • 110 Reykjavík • S. 567 8888 • www.pmt.is Allt til merkinga & pökkunar Kemur með snertiskjá og WiFi Hægt er að fá ofninn í mörgum litum TURBOCHEF ECO er minnsti og sparneytnasti ofninn frá TurboChef Hentar sérstaklega vel fyrir kaffihús, bensínstöðvar og minni staði sem eru með skyndibita.  Spænski knattspyrnumarkvörðurinn Iker Casillas, heims- og Evrópumeistari með Spánverjum, var fluttur á sjúkra- hús í Porto í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall á æfingu með liði Porto. Fé- lagið staðfesti fljótlega að ástand hans væri stöðugt og Casillas væri ekki í hættu. Hann er 37 ára gamall, hefur leikið 167 landsleiki og varð fimmfaldur Spánarmeistari og þrefaldur Evr- ópumeistari með Real Madrid en hefur leikið með Porto frá árinu 2015.  Viðar Ari Jónsson og Oliver Sigur- jónsson skoruðu fyrir lið sín í 1. umferð norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Viðar fyrir Sandefjord í 2:0 útisigri á Tönsberg og Oliver fyrir Bodö/Glimt í 8:0 útisigri á Åga en Oliver var fyrirliði liðsins í leiknum.  Hollenska knattspyrnufélagið PSV Eindhoven tilkynnti í gær að samið hefði verið við íslensku landsliðskonuna Önnu Björk Kristjánsdóttur um að leika áfram með liðinu á næsta tímabili. Anna kom til PSV í janúar frá Limhamn Bunkeflo í Svíþjóð og samdi þá til hálfs árs. Hún hefur spilað fimm leiki með PSV í úrvals- deildinni og skorað tvö mörk en misst af nokkrum leikj- um vegna meiðsla. Eitt ogannað Sigurganga Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, landsliðsfyrirliða í knattspyrnu, með Wolfsburg hélt áfram í gær þegar lið hennar vann Freiburg, 1:0, í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar í Köln. Pólski framherjinn Ewa Pajor skoraði sig- urmarkið í seinni hálfleik. Sara hefur þar með orðið þýskur bikarmeistari öll þrjú tímabilin sem hún hefur leikið með Wolfs- burg en félagið er hinsvegar búið að vinna bikarinn fimm ár í röð. Þá blasir þýski meistaratitillinn við liðinu þriðja ár- ið í röð en Wolfsburg nægir að vinna ann- an þeirra tveggja leikja sem liðið á eftir í 1. deildinni. Sara og samherjar hennar gætu tryggt það gegn Hoffenheim á sunnudaginn. Sara lék allan leikinn á miðjunni hjá Wolfsburg í gær. vs@mbl.is Enn vinnur Sara bikarinn Bikarinn Sara Björk Gunnars- dóttir fagnar bikarsigrinum. Elísabet Gunnarsdóttir var nærri því að vinna fyrsta titilinn í sögu sænska knattspyrnufélagsins Kristianstad en lið hennar tapaði 2:1 fyrir Gautaborg í úrslitaleik sænsku bikarkeppninnar í gær. El- in Rubensson skoraði sigurmark Gautaborgarliðsins, sem lék á heimavelli, úr vítaspyrnu í uppbót- artíma þegar allt stefndi í fram- lengingu. Elísabet er að hefja sitt 11. tímabil sem þjálfari Kristian- stad, sem hefur einu sinni áður tap- að bikarúrslitaleik, árið 2014. Sif Atladóttir lék með Kristianstad, sem og Svava Rós Guðmundsdóttir sem fór af velli skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks þar sem meiðsli sem hún varð fyrir í næsta leik á undan tóku sig upp. vs@mbl.is Elísabet nálægt fyrsta titli Ljósmynd/Kristianstad Silfur Elísabet Gunnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.