Morgunblaðið - 02.05.2019, Síða 47

Morgunblaðið - 02.05.2019, Síða 47
FÓTBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildin, hefst í dag með fjórum leikjum. Miklar breytingar hafa átt sér stað hjá mörgum liðum í deildinni og mæta nokkur lið til leiks í ár sem eru að einhverju leyti óskrif- að blað. Flestir spá því að Breiðablik og Valur muni berjast um Íslandsmeist- aratilinn í ár. Blikar hafa ekki styrkt sig mikið en það er ákveðinn missir að Guðrúnu Arnardóttur sem samdi við Djurgården í Svíþjóð í desember á síðasta ári. Það verður áhugavert að sjá hvernig Þorsteinn Hall- dórsson, þjálfari Blika, mun leysa varnarleikinn í sumar en Breiðablik var það lið á síðustu leiktíð sem fékk á sig fæst mörk allra liða í deildinni. Valskonur hafa styrkt sig gríðarlega með ungum en jafnframt góðum leik- mönnum. Liðið ætlar sér Íslands- meistaratitilinn í haust og allt annað en sigur í Íslandsmótinu mun teljast vonbrigði á Hlíðarenda. Hörð barátta í neðri hlutanum Þór/KA er það lið sem er einna lík- legast til þess að berjast við Breiða- blik og Val um Íslandsmeistaratit- ilinn. Það munu margir ungir leikmenn fá langþráð tækifæri með Akureyrarliðinu í sumar og það gæti komið niður á titilvonum Akureyr- inga. Stjarnan og ÍBV hafa bæði misst öfluga leikmenn og sumarið gæti orðið erfitt bæði í Garðabænum og í Vestmannaeyjum. Bæði lið ætla að gefa ungum og efnilegum leik- mönnum tækifæri í sumar og ef allt fer á versta veg gætu bæði lið sogast niður í neðri hluta deildarinnar. Fylkir, HK/Víkingur, Keflavík, KR og Selfoss eru þau lið sem flestir spá í neðri hluta deildarinnar í sumar. Fylkiskonur eru með öflugt byrj- unarlið en að sama skapi er breiddin lítil í Árbænum. Sömu sögu er að segja um Keflavík og HK/Víking og þá eru Selfyssingar óskrifað blað enda margir lykilmenn frá síðustu leiktíð horfnir á braut og liðið hefur styrkt sig með leikmönnum sem erf- itt er að segja til um. Vesturbæingar hafa styrkt sig mikið en hvort það er nóg til að rífa liðið upp í efri hluta deildarinnar er ekki sjálfgefið. Blikar í fantaformi Blikar eru ríkjandi bikar- og Ís- landsmeistarar og það er erfitt að sjá eitthvert lið stoppa Kópavogs- liðið í sumar. Þær virka í fantaformi og í betra líkamlegu ásigkomulagi en á síðustu leiktíð. Það sem gæti stoppað Valskonur í að elta Blika er hraðinn í liðinu en margir leikmenn Valsliðsins eru komnir til ára sinna og miðja liðsins er til að mynda mun hægari en í Kópavoginum. Þór/KA mun sigla lygnan sjó um miðbik deildarinnar og í ár verða sjö lið sem munu berjast við fallið. Það skiptir máli fyrir öll liðin í deildinni að byrja vel en maímánuður gæti ráðið hreinum úrslitum um það, hvaða lið falla úr deildinni í haust, sem og hvaða lið það verður sem stendur uppi sem Íslandsmeistari. Vilja allir vinna Breiðablik Alexandra Jóhannsdóttir átti frá- bært síðasta sumar með Blikum og var algjör lykilmaður í liði Breiða- bliks sem varð bæði Íslands- og bik- armeistari. Þó að hún sé einungis 19 ára gömul er Alexandra að fara inn í sitt þriðja tímabil í röð í efstu deild. „Sumarið leggst mjög vel í mig og ég held að deildin sé sterkari í ár en hún var í fyrra. Það að koma inn í sumarið sem ríkjandi bikar- og Ís- landsmeistarar er auðvitað nýtt fyr- ir okkur. Að sama skapi þá er Breiðablik lið sem öll lið í deildinni vilja vinna og þannig hefur það alltaf verið. Við ætlum að einbeita okkur að því í sumar að taka einn leik fyrir í einu og eitt skref í einu eins og maður segir,“ sagði Alexandra í samtali við Morgunblaðið. Alexandra á von á harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn í ár og telur að þrjú til fjögur lið muni berj- ast um Íslandsmeistaratitilinn. Var lengi í gang í fyrra „Það eru nokkur lið í deildinni sem geta vel blandað sér í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. Ég held að Stjarnan verði dálítið óskrifað blað í sumar, það er engin pressa í Garðabænum, og það mun hjálpa liðinu. Stelpurnar í Þór/KA eru allt- af sterkar og það er erfitt að spila á móti þeim eins og hefur sýnt sig í vetur.“ Alexandra skoraði 8 mörk í 22 leikjum í deild og bikar síðasta sum- ar og stefnir á að gera enn betur í ár. „Mitt persónulega markmið fyrir tímabilið í ár er að gera betur en í fyrra. Ég var sein í gang á síðustu leiktíð en mér gekk mjög vel á seinni hluta tímabilsins og markmiðið núna er að eiga heilt, gott tímabil.“ Tveggja hesta hlaup um Íslandsmeistaratitilinn?  Sjö lið sem gætu hæglega fallið  Miklar breytingar og mörg óskrifuð blöð Morgunblaðið/Árni Sæberg Lykilhlutverk Alexandra Jóhannsdóttir er nýorðin 19 ára en var í stóru hlutverki hjá Blikum í fyrra og lék sinn fyrsta A-landsleik á þessu ári. ÍÞRÓTTIR 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. MAÍ 2019 Krókháls 1 • 110 Reykjavík • S. 567 8888 • www.pmt.is Allt til merkinga & pökkunar Kemur með snertiskjá og WiFi Hægt er að fá ofninn í mörgum litum TURBOCHEF ECO er minnsti og sparneytnasti ofninn frá TurboChef Hentar sérstaklega vel fyrir kaffihús, bensínstöðvar og minni staði sem eru með skyndibita.  Spænski knattspyrnumarkvörðurinn Iker Casillas, heims- og Evrópumeistari með Spánverjum, var fluttur á sjúkra- hús í Porto í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall á æfingu með liði Porto. Fé- lagið staðfesti fljótlega að ástand hans væri stöðugt og Casillas væri ekki í hættu. Hann er 37 ára gamall, hefur leikið 167 landsleiki og varð fimmfaldur Spánarmeistari og þrefaldur Evr- ópumeistari með Real Madrid en hefur leikið með Porto frá árinu 2015.  Viðar Ari Jónsson og Oliver Sigur- jónsson skoruðu fyrir lið sín í 1. umferð norsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Viðar fyrir Sandefjord í 2:0 útisigri á Tönsberg og Oliver fyrir Bodö/Glimt í 8:0 útisigri á Åga en Oliver var fyrirliði liðsins í leiknum.  Hollenska knattspyrnufélagið PSV Eindhoven tilkynnti í gær að samið hefði verið við íslensku landsliðskonuna Önnu Björk Kristjánsdóttur um að leika áfram með liðinu á næsta tímabili. Anna kom til PSV í janúar frá Limhamn Bunkeflo í Svíþjóð og samdi þá til hálfs árs. Hún hefur spilað fimm leiki með PSV í úrvals- deildinni og skorað tvö mörk en misst af nokkrum leikj- um vegna meiðsla. Eitt ogannað Sigurganga Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, landsliðsfyrirliða í knattspyrnu, með Wolfsburg hélt áfram í gær þegar lið hennar vann Freiburg, 1:0, í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar í Köln. Pólski framherjinn Ewa Pajor skoraði sig- urmarkið í seinni hálfleik. Sara hefur þar með orðið þýskur bikarmeistari öll þrjú tímabilin sem hún hefur leikið með Wolfs- burg en félagið er hinsvegar búið að vinna bikarinn fimm ár í röð. Þá blasir þýski meistaratitillinn við liðinu þriðja ár- ið í röð en Wolfsburg nægir að vinna ann- an þeirra tveggja leikja sem liðið á eftir í 1. deildinni. Sara og samherjar hennar gætu tryggt það gegn Hoffenheim á sunnudaginn. Sara lék allan leikinn á miðjunni hjá Wolfsburg í gær. vs@mbl.is Enn vinnur Sara bikarinn Bikarinn Sara Björk Gunnars- dóttir fagnar bikarsigrinum. Elísabet Gunnarsdóttir var nærri því að vinna fyrsta titilinn í sögu sænska knattspyrnufélagsins Kristianstad en lið hennar tapaði 2:1 fyrir Gautaborg í úrslitaleik sænsku bikarkeppninnar í gær. El- in Rubensson skoraði sigurmark Gautaborgarliðsins, sem lék á heimavelli, úr vítaspyrnu í uppbót- artíma þegar allt stefndi í fram- lengingu. Elísabet er að hefja sitt 11. tímabil sem þjálfari Kristian- stad, sem hefur einu sinni áður tap- að bikarúrslitaleik, árið 2014. Sif Atladóttir lék með Kristianstad, sem og Svava Rós Guðmundsdóttir sem fór af velli skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks þar sem meiðsli sem hún varð fyrir í næsta leik á undan tóku sig upp. vs@mbl.is Elísabet nálægt fyrsta titli Ljósmynd/Kristianstad Silfur Elísabet Gunnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.